Morgunblaðið - 30.10.1971, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 30.10.1971, Qupperneq 19
r • *r.t ■* r-.g-rx Tf.T ;—(t \ MORGUNBLAÐIB, LAUGAROAGUR 30. OKTÓBER 1971 'K i- 19 Minning: Sigríður Lovísa Sigurðardóttir F. 14. okt. 1883. D. 19. oltt. 1971 1 DAG fer fram á Húsavík útför frú Lovísu Sigurðardóttur er um langt árabil stóð við hlið manns síns Björns Jósefssonar héraðs- lœknis í Húsavíkurlæknishéraði. Á Húsavík hefur hún átt heima í meira en hálfa öld. Hún var Skagfirðingur að ætt og uppruna, fædd að Hofsstöð- um i Skagafirði 14. okt. 1883. Foreldrar hennar voru hjónin Björg Jónsdóttir Hallssonar, pró- fasts í Glaumbæ og Sigurður Pétursson óðalsbóndi að Hofs- stöðum. Mikill nefndarmaður i sveit sinni. -— Sigurður bjó í tvíbýli við bróður sinn Björn, Kom öllum saman um að tví- býlið á I-Iofsstöðum væri öllum til fyrinnyndar og var heimilið mjög rómað urn Skagafjörð og þó víðar væri leitað. Það var sama hvert litið var, hvort held- ur úti eða inni, allt bar vott um óvenjulegan myndarskap, reglu semi og samvizkusemi við öli störf. Lítil ljóshærð stúlka var í heiminn borin og ólst upp á þessu höföingsheimili. Hún var augasteinn foreldra sinna og eftirlæti. Höfðu hjónin á Hofs- stöðum misst litla stúlku, sem bar sama nafn, Sigriður Lovísa. Nú var einu auganu hætt og mikil alúð lögð við uppeldi litlu stúlkunnar. Síðar tóku Hofsstaðahjónin i fóstur aðra litla stúlku með ljósa lokka. Það var systurdótt ir húsfreyjunnar, Sigrún Pálma dóttir, siðar húsfreyja að Reyni- stað. Mjög var kært með þeim fóstursystrum og frænkum og mun Sigrún nú sakna vinar í stað, þá Lovísa er öll. Mér er sagt að 18 ára gömul hafi Lovísa fyrst farið að heim an. Lá þá leiðin út í Siglufjörð, að Hvanneyri til prestshjónanna séra Bjai'na og frú Sigríðar. Lærði hún þar söng og hljóð- færaleik, sem þá var fremur fá- títt að unglingar fengju að læra, en heimasætan á Hofsstöðum var söngelsk. í föðurgarði lærði hún að meta fornar dyggðir og sjálfsagt hefur henni snemma orðið ljóst að menntun er lítils virði, ef ræktun hugarfarsins hefur verið vanrækt. Eiins og að líkum lætur vildu foreldrar hennar veita henni þá menntun er völ var á og auðug af réttlætiskennd og góðvilja lagði hún af stað i utanför og dvaldi um tíma i Danmörku til að nema og fræðast. — Eftir að heim kom kynntist hún manni sínum, Birni Jósefssyni Björns- sonar skólastjóra á Hólum i Hjaltadal. Giftu þau sig árið 1912 þ. 19. sept., sama ár og Björn tók embættispróf í læknis- fræði. Björn læknir fór utan til frekara náms, en 1914 var hon- um veitt Axarfjarðarhérað, sett- ust ungu hjónin þá að á Kópa- skeri. — Vissi ég til þess að læknishjónin eignuðust þar brátt góða vini, enda hefur traust og gott fólk verið í Axarfirði og á Sléttu. Árið 1918 er lækninum veitt Húsavíkurlæknishérað og er þá haldið til Húsavíkur, þar sem mikið starf beið þeirra. Því miður kynntist ég ekki frú Lovsu að neinu ráði nema af afspurn. En fregnirnar er ég fékk af læknisfrúnni á Húsavík leiddu til þess, að mér þótti vænt um hana og ég dáði hana. Maðurinn minn Jón S. Pálma- son á Þingeyrum og Lovísa voru systrabörn. Voru þau öðru hvoru samtíða á Hofsstöðum, meðan bæði voru í assku. Hefur hann oft lýst heimilinu fyrir mér, hversu frábært það var og minnzt heimasætunnar, er var hvers manns hugljúfi. Læknishjónin á Húsavík eign- uðust 10 börn, en þau urðu fyrir þeim mikla harmi að missa f jög- ur þeirra, er óvænt veikindi her- tóku heimilið, og sum er lifðu hafa ekki fyllilega borið sitt barr eftir veikindin. — Geta má nærri að slikt var mikið áfall, sem reyndi mjög á foreldrana, ekki sízt móðurina, en hún sýndi þá eins og endranær að hún var hetja. En það sem mér hefur þótt stórkostlegast i fari þessarar konu er ræktarsemin við ætt- ingjana, gamla fólkið, sem hún skaut skjólshúsi yfir og annaðist til dauðadags. Sjálfsagt var að faðir hennar kæmi til hennar, þegar hann hætti búskap. En henni þótti líka sjálfsagt að taka til sín þrjár móðursystur, Þorbjörgu, Stef- aníu og Mariu , með mann sinn Einar Stefánsson, að ógleymdum gömlum vinnuhjúum. Öllu þessu fólki veitti hún staka umönnun og kærleika og fyrir það er ég henni svo þakk lát. Það þykir sjálfsagt að hlynna að börnum og styðja þau til þroska, en það eru ekki allir sem opna dyr sínar fyrir gömlu fólki og gefa sér tíma til að strjúka um föla og oft tárvota vanga, eða kalda og vinnulúna hönd. — En þetta gerði Lovísa með miklum sóma og auðvitað á læknirinn einnig heiðurinn af því. Góð samvinna var með lækn- ishjónunum á Húsavík. Oft voru sjúklingar teknir inn á heimilið og þeim hjúkrað eftir beztu getu, meðan sjúkrahús var ekki reist á staðnum. Það var ekki óalgengt að læknirinn kallaði til konu sinnar og óskaði eftir að- stoð ef mikið var í húfi. Þegar svo bar undir var hún snör að kasta frá sér búrrýjunni og ger- ast hiúkrunarkona. Merk kona er nú horfin sjón- um, óvenjulegur persónuleiki, sem með lífi sinu og starfi sýndi fagurt fordæmi með því að vera ávallt boðin og búin til að gefa af sjálfri sér öðrum til góðs. Við hjónin sendum börnum hennar og öðrum ættingjum inni- legar samúðarkveðjur. Huldp. Á. Stefánsdóttir. Vorið 1914 fluttist ungur lækn ir í svonefnt Öxarfjarðar-læknis hérað, með búsetu á Kópaskeri. Þetta va.r Björn Jósefsson frá Vatnsleyru, kvæntur Sigríði Lov ísu Sigurðardóttur frá Hofsstöð um. Bæði voru þau hjón Skag- firðingar. Héraðsbúar fögnuðu mjög komu þeirra, því að um skeið hafði héraðið verið læknislaust og um langa veglausa heiðavegi að fara, ef þörf var að leita lækn ishjálpar. Menn urðu heldur ekki fyrir vonbrigðum. Björn reyndist hinn ágætasti læknir, ljúfur, djarfur, og skjótur til hjálpar og heppinn í aðgerðum. Hitt kom óvænt og þótti með eindæmum hve mikil stoð frú Lovísa reyndist manni sínum við læknisstarfið. Nýlega hafði verið byggður læknisbú- staður að Ási við Kópasker. Ekki mun þar hafa verið gert ráð fyr ir sjúkrarúmum, aðeins rúmgott lyfjaherbergi, með bekk og áhöld um til smáaðgerða. En frú Lov- ísa rýmdi tii í sinni eigin íbúð og útbjó sjúkrarúm fyrir tvo eða fleiri legusjúklinga, þegar þörf krafði. Björn læknir hafði huga á að gera stærri aðgerðir, en í fyrstu hafði verið gert ráð fyrir, enda gerði hann marga holskurði o. fl. — Svæfingar annaðist frú Lovisa, einnig hjúkrun og fæði legusjúklinga. Oft og tíðum munu aðstandendur sjúklinga hafa hlaupið undir bagga, því föst heimilishjaTp var af skornum skammt-i. Aldrei heyrðist æðruorð um annir af vörum húsmóðurinnar, og allt þetta starf fórst henni svo vel, sem bezt mátti verða, að dómi allra, sem til þokktu, og sjúklingar, er dvöldust hjá þeim hjónum fannst likast því að þeir væru heima hjá sér, svo var að búðin ljúf og hressandi. —. Stærst og mest var frn Lovísa þegar þungar raunir bar að. Sorg in fór heldur ekki fram hjá henn ar garði, en hún sýndi þá sem endranær þá hugprýði, sem ein kenmdi allt hennar lif. Haustið 1918 fluttust iæknis- hjónin alfarin frá Kópaskeri til Húsavíkur við Skjálfanda. Mun Bjönn læknir hafa vænzt þar betri aðstöðu til starfa. — Með söknuði voru þau hjónin kvödd austan heiðar, en eftir sem áður tóku þau á móti sjúklingum að austan og margir fengu þar bót meina sinna. Allir áttu þar sömu vinsemd að fagna. Frú Lovisa var einstök merkis og gáfukona og þegar hún er kvödd hiinzta sinni er m'ér þak'k- læti og aðdáun efst í huga. Ég leyfi mér fyrir hönd Norð ur-Þingeyinga að votta henni þökk og virðingu. Sigurveig Björnsdóttir. í DAG er gerð á Húsavik útför frú Sigriðar Lovisu Sigurðar- dóttur, ekkju Björns Jósefsson- ar, er mestan hluta starfsævi sinnar var héraðslæknir á Húsa- vík. Hún lézt í Landspítalanum 19. þ. m. Lovísa, en svo var hún jafnan nefnd, var fædd á Hofsstöðum í Skagafirði 14. okt. 1883 og var þvi 88 ára er hún lézt. Hún var dóttir hjónanna Bjargar Jóns- dóttur, prófasts i Glaumbæ og víðar, Hallssonar og Sigurðar Péturssonar er bjuggu á Hofs- stöðum miklu myndarbúi um langt skeið. Þó að búið væri aldrei tiltakanlega stórt var slíkur bragur á öllu þar, að til þess var tekið. Þótti Sigurður hagsýnn í öllu og búmaður góð- ur, snyrtimenni í allri umgengni og reglumaður svo að af bar. Hann þótti vitmaður mikill, en hlédrægur. Björg kona hans var um allt sérstaklega vel verki farin og átti ekki siður en bóndi hennar sinn þátt í að móta heim- ilisbrag. Hún þótti mikil hús- móðir, skapmikil og skörungur, en höfðingi i lund, frjálslynd og gestrisin. Á móti þeim bjuggu að Hofs- stöðum Björn bróðir Sigurðar og síðari kona hans Una, en fyrri kona Björns lézt ung. Var sambýli þetta rómað um allt héraðið og voru þeir bræður þó manna ólikastir í skapi. Gerðu þeir Hofsstaði að stórbýli og heimilin tvö sem stórheimili að þeirra tíma hætti. Enginn, sem kynntist frú Lovísu gekk þess dulinn, að hún hefði hlotið gott uppeldi og mikla þekkinigu og reynslu um alla búshætti þess tíma, jafnt utan húss sem innan. Kom það henni vel að notum síðar í líf- inu, því að hennar beið mikið hlutskipti. Árið 1912 giftist hún Birni Jóseíssyni lækni. Næstu tvö ár- in stundaði Björn læknisstörf á sjúkrahúsum heima og erlendis og um skeið í héruðum, en árið 1914 var hann skipaður héraðs- læknir í Öxarfjarðarhéraði og var það til ársins 1918, er hon- um var veitt Húsavíkurhérað. Því héraði gegndi hann til árs- ins 1950 er hann fékk lausn vegna aldurs. Læknisstörf stund aði hann síðan á Húsavík þar til hann lézt árið 1963. Börn þeirra Lovísu og Björns, er lifðu urðu 9: Sigriður Birna og María Eydís, er létust i æsku, Jósef Jón, er lézt 16 ára að aldri og þau, sem nú lifa: Björg Hólmfriður gift Páli Ólafssyni, Hólmfríður Björg ógift, Sigurð- ur Pétur ókvæntur, Árnviður Ævars kvæntur Þuriði Her- mannsdóttur, Einar Örn kvænt- ur Laufeyju Bjarnadóttur og Birna Sigríður gift Herði Pét- urssyni. Á heimili þeirra Lovísu og Björns dvaldist árum saman ald- urhnigið frændfólk frú Lovísu, alls fimm manns og létust þar. Heimilið varð þvi snemma fjölmennt og var það mikið hlutverk að veita þvi forstöðu og annast uppeldi barnanna, þvi að ekki mæddi það sízt á móðurinni, þar sem eiginmað- urinn sinnti annasömum læknis- störfum i stóru og fjölmennu héraði. En þetta varð þó ekki nema hluti af starfi Lovísu. Þegar þau Lovísa og Björn fluttust til Húsavíkur var þar rekið sjúkraskýli með 5—6 sjúkrarúmum og stóð svo til ársins 1924. Gat Björn stundað þar þá sjúklinga, sem þurftu þar vistunar með og m.a. gert nauðsynlegustu skurðaðgerðir. Árið 1924 höfðu þau hjónin komið sér upp veglegu íbúðar- húsi og rúmgóðu, svo að þau gátu tekið að sér að reka á heimilinu 8 rúma sjúkraskýli fyrir sýsluna og höfðu þau þann rekstur í 10 ár eða til ársins 1934, en rúmum tveimur árum síðar tók Sjúkrahús Húsavíkur til starfa. Við þessa skipah mála óx verkssvið frú Lovísu og annir stórlega. Ekki er að efa, að að- staða Björns til læknisstarfa batnaði mjög og var þó hið eldi’a sjúkraskýli rekið af hinni mestu myndarkonu. Þegar þetta gerist er frú Lovísa farin að aðstoða mann sinn mikið við læknisstörfin, m.a. við allar þær læknisaðgerð- ir, sem svæfinga þurfti við, þvi að hún annaðist svæfingu sjúkl- 'inganna. Gerði hún það óslitið í full þrjátíu og fimm ár. Frú Lovisa mun alla tíð hafa haft þá aðstoð á heimihnu sem hún taldi sig þurfa og minntist margra kvenna, er hjá henni störfuðu af hlýjum huga. Sú konan, sem lengst starfaði hjá frú Lovísu vinnur heimilinu enn, er þessi mi'klu umskipti verða. Með henni ólst upp á þessu heimili dóttir hennar, sem er nú myndarhúsmóðir á Akur- eyri. Það er ljóst, að frú Lovísa lifði lengst af mjög annasömu lífi og starfsdagurinn varð oft- ast langur. Enda var hún óvenju vel gerð kona, greind vel, stjórnsöm, atorkusöm og þrek- mikil svo að af bar. Þurfti hún oft að taka á þvi sem hún mátti, því að margs konar erfiðleikar steðjuðu að í hennar einkalífi og í lífi sjúklinganna, sem hún lét sér mjög annt um. Það vita og allir, sem aokk uð þekkja til mála, að líf héraðs- lækna hefir oftast verið erfitt og erilsamt hér á iandi og munu konur þeirra jafnan hafa staðið dyggilega við hlið þeirra á hverju sem hefir gengið. Ef til vill gleymist mörgum þetta nú ægar málin hafa tekið þá stefnu, að illa gengur að fá lækna i dreifbýlið. Sá er þessar línur ritar kyruit- ist þeim hjónum og þeirra mynd- arlega heimili fyrir 27 árum, er hann gekk a<i> eiga elztu dóttur þeirra hjóna. Þó að björtust sé minningin um þann atburð, þá er einnig bjart yfir minningunni af kynnunum við Húsvíkinga. Húsavik var þá í örum vexti, en taldi aðeins eitthvað á annað þúsund íbúa. Það var áberandi, hve þar var þá gróskumikið at- vinnulíf, sem jafnan hefir ein- kennt Húsavlk síðan. Upp af Húsavík var hin blómlega og fagra byggð Þingeyjarsýslna, en á Húsavík bjó margt óvenju dugmikilla sjómanna. Þeir stund uðu síldveiðar á sumrum og margs konar aðra veiði þar, og margir fóru á vetrarvertíð á Suðvesturlandi. Fór mjög orð af dugnaði Húsvíkinga við sjósókn þar og varð sumt með eindæm- um. Það voru því margar fjöl- skyldur, sem settu svip sinn á bæinn á þessum árum. Milli margra þeirra stóð vinátta, gagn- kvæm virðing og traust föstum fótum. Ein þessara fjölskyldna var læknisfjölskyldan. Björn Jósefsson hafði þá starfað á Húsavík um rúmlega aldarfjórðungsskeið og var vin- sæll og mikilhæfur læknir. Þá var sjúkrahúsið tekið til starfa fyrir 7—8 árum og lyfjabúð fyr- ir tæpu ári. Mun sjúkrahúsið hafa verið vel búið að þeirrar tíðar hætti ög mun Björn oft hafa þurft að ráðast í vanda- samar skurðaðgerðir. Við þær naut hann mikilvægrar aðstoð- ar konu sinnar og ekki síður nágrannalæknanna, sem hann átti ávallt ágætt samstarf við. Mun hann ekki hafa lagt í meiri háttar skurðagerðir, nema brýna nauðsyn bæri til, ef hann hafði ekki annan lækni með sér. Var það langoftast lækni/ Breiða- mýrarhéraðs. Skapaðist því allt- af náin samvinna ^Ui þeirra. Þegar Björn hafði látið af störfum héraðslæknis vann hann áfram að skurðaðgerðum um nokkurra ára skeið með hinum yngri læknum. Á hálfrar aldar skeiði hafa margir átt erindi í Læknishúsið á Húsavík, en svo var heimili þeirra Lovísu og Björns jafnan nefnt. Oft var það vegna alvar- legra veikinda eða atburða, en einnig oft til gleðifunda, þvi að þar rikti gestrisni og höfðings- skapur. Við, sem kynntumst þvi heim- ili einkum síðasta aldarfjórðung- inn minnumst þess sem heimilis gleði og friðsældar. Þannig er ljúft að minnast þess og þessara merku hjóna. PáH Ólafsson. 77/ sölu 37 tonna bátur í góðu standi. Upplýsingar í síma 92-8055. FISKISKIP TIL SÖLU 80 lesta ný.egur eikarbátur, tilbúinn til afhendingar úr dráttarbraut. Einnig 160 lesta stálskip í fyrsta flokks standi, tilbúinn til afhendingar um áramót. Ennfremur 270 og 250 lesta góð togskip. FISKISKIP, Austurstræti 14, 3. hæð _____________Simar 22475 — Kvöld- og helgarsími 13742.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.