Morgunblaðið - 02.12.1971, Síða 16

Morgunblaðið - 02.12.1971, Síða 16
16 MORGUiNBLAÐIÐ, FIMMTUOAGUR 2. DBSBMBHR 1971 Útgafandl hf. Arvakur, Raykjavfk. Fr»mkve»mdaatjóri Hamldur Svainaaon. Rilotjórar Matthfas Johannoaaon. Eyjólfur KonriS Jónaton. AðatoSarritatjóri Styrmir Gunnaraeon. RitatjómarfulKrúi Þorbjðrn Guðmundaaon. Fróttaatjóri Bjöm Jóhannaaott. Auglýainoaatjóri Ami Garðar Kriatinaaon. Ritatjóm og afgroiOala AOalatraati 6, aími 10-100 Augfýaingar Aðaletretti 6, aími 22-4-80. Aakriftargjald 195,00 kr. S mónuði innanlands. í lowaosðlu 12.00 kr. eintakið. FRESTUN VERKFALLA T gærmorgun tókst sam- komulag milli samninga- nefnda verkalýðsfélaganna og vinnnuveitenda um frestun hins boðaða verkfalls til n.k. sunnudags til þess að frekari tími gefist til samningavið- ræðna. Þessari frestun verk- fallsins munu allir landsmenn fagna, og væntanlega er hún vísbénding um, að deiluaðilar hafi nú nálgazt svo sjónarmið hvor annars, að verulegar líkur séu á lausn kjaradeil- unnar án verkfalla. Verkföll eru alltaf slæm og öllum til tjóns, launþegum, atvinnu- vegunum og þjóðarbúinu í heild. En verkfall í desember er þó öllu verst, enda sérstaks eðlis, og er því mikið fagnað- arefni, ef tekst að forða því. Kjaradeilan er nú á við- kvæmu stigi, og því hafa fæst orð minnsta ábyrgð. Hitt verða menn þó að gera sér ljóst, að þótt svo farsællega takist til, að lausn finnist á þessari erfiðu deilu og ekki komi til harðra verkfalla, er vandinn, sem við blasir í efnahagsmálum engan veginn leystur. Fyrirsjáanlegt er, að með þeim hugmyndum, sem nú eru uppi um beinar kaup- hækkanir í áföngum, vinnu- tímastyttingu og orlofsleng- ingu eru miklar byrðar lagð- ar á atvinnuvegina. Eins og jafnan er aðstaða þeirra til þess að taka á sig þessar byrð ar mjög misjöfn. Sumar at- vinnugreinar eru betur til þess hæfar en aðrar. Á hinn bóginn verður ekki séð, hvernig hjá því verður kom- izt, að þær kjarabætur, sem nú virðast líkur á, að samið verði um, komi með einhverj- um hætti út í verðlagið. Við stöndum því frammi fyrir hættunni af nýrri verðbólgu- öldu, sem takast verður á við af festu og dirfsku. En meðan ekki liggja fyrir frekari upp- lýsingar um efni væntanlegra samninga geta menn ekki gert sér fulla grein fyrir umfangi verðbólguvandans. Ekki þingmeirihluti ¥ stúdentablaði, sem Vaka, *■ félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur gefið út í til- efni af fullveldisdeginum, koma fram athyglisverðar upplýsingar um afstöðu nokk urra þingmanna stjórnar- flokkanna til varnarmálanna. Benda ummæli þeirra í Vöku- blaði eindregið til þess, að þingmeirihluti sé ekki fyrir hendi á Alþingi til þess að fylgja fram þeirri stefnu, sem ríkisstjómin boðaði í sumar í vamarmálunum. Björn Pálsson, alþingismað ur frá Löngumýri, segir m.a. í víðtali við Vökublað: „Álíti meðlimir Atlantshafsbanda- lagsins það nauðsynlegt að hafa hér gæzlustöð, svipaða og verið hefur, tel ég óger- legt að neita því. Miðað við það ástand, sem ríkir í heims- málunum í dag er ég á móti því, að gæzlustöð sú, sem hér er nú, verði lögð niður.“ Bjöm Fr. Björnsson, alþing ismaður og sýslumaður, segir svo í Vökublaði um þessi mál: „Ég er mjög hlynntur vestrænu samstarfi og því samstarfi, sem við höfum haft við ríki Atlantshafs- bandalagsins. Ef könnun leið- ir það 1 ljós, að varnarliðið þurfi að vera hér til öryggis og frelsis íslendinga og banda manna þeirra í NATO tel ég sjálfsagt að svo verði. Ég er ákaflega fylgjandi veru okk- ar í Atlantshafsbandalaginu og tel sjálfsagt að við látum þeim í té þann stuðning, sem nauðsynlegur er álitinn. Vera okkar í NATO er í raun og veru okkar einasta vörn eins og málin standa í dag.“ Jón Skaftason, alþingis- maður, segir í viðtali við Vökublaðið: „Það er mín persónulega skoðun, að nú sé óheppilegt að veikja Atlants- hafsbandalagið með því að svipta það þeirri aðstöðu, sem það hefur hér. . . .“ Loks vekur það athygli, að jafnvel innan sjálfrar ríkis- stjórnarinnar eru efasemdir um hið umdeilda ákvæði í málefnasamningi stjórnar- flokkanna. í viðtali við Vöku- blað skýrir Hannibal Valdi- marsson, samgönguráðherra frá því, að honum hafi í upp- hafi þótt í of mikið lagt að taka bæði varnarmálin og landhelgismálið upp í mál- efnasamning stjórnarflokk- anna, og hann bendir jafn- framt á, að landhelgismálið hafi verið mál málanna í kosningabaráttunni, en varn- armálin hins vegar alls ekki, og þess vegna hefði ríkis- stjórnin átt að einbeita kröft- um sínum að landhelgismál- inu. Kristján Albertsson: Hvemig farið getur fyrir litlum þjóðum 1. Mikla athygli hefur vakið ný útkomin bók eftir Robert Con- quest, eirin fremsta sérfræðing Breta í stjórnmálasögu Rússa. The Nation Killers (Þjóðarmorð ingjar) nefnir hann rit sitt, sem fjallar um örlög nokkurra smá- þjóða í suðurhluta Sovétríkj- anna, á Krímskaga og í Kákasus löndum. Þjóðir þessar lögðu Rúss- ar undir sig á 18. og 19. öld. Segir margt að þvi, eftir óta! heimildum, af hve miskunnar- lausri harðneskju þær voru brotnar á bak aftur og sviptar sjálfstæði sinu. Meðal þeirra höf unda, sem Conquest vitnar í er Leo Tolstoj. Hann var á yngri árum liðsforingi í rússneska hemum í Kákasus, og hefir skrif að margar sögur úr lífi þjóð- anna sem byggja þessi fallegu fjallalönd. 1 Hadji Murad lýsir hann hertöiku þorps í iandi Tsjetsénanna; hús, tré og hey er brennt, börn drepin, vatnsból- um spdllt og guðslhús svivirt. Þeg- ar íbúarnir hurfu aftur ofan úr fjöilunum, þangað sem þeir höfðu flúið, „talaði enginn af hatri til Rússa. Tilfinning allra Tsjetsjénanna, frá hinum yngstu til hinna elztu, var sterk ari en hatur. Það var ekki hat- ur, þvi þeir litu ekki á þessa rússnesku hunda sem mannleg- ar verur; það var slík viður- styiggð, hryllingur og upp- nám eftir glórulausa grimmd þessara kvikinda, að löngunin til að tortíma þeim — eins og löngun til að útrýma rottum, eit urköngulóm, eða úlfum — var jafneðlileg og sjálf lífshvötin." Þessum Kákasusþjóðum — Tsjetsénum, Ingusjunum, Kalm- ykum, Bakarum — var yfirleitt lýst sem failegu, fjörmikiu og greindu fólki. Þær eru skyldar Mið-Asíu þjóðum og sumar Mongólum, og ýmist Búddatrúar menn eða Múhameðstrúarmenn. Tatarar á Krím eru af tyrknesk- um uppruna, voru miklir garð- yrkjubændur, ávaxta- og vln- framleiðendur, og frægir af ým- iss konar listiðnaði úr málmum, leðri og tré. Hin fjölmennasta af þessum þjóðum, Tsjetsjénar, voru sam- kvæmt manntali 1939 yfir 400.000, hinar voru minni. Nú brá svo við að eftir seinni heimsstyrjöld kom nafn þessara þjóða ekki lengur fyrir í sovézk um blöðum né bókum — ekki annað sýnilegt en að þær hefðu gufað upp, án þess að vitað væri með hvaða móti. Þó fór smám- saman að spyrjast, að þær hefðu blátt áfram verið upprættar úr heimahögum, hvert mannsbam — og þeim komið fyrir einhvers staðar i Síberíu. 2. Það var Krúsjef sem fyrstur Hljómsveit Ingimars til Hafnar og Osló Akureyri, 30. nóv. HLJÓMSVEIT Ingimars Eydals hefur verið valin af Islendingafé- laginu í Kaupmannahöfn til þess að leika á fullveldisfagnaði félags ins 1. desemlær. Hljómsveitin er farin utan í þessu skyni og mun einnig leika í Osló á heimleið- inni. Hljómsveitina skipa: Helena Eyjólfsdóttir, Bjarki Tryggva- son, Ingimar Eydal, Arnl Frið- riksson, Finnur Eydal og Grímur Sigurðsson. — Sv. P. þeirra, sem bezt vissu til, skýrði frá örlögum þessara þjóða, í sinni frægu ræðu á flokksþingi kommúnista í febrúar 1956, þeg- ar hann gerði upp reikningana við stjómarhætti Stalíns. Hon- um fóruist þannig orð: „Félagar, snúum okkur að nokkrum öðrum staðreyndum. Ráðstjórnarríkin eru réttilega talin þeim ríkjum til fyrirmytnd- ar, sem hafa margar þjóðir inn- an sinna vélbanda, því að við höfum í reynd tryggt jafnræði og vináttu allra þeirra þjóða, sem lifa í okkar víðáttumikla föðurlandi. En þvi andstyggilegri eru þær atihafnir sem Stalín var upp- hafsmaður að og brutu blygðun arlaust í bága við grundvallar- reglur leninismans um stefnu ráðstjórnarrikisins í þjóðemis- máium. Við eigum hér við nauð- ungarflutninga heilla þjóða úr átthögum þeirra, þar á meðal allra kommúnista og ungknmm- únista, undantekningarlaust. Kristján Albertsson. Enga hernaðarlega nauðsyn bar til þessara nauðiingarflutninga (auðkennt hér). Þannig var í árslok 1943, þeg- ar vígstaða ráðstjórnarríkjanna hafði batnað við það, að her þeirra brauzt alveg í gegn- um vígstöðvar óvinanna, tek- in og framkvæmd ákvörðun um að flytja alla Karatsjaiþjóð- ina nauðuga í útlegð úr átthög- um sínum. Um sama leyti, í lok desembermánaðar 1943, hlutu all ir iíbúair sjálfstjórnftrlýðveld- is Kalmúka sömu öriög. 1 marz 1944 voru Tsjetsén- og Ingusj- þjóðirnar fluttar nauðugar úr átthögum sínum og sjálfstjórnar lýðveldi þeirra þurrkað út. 1 apríl 1944 voru allir Balkarar fluttir nauðugir af land- svæði s j álfst jórnarlýðveldis Kabardina og Balkara til fjar- lægra staða og lýðveldi þeirra gefið nýtt nafn: Sjálfstjómar- lýðveldi Kabardína. Ukraine- menn sluppu við þessi örlög að- eins vegna þess, að þeir voru of margir og enginn staður til að flytja þá á. Annars hefði hann einnig flutt þá í útlegð. Það er ekki aðeins hverjum marxista-lenista, heldur og hvaða manni með heilbrigða skynsemi, sem er, óskiljanlegt, hvernig hægt sé að láta heilar þjóðir, þar á meðal konur, böm, gamaimenni, kommúnista og ung kommúnista, sæta ábyrgð á fjandsamlegum athöfnum ein- staklinga eða samtaka, beita þær fjöldakúgun og ofuirselja þær skorti og þjáningum þeirra vegna." (Þýðing Stefáns Péturs sonar, sem birti ræðuna í bæld- ingi 1957). Krúsjéf minnist elkki á allar þjóðir sem fluttar voru til; ekki á Tatarana á Krím, sem líka voru hraktir austur á bóginn; ekki á þá liðlega milljón manna frá baltnesku löndunum, sem sendir voru í þrældóm til Síberíu. Skortur og þjálningar seg- ir hann að orðið hafi hlutskipti útlegðarfólksins. Seinna hef- ur margt um það vitnast, hvem- ig þessir þjóðaflutningar voru framkvæmdir, og er margt af þvi rakið í bók Conquests. Tíðast var herlið látið smala fólkinu saman eins og fénaði i kví, sið- an var hverri fjöllskyldu leyífc að taka með sér 100 kíió af eig- um eða matvælum — og svo af stað inni í Síberíu, þar sem biðu þess margfalt ömurlegri kjör en það hafði áður búið við. Seinna, eftir ræðu Krúsjefs, og fordæmingu siðaðs heims á meðferð þessara varnarlausu smáþjóða, var mörgu af útlegð- arfólkinu leyft að hverfa aftur, sumu til fyrri heimkynna eða ná lægra landshluta — en engu skilað aftur af eigum þess. S. Þíðviðrið, sem kom með Krús- jéf eftir dauða Stalins, stóð ekki lengi; sáðan komu nýjar hörkur. Þó voru Ungverjar og Tékkar, eins og Ukrainumenn, fjölmenn ari þjóðir en svo, að komið gæti til mála að reyna að hola þeim niður í Síberíu. En því skyldi það ekki geta orðið hlutskipti miklu minnt •þjóða, sem ættu eftir að verða á valdi Rússa? Robert Conquest minnir á að ein meginkenning kommúnista sé sú, að fórna beri hagsmunum og jafnvel tilveru einstakra þjóða ef þar með sé betur borgið fram- gangi heimsbyltingarinnar. Það sé líka viðurkennt af Rússum að þannig hugsi — Kínverjar. Hann vitnar í þessi orð úr ræðu sem Suslov hélt á flokksþingi í Moskvu 1962, og prentuð var í Pravda: „Þegar tékkó-slavneskur blaðamaður hafði orð á þvi við Tao Sjú, meðlim i miðstjórn kín- verska kommúnistaflokksins, að í Tékkó-Slóvakíu væru 14 millj- ónir íbúa, og að öll þjóðin kynni að tortímast ef til kjarnorku- stríðs kæmi, þá fékk hann þetta svar: „Ef til slíkrar styrjaidar kæmi, yrðu litlu löndin í sósíal- ista herbúðunum að láta hags- muni sína þoka fyrir hagsmun- um hins sósíalistíska heims í heild sinni." Conquest minnir líka á frá- sögn Nehru af viðtali hans við Mao Tse-tung, þar sem hinn síð- arnefndi sagði, að þó að ’helm- ingur mannkynsins væri drep- inn í heimsstyrjöld, þá myndl hún leiða til sigurs sósíalismans, og hann bráðlega bæta úr því tjóni. Hvort munu kínverskir for- sprakkar enn harðsoðnari en rússneskir—- eða aðeins hrein- skilnari? Að reyna að skera úr því, væri ekki viðfangsefni við okk- ar hæfi. Aftur á móti sýnist tilvalið um hugsunarefni, hvort þau öfl sem mestum usla valda í heimssögu vorra tíma muni bera æskilega virðingu fyrir tilverurétti lítilla ríkja; og okkur þvi nú ekki bráðliggja á öðru meir, en að brjóta af okkur vernd og vin- áttu þeirra þjóða, sem okkur eru skyldastar jafnt að blóð- böndum sem allri hugsun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.