Morgunblaðið - 02.12.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.12.1971, Blaðsíða 11
MORGUÍNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1971 11 Stjórn íslenzka mannfræðifélagsins. Fremri röð talið frá vinstri: Magnús Már Lárusson, Jens Pálsson. Aftari röð: Jóhann Axels- son, Guðmundur Eggertsson, Helgi Eliasson, Bjarni Bjarnason og Hinrik Th orarensen. Hafinn undirbúningur að mannfræðistofnun Almennir fundir á vegum Mannfræðifélagsins Basar Kvenfélags Hallgrímskirkj u 1 SAMRÆMI við lög Islenzka mannfræðifélagsins ákvað stjóm þoss sl. vor að vinna að þvi að koma á fót mannfræðistofnun á næsta ári, sem rekin yrði með föstum ríkisstyrk og framlagi félagsmanna o.fl. aðila, er vildu stuðla að framgangi mannfræð- innar á Islandi. Undirbúningur að hinni vænt- anlegu stofnun er þegar hafinn, og er gert ráð fyrir að hún geti tekið til starfa í byrjun næsta árs, ef nægilegt fé fæst til fram- kvæmda. Mun stjóm Islenzka mann- fræðifélagsins reka stofnunina fyrst um sinn. í vetur mun Mannfræðifélagið hálda allmarga almenna fúndi eins og verið hefur undanfarin ár. Verða þeir haldnir í 1. kennslustofu Háskólans og er öli- um heimill aðgangur, en frjálsar umræður verða á eftir. Fyrsti fundurinn verður hald- inn föstudaginn 3. desember kl. 20.30 og mun Þorbjörn Brodda- son, lektor, þá tala um markmið 50-60 fulltrúar á þingi F.F.S.Í. TUTTUGASTA og fimmta þing Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands verður haldið að Hótel Esju, dagana 1.—5. des. nk. og setur Guðmundur Pétursson, vélstjóri, forseti sambandsins þingið. Þing FFSÍ eru háð annað hvert ár. Vitað er um mörg mál, sem tek in verffa fyrir á þinginu, svo sem sjávarútvegsmál, kaup- og kjara mál, vita- og hafnamál svo eitt hvað sé nefnt. Fyrir þingið verð ur lagt frv. að nýjum þingsköp um sambandsins. Ýmis erindi verða flutt á þing inu. Haraldur Ágústsson, skip- stjóri talar um opinn fiskmark- að, Páll Guðmtmdsson, skipstjóri talar um öryggismál og Halldór Hermannsson, form. Bylgjunnar á ísafirði talar um sjávarútveg á Véstfjörðum fyrr og nú. Einnig mun Ingvar Hallgrímsson fiski- fræðingur flytja erindi á þing- ínu ásamt skólastjórunum urði Haraldssyni, Fiskvinnslu- skóla íslands, Andrés Guðjóns- syni, Vélskóla íslands og Jónasi Sigurffssyni, Stýrimannaskóla fs lands. Fulltrúar á þinginu verða 50 til 60. (Frá Farmanna- og fiski- mannasambandi fslands.) LESIÐ JtJorguMWaíiíi) DnCIEGD félagsfræðinnar á Islandi. Hann- es Jónsson, félagsfræðingur, mun stjóma fundi. 1 febrúar mun prófessor Sig- urjón Bjömsson, sálfræðingur, tala um rannsóknir sínar á ís- lenzkum skólabömum og síðar í mánuðinum talar Jón Jónsson, jarðfræðingur, um þjóðir og lönd Mið-Ameriku, en hann dvaldist þar um tíma við vísindastörf. 1 marz mun prófessor Jóhann Axelsson, lífeðlisfræðingur, tala um lífeðlisfræðilegar rannsóknir, m.a. með tilliti til væntanlegra rannsókna á Islendingum. Síðar í sama mánuði talar Hannes Jónsson, félagsfræðingur, um félagsfræðileg efni og þróun þeirra á Islandi. 1 vor. mun Ólafur Ólafsson, læknir, tala um samanburð á nokkrum mannfræðilegum og líf- eðlisfræðilegum eiginleikum Is- lendinga og Svía. Stjóm Islenzka mannfræði- félagsins skipa eftirtaldir menn: Bjarni Bjamason, lektor í heim- speki og sálarfræði, ritari félags- ins, Guðmundur Eggertsson, prófessor í erfðafræði, Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri, vara ritari, Hinrik Thorarensen, for- stjóri, gjaldkeri, dr. Jens Ó. P. Pálsson, mannfræðingur, for- maður, Jóhann Axelsson, próf- essor i lífeðlisfræði, og Magnús Már Lárusson, rektor Háskóla Islands, varaformaður. Endurskoðendur eru: Indriði Indriðason, ættfræðingur, Ottó J. Bjömsson, tölfræðingur, og Einar Siggeirsson, erfðafræðing- ur, varaendurskoðandi. (Frá íslenzka mannfræði- félaginu). ÞAÐ er eitt og annað, sem ein- kennir íslenzku kirkjuna, þegar hún er borin saman við kirkjur annarra Norðurlanda. Islenzka prestastéttin virðist t.d. standa nær öllum almenningi í landinu, og andstaða hinna svonefndu menningarfrömuða er hér ekki tiL Kirkjan hefir verið alþýðleg stofnun og frjálslynd í skoðun- um og vel unnandi þjóðlegri menningu. Eitt er enn, sem telja má islenzku kirkjunni til gildis. Líklega hafa Islendingar byggt fleiri kirkjur á þessari öld, að tiltölu við stærð landa og fjöl- menni þjóða, heldur en aðrar Norðurlandaþjóðir. Þörfin var auðvitað meiri, þvi að grannþjóð- imar höfðu átt sér kirkjur úr varanlegra efni. Þó má segja, að hver kirkjubygging sé mikið átak og hver kirkjuvígsla er há- tíð, sem snertir ekki aðeins sókn- ina, heldur allan kristinn lýð. Þess vegna fögnum vér því af al- hug, að enn einn söfnuður hefir fengið sina kirkju, og óskum Bústaðasöfnuði til hamingju með sína nýju kirkju. En jafn- framt erum vér minnt á það, að vér eigum enn fyrir höndum nokkurt átak, unz Hallgrims- kirkja nær sama marki. Mikill er sá fjöldi áhugamála, sem kvenfélög í Reykjavik styðja með því að halda basar. Eitt styður þetta og annað hitt. En öll göngum vér um hina sömu jörð, með sama himin yfir höfði, og þvi er þjónustan við skapar- ann ekki einkamál neins flokks, ekki einu sinni kirkjunnar. Af því leiðir, að allur almenningur á íslandi hefir áhuga á þvi, að Hallgrímskirkja hljóti sína vigslu, eins og systir hennar á Bústöðum. Eitt af því, sem sýnir áhuga fólks og velvild, eru góðar undir- tektir, þegar f jársöfnun fer fram. Þetta hefir oft komið fram, þeg- ar kvenfélagið hefir basar, og mun einnig sýna sig á laugar- daginn kemur. Opnað verður kL 2 e.h. (inngangur að norðan- verðu). Ég þakka öllum, er hlut eiga að máli. — Hið fagra póst- kort af líkani kirkjúnnar verSffr til sölu. Þeir, sem styrkja kvenfélagið, leggja því máli lið, að ísland eigí nægilega stóra kirkju til messu og söngsamkomu á þjóðhátíð- inni 1974. Jakob Jónsson. hvort heldur um er að ræða popp eða sígilda tónlist. DUAL STEREO SAMSTÆÐUR á viðráðanlegu verði fyrir fólk á öllum aldri. Verð frá kr. 21.000,00 KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 19800, RVK. OG BREKKUGÖTU 9, AKUREYRI, SÍMI 21630

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.