Morgunblaðið - 02.12.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESBMBER 1971 ijm jn ■ ■ i M 1 l Óeðlilegs misræmis gætir — í stærd og umfangi erlendra sendiráða Á fundi sameinaðs þings í gaer mælti Guðlaug-ur Gíslason fyrir tUlögu, er hann flytur ásamt Ellert B. Schram, þess efnis, að rikisstjórnin setji, í samráði við utanríkismálanefnd, reglur um fjölda erlendra starfsmanna við sendiráð erlendra rikja á Is- landi, svo og reglur um lóða- og húseignakaup sömu aðila. Sagði þingmaðurinn, að óeðli- legs misræmis gætti í þessu sam- bandi milli sovézka sendiráðs- ins og hinna sendiráðanna. Guðlaugur Gíslason (S) sagði m.-a.: Þegar utanrikisráðuneytið birti skýrslu sána um fjölda er- lendra starfsmanna við hin ýmsu sendiráð hér í Reykjavík jafn- framt skýrslu yfir fasteignir og - 4 HELLNA ELDAVÉL BÚIN FJÖLDA NÝJUNGA Örugg, sjálfvirk klukka. Innstunga framan á vélinni fyrir hrærivél. Geymslurými fyrir bökunarplöiur o. fl. 1 Innbyggður gufuþéttir í bakarofninum. ' Sfór og góður hitaofn með diskagrind. i Sér undir- og yfirhiti á bakarofninum. Mjög gott að baka í vélinni. 1 Laust glóðar- steikingarefement. • Tvöföld ofnhurð. Algerlega örugg. Börn geta ekki brennt sig. i Og KPS efdavélin er auðvítað á hjólum. Norsk framleiðsla eins og hún gerist bezt. GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Einar Farestveit & Co. Hf Raftækjaverzlun Bergstaðastr: 10A Sími 16995 lóðir þessara aðila, kom í ljós, að hér var í einstaka tilvikum um mjög mikið og áberandi og óeðlilegt misræmi að ræða -milli hinna einstöku sendiráða. Island hefur eins og vitað er misjafnlega mikil samskipti við hin ýmsu ríki bæði viðskiptaleg og menningarleg. Er þvi ekki nema eðlilegt, að sendiráð lands ins séu misjafnlega umfangsmik il í hinum ýms-u löndum og fer það að sjálfsögðu eftir samskipt um okkar við hvert land fyrir sig. Á sama hátt er það eðlilegt, að sendiráð erlendra r.íkja hér á landi séu misjafnlega umfan-gs mikil og gildir þar um að sjálf- sögðu sama regla og um sendi- ráð okkar erlendis. Það, sem hlýtur þó að vekja athy-gli í umræddri skýrslu ut- anríkisráðuneytisins er, að eitt ríki, það eru Sovétríkin hafa fleiri erlenda starfsmenn í þjón ustu sinni heldur en nokkurt annað ríki, og að fasteignir þess og lóðir eru áberandi meiri en annarra ríkja, og hvort tveggja mun umfangsmeira en séð verð- ur að þörf sé fyrir. Samkvæmt skýrslunni er fjöldi erlendra starfsmanna við þetta sendiráð 30 talsins, sem er rúmlega þriðj ungur allra erlendra starfs- mamna við þau 10 sendiráð, sem hér eru og einum fleiri en sex r-íki önnur samanlagt hafa í þjónustu sinni, og verður þó ekki séð, að þessi ríki hvert fyr ir sig hafi nokkuð minni dipló- matísk samskipti við okkur en umrætt rílki. y Ef litið er á fasteignir þessa sendiráðs, blasir það sama við. Þar er um að ræða fjórar fast- ei-gnir, sem að rúm-mál-i eru rúm- lega f jórði hl-uti af rúmmáli allra fasteigna hinna tíu sendiráð- anna, sem hér eru. Svipuð hl-utföll eru varðandi flatarmál lóða þessa sendiráðs og hinna sendiráðanna saman- lagt. Þegar þetta er athugað og einnig það, — að sennilega er engum háttvirtum þingmanni kunnugt um nokkur þau sam- skipti Islendinga við Sovétríkin, sem gefa tilefni til jafnumfangs- mikils sendiráðs þeirra 'hér á landi og raun ber vitni um, er ekki hægt að telja annað en að hér sé um óeðlilegt misræmi að ræða, miðað við stærð og um- fang annarra sendiráða. Þingmenn allir vita, að við- skiptum okkar við þetta ríki er á þann veg háttað, að um vöru- skiptaviðskipti er að ræða. Samn in-gar um þessi viðskipti munu gerðir einu s-inni á ári eða ann- að h-vert ár og eru það sérstakar sendinefndir af hálfu beggja rí-kjanna, sem þessa samninga annast, þótt sendiráðin -komi þar að sjálfsögðu, að einhverju leyti við sögu. Held-ur ekki mun háttvirtum þingmönnum kunnugt um nein umfangsmikil menningartengsl okkar Islendinga við Sovétrík- in, og munu hlutfailslega fáir ís- lenzkir námsmenn stunda nám í JÓLAFUNDUR HVATAR verður í Tjarnarbúð, niðri, kl. 20.30 í kvöld. Séra Ólafur Skúla- son flytur jólahugleiðingu Árni Johnsen skemmtir. Sýnd verð- ur blómaskreyting. Loks verður happdrætti með fjölda vinn- inga. SJÁLFSTÆÐISKONUR! Fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN. Sovétrikjunum, og um fjölda námsmanna þaðan við háskól- ann hér er ekki til að dreifa. Þegar allt þetta er athugað, liggur það alveg Ijóst fyrir, að um alveg óeðl'ilegan fjölda starfsmanna er að ræða við þetta sendiráð, það er sendiráð Sovétríkjanna, og víst flestum óskiljanlegt, hvernig það fól-k, sem þar starfar getpr eytt tím- an-um miðað við venju-leg diplo- mati'sk og viðslkiptaleg störf annarra sendiráða. Það skal tekið fram, að starfs fólk við APN fréttastofuna, — Novosti — er ekki talið með i fjölda starfsfölks við sendiráðið. Verður ekki annað sagt en að þetta tilvik í skýrslu utanríkis- ráðuneytisins um fjölda er- lendra starfsmanna við sendiráð in gefi fullkomlega ástæðu til að skora á ríkis-stjórnina að setja einhverjar reglur, sem hamli gegn þvi að nokkurt sendiráð geti haft í sinni þjön-ustu alveg ótakmarkaðan fjödda erlendra starfsmanna eða farið í stórfelld lóða og fasteignauppkaup hér á landi langt umfram það, — sem séð verður að na-uðsyn beri til. Varla -getu-r talizt óframkvæm- anlegt að setja slíkar reglur, sem hlytu í grundvallaratriðum að byggjast á diplomatiskum og viðskiptalegum samskiptum okk- ar við hvert riki fyrir si-g, og er að sjálfsögðu ekki til þess ætl- azt, að sendiráðunum sé í nokkru þröngu-r stak-ku-r sikor- inn í þessum efnum, heldur að- eins að í framtíðinni verði kom- ið i veg fyrir, að noikkurt sendi ráð geti þanið út starfsemi sína með óeðlilegum fjölda erlendra starfsmanna eða fasteignaupp- kaupum, langt umfram það, sem séð verður að nauðsyin beri til. íslenzka þjóðin er ekki mann fleiri en svo, að hún verður að hafa fulla aðgæzlu með því, að á þessu sviði sé allt með eðlileg- um hætti, þar sem erlendir starfsmenn sendiráðanna njóta þeirrar sérstöðu að vera ekki háðir íslenzkum lögum. Einar Ágústsson utanríkisráð herra sagði, að fyrir tveim árum hefði farið fram athugun á fjölda erlendra sendiráðsstarfs- manna hér á landi á vegum utan rikisráðuneytisins. Sá fjöldi hefði ekki breytzt, oig hefði fyrr verandi ríkisistjóm ekki séð á- stæðu til sérstakra ráðstafana í þessu efni. Sagði hann, að þing- manninum væri þetta k-unnu-gt. Utanríkisráðherra sagði, að sjálfsagt væri að gera athugun á þessu frá almennu sjónarmiði, þar sem Islendingar væru aðilar að millirikjasamningi þar sem segði, að móttökuríki gæti tak- markað fjölda sendiráðss-tarfs- manna. Þó sagðist hann ekki telja óeðlilega mikimin fjölda sendiráðsstarfsmanna við neitt sendiráð hér, þannig að ástæða væri til atð beita þessu ákvæði. Giiðlaiifirur Gislason sagði það misskilning hj'á utanríkisráð- herra, að hann hefði um þetta vitað. Hann hefði aldrei séð neina skýrslu um þetta og fjöldi starfsmannamna við sovézka sendiiráðið hefði kornið sér alveg á óvart. Sagðist hann hyggja, að flestir skild-u ekki, hvernig það mætti vera, að það væri með 30 starfsmenn, meðan önnur sendi- ráð hefðu 5—7 manns og hefðu þau þó ekki minna umleikis. Sitt mat væri því annað en utanrík- isráðherra í þesisu efní. Alþingismaðurinn minnti á, að íslenzku sendiráðs'starfsmönnun- um í Moskvu væri eins og 'öðr- um erlendu-m sendiráðsstarfs- mönn-um bannað að fara nema sem svairaði 40 km frá miðborg Moskvu og sagðist ætla, að slíkt þættu harðir kostiir hér á landi, ef erlendir sendiráðsstarfsmenn fengju ekki að fara lengri vega- lengd hér án sérstaks leyfis. Garðar Sigurðsson (Abl) taldi, að ef óeðlilega mairgir sendiráðsstarfsmenn væru við eitthvað sendiráð hér á landi væri það við bandaríska sendi- ráðið, þar sem telja ytrði starfs- menn rússnesku fréttastofunnar Novosti og Upplýsinga-þjónustu Bandaríkjanna með, en telja yrði íslenzka starfsmenn með í þessu sambandi, og væru starfs- menn bandariska sendiráðsins og upplýsingaþjónustunnar eitt- hvað yfir 30 með íslenzku starfs mönnunum. Ellert B. Scliram (S) sagði ástæðulaust að blanda saman is- lenzkum og erlendum starfs- mönnum í þessu sam'bandi, þar sem íslenzk lög næðu ekki yfir erlendu sendiráðsstarfsmennina, og þess vegna ylli það áhy-ggj- um, þegar erlend sendiráð söfn- uðu til sín fólki og eign-um án nokkurra athugasemda. Tillaga Einars Oddssonar o.fL: - a ■— -- ■ Framkvæmdaáætl- un til 10 ára um uppbyggingu vegakerfisins ÞRÍR þingmenn SjálfstæSis- fiokksins, Einar Oddsson, Sverr- ir Hermannsson og Ingvar Jó- hannsson hafa flutt um það til- lögu til þingsályktunar, að gerð verði framkvæmdaáætlnn til 10 ára um framhald á upphyggingu vegakerfis landsins. I tillögugrei-niinni segir svo m. a.: 1. í áaetlun þessairi skal miðað við, að á næstu 10 árum verði lókið uppbyggingu hrin-gvegair um landið og þeirra vega, sem liggja að kaupstöðum og kaup- tún-urn, seim ha-fa 300 íbúa eða fleini. 2. í áætluninni slkal miðað við, að á næstu 10 árum verði lolkið við að setja slitlag, úr olíu-möl eða öðru hliðstæðu ef-ni, á vegi, þar sem 300 bifreiðar eða fleiri faira um á dag að sumarlagi. En-n fremur skal miðað við, að á fnaimaingreindu tímabili verði lagt slitlag út slíku efnd á vegi til þeirra staða, sem hafa raiíkil- vægu hlutver'ki að gegna í at- vininulífi landsins. 3. Við röðun framkvæmda á næstu 10 árum, samkvæmt 2. lið, skal miðað við, að þeir vegir eða vegarkaflar, þar sem un/di-rbún- ingur slitlagsins verður ódýrast- ur, gan-gi á uindan, en þó s'kal höfð hli-ð-sjón af umferðarþu-nga. 4. Framkvæmdaáætluniina skal endurskoða á tveggja ára fresti, eða samtímis hi-nni almeninu veg- áætlun. Hel j ar slóðaror usta Gröndals í nýrri útgáf u SAGAN af Helja-rslóðarorrustu Benedikts Gröndals, sem fyrst kom út í Kauprnannahöfn árið 1861 er komin út í fimmtu útgáfu á vegum Bókaútgáfunnar Fjölva. Á bókarkápu segir um þessa merku sögu Benedikts Gröndals m.a. þetta: „Saga Benedikts Gröndals hef- ur fyrir löngu hlotið viðurkenn- ingu alþjóðar sem sígilt bók- menntaverk. Hún hefur komið út í mörgum útgáfum. En aldrei í þeim búningi sem vert væri . . Þetta er fyrsta myndskreytta útgáfan af Heljarslóðarorrustu. Halldór Pétursson listmálari hef- ur tekið það verk að sér og telur það uppáhaldsviðfangisefni sitt. Þorsteinn Thorarense-n skrifar ýtarl-egar sögulegar skýringar, sem leiða lesandann um samtíma og hugarheim Gröndals. Loks fylgir í bókinni ritgerð eftir Gils Guðmundsson alþm. — Gröndal á Heljarslóð." Þá er þess að geta að hinn latn eska formála þýddi dr. Jón Gísla- son. Á kápu bókarinnar segir ennfremur m.a. svo um orrust- una á Heljarslóð: „Benedikt Grönd-al skrifaði sög- una af Heljarslóðarorrustu suður í Belgíu, er hann dvaldist með góðvini sínum Ólafi Gunnlaugs- LESIfl ovquuI DRGLECR syni í háskólanum i Louvain. Skömmu pður hafði hann leg- ið í eymd og vonleysi í Kaup- mannahöfn, einmana og yfirgef- inn. Hann hafði beðið skipbrot í lífi sínu. Framundan var aðeins myrkur. En þá kom kaþólski trúboðinn Djúnki til sögunnair og bjargaði honum frá glötun. Gröndal gerð- ist káþólskur, ekki af trúarsann- færingu, heldur aðeins „til að komast eitthvað burt.“ Eftir skemmtilegar samvistir með Djúnka, lá leið hang tii Belg íu, þar átti hann að læra undir trúboðastarf. En til þess hafði hann lítinn áhuga. Þess í stað notaði Gröndal tíman-n til að gleðjast. Þá skrifaði h-ann þessa skemmtisögu og nýtízku riddara sögu á einum hálfum mánuði.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.