Morgunblaðið - 02.12.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.12.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐlÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESRMRER 1'971 21 r r AGUST A HOFILÆTUR FLEST FLAKKA Andrés Kristjánsson hagræddi Ágúst B. Jónsson, fyrrum bóndi á Hofi í Vatns dal, heldur áfram að tína upp úr minningaskjóðu sinni og bregður upp myndum úr „þrjátíu ára stríð- inu“ með liðsinni Andrésar Kristjánssonar. Húnvetnsk stjórnmálasaga á þessari öld er ekki heldur með öllu sviplaus, né lífshlaup Bænda- flokksins sæla, sem átti bæði vöggu og gröf í Húna- þingi, og fáir kunna betur frá þeim hildarleik að segja en Ágúst á Hofi. Og nú lætur Ágúst flest flakka úr skjóðunni — minningar um ferðalög með stórhöfðingjum og vestfirzkum konum, grannaglettur, Miðjarðarhafs- ævintýri, forsetakjör, stórveizlur heima og heiman, landamál og lífsins gaman. Þeir fá þarna hver sinn skammt Jón á Akri, Þór- arinn á Hjaltabakka, Ásgeir forseti, Jón Þorláks- son, Ólafur Thors, Björn Pálsson, Guðmundarnir í Ási, Hannes á Undirfelli, Runólfur á Kornsá, Lárus í Grímstungu, Guðjón á Marðarnúpi, Indriði á Gilá, Jón í Stóradal, Eggert Leví, Páll Isólfsson, Páll Kolka, Hannes Jónsson og hundrað ónnur mikilmenni lífsins, sem Ágúst á Hofi kann frá að segja af fágætri mannþekkingu og nærfærinni gamansemi. Nú skelfur allur Vatnsdalur sagði Björn ríki Pálsson á Löngumýri og svo nefnist fyrsti kafli bókarinnar. Frímann Helgason segir sögu 2ja mikilla keppnismanna Alberts Guðmundssonar knattspyrnukappa og borgarfulltrúa Albert fékk fyrsta boltann þegar hann var fimm ára gamafl og frá þeirri stundu sá hann aldrei annað leikfang. Hann gekk ungur að árum í Val og keppti þar í öllum aldursflokk- um, Reykjavíkur- og íslandsmeistari varð hann í meistara- flokki. Albert hélt utan til verzlunarnáms, en vakti brátt at- hygli brezkra forystumanna i knattspyrnu og þar með var teningunum kastað. Hann hélt í víking að fornum sið, keppti með heimsfrægum knattspyrnuliðum og var þekkt- ur um víða veröld, sem einn mezti knattspyrnusnillingur sins tíma. Hartn lagði knattspyrnuskóna á hilluna, þegar hann var enn á góðum aldri og í keppnisþjálfun. Nú er hann formaður KSÍ og miðlar íslenzkum knattspyrnumönn- um af óvenjulegri reynslu sinni og'þekkingu. tMENN AJbert Guðmiindsson Hetmann Jónasson Hermanns Jónassonar glímukóngs og forsætisráðherra hermann var strax sem stráklingur til í tuskið. Hann hafði snemma yndi af svonefndum lausatökum og varð kræfur mjög við þá íþrótt. G.ímu fór hann fyrst að stunda af kappi, þegar hann var við nám í Menntaskóla Akureyrar. Þar voru samtíða honum margir snjallir glímumenn og margar eftirminnilegar glímur háðar. Einn þeirra, sem Her- mann atti kappi við í MA var Karl Kristjánsson, siðar alþingismaður, og oft áttu þeir eftir að taka fangbrögðum, m a. í ráðherrabústaðnum. þar sem allt lék á reiðiskjálfi. Fræg er áskorendaglíman, sem Hermann þreytti í Hegra- nesi sem Grettir forðum, og sami kappmóður yfir báðurn. Glímukóngur islands varð hann 1921 og það sama ár tók hann þátt í konungsglímunni á Þingvödum sem vakti um- tal og deilur. Hermann lagði „konungstitilinn" á hilluna, þegar hér var komið og snaraði sér í stól forsætisráðherra, þar lét hann m. a. setja íþróttalögin. BÆKUR FRÁ ERNI OG ÖRLYGI 1971 HEIMURINN ÞINN, ný handbók um lönd, þjóðir, menn og málefni, rit- stjóri Jón Ögmundur Þormóðsson, lögfræðingur. ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNASTUND, 3ja bindi björgunar- og sjóslysasögu islands, eftir Steinar J. Lúðvíkssonar, blaðamann ÁGÚST Á HOFI, 2. bindi, eftir Andrés Kristjánsson, ritstjóra EDGAR CAYCE, undra'.æknirinn og sjáandinn, eftir Jess Stearn, í þýðingu Lofts Guðmundssonar. ENGU'M ER HELGI LÍKUR, bóndinn á Hrafnkelsstöðum segir sína mein- ingu. Indriði G Þorsteinsson, rithöfundur, fylgir höfundi úr hlaði. KEPPNISMENN, Frímann Helgason, íþróttafréttaritari, segir sögu tveggja mikilla keppnismanna, Alberts Guðmundssonar og Hermanns Jónassonar. STÖÐUGT i SKOTMÁLI, saga úr síðari heimsstyrjöldinni, eftir Colin Forbes, í þýðingu Björns Jónssonar. MÁNINN LOGAR, önnur bókin um Chris Cool ungnjósnara í þýðingu Árna Revnissonar. DAGFINNUR DÝRALÆKNIR OG DÝRAGARÐURINN, fimmta bókin um Dagfinn eftir Hugh Lofting i þýðingu Andrésar Kristjánssonar. KÖTTURINN MEÐ HÖTTINN, litmyndabók í lausbundnu máli eftir Dr. Seuss í þýðingu Lofts Guðmundssonar. FlRAKFALLABÁLKURINN PADDINGTON, fyrsta bók um Padda eftir Mic- hael Bond í þýðingu Arnar Snorrasonar. HALASTJARNAN, fjórða bókin um Múminálfana eftir Tove Jansson í þýðingu Steinunnar Briem. KITTY KITTY BANG BANG, þriðja og seinasta heftið um undrabílinn eftir lan F.emming, í þýðingu Ólafs Stephensen. OKKAR BÆKUR ERU YKKAR BÆKUR ÖRN & ÖRLYGUR HF. REYNIMEL 60, SÍMI 18660. Þrautgóðir á raunastund Þriöja bindi Björgunar- og sjóslysa- sögLi íslands 1942—1947. BJÖRGUNARAFREKIÐ VIÐ LÁTRABJARG ER STÆRSTI KAFLI BÓKARINNAR. BJÖRG- UNARMENNIRNIR SEGJA SJÁLFIR FRÁ OG BREZKU SKIPBROTSMENNIRNIR RJÚFA ÞÖGNINA EFTIR ALDARFJÓRÐUNG. I.......|.........I................. }• ' OJÖROUNAR- OQ 9JÓSLYSASAGA ISLANOS 1942—104; ATBUROIR STftfOSARAMNA ÖG BJÖRGÚNARAFKEKIO VtO LÁTRA6JARG SAGA ÞEIRRA ER HVEIIGI ANNARS STAÐAR TIL. Víðtæk gagnasöfnun um þennan atburð hefur farið fram. Björgun- armennirnir eru hér sjálfir til írásagnar og brezku skipbrotsmenn- irnir af togaranum Dhoon. Frásögn þeirra af dvölinni um borð bæði fyrir og eftir strandið, er stórhrikaleg og öllum ógleymanleg. Þar koma fram atriði, sem áður voru öllum ókunn. Má þar sérstaklega nefna frásögn bátsmannsins Alberts Head, en fyrir dugnað hans, hörku og fórnfýsi, lifðu félagar hans af hina ströngu vist um borð í togaranum eftir strandið. í bókinni er fjöldi ljósmynda og' teikninga frá björguninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.