Morgunblaðið - 29.08.1972, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.1972, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR OG 8 SÍÐUR ÍÞRÓTTIR 194 tbl. 59. árg. ÞRIÐJUDAGUR 29. AGÚST 1972_________________________________Prentsmiðja Morgmiblaðsins Klögumálin ganga á víxl — vegna neitunar Kína við umsókn Bangladesh Huang- Hua, sendiherra Kína li.já Sameinuffu þ.jóðunum, greiðir atkvæði gegn aðild Bangladesh að samtökunum. Var þetta í fyrsta skipti, sem Kína beitti neitunarvaldi. Mos'kvu, Peking, Nýju-Delhi, 28. ágúst — AP SÚ ákvörðun kínversku stjórn- ariinnar a'ð beita neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna á föstudagskvöld í fyrri viku til að koma í veg fyrir að- i!d Bangladesh að samtökunum, hefur víða vakið mikla athygli, og þá ekki sízt í Moskvu. Moskvuiblaðið Prav'da segir í ritstjórnargrein á sunnudag, að með því að beita neát-unarvaldi sínu hafi kínverska stjórnin sýnt í verki hvers virði yfirlýsingar hennar væru um að Kína væri forusturíki í baráttunni fyrir réttindum nýsjálfstæðu þjóð- anna. ,,Þe>gar Peking fékk þetta tækifæiri til að sýna í verki stuðning sinm við sjálfsitæðisbar- áttusamtökin í heiminum, skip- aði kínvertka stjómin sér á bekk fneð öf iuim nýju nýlen-dustefn- umnar,‘‘ segir Pravda. Telur blað- ið að þassi framkoma Kínverja sé í fullu samræmi við undir- ferJi Peikinigstjórnarinin'ar á al- þjóðavettvamgi í öðrum málum, sem varða nýsjáifstæðu þjóðirn- ar. Sovézka sjónvarpið tók umdir þessa gagnrýni Pravda og sagði að neitun Kíinverja við aðild Bangladesih að SÞ væri iiður I valdasitefinu þeirra í Suður-Amu’, Framhald á bls. 13. Bretar bjóða nýjar viðræður Svar ríkisstjórnarinnar væntanlegt í dag SENDIHERRA Bretlands á íslandi, John McKenzie, gekk í gær á fund utanríkisráð- herra, Einars Ágústssonar, og færði honum sérstaka orð- sendingu stjórnar sinnar. í þessari orðsendingu segir, að brezka stjórnin sé reiðubúin til þess að hefja nýjar við- ræður við íslenzku ríkis- stjórnina um landhelgismálið. Þá er ennfremur tekið fram, að hrezka stjórnin muni virða þann úrskurð, sem Alþjóða- dómstólinn hafi kveðið upp um bráðabirgðaaðgerðir vegna landhelgisdeilunnar og framfylgja hontun. Sams konar orðsending barst ríkis- stjórn íslands frá ríkisstjórn V-estur-Þýzkalands í gær. í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, að ríkisstjórnin myndi taka þetta mál til meðferðar á fundi sínum árdegis í dag og yrði svars að vænta við báð- um þessum orðsendingum að þeim fundi loknum. OBÐSENDING BBETA Sendiráð hennar hátignar, Bretadrottningar, vottar utan- ríkisráð'uneytinu virðinigu sína og hefur þann heiður að tjá, að rikisstjórn henmar hátignar hef- ur móttekið og ha'ft ti'l athug’un- ar úrskurð Alþjóðadómstólsins dagsettan 17. ágúst 1972 varð- andi bráðabirgðaaðgerðir, sem gerðar skuli, á meðan beðið er eftir endanleguim úrskurði í máli þvi, sem ríkisstjórn henn- ar hátignar hefur höfðað frá og EBE: með 14. apríl 1972 gegn ríkis- stjóin fslands. Þegar rikisstjórn henna-r há- tignar iagði fram heiðni sina um bráðabiirgðaaðgerðir, gerði hún það ljóst, að hver svo sem úr- skurður dó-msms yrði, þá mynd'i hún ljá lið sitt til þess að fram- fylgja honum,. Þetta mun hún nú gera. Ríkisstjórn hennar há- tignar mun innan skamms láta dórhimum sérstaiklega í té oig þá saimtímis íslenzku ríkisstjórn- inni allar nauðsynilegar upp- lýsingar um tilskipanir, sem gefnar hafa verið út og ráðstaf- anir, sem gerðar hafa verið varð Framhald á bls. 13. Barna dauði af völdum barnapúðurs Paris, 28 ágúst. NTB. 1 GÆB va.r gert upptækt barnapúður í París, sein kann að liafa valdið dauða 20 ung-- barna. Dóinari nokkur fór þess á leit við sjónvarpið sl. laugardag, að það gerði grein fyrir þessn barnapúðri. Sani- tíinis gaf hann fyrirmæli Uin að allt barnapúður frá verk- smiðju nokkurri í Meaux fyr- ir norðan Pa-ris skyldi gert upptækt. Mörig ungböm í Paris hafa dáið að undanförnu af heila- himnuböLgu og er taJið, að hún kunni að eiga rót sín® að rekja til þessa bamaip'úð- urs. Hin-s vegar hefur ekki verið frá því greint með hvaða hætti þetta geti hafa gerzt. Sa'ksóknarinin á Piontiose- svæðinu hefur fenigið það að verkefni að stjóma rannsókn inni. Sjö fjölsikyldiur í Am- denne í Austur-Frakklandi hafa kært til saksóknarans i Piontoise, eftir að þrjú böm dóu þar úr heilahimnu'ból'gu. Kínverskur tundur- duflaslæðari í Haiphong é Vaxandi and- staða Dana Kaupmannaihöfn, Briissel. 28. ágúst. NTB. ANDSTAÐAN við aðild Dan- merkur að Efnahagsbandalagi Evrópu hefur vaxið i sumar. Samkvæmt Gallup-skoðanakönn- nn, sem skýrt var frá í Berling- ske Tidende í dag, voru 35% að- spurðra andvígir aðild Danmerk- mr en 41% henni samþykkir og 24% höfðu enga afstöðn tekið t.il málsins. Sams konar skoðana- feönnun í jiíní sl. leiddi i ljós, að þá voru 46% aðildinni samþykk- ir, en 31% á móti. Þá höfðu 23% ekki neina skoðun á málinu. Samkvæmit efnahagsskýi'sílu, siem birt var í daig, fer verð'lia-g stöðuigt hækkandi í Höndum Efnia haigsbainda'lagisins. I júní var verðlaig á neyzluvörum 7,8% hærra en á siamia tíma í fyrra, í Frakkllandi rúmlega 5% hærra. Þá hækkaði verðlag á sömu vör- urn um 5,4% i Vestur-Þýzka- landi og 5% á ítaliu. Það var einkuim verðlag á matvæilium, sem hækkaði. Það hefur einnig komið fram, a@ innan Efnahaigisibandategsins er í U'ppsiglinigu smjörfjall, sem Framhald á bls. 31. Ekki unað við það, að hafn bannið verði brotið — segja Bandaríkjamenn Washington, 28. ágúst. — NTB, AP. — KÍNVERSKUB tundurduflaslæð- arl er kominn til Haiphong í Norður-Víetnam. — Kom hann þangað í síðustu viku, en til þessa hefur hann ekki gert neina tilraun til þesis að eyðileggja t-undurdufl Bandaríkjamanna, sem liggja úti fyrir strönd Norð- ur-Víetnams. Bandaríska varnar- málaráðuneytið hefur lýst því yf- ir, aff það muni ekki una við það, að tiindiirdufhinum verði eytt, s\o að skip geti hindriinarlaust- siglt inn í Haiphong og gert þannig hafnbann Bandaríkja- manna að engu. Tundurduflaslæðarinn er lítill og hamn hefur seninilega hagnýtt sér skurðakerfið i Norður- Víet-nam til þess að komast til Haiphong. Bandarísk herskip á Tonikin-flóa og í Kínahafi hafa komið í veg fyrir allar skipaferð- ir til Norður-Víetnam frá 8. maí si„ er Nixon forseti lét koma á hafn'bann-mu. Tundurduflaslæðarinn liggui bundinn við kímversikt vöru- flutningaskip, sem ásamt 26 öðrum kaups'kipum hefur legið í höfná-nni í Haiphong frá því að tunduirduflin voru lögð. Ekki var frá því skýrt í kvöid, hvort bandariskar flugvélar miyndu gera árás á tumdurdufla- slæðarann, ef ha-nn gerði tilrau-n- ir til þess að eyðileggja tundur- duflin. Bandarískur talsmaður mimtTti hins vegar á, að það hefði áður verið gert ljóst, að allar nauðsynlegar ráðlstafanir myndu verða gerðar til þess að halda uppi hafn-banninu, enda þótt s-likt ^ hefði i för með sér að leggja yrði ný tundurdufl eða gera enn aðrar ráðstafanir. Fulltrúar bandaríska varnar- málaráðuineytisins halda því fram, að öllum skipaferðum til hafn-a í Norður-Víetmam hafi verið hært. Kínversk vöruflutm- ingaskip hafa hinis vegar flutt vörur út fyrir strendur Norður- Víetnams og bar hafi þeim verið umiskipað í smábáta, sem í mörg um tilvikum hafi tekizt að kom- ast til hafnar í Norður-Víetnam.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.