Morgunblaðið - 29.08.1972, Blaðsíða 12
MOKGUiNiiL,Ai>ifc>, ÞKitJJUiiAUUK 2y. AUUS'i' iyY2
„Nú er stórþorskur
aðeins brot
af heildaraflanum“
Skrafað við Óla Bjarnason í
Grímsey, síungan sægarp, sem
almanakið segir sjötugan í dag
ÓIi Bjarnason að koma
ÞEGAR ég kom af sjó í
Grímsey eftir að hafa verið á
skaki í 15 tíma var þreytan
svo mikil að mér fannst sem
allir vöðvar líkamans vaeru í
björ'tu báli og ég var víst orð-
inn æði fölur og toginleitur.
Skömmu eftir að ég og Sæ-
mundiir Traustason komum í
land með 1700 pund af góðtim
þorski kom Hafaldan með þá
feðga Óia Bjarnason og Þor-
leif son hans að landi og þeir
voru með 1800 ptind eftir
svipað úthald. Þegar Óli stökk
í land með festingarnar hefðu
fæstir getað ímyndað sér að
þar væri á ferðinni 70 ára
gamali maður, sem frá 11 ára
aldri, eða 59 ár ævinnar hefði
stimdað handfæraveiðar frá
Grímsey. En það hefur Gríms
eyjarjarlinn Óli Bjarnason
gert og er ekkert á því að
fara að hengja slóðann npp í
síðasta skipti.
ÓIi Bjarnason, þessi síungi
sægiarpur, er 70 ára í dag, það
segir almianakið í það
minnsta. Ég ákvað að taka
það trúanlegt og axlaði blað
og blýant og rölti yfir að
Sveinsstöðum eitt kvöldið í
síðustu viku er ég var stadd-
uir í Grímsey. Ég bankaði upp
og sagði við Óla og Elínu
Þóru konu hans að mig lang-
aði að skrafa svolítið í tilefni
sjötiuigsafmaelisins og jafnvel
birta það á prenti.
Við ÓU hurfum til suður-
stofunnar en Ella i eldhúsið
til að hella upp á könnuna
handa gestinum. Sú uppáheUa
hefur áreiðanlega verið ein-
hvers staðar nálægt því að
vera númer millljón, þvi að
þeir eru ekki fáir giestirnir,
sem haifa drukkið kaffi á
Sveinsstöðum síðustu áratug-
ina.
LANDHELGISDEILAN
EFST í IIUGA
Þótt mér fyndist hálf kjána
legt að sitja þama formlegur
á móti Óla í hálfgerðum emb-
ættiserindum, hristi ég af
mér slenið og skaut nokkruim
spumingum á afmælsbarnið.
— Óli, hvað er þér efst í
huga á þessum tímamótum?
Eftir Ingva
Hrafn
Jónsson
— Því er fljótsvarað, það
er iiamdheligisdeilan. Ég er nú
búinn að stunda sjó í tæp
sextíu ár og hef fylgzt vel
með öllu sem snert hefur
fisikveiðihagsmunamál okkar
íslendinga. En mér lýst ekk-
ert á málin eins og þau
standa í dag. Bretarnir eru í
vigahuig og virðast ekki ætíla
að láta sig fyrr en í fulla
hnefana. Ég er þó ekki í
nokkruim vafa um að okkar
málstaður miuni sigra, ég
vona aðeins það að sá sigur
vinnist stórátakalaust.
— Nú ert þú búinn að
stumda sjó í hartnær 60 ár til
að framfleyta þér og þinni
fjölskyldu. Hvernig er sá fisk
ur sem þú dregur í dag miðað
við siðustu iratugi ?
— Hann er áberandi rnikliu
smærri. Það er stór hending
ef maður fær golþorsk eins
og maður fékk fyrir 25—30
árum. Þá var meirihliuti afl-
ams stórþorskur. Nú er stór-
þorskur aðeins brotabrot af
aflanum.
— Þú hefur stundað hand-
færaveiðar meira og minna í
60 ár, segðu mér frá þróun-
inni í þessum veiðiskap.
SlLDIN SKUTLUÐ
— Þegar ég kom til Gríms-
eyjar voru flestallir með ein-
teyming. Þetta breyttist þó
fljótílega er memn gierðu sér
grein fyrir því hve miklu
fisknara það var að hafa 2
króka. Ég má tiil með að
segja þér að þegar ég kom
fyrst hingað sá ég tæki, sem
ég veit að fáir hafa séð eða
heyrt um. Þetta tæki var með
tréskafti og á endanum á
því voru þrir 12 tommiu járn-
teinar með aignúum á. Þessu
var skutíað í síldartorfurnar
(sem þá fylltu Grimisieyjar-
sund) og þan.nig aflað beiitu.
Þetta tæki vék þó fljótíiegia
fyrir netumum. Næsta breyt-
ing verður svo ekki fyrr en
1948, er menn fara að
nota nælontauma á færið.
Það sást strax munurinn á
því hversiu miklu fisknara
nælonnetið var, en það skar
helvíti í hendurnar. Nú, það
má segja að 10 árum seinna
verði bylting með tilkomu
handsnúnu rúllunnar og þá
byrjuðu menn að nota 8—10
króka. Stærsta byltingin varð
þó öðrum 10 árum seinna, er
rafmagnsrúliurnar komiu til
sögunnar. Þá varð betta eins
og annað líf.
— Hefuirðu nokkra huig-
mynd um hversu mikinn afla
pú hefur liaigt á land á ævinni?
óli brosti við og segir: —
Nei, en han-n er orðin tölu-
vert mikill.
— Nú hefur sjósókn úr
Grímsey sjaldan verið sældar-
braiuð, einkum þar sem þið
urðuð lenigst af að verka afl-
ann sjálfir er að landi kom.
LANGUR VINNUDAGUR
— Vinnudagiurinn var oft
æði lanigur. 3 kaiupmenn frá
Húsavik keyptu allan fisk af
okkur fram til ársinis 1928.
Frá þeim tírna verkuðum við
fiskinn sjálfir. KEA sá okkur
fyrir öllum nauðsynjum og
seidi affliann fyrir okkur.
Þegiar við komum að landi
þurftum við að byrja á því
að ganga frá fiskinum í salt
áður en við komumst heim.
I>á var 20 tíma vinnudagur
ekki óalgengur. Raiunar var
hann oft lengri, því að á nótt-
unni var róið út til að ná í
sild í beitu og oft kom það
fyrir að það var kominn morg
uinn og fimi til korninn að fara
í róðuir er beitunnar hafði
verið aflað. Þegar vel viðraði
varð svefninn nær enginn svo
úr róðri í siðustu viku.
dögum skipti. Þá var heJdui-
ekkert sikýli á triikmum og
hvergi hægt að halla höfði.
Nú þetta breyttist svo alit, er
KEA byrjaði að taka fiskinn
af okkur fyrir 4 árum eða 40
árum seinna, og á sama tíma
og ralmaignsrúllliurnar komu
til. Það má þvi segja að árið
1968 hafi verið timamótaár í
okkar sögiu.
BJARC IGID
ÓTRÍILEGA ERFITT
— Þið Grímseyingar hafið
lifað af öðru en fiski?
— Framan af árum var
eggja.- og flugiataka stór þátt-
ur í okkar atvinnulífi. Þá
voru björgin nýtt aiveg eins
og mögutegt var. Ég sikai
seigjia þér Ingvi, að það var
alveg ótrúliega erfið vinna að
stunda bjargsig, en það gerðd
ég í 38 ár. Nú er ég hættur
og hef ekki sigið í 10—12 ár.
Yngri mennimir hafa tekið
við. Við seldum þesisiar afurð-
ir oft í land og höfðum tölu-
verðar tekjur af. í þessu sam-
Framliald á bls. 15
Öli Bjarnason,
Grímsey — 70 ára
1 dag er Óli Bjarnason, einn
af reyndustu og dugmestu fiski-
mönnum þessa lands 70 ára.
Fiskimið hans erú norður við
heimskautsbaug umhverfis
Grímsey, en þar á hann heima.
Á bæ hans Sveinsstöðum á miðri
eyjunni sér vitt um hafsins vegu,
sem Óli þekkir manna bezt af
eigin reynslu. Þangað hefir
hann á langri ævi sótt „þjóð-
inni auð og barninu brauð" eins
og Örn Arnarson kemst að orði.
Aflafengur Óla er mikill orðinn
að vöxtum og gæðum.
Óli Bjarnason er fæddur á
Steindyrum á Látraströnd
29. ágúst 1902. Þar bjuggu þá for
eldrar hans, Inga Jóhannesdóttir
(nú elzti íbúi Grímseyjar 98 ára
gömul) og fyrri maður hennar
Bjami Gunnarsson. Bjarni
drukknaði 1907 er þau
höfðu verið tæp 6 ár á Stein-
dyrum. Óli flutti þaðan með móð
ur sinni og systkinum út i
Fjörður, og giftist Inga þar
seiuni manni sinum Guðlauigi Óla
Hjálimarssyni. Þau bjuiggu i
Botni í Þorgeirsfirði og á Þverá
í Hvalvatnsíirði í þrjú ár. Tii
Grimseyjar fóru þau 1914. Guð-
laugur Óli Hjálmarsson andað-
ist 1955.
Óli Bjarnason hefir siðan 1914
átt heima í Grímsey, eða frá því
að hann var uugll'.ngur innan við
fermimgu. Þann 5. nóv. 1927
kvænitiiist hann Elinu Þóru Sdg-
uirbjörnsdóttur á Sveinsstöðum.
Þau eiga 7 börn: Sigrúnu, Óla,
Ingu, Willard Fiske, Bimu,
Garðar og Þórieif. Eru þau hjn
efniitegustu og bera foreldrum
sinum og heimili fagurt vitini.
ÖIl eru þau gútft nema yngsti son
urinn, sem er í foreldrahúsum.
Auk hans eru tveir synir bú
settir í eyjunni, Óli og Garðar.
ÓM Bjaraason heflir allt frá
komu sinni til Grimseyjar átít
virkan þátt i lífsbaráittu Gríms-
eyinga, og hefir ekki láttið hlut
sinn eftiir liigigja. Hann er harð-
duglegur maður að hverju sem
hann gengur, rösikur í fasi, létt-
ur á fæti, knár og framsækinn.
OtaJdair eru þær sjóferðiir, sem
hann hefir flarið til fisfov .ða út
á Grímseyjarmið og til lands yf
ir sumdið, fyrst á árabátum. Var
þá mörg sjóferðin hættufuíM og
erfið, en ÓIú á allt það er góð-
an sjómann prýðir.
Ég hefi þekfkt Óla Bjarnason
alllt frá þvd að ég fór fyrst að
þjóna Grímsey fyrir 19 árum.
Fyrstu árin var hann organisti
þar tid frú Ragnhildur Einars-
dófltiir á Básum tók við þvl starfi.
Ég man hann við orgelið, hinn
veðuirbiitna og kraftmikla sæ
garp, sem þá leiddi sönginn í
Miðgarðakirkju. — ÓJS hef-
ir gegnt ýmsum trúnaðairstörf-
um fyrir Grimseyinga í sam-
bandi við ú'flveginn. Hann hefir
starfað í hreppsnefnd og sókn-
amefnd og er hvarvetna iið-
sinni að honum. Hann á ríka
frásagnargáfu, og getuii' sagt frá
mörgum atvilkum fyrri daga, svo
unun er á að blýða.
Óli Bjarnason og Elín kona
hans eiga indælt heimild og þar
er gesturn fagnað af alúð og
■gJeði. — Til þeirra eir gott að
ko' ja og þess hefi ég oft notiið á
ferðum minum til Grimseyjar.
Hin síðustu ár hafa þau hjón-
in dval'ið part úr vetni hjá börn
um sínum og tengdabörn-
um á Suðurnesjum. En synir
þeirra hjóna og tengdasynir eru
hinir fræknuistu aflamenn á bába
flotanum. Þagar voraði var aft-
uir haldið t l eyjarinnar, og enn-
þá rær Ólli tál fiskjar — ennþá
lifir hann og hrærist í þvi sér-
stæða og ríka athafnalífi, sem
einikenmir Grimsey. Hátt á fjórða
áratuig var ðld sigmaður og seig
eftir eggjum og fiuigli í björgin
vor og sumar. — Nú er hann hætt
uir þeirri ævinitýrariku og
djörfu iðju, en genigur samt á
bjarg, og stekkur á milli þúfna-
kollanna eins og fyirri daginn.
Þessar fáu linur eiiga að færa
þér, kæri vlnur heilakveðjur
okkar hjónanna með þöklk fyrir
vinsemd þína á iiðnum ár-
um. Vi'ð ósikiuim þess, að þú mieg
ir sem iengst fá að njóta heillsu
og krafta oig alls þess sem lífið,
forsjónin, hetfir fært þér, —
miklia blessun — þær óskir ber-
ast til þin úr öllum áttum á sjö-
tugsafmælinu. — Guð blessi þér
og ásiflvinum þínum ófarna ævi-
brauit.
Pétur SigurgeirsHon.
Kjörgarður, vefnaðarvörudeild
Ný sending af enskum kjólum
fekin upp í dag
Nýjasta haustfízkan trá London
Kjörgarður, vefnaðarvörudeild