Morgunblaðið - 29.08.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.08.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1972 „Flaggað á hverri stöng 1. september" — segja Keflvíkingar — en hvað segja menn í öðrum sjávarplássum um útfærsluna? I»VÍ nær sem dregnr 1. september, þeim mun meira ræða menn um landhelgfismálið. Hvað fferist, þegar fiskveiðiiög'sag- an verður færð út í 50 mílur, og hvernig verðnr bezt á málun- uni haldið? Morgimblaðið hafði í gær samband við nokknr útgerðarpláss í öllnm landshlntum og spurði fréttaritara sína þar og nokkra aðra hvað mönnum þar væri efst í huga þessa dagana í sambandi við landhelgismálið. Akranes — Akumesmgar líta á land- helgismálið eins og aðrir Is- lendingar, sagði Júlíus Þórð- arson, fréttaritari Mbl. á Akra nesi. — Þeir vita að allt líf þjóðarinnar í bráð og lengd er undir þvi komið að fiski- miðin verði friðuð okkur og öðrum í hag. Þeir telja, að við einir höfum rétt til að fiska innan 50 milnanna og þótt lengra hefði verið ákveðið. I saimtali mínu við einn Akur- nesing hélt haran þvi fram, að varðskip okkar ættu að skjóta á hvern þarm erlendan togara, sem kynni að breiða yfir nafn og númer með föstu skoti undir sjólínu. Þá hélt hann því fram, að ekki ætti að af- greiða togara óvina okkar, nema um væri að ræða nauð- synlega læknishjálp eða björg tm manna úr sjávarháska. Hingað hafa ekki komið er- lendir togarar síðan Faxaflói var friðaður. Ólafsvík — Ólafsvikingar eru allir sammála og einhuga i land- helgismálinu, sagði fréttarit- ari Mbl. þar. Menn eru á því, að landhelgisgæzlan eigi að þreyta brezku sjómennina eins og hennar er kostur með því að vera að vasast í kring- um þá. Menn búast almennt ekki við þvi að gæzlan taki togara og ekki trúa þeir að brezkir togarar fari að leggj- ast á veiðarfæri Isiendinga, nema þá að mikil harka fær- ist í lei'kinn. Það er álit manna hér um slóðir, að Vest- firðingar kunni helzt að verða varir við þorskastríð, en ró- legra verði hér út af hjá okk- ur. Þá trúa menn eigi öðru en Bretar virði allar venju- Iegar siglingareglur. Ólafsvíkingar telja, að fram kvæma þurfi friðunaraðgerð- ir hið fyrsta eftir útfærsluna. Sumir töldu samkomuiag æskilegt við Breta og Vestur- Þjóðverja, en aðrir voru þess ekkert fýsandi og vilja láta tímann vinna fyrir okkur. Með þrautseigju og þolin- mæði myndum við sigra að lokum. Grundarfjörður — Það er sama hvar i stétt menn eru, hvort þeir eru sjó- menn eða ekki, allir standa eimhuga um réttmæti útfærsl- unnar. Ég held, að memn geri sér almennt grein fyrir þvi, .að ekki kemur til neinna veru- legra átaka, þ.e. framyfir það, sem var í þorskastriðinu 1958. Á það má og leggja áherzlu, að þær yfirlýsingar, sem bor- izt hafa frá Breta hálfu, hafa einungis komið frá stéttar- félögum sjómanna, en ekki frá opiniberum aðilum. Á þessu er meginmunur. Ég held, að menn taki svo almennt undir þau orð Guð- mundar Kjærnested, skip herra á Ægi, er hann lét falila í viðtalá við sjónvarpið fyrir skömmu: „Það er létt verk að verja góðan málstað." Tálknafjörður — Menn bíða nú bara spenntir eftir þvi hvernig mál- in skipast um næstu helgi. Þó held ég að þeir búizt aknennt ekki við neinum átökum sem heitið geta. Fjölmargir, sem ég hef rætt við, eru n-ú samt þeirrar skoð- unar, að imdirbúa hefði átt út- færsluna með samningum fyr- ir löngu, en ekki að stefna blint út í deilur við nágranna- þjóðimar, og jafnvel átök. En þótt svona sé nú að verki stað- ið, þá held ég að enginn skor- ist undan merkjum og allir standi sem einn í baráttunni. Þetta lyftir líka upp hug manna um að ráðast i stærri útgerð á næstu árum, og þar með að gera þessi sjávarpláss hér á Vestfjörðum byggilegri. Bolungarvík — Ég hef enga rödd heyrt, sem mælir útfærslu landhelg- innar í mót. Það er mjög mik- ill baráttuhugur i mönnum við að fá þessu framgengt, þótt ekki sé nú búizt við bein- um átökum. Við höfum held- ur ekki bolmagn til þess að slást, en það verður ábyggi- lega allt gert til þess að koma í veg fyrir að útlendir togarar fái frið hér á miðunum. Það er nú svo komið hér, að varla nokkur fiskur berst á land vegna hinnar auknu ásóknar á miðin út af Vest- fjörðum. Við erum það utar- lega, að grunnlinupunktar nú- verandi fiskveiðilögsögu eru hérna rétt fyrir utan. Það er þvi algjörf lífshagsmunamál okkar, sem annarra Vestfirð- inga, að komið verði í veg fyr- ir að þessi erlendu fiskiskip skrapi upp allt Mf héma á miðunum. Það má segja að hér ríki - töluverð spenna vegna máls þessa, en aliir eru þó þeirrar skoðunar, að okkur takist að ná þessum svæðum, þótt það kunni að taka einhvem tima. ísafjörður Hér á Vestfjörðum eru menn mjög uggandi yfir fram tiðinni og telja flestir nauð- synlegt að leitað verði eftir einhvers konar samkomulagi í landhelgismálinu, án þess að við viljum þó á nokkum hátt selja okkur. Það eiga engir eins mikið undir því og Vest- firðingar að samkomulag ná- ist vegna þeirra útgerðar- hátta, sem hér eru. Linuút- gerðin er uppistaðan í sjó- sókn Vestfirðimga á haustin og eru veiðamar stundaðar utan 12 milnanna. Erlendir togarar hafa ávallt virt veið- arfæri Mmubátanna, ein ef nú fer í hart þarf ekki nema einn reiðan togaraskipstjóra til þess að toga yfir og eyði- leggja veiðarfæri allra Mnu- bátanna. Teljum við þvi nauð- syniegt að leitað verði að minnsta kosti eftir samkomu- lagi um þetta atriði. Mikið hefur verið um er- lenda togara hér á Isafirði í sumar og hafa þeir komið til viðgerða, með veika menn og til að taka vatn og vistir. Eng- ir brezkir eða þýzkir togarar hafa þó komið síðustu daga. Eftir 1. september held ég að emginn reikni með að brezkir togarar fái afgreiðslu hér. — Jón Páll. Siglufjörður — Ég held, að menn séu hér sama sinnis og annars staðar á landimu, þ.e. að ekki beri að hvika í neinu frá þeim megin atriðum, sem hagsmun- ir okkar grimdvaUast á í þessu mikilvæga máli. Hims vegar geri ég ráð fyr- ir því, að sú skoðun sé nokk- uð rik hjá fólki, að sigur við eðlilega samnimga í þessu máli sé æskilegri heldur en sigur í átökum með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Það er eðlilegt, að menn hér á Norðurlandi vestra láti sig þessi mál mokkru sikipta, þar sem svo til allur brezki togaraflotinn er á haf- inu út af Norðvesturlandi. Það er emgum vafa undirorp- ið, að þessi rányrkja Bretanna hefur komið mjög hart niður á sjávarplássum norðan- lands.. Táknrænasta dæmið um það er eimmitt Húnafló- inn, sem hefur verið svo til dauður af fiski um árabil, en þar voru áður gjöful fiski- mið. Ólafsfjörður — Mér heyrist á mönnum að þeir trúi því ekki að at- burðirnir frá 1958 endurtaki sig — Bretar fari varla að endurtaka þann leik. En það eru allir sammála um að Is- lendimgar eigi að standa á rétti sínum og hvika hvergi. Það er alltaf að sannast bet- ur og betur að ef ekkert verð- ur að gert er algert fiskleysi fyrirsjáamlegt og aMt athafna- Mf í bæjum eins og Ólafsfirði dettur niður, því án útgerðar er hér ekkert viðurværi. Akureyri — Ég hef við engan rætt, sem efast um réttmæti hins isienzka málstaðar, né heldur um hitt að hann hljóti að sigra að lokurn. Hins vegar geti liðið nokkur tími þar til við fögnum endanlegum sigri, en sá tími vinni með okkur. Flestir búast við því, að ekki verði af neinum samn- ingum við Breta eða Þjóð- verja í bráð, þó að sú lausn væri æskileg, heldur hljóti að draga til þess að Bretar sýni einhverjar vígtemnur. Þá beri handhöfum íslenzks fram- kvæmdavalds, og Islendingum yfirleitt, að sýna festu og hik- leysi, og umfram allt að fara skymsamlega að ráði sínu. Slá Mtt undan, en stofna þó aldrei mannslifum í hættu. Húsavík — Hér er mikið um land- helgismáMð talað og eru sjó- menn almenmt hlynntir út- færslu landhelginnar og ein- huga um að þetta sé það, sem gera þurfi. En sumum finnst að vorfriðunarsvæðið úti af Langanesi hefði mátt vera stærra og ná lengra vestur. Skýra þeir mál sitt moð þeirri staðreynd, að með hverju ár- inu sem líður verður fiskur- inn sem veiðist smærri og bendir það til þess, að hann fái ekki tíma tii að stækka. Við áMtum að hér fyrir norð- an séu rniklar uppeldisstöðvar sem þurfi að vemda og þá beri okkur einnig að athuga að islenzkir togarar og tog- bátar séu ekki of mikið á grunnsvæði. Neskaupstaður — Við erum spenntir eins og flestir landsmenn eru þessa síðustu daga fyrir út- færsluna. Allir eru einhuga um að standa fast á rétti sin- um. Það er enda ekki óliklegt, að „darraðardanisinn" fari fram hér í nágrenni við okk- ur, þar sem togaramir sækja einkum á miðin út af suð- austurlan'di þegar liður að hausti. Við höfum hins vegar enga trú á þvi, að togaramir haidi lengi út ef til rimmu dregur. Það vita allir, sem til þekkja, að miðin hér út af eru ekki kræsileg ef veður er ekki því betra. Það vita þessir brezku sjómenn Mka, og ég ætla að þá fýsi ekki sérlega að fara á þessi mið, þegar vetur nálgast, ef þeir eiga það yfir höfði sér að geta ekki leitað til hafnar. Og ef skipverjar fást ekíki á skip- in, er hætt við að stórhugur útgerðarmanna megni litið. Ég er t.d. hræddur um að þeir hefðu lent í verulegum varadræðum skipverjamir á togara þeim, sem hingað leit- aði í gær með vír í skrúfunni, ef þeir hefðu ekki fengið að koma himgað inn. Það hefði orðið að draga haran til Fær- eyja eða jafnvel tii Bretlands. Framhald & bls. 20 Brezk skip stefna hraðbyri á Íslandsmið; Togaraskipstjórar segja 4 her- skip munu vernda flotann ír- 'ío. ^JGtAö/013 ----

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.