Morgunblaðið - 29.08.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.08.1972, Blaðsíða 17
f MQRGUNBLAÐIÐ, Í>RIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1972 17 Efnahagsleg áhrif Sovéf- manna í Egyptalándi Kaíró, — í>au mi'rmikandi sam- skipti sem átt hafa sér stað í milli Sovétríkjanna og Egyptalands á hernaðarsviðinu, hafa enn ekki haft áhrif á hina víðfeðmu efna- hagsaðstoð Sovétmanna við Egypta. Búizt er við að Sovétiríkin muni halda áfram að vera alls ráðandi á sviði egypzkra efnahagsmála um nokkurn tíma, sama hve mikill fjöldi rússneskra hernaðarsérfræðinga verður áfram i landinu eftir brott- rekstur Sadats forseta i.síðasta mán- uði. Engar tilraunir hafa verið gerðar tii að binda enda á efnahags- leg áhrif Rússa í landinu, en þeir hafa lagt grundvöllinn að efnahags- legri þróun landsins. Egyptar viður- kenna hreinskilnislega að efnahags- líf lands þeirra sé núna bundið mjög nánum böndum við Sovétrík- in. Allir draumar þeirra og áætlanir mundu hrynja til grunna ef aðstoð þessari væri hætt. Sovétríkin taka nú þátt í 102 verk efnum í Egyptalandi þ.á m. hinni grið arstóru Aswan-stíflu, jám- og stál- verksmiðjum, fosfórverksmiðju og miklum jarðræktaráformum. Áætllað er, að um 5000 sovézkir tæknimenn vinni í Egyptalandi. Aldrei hefur verið fulikomlega upp lýst, hve mikið fjármagn lagt er i þessi verkefni, en talið er að það sé u.þ.b. einn milljarður Bandaríkja- dala. Langtímasamningar á mörgum sviðum hafa hnýtt Egyptaland við hin fjarlægu Sovétríki einum alls- herjar naflastreng, sem fáir Egyptar mundu áræða að slíta. Margir Egyptar — kannski flest- ir — væru því fegnastir ef vestrænt land yfirtæki aðstöðu Rússanna, en sá kostur virðist ekki möguleg- ur. Auk þess hafa Vesturlönd verið afar varkár i afstöðu sinni til hins hernaðarlega ósamkomulags milli Egyptalands og Sovétrikjanna. t>ess sjást engin merki, að neitt vestrænt ríki sé reiðubúið að leggja til fjár-, magn, mamna l’la eða sérfræðiþekk- ingu til að bola Rússum burt héð- an. Fyrir Sovétríkin er starfsemin hér áþreifanlegasti árangur efnahags- legra umsvifa þeirra í hinum svokall aða þriðja heimi. Eins og nú er kom ið er fjárfesting þeirra orðin svo gíf urleg og Egyptaland orðið svo geysi háð Sovétríkjunum að ekki er hægt að sjá fyrir neins konar samstarfs- slit. Sovétríkin eru núna höfuðvið- skiptavinur Egyptalands og kaupa þaðan fyrir um 700 milljónir Banda- ríkjadala árlega. Baðmullar- og sítrusávaxtaframleiðsla Egypta um mörg næstu ár mun fara til Sovét- ríkjanna í skiptum fyrir rússneskar vélar, varahluti og efnavarning. Rússar eru skuldbundnir til að byggja upp samgöngur i lofti og á sjó, koma upp olíuiðnaði og byggja kjarnorkuaflsstöðvar. Margt af þessu er enn ógert. En án þessara sammnga sjá Egyptar hrei.nliega ekki fram á að framhald verði á bar- áttu þeirra við vanþróun og öra fólksfjölgun, sem fjölgar lands- mönnum um á að gizka eina milljón árlega. Samkvæmt egypzkum tölum hefur hagvöxtur i landinu Verið um 5% á ári aðallega vegna aðstoðar Sovét- ríkjanna. Það er ekki hraður vöxt- ur af þróunarlandi að vera. En ef haft er í huga að stríðsvél Egypta gleypir um 60% þjóðarteknanna, er vöxturinn ekki svo litill. Sú staðreynd, að efnahagslíf Egyptalands hrundi ekki gjörsam- lega eftir striðið við fsrael 1967 og lokun Súez-skurðarins er að miklu leyti sovézkri aðstoð að þakka, en að eins að litlu leyti að þakka aðstoð frá auðugum Arabarikjum eins og l í íeitr1|arkSimejí Eftir Andrew Bobowiec Saudi-Arabiu, Kuwait og Líbyu. Næsta fimm ára þróunaráætlun Egyptalands sem hefst á næsta ári, er fjármögnuð nær algerlega með sovézkri aðstoð. Síðastliðin 10 ár hefur Egyptaland fengið um 500 milljóna Bandairíkja- dala iðnaðairlán, en um 60% þess hafa komið frá Sovétríkjunuim. Sovétmenn hafa lofað meira fé til sérstakra framkvæmda eins og t.d. stáliðjuversins Helwan fyrir utan Kairó, álverksmiðju og uppgræðsiu Nobaira landsvæðisins, sem búizt er við að taki sex ár. Rússneskir verkfræðingar annast raifvæðinigiairáætluin, sem gert er ráð fyrir að muni færa rafmagn i 230 egypzk þorp á þessu ári. Þar að auki á að reisa 24 rafstöðvar og 200 litlar spennistöðvar á næstu fimm ár um og er búizt við að það kosti um 200 milljónir dala. Rússar eru líka að byggja kornsiló og baðmullarmyllur og þjálfa Egypta vi'ð fisikvericun og í öðrum skyldum greinum fiskiðnaðar. Aðstioð Sovétmanma hefuir hjálpað Egyptum veruleiga við uppbyggingu efniaihagslífs iandsins. S víþ j óðarbréf: Háskólamenntaðir menn í verkamannavinnu og skólahús byggð í atvinnubótavinnu Kunigalv í ágúst. ÞAÐ leynir sér ekki, að íslenzfk málefni eru nú oftar á dagskrá hér í Svíþjóð, bæði man na á rmeðal og í fjölimiðlluim, en áður var. Skákeinvígið í Laugardals- höllinni á eflaust sinrn þátt 1 því. Tafláhugiinn hefur vaxið stór- lega meðal akruenininigs. Fólk sit- ur nú eða beiniinis ligguir flötum bein.um yfir tafli, jafnvel á göt- um úti, þegar vel viðrar, t. d. á Kóngsgötu í Gautaborg. Þar er enigin bilaumferð og föilk getur breitt úr sér eftir vild. Allar helztu skákbækur eru löngu uppseldar og vasatöfl eftirsóttir kjörgripir. Einin af „taflmönnium götunin- ar“ sagði í blaðaviðtali nýlega, að hann skildi það ósköp vel, að Bobby Fischer hefði amazt við sjórtvarpisupptöku. Hamn sagðist finna það greinilega, hve það truflaði, þegar bláófkunnugt fólk stillti sór upp og góndi viðistöðu- laust á leikinin eiins og það gerði þarna á götunini, nú hvað þá ef við þetta bættist suðandi sjóm- varpsvél. — Mikið er skrifað í blöð um þessi mál og hver ein- asta sfcák margtefld opinberlega. Og svo eru það landhelgismál- in. Sumum íslendintguim hér á vesturströndinni fimnist það komia úr hörðustu átt, þegar sænskir (og dianskk4) fiski- og út- gerðarmemn fjargviðrast yfir því á opinberum vettvangi, að ís- lenzk síldveiðisikip stunda nú veiðar hér úti fyrir, í Norðursjc og Skagerak, vitaskuld utan við alla landhelgi. Hér er nefnilega allgóð síldveiði ei-nis og er. Þeir álíta, að íslendingar ættu nú að vera sjálfum sér samkvæmiir og halda sig a. m. k. 50 sjómólur frá landi. Það andar sem sé köldu í garð íslendinga frá sænskum og döniskum fiski- og útgerðar- mönnium og samtökum þeirra. Þeir óttast, að fkíítiskipin, sem raú stumda vei ðar við ísland flytji sig nær, sem sé í Norður- sjó, og þrengi að fiskiflota þeirra. Þetta geti siðan þvingað fram útvílkkun og bönn, sem yi’ði ör- lagaríkt fyrir þessa atvinmugrein. sem þegar á í vök að verjast. íslendingar, og reyndar marg- ir mætir hérliendir liðsmenin okk- ar í þessu máli, hafa næg rök á takteinum viðvíkjandi útfærslu lanidhelgininar og þeir minna auk þess á, að sú var tíðin, að sæmsk síldveiðiskip fiskuðu og fiskuðu vel ekki ýkja langt frá ströndum íslánds. Þá var oft þirömgt á eftir- sóttustu fiskimiðumum, sem nú virðast því nær „dauður sjór“. ★ HÁSKÓLAMENNTAÐIR MENN í VERKAMANNA- VINNU Mál málianna hér á þessu am- ars sólríka sumri, hefur verið dýrtíð og vaxandi atvinnuleysi, einkum og sér í lagi meðal bygg- ingarverkamamna. Við hér í Norr æna lýðháskólanum njótum þó að vissu leyti góðs af kreppu- ástandimu, þar sem nú í sumar hafa verið byggðir tveir nem- emdabústaðir í atvinhubótavininiu af nemum og sveimum. í ýms- um iðngreinum. Við höfum auk þeiss fengið vilyrði fyrir tveimur í viðbót, sem byggðir verða í vetur eða að vori. Og er það feogur fyrir þessa norrænu stofnun. Vaxandi fjöldi íslendimga sælk- ir nú fræðslufundi og námskeið, sem norrænu mennitastofnanim- ar í Kumgálv (akadeimía og lýðlhá skóli) efna til. Hér dvelja nú t. d. um þriggja vikina akeið nœr 20 íslenzkir ken'marar og skólamenn, sem vinma að endurskoðuin og nýsköpun ruámisefnis í samfé- lagsfræðum fyrir íslenzka skyldu námsskóla í samráði við norr- æna, einkum sæmska, sérfræð- inga í þessum greinum. Þeir hafa einnig átt þesis kost að ræða vandamálin við fimnska kennara, þar sem hér hafa dvalizt um 70 finmskir fceniniarar um vikutíma. í vetur verða hér óvenjumarg- ir íslenzkir nemendur, væntan- lega 12. Þeir dreifast í flestar deildir lýðháskólans: almenna, norræma deild, leiklistardeild, blaðamannadeild og æskulýðs- leiðtogadeild. Hin síðastnefnda er við „útibú“ skólans í Gauta- borg. Sú námsbraut er ætluð þeim, sem hafa í hyggju að ger- ast starfsmemn eða forstöðu- menn félagsheimila eða tóm- stundaheimila. Sam'tals mun skólinn hafa um 260 nemeindur í vetur, þar af um 100 í Kungálv. Við skólann eru kenmarar og nemendur frá öllum Norðuriönd- um. íslenzkir og færeyskir nemr endur hafa verið hér öll árin, síðan skólinn var stofnaður 1947. Um Jónsmessu í sumar var 25 ára afmæli skólans haldið hátíð- legt. Þá komu himgað um 300 gestir víðs vegar að á Norður- löndum. Frá íslendingum, sem verið hafa nemendur s-kólans á þessu tímabili — þeir eru nú nær 100 talsins — barst skólanum m'yndarleg gjöf: afsteypa af högg mynd eftir Ásmund Sveinsson (Dýrkun). Skólanum bárust auk þess ýmsar aðrar höfðinglegar gjafir, m. a. penimgagjafir, sem notaðar verða til að prýða og bæta húsakost skólams, svo að hanm geti einn betur þjónað hlut- verki sínu sem samnorræn menmr ingarmiðstöð á sænskri grund. Skólamálin eru ætið ofarlega á baugi hér í Svíþjóð og þá oft gerður samanburður á gömlurn skóla og nýjum. Háskólakennar- ar kvarta yfir lélegri og losara- legri þekkngu nýstúdenita í ýmsum greinum miðað við það sem áður var. m. a. í undirstöðu- atriðum málfræði, sagnfræði og annarra bóklegra fræða. En þeir viðurkenma hins vegar, að stúd- enrtar sýni meiri kunnáttu í ýms- um greinum samfélagsfræða og félagsvisinda. Stúdemtafjöldinn hefur aukizt ár frá ári og að sama skapi hefur aðsókm að há- skólum og öðrum menmtastofnr unum auk:zt. En nú frá síðast- liðmu hausti er breyting á orðin. Aðsókn að háskólunum minnlk- aði svo verulega að stórum fjölda háskólakennara, einkum lektorum og aukakennuirum í ýmsum greimum félagsvísinda, var sagt upp starfi. Nú vinma háskóiamenmitaðir menn almentma vei'kamaninavinnu eða jafmveil við afgreiðslustörf í vöruhúsum. ★ RÆTT UM AÐ FÆRA SKÓLASKYLDUNA FRAM Þekktur háskóla'kennari í Gautaborg, p.rófessor Alvar Elle- gárd, hefur nú nýlega lýst þeiri skoðun simni, bæði í sjómvarpi og dagblöðum, að það væri eðlilegt og skj'nisamlegt að fara að dæmi amnarra Evrópuþjóða, svo sem Englenidimga, Frakka og Þjóð- verja, svo og Bandairíkjamanma, og færa fræðsluskylduna hrein- lega niður sem nemur einu ald- Framhald á bls. 20 Frá Norræna lýðháskólanum i Kungálv. Af svölnm aðalbyggin garinnar er m. a. útsýni yfir Gantelfnr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.