Morgunblaðið - 19.10.1972, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1972
□
Frá Ásvallagötu
til Hanoi
GAMALL Frakklandsvinur
hringdi til blaðsins í gær og
sagðl eitthvað á þessa leið:
Franski setndiráðsritarinn, Pi-
erre Susinis, sem særðist á
dögumuim í Hanoi i loftárás
Bandaríkjamanna, er gamai-
kunnur i hópi Frakklandsvina
hér í Reykjavík þvi hann var
hér starfandi í bænum um ára
bil og eignaðist þá ýmsa kunn
ingja. — Þið ættuð að tala við
hann Kjartan Sveinsson, fyrr
um skjalavörð.
Jú, jú, þetta er góður vinur
minn, saigði Kjartan. Það er
nú á annan áratug liðið frá því
hann var hér i Reykjavík og
var hann búsettur i húsi mínu
að Ásvailagötu 69 ásamt konu
sinni og þremur börnum, sem
þá voru á að gizka 5 til 8 ára
gömul.
Pierre Susinis, sem er ættað
ur frá Korsíku er 53 ára. —
Hann er einstaldtega glæsileg
ur og glaðlyndur, — talaði silf
urfrönsku, — þá hljómfeg-
urstu, sem ég hef heyrt. Við
fórum oft út úr bænum og
voru þær ferðir allar mjög
eftirminnilegar fyrir það hve
einstaklega skemmtilegur
ferðafélagi hann var. Oftast
fórum við og renndum i Hlíðar
vatni í Selvogi. Ég átti mynd
ir af okkur saman en þær eyði
lögðust í sumar, er eldur kom
upp í sumarbústað mínum i
Stakkavík við Hlíðarvatn á-
samt öðrum persónulegum
munum mínum, sem ég ætíð
geymdi þar. Nú, en sleppum
Pierre, fyrsti sendiráðs-
ritari Frakka í Hanoi.
því. — Héðan fór Pierre til
Libanon, en ekki get ég sagt
þér, hve lengi hann er búinn
að vera í Hanoi, en hér á
landi var hann sendiráðsrit-
ari hjá þeim mæta sendiherra
Henry Vollery og veitti hann
þá sendiráðinu stundum for-
stöðu i fjarveru sendiherrans.
Mér þykir það fjandi tort
að sprengja falli á þá stóru
Asíu með sína 2000 milljónir
íbúa og hún þurfi endilega að
koma niður á góðkunningja
minn og valda honum örkuml
um eða dauða, sagði Kjartan
Sveinsson að lokum, sem
kvaðst nú mundu ætlia að
senda góðvini sínurn og fjöl-
skyldu hans i Hanoi bréf til
að láta i ljós samúð sína.
Kaupendur rafeinda-reiknivéla, kynnið yður nokkrar staðreyndir
un Canon, og berið saman við önnur merki, áður en þér kaup-
ið, það getur borgað sig:
1. Canon er stærsti framleiðandi rafeinda-reiknivéla í heimin-
i«r», með lang fjölbreyttasta úrvalið, alls 18 gerðir, þannig
að ætíð er hægt að velja rétta gerð, hvort sem verkefnin
eru smá eða stór.
2. Flestar gerðir ætíð fyrirliggjandi á lager.
3. Verðið er hvergi hagstæðara.
4. AHir varahlutir fyrirliggjandi, ef svo ólíklega vildi til að
Canon bilaði.
Fjöldi Canon véla á Islandi er það mikill, að þjónustan við
þær er trygg í framtíðinni.
5. Canon eru yfirleitt fyrstir með tæknilegar nýjungar.
Canon-umboðiö,
SKRIFVÉLIN,
Suðurlandsbraut 12, Reykjavík.
Símar: 19651 og 19210.
Pósthólf 1232.
PIONEER
Þegor þér veljið eitthvað betra
LX-440 A útvarpsmagnari með FM, LW, MW bylgjum. Magnari
40 wött (músik) 2x15 wött sinus.
Verð kr. 23.800,00.
Iff A *******
SA-500 A er magnari 44 wött (músik) 2x16 wött sinus. Úttak
fyrir 2 plötuspilara, 2 segulbönd og 4 hátalara.
Verð kr. 15.900,00.
SX-424 er útvarpsmagnari með AM/FM bylgjum. - Magnari:
50 wött (músik) 2x18 wött sinus.
Verð kr. 23.800,00.
Nýjor plötur:
Close to the edge: Yes — Rock and roll musik to the world: Ten years after — Gilbert O Sullivar
— Úrval platna með: Emerson Lake and Palmer — Cat Stevens — Ike and Tina Turner — Family
Zappa Hot rats — Incredable String band —Garfunkel — IMeil Young — Mothers — Frank
— Renaissance — King Crimson — Simon and Grateful death — Colosseum — Can — Amon
Duul H — T-Rex — Mountain — Hollies — Doors — Catch bull at four — Cat Stevens — Alice
Cooper. — Kassettur, mjög gott úrval. — 8 Trakk spólur, gott úrval.
#KARNABÆR
LAUGAVEGI20A OG LAUGAVEGI 66