Morgunblaðið - 19.10.1972, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1972
Oitgöfandi hif Árvekur, Wáyíq'aivfk
Fr«m1w»mda&tjári HaraWur Sve'maaon.
flitetj6rar Metthías vloharvnassen,
Eyíóllfur K-onráC Jónssan
ACstoðarrkstíjórc Sityrmir Gunmarsson.
RrtatjÓnwrfutlitrúi Þtorbijöm Guðmundsson
Fréttastjón Björn Jóhsnrvsson.
Auglýsirvga&þóri Ámi GarCar Kristinsson.
Rrtstjórn og afgraiðsla AMstrssti 6, sími 10-100.
AugHý-singar Aðalstreeti 6, sfmi 22-4-80.
Ásikrrftargjard 225,00 kr á máinuði innaniancte
I teusasöfu 15,00 Ikr einwkið
ig reynt að láta í það skína,
að hann sé öllum mönnum
harðari í landhelgismálinu og
því sé honum betur treyst-
andi til þess að hafa með-
ferð þess með höndum en
öðrum.
Lokaorðin í ræðu Hanni-
bals Valdimarssonar sýna
j^logglega að samstarfsmönn-
um Lúðvíks Jósepssonar er
nóg boðið. Einar Ágústsson,
utanríkisráðherra, hefur í
viðtölum við fjölmiðla tekið
skýrt fram, að viðræðurnar
við Breta á dögunum hafi
HANNIBAL ÁMINNIR LÚÐVÍK
/\lgan í stjórnarherbúðun-
^ um vegna framferðis
Lúðvíks Jósepssonar í land-
helgismálinu og öðrum mála-
flokkum fer nú dagvaxandi
eins og glögglega kom fram í
ræðu Hannibals Valdimars-
sonar félagsmálaráðherra, er
stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar
innar var til umræðu á Al-
þingi í fyrrakvöld. í þeirri
ræðu sagði félagsmálaráð-
herra m.a.: „Það er sannfær-
ing mín, að hver sá stjórn-
málamaður sem reyndi að
slá sig til riddara á land-
helgismálinu eða sá stjórn-
málaflokkur, sem það reyndi
fengi af því enga sæmd. Það
sæmir engum að telja sig
öðrum heilli í landhelgismál-
inu. Hvíslingar um úrtölu-
og undanhaldsmenn í þessu
máli málanna eru fram til
þessa tilefnislausar og aðeins
til þess fallnar að grafa und-
an og veikja samstöðu þjóð-
arinnar.“
Ekki fer á milli mála, að
með þessum ummælum er
Hannibal Valdimarsson að
víkja að framkomu Lúðvíks
Jósepssonar í landhelgismál-
inu, en hann hefur hvað eftir
annað ráðizt freklega inn á
verksvið utanríkisráðherra
og gefið yfirlýsingar um land
helgismálið, sem eru í algerri
andstöðu við þau ummæli,
sem bæði utanríkisráðherra
og forsætisráðherra hafa lát-
ið falla um stöðu málsins í
samningum við aðrar þjóðir.
Lúðvík Jósepsson hefur einn
komið að því gagni, sem við
var búizt, enda þótt sjávar-
útvegsráðherra hafi talið
þær árangurslausar með öllu.
Hin hörðu orð Hannibals
Valdimarssonar í garð sjáv-
arútvegsráðherra sýna, að
meirihluti ríkisstjórnarinnar
telur framferði Lúðvíks
Jósepssonar óafsakanlegt,-
Það er svo annað mál, að
þetta opinbera rifrildi milli
ráðherra um stöðu landhelg-
ismálsins er afar óheppilegt.
Það gefur andstæðingum
okkar til kynna, að misklíð
sé á ferðinni innan ríkis-
stjórnarinnar. í þeirri ör-
lagaríku deilu, sem við nú
stöndum í, getur það haft
slæm áhrif á samningsstöðu
okkar, ef viðsemjendur eru
þeirrar skoðunar, að þjóðar-
einingin sé að rofna. Auð-
vitað verða skiptar skoðanir
milli manna um það, hvernig
eigi að bregðast við einstök-
um atriðum, sem fram koma
í samningaviðræðum. Um
slíkan ágreining er hins veg-
ar eðlilegt að ræða innan
ríkisstjórnarinnar, í land-
helgisnefnd og utanríkis-
málanefnd Alþingis, en ekki
opinberlega. Þess vegna er
það mjög miður farið, að
Lúðvík Jósepsson hefur orðið
til þess að ræða þessi mál á
opinberurn vettvangi með
þeim hætti að samráðherrar
hans hafa séð sig tilknúna að
leggja orð í belg, mótmæla
túlkun hans á embættis-
mannaviðræðunum og ávíta
hann fyrir þessa framkomu.
í landhelgisdeilunni skiptir
einingin mestu — Lúðvík
Jósepsson má ekki láta sömu
mistökin henda sig á nýjan
leik.
EITUREFNI í HAFIÐ
T gær skýrði Morgunblaðið
* frá því, að þýzkt skip
hlaðið eiturefnum væri á
leið til Azoreyja og hygðist
varpa eitrinu þar í sjóinn.
Þetta er ekki í fyrsta skipti,
sem slíkt hefur gerzt þrátt
fyrir ítrekuð mótmæli og að-
varanir þeirra þjóða, sem
hagsmuna eiga að gæta.
Skemmst er að minnast þess,
er frændur okkar Færeying-
ar ráku skip með eiturefni
frá Færeyjum og neituðu
því um alla þjónustu.
Azoreyjar eru víðsfjarri ís-
lands ströndum, en ómögu-
legt er að segja um hvaða
eiturefni hafstraumar geta
borið með sér hingað til
lands. Eitrað haf umhverfis
ísland getur stefnt fisk-
stofnunum í voða. Islenzk
stjórnarvöld hljóta að mót-
mæla þessum aðförum. Þau
hljóta að mótmæla þeim
starfsaðferðum yfirleitt, að
eiturefnum verði varpað í
hafið, sem stofnað getur líf-
inu í sjónum í voða og þau
hljóta að berjast kröftuglega
gegn athæfi hins þýzka skips.
Með hverju árinu, sem
líður, verður mönnum Ijós-
ari nauðsyn þess að vernda
umhverfi okkar. Við íslend-
ingar erum lánsöm þjóð að
búa í tiltölulega óspilltu um-
hverfi, en dæmin meðal ann-
arra þjóða sýna hvað gerzt
getur, ef við erum ekki vak-
andi fyrir þeim hættum, sem
að steðja. Þess vegna eigum
við ekkert tækifæri að láta
ónotað til þess að mótmæla
því, að eiturefnum sé varp-
að í hafið. Afleiðingarnar
geta orðið ófyrirsj áanlegar.
T
lk THE OBSERVEB
____
FYRRI GREIN
Winston Churchill um forsetakosningarnar í USA:
SÓKNARMAÐURINN ER
í VARNARAÐSTÖÐU
Höfundur eftirfarandi grreinar er
sonur og alnafni Winstons
Churchills. Hann er npprennandi
inaður í brezka íhaldsflokknum og
fylgrist með handarísku kosninga-
baráttunni fyrir Observer.
Baráttan fyrir forsetakosningarn-
ar i Bandaríkjunum er kaldhæðnis-
leg af því sóknarmaðurinn er i vörn.
Stuðningsmenn Demókrataflokksins
höfðu gert ráð fyrir þvi að baráttan
mundi snúast um það hvort
hægt væri að treysta Nixon forseta
og hvemig hann hefði staðið sig í
starfi. 1 staðinn snýst baráttan um
það, þeim til gremju, hvort hægt sé
að treysta George McGovem eða
taka mark á honum.
McGovem hóf baráttu sina fyrir
aðeins einu ári og setti sér það tak-
mark að beina bandarískri stjórn-
málabaráttu aftur til fyrra siðgæð-
is (vafasamt mrkmið), en stendur
nú andspænis þeirri hroðalegu stað
revnd, að fleiri treysta Nixon en
honum s.iálfum. Þetta hefur gerzt
þrátt fyrir fimm eða sex hneykslis-
mál eða meint hneykslismál, sem
hefðu nægt til þess að flæma flesta
íorseta úr Hvíta húsinu. Þar á með-
al er Watergate-njósnamálið svo-
nefnda, ITT-einokunarmálið og
braskið kringum hveitisöluna til
Rússlands.
McGovern heldur því fram, að
stjórn Nixons sé „sú spilltasta í sögu
Bandarikjanna". Hann bendir á, að
hann sé sagnfræðiprófessor og ætti
að vita þetta, en þó minnast margir
þess að á stjómarárum Hard-
ings forseta á árunum eftir fyrri
heimsstyrjöldina var Fall innanrík-
isráðherra dæmdur fyrir að taka við
mútum að fjárhæð 100.000 doliara og
svo framvegis. Yfirdrifnar yfirlýs-
ingar McGoverns virðast hitta hann
sjálfan. Einn af um tíu áheyrendum
McGoverns við hótel hans i Niagara
Falls sagði við mig: „Þetta
er óþverraieg kosningabarátta með
öllu þessu skítkasti og ásökunum um
spillingu sem eru hafðar I frammi.
Ég er hneykslaður á öllu saman."
Sá mikli mótbyr, sem McGovern
hefur átt við að striða í kosninga-
baráttunni, virðist hafa haft þau
áhrif á hann að hann þjáist af tauga
losti. Fyrir baráttumann, sem hefur
barizt með eins miklum hugsjóna-
eldmóði og hann, er mesta áfallið að
bandarískir kjósendur, þar með tald
ir kjósendur Demókrataflokksins,
telja öruggara að treysta Nixon en
honum sjálfum, og samkvæmt skoð-
anakönnunum Gallups treysta helm-
ingi fleiri kjósendur forsetanum en
McGovern.
Hvernig hefur þetta gerzt?
McGovern er vissulega ekki eins rót
tækur og repúblikanar hafa látið í
veðri vaka og almennt hefur verið
talið i Evrópu, en hann hefur verið
svo leiðitamur að hann hefur virzt
styðja alls konar hópa öfgamanna,
sem eru slitnir úr öllum tengslum
við meginstrauma bandarískra
stjórnmála. Með þessu hefur hann
fengið stuðning frá furðulegu sam-
safni pólitiskra baráttumanna, með-
al annars frá öfgafullum friðkaupa-
mónnum, rauðsokkum sem vilja gefa
fóstureyðingar frjálsar, samtök-
um kynvillinga og þeim sem vilja
löggilda hassneyzlu. Þessir hópar á
útjöðrum stjómmálanna hafa gert
McGovem mikla böl'vun.
Bobby Kennedy og bróður
hans Jack tókst að vekja hrifningu
unga fólksins og fá það til liðs við
sig, en McGovern hefur haldið fram
markmiðum þess og að minnsta kosti
virzt vera stuðningsmaður unga
fólksins, en ekki stjórnmálaforingi
sem það kemur til liðs við. Hann
hefur virzt taka öfgakennda afstöðu
á barnalegan hátt og án þess að hirða
um afleiðingarnar, og þannig hefur
honum tekizt að einangra sig frá hóf
sömum kjósendum. Nú hefur
McGovern dregið í land í þessum
málum og sett ýmsa fyrirvara, en
þá fær hann bara upp á móti sér þá
hópa þólitískra aktivista, sem áttu
mikinn þátt i að tryggja nauman
meirihluta hans í forkosningunum.
í utanrikismálum hefur McGov-
ern hörfað frá fyrri yfirlýsingum
sinum um, að hann muni draga úr
framlögum til landvarna og kalla
heim bandaríska hermenn frá Evr-
ópu. Síðustu yfirlýsingar hans bera
vott um meiri stillingu og kunna að
róa suma kjósendur, en svona breyt-
ingar frá fyrri afstöðu koma líka
inn þeirri hugmynd hjá mörgum að
hann sé póiitískur hentistefnumaður,
sem hagi seglum eftir vindi.
Mestum skaða hefur McGovern
kannski valdið sjálfum sér með því
loforði (sem hann hefur síðan dreg-
ið til baka) að ábyrgjast 1.000 doll-
ara tryggðar tekjur frá rík-
inu handa öllum fjölskyldumeðlim
um i öllum fjölskyldum. Þann-
ig fengi fimm manna fjöl-
skylda tryggðar 5.000 dollara árs-
tekiur. Af þessu mundi leiða rót-
tæk breyting á skattakerfinu, og
mundu skattar hækka mikið hjá
fólki sem hefur 12.000 dollara árs-
tekjur eða meira. En meira að segja
leigubílstjórar í New York hafa tals
vert hærri tekjur en þetta og þeim
grernst þessi skattahækkanahótun.
Þessi tvíþætta stefna McGoverns,
að auka velferðargreiðslur og
hækka skatta, vegur að rótum meg-
inkjarnans i hugsunarhætti Amer-
íkumanna, sem leggja mikið upp úr
vinnusemi og tækifærum. Meira að
segja margir þeirra sem mundu ekki
tapa á skattatillögum McGov-
erns (og jafnvel hagnast á þeim
telja þær ógna vonum sínum og
draumum — sérstaklega hinum
mikla Ameríkudraumi, að allir hafi
jafnmikla möguleika á að komast á
tindinn hvaðan sem þeir koma.