Morgunblaðið - 19.10.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.10.1972, Blaðsíða 10
ÍO MOROUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTOBER 1972 Guðlaugur Guðmundsson: Að heimsmeista r aeinv í gi loknu ÞEGAR litið er til baka eftir skákeinvígi aldarinnar, eins og það hefir verið kallað, og horft er yfir autt sviðið, blasa við margir atburðir, sem í spennu aiuignabliksins varð strax að taka ákvörðun um. Ef það er mikill ávinningur að auglýsa land sdtt og kyinna, þá hefir það tekizt nú. fsland var í þjóðbraut i fulla tvo mánuði, og augu heimsins beind- ust að því. Óður þess barst í máli og mynduim inn í hverja höll og hreysi og allt þar á milli, hvar vetna í heiminuim, þar sem menn ing er risin af fruimstiigi. Allir vildu fylgjast með tveim mestu skáksniilingum heimsins, þeim heimsm/eistaranum, Boris Spassky, og áskorandanum, Rob- ert Fischer. Ekki dró það úr spennunni, að þessir tveir snill- ingar eru hvor frá sínu stórveld- inu, Sovétrikjunum og Banda- ríkjunum, er hafa óldk hagkerfi og mat á manngildi. Hið fyrr- nefnda lítur á fólk sitt í hópein- ingum, siem einn lið í ríkiskerf- inu, er stjómast að ofan en í því síðarnefnda er það einstaklingiur inn, sem verður sjálfstæðari og fær að njóta dugnaðar sins og snilli. Ég er ekki frá þVi, að þeg- ar fylgzt var með tafimennsku þessara manna, hafi í henni speglazt þau þjóðfélagskerfi, sem þeir ólust upp í og þróuðust með. Spassky var bundinn við teorí- una og vildi sem lengst halda sér við hana, en Fiseher fór jafnan við fyrsta tækifæri út úr hefð- bundinni leikjaröð og kom í þess stað með nýja eða afdankaða iieiki, sem hann hafði greinilega endurskoðað og bætt. Þetta varð til þess að glæða skákirnar meira lífi og spennu. Aðferð þessi virt- ist koma heimsmeistaranuim, Spassky, i opna skjöldu. Tafl- tækni Fischers, stöðumat og reikningslist með dýpri innsýn í framgang skákarinnar en mót- stöðumaðuirinn hafði og sterkur sigurvilji réðu úrslitum um enda lokin. Ég tel Fischer sterkasta skákmann heims. Hann er frjór með yfirburða stöðumat og reikn ingslist, svo að ekki er nema von, að venjuiegur skákskýrandi hnjóti þar um þúfur. Þegar við skáksambandsmeinn undirbjuggum þetta einvigi og gerðum fjárhagsáætlanir, var það okkar stærsti höfuðverkur, að einvígið stæði stutt yfir, að Fischer myndi sigra Spassky á svipaðan hátt og hina, þá Taj- manoff, Larsen og Petrosjan, og umferðirnar yrðu frá 13 til 15. Enginn áhugi hefði orðið á þessu einvígi, ef um slíka einstefnu hefði verið að ræða, að áskor- andinn hefði leikið heimsmeist- arann eins og kötturinn mús- ina. En hvað áttum við að halda, því að allir vita, að ekki er stór miunur á Petrosjan og Spassky. Það var þvi rökrétt hugsun að álykta að Spassky myndi ekki standa sig vel gegn Fischer. En aðrir voru þeir er bjuggust við meiru af Spassky og spáðu hon- um sigri og má þar nefna Lar- sen hinn danska. Ég held að þetta hljóti að hafa verið ósk- hyggja, þegar haft er í huga, að þá nýverið hafði Fischer tekið Larsen með 6—0. En Larsen var skemmtilegastur skákskýrenda i Laugardalshöllinni. Að tæknilegar breiliur, „óróleg ára eða kraftasvið" hafi verið notað til þess að lama baráttu- prek Spasskys visa ég til föður- húsanna, þaðan sem þær hug- myndir kornu. En skyldi engum hafa dottið i huig, að erfitt væri fyrir Fischer að tefla undir mál- sókn með stöðugum hótunum um lögbann á allar eigur hans? Ef til viH mætti rekja eitthvað af jafntefliunium til þess. Já, margir atburðir frá að- draganda og undirbúningi þessa mlkia einvígis eru minnisstæðir og þess virði að hafa lifað þá. Þar hefur maður kynnzt mörgu fólki með ólik sjónarmið og mat á verðmætum. Suimir vinna í kyrrþey með þjóðarhag fyrir augum. Aðrir tala mikið og fall- ega og vilja helzt standa fyrir framan myndavélar. Ég skal í stuttu máli rifja hér upp minn- ingar mínar frá tveim dögum, er mér fannst bera hæst í undir- búninigi og aðdraganda þessa mikla einvígis, en það voru dag- arnir 2. oig 3. júilí 1972. Laugardaginn 1. júlí að kvöiidi fór fram setningarathöfn í Þjóð- leikhúsinu. Áskorandinn mætti ekki, enda ekki kominn til lands- ins. Allt var því í óvissu um, hvort af einvíginu yrði, en það átti að hefjast kl. 5 eftir hádegi, sunnudaginn 2. júli. AUir voru þvi eitt stórt spurningamerki við þessa setninigarathöfn. En Spassky var hinn hressasti og hreif alla viðstadda með fram- komu sinni. Sunnudaginn 2. júlí var hald- G. Þórarinssyni forseta S.í. voru hins vegar þeirrar skoðunar, að einvígið hefði hafizt með setn- ingarathöfninrti kvöldið áður. Hér var uim mjög þýðingarmik- ið atriði að ræða, þar sem ann- ars vegar bar yfirdómara að úr- skurða Spassky sigurvegara i fyrstu skák vegna fjarveru Fis- chers, ef einvigið væri hafið, en hins vegar væri málið enn í hönd urn FIDE, ef einvígið yrði úr- skurðað ekki hafið. Hér er þvi um tvo kosti að ræða, að dæma Fischer fyirsitu skákina tapaða eða að FIDE fresti einvíginu til þriðjudags. Fundarmenn voru niðurlútir og virtust forðast að horfa hver á annan. Kvíðinn og efinn skein úr svip þeirra. Krogi- us keðjureykti sígarettur og var órór. Geller húkti fram á borðið, svo að sterklegar herðar hans gengu upp á höfuð. Hann var íbygginn og þungur á svip. Á hægri hlið honum sat túikur, landi hans úr rússneska sendi- ist í bjartsýni. Hinn virðulegi og svipmikli öldunigur, dr. Euwe, sagði með áherztu: „Þe.tta inn- legg Lothars Schmidts ber að meta.“ Hér gaf Friðrik Ólafsson bendingu um að fá orðið og spurði: „Er ekki erfitt fyrir Spassky að tefla eftir þessa stöðu?“ En dr. Euwe hélt áfram og spurði enn á ný Rússana: „Hvað viljið þið, að ég geri?“ Geller svaraði: „That’s up to you, dr. Euwe.“ Það er þitt að ákveða það. „Ég tek mér tveggja tíma frest,“ svaraði dr. Euwe, „og hef samráð við þá stjórnar- menn FIDE, sem hér eru stadd- ir, en skýri frá ákvörðun okkar á blaðamannafundi seinna í dag.“ Á annað hundrað blaðamenn alls staðar að úr heimirium biðu ut- an dyra eftir fréttum. Framhald- ið er síðan ölilum kunnugt ' úr fjölimiðluim. Vissulega ríkti mikil spenna, allir vildu í lengstu lög halda i einvígið. En Fischer var erfitt Stjórn Skáksambands íslands. Aftari röð frá v.: Guðlaugur Guðmundsson, Þráinn Guðmundsson, og Hilmar Viggósson. Fremri röð frá v.: Guðjón Ingvi Stefánsson, Guðmundi'r G. Þórarinsson og Ásgeir Friðþjónsson. inn funduir á Hótel Loftíieiðum og voru fundarmenn þessir: Forseti FIDE, dr. Max Buwe, dómarar einvígisins þeir Lothar Schmidt og Guðmiundiur Am- laugsson, Rússarnir Spassky, Geller, Nei og Krogius og svo sitjóm Skáksambands íslands, þeir Guðmundur G. Þórarinsson forseti, Ásgeir Friðjónsson vara- forseti, Hilrnar Viiggósson gjald- keri, Guðlaugur Guðmundsson meðstjómandi og Guðjón Ingvi Stefánsson framkvæmdastjóri. Einnig sátu fundinn Friðrik ólafs son og Guðmundur Einarsson úr ráðgjafanefnd. Þráinn Guð- mundsson ritari S.í. var fjarver- andi. Tilefni fundarins var, að hringt hafði verið frá Bandarikj- unum og tilkynnt, að Fischer væri veikur og gæti ekM mætt á tilsettum tíma. Veikindi Fischers vora óljós og læknis- vottorð vantaði þeim til stað- festu, en samikvæmt FIDE-regi- um á læknisvottorð, sem lýsir og staðfestir sjúkdóm keppenda, að berast fyrir hádegi keppnis- daginn. Rússarnir vora greini- lega tortryggnir á sjúkleika Fischers og lögðu áherzlu á læknisvottorð, að það bærist fyr- ir kl. 5 síðdegis eða áður en fyrsta skák skyldi hefjast. Þá kom upp sú spurning, hvort ein- vígið hefði ekki byrjað með setninigarathöfninni kvöldið áð- ur, en þar lýsti forseti Skáksam- bands ísiands yfir því, að það væri hafið. Um þetta urðu skipt- ar skoðanir. Dr. Euwe íaldi ein- vígið ekki hafið fyrr en með fyrsta leik eða klukku settri á stað. Rússarnir ásamt Guðmiundi ráðiniu. Á hina hlið honum sat heimsmeistarinn Spassky, róleg- ur og virðulegur. Nei sat and- spænis þeim við borðið, bjartur yfirlitum með norrænt útlit. Lothar Scihmidt var rólegur og festulegiur, mieð framkomu, sem vakti traust og öryggi hjá þeim, sem við hann töluðu, og dr. Euwe, fyriimannlegur og glæsi- legur maður, trauistvekjandi í sjón og reynd. Geller spurði dr. Euwe, hvort þeir, Rússarnir hefðu ekki farið eftir reigluim FIDE til þessa dags. „Jú,“ svaraði dr. Euwe, „en hvað viljiið þið, að ég geri?“ „Það er þitt sem forseta FIDE að ákveða það,“ svaraði Geller. Hér bað Lothar Schmidt um orð- ið og sagði: „Heimurinn hefur beðið eftir þessu einvíigi, og það yrðu mikil vonbrigði, ef það fær- ist fyrir. fsilendingar hafa undir- búið einvigið vel og kostað til þess miklu fé, það yrðu þeim mikil vonbrigði og tjón, ef nú væri öliu lokið. Fischer er erf- iður, en góður skákmaður. Sam- kvæmt ströngustu reglum FIDE yrði ef til vill hægt að dæma af honum fyrstu skákina, sem ég veit, að myndi þýða það, að Fischer mætti ekki til leiks og einvígið yrði ekki haldið. Eigum við ekki heldur að ganga fram hjá ströngustu reglum, koma tii móts við skákheiminn, lofa list- inni að þróast og lofa íslending- uim að njóta verka sinna og dirfsku að halda einvígið.“ Að máli Schmidts loknu var eins og nýtt andrúmsloft ksemi inn í salinn, og óvissan, sem ríkt hafði um framvindu mála breytt- að reikna út. Hann hafði raunar aldrei sætt sig við Amisterdam- samningana, fannst hlutur þeirra keppenda of rýr og hafði stöðuigt síðan gert auknar kröfur uim greiðslur í einhverri mynd og þá sérstaklega um stóran hilut af aðganigseyrinum, sem við synjiuðum eða önzuðum ekki. — En þess skal hér getið, að jafnan gerði Fischer sömu kröfur fyrir Spassky. Daginn eftir þann 3. júlí, klukk an 10 árdegis, var stjórnin skyndilega boðuð á fiund á Hótel Esju. Þar voru mættir sömu ís- lendingar og voru á fumdinium á Hótel Loftleiðum. Við voram allir setztir við borð klukkan rúmlega 10. Guðmundur G. Þór- arinsson forseti S. f. virtiat óvenju þreytulegur og huigsi, hann var eins og maður, sem misst hafði tökin á hlut, sem hann taldi þó vera öruggan í hendi sér. Ég fann, að eitthvað óvænt var í aðsigi og horfði af þessum alvarlegu andlitum samr starfsmanna minna út um gluigg- ann gegnurn rigningarúðann yfir sundin á Esju gömlu, sem gretti sig framan í mig með þokur bólstra niður á herðar. Guð- mundur sagði: „Ég hefi verið í stöðugu samibandi við Amerlík- ana í alla nótt, og allir hafa gert sitt til að fá Fischer til Leiks. En síðasta krafa hans og um leið úrslitakostur er sá, að hann og Spassky fái samtals 30% af þeim aðgangseyri, sem fer fram úr 135 þúsund dolurum, sem svar- ar til um 12 milljóna ísl. króna, og mun hann þá sætta - sig við þann aðbúnað, sem þegar er fyr- ir hendi og engar frekari kröfur gera, hvorki til ljósaútbúnaðar né annars og sé reiðubúinn að skrifa undir samningana.“ „Nú vil ég heyra álit ykkar," bætti hann við. Friðrik Ólafsson tjáði sig andvígan því að ganga að þessuim kröfum Fischers otg taldi hann bara korrua með fleiri á eftir, fengi hann þessa. Líka vildi hann koma sem siigurveg- ari til leiks, þvi að hann hefði fengið sínar kröfur viðurkennd- ar. Guðmiundur Einarsson tók i sama streng og taldi það brot á Amsterdam-samningunum að breyta þar út af í nofckru. Undir- ritaður var á öðru máli og taldi, að nú værum við við vegamót, þar sem annar vegurinn lægi béinni og breiðari til loka ein- vígisins en við nokkurn tima hefðum getað gert okkur vonir um, þar sem Fischer hefði nú slegið verulega af sínum fyrri kröfum. Við myndum heldur enigu tapa, þar sem litlar líkur væru á, að aðgangseyrir færi fram úr 12 miljónum. Um brot á Amsterdam-samningum taldi ég ekki vera að ræða, þar sem Spassky fengi Mka sinn ágóða- hluta, ef einhver yrði, og að vera laus við duttlunga Fischers við hans eigin undirskrift, taldi ég mikils virði. Hinn vegurinn væri stuttur, ekkert einvígi. „Ég lýsi því hér með yfir, að ég sam- þykki kröfur Fischers, svo frerni hann staðfesti samninga með eigin undirskrift.“ Eftir þetta urðu allsnarpar uimræður milli mín og Friðriks, er að lokum sagði: „Fischer verður að korna siigraður tii leiks.“ Ég spurði þá viðstadda: „Hvernig haldið þið, að þjóðin, sagan og heimiurinn dæmi okkur, ef við af tilfinn- ingasemi köstum frá oikkur heimsviðburði, sem lyfta myndi landi okkar og þjóð á þann sjón- varpsskenm, sem jarðarbúar alli- ir horfa á?“ Friðrik og Guðmiund ur Einarsson héldu fást við sina fyrri skoðun. Guðjón Ingvi Stef- árisson taldi siðferðii'ega hæpið að nota frestinn til þess að ganga að nýrri kröfu frá Fischer, en hins vegar væri hún efnislega aðgengileg. Ásgeir Friðjónsson vildi engu breyta frá Amster- dam-samkomiulaginu, enda mundi auk þess felast í þvi rösk- un á frumtilboðimu. Hiimiar Viggósson taldi þetta athyglis- vert og gæti komið betu.r út f jár- hagsiiega. Guðmundur G. Þórar- insson brá vinstri hönd um höf- uð sér milli þumalfingurs og löngutangar, dró hana þannig fram hvirfilinn um gagnaugun á nefið, þar sem hann þrýsti á eins og hann vildi undirstrika tekna ákvörðiun. Stendur uipp, baðar út höndum, stekkur léttilega í loft upp eins og í atrennu að þrí- stökki. Þá vissi ég, að Guðmund- ur var í vanda. Þetta hafði svo oft sfceð áður við erfið úrlausnar- efni. Hann settist og sagði: „Ég sé, að þetta hefur ekki meirihluta fylgi, og úr þessu er ekkert að gera nema taka því, sem að höndium ber. Fundi slltið.“ Meðan þetta gerðist, bauð brezkur auðmaður, Slater að nafni, fram 50 þúsiund steriings- pund til keppenda, og einviginu var þar með bjargað. f upphaflegum fj árhagsáættun- um fyrir einvígið gerðum við okkur miklar vonir um tekjur að utan af sjónvarpi, myndatökum, einkarétti ýmiss konar og út- gáfustarfsami. En það vil ég taka fram, að fram á þennan daig höf- um við enga peninga ftenigið er- lendis frá, heldur orðið að greiða þangað stórfé, en vonir standa þó til að þetta jafn- ist og jafnvel, að hagnaður komi í okkar hiiuit, þótt okkar fyrstu draumatölur rætist aldrei. En það, sem hefur sfciiað okfcur mestum tekjum, eru minniispen- ingarnir, og þar stöndum við skáksambandsmenn í stórri þakkarskuld við Bárð Jóhannes- son listamann, sem af hiuig- kværnni og smekkvísi hiefir framleitt fyrir okkur peninga, sem urðu gifurlega eftirsóttir, og fyrri sláttan er að sögn komin í Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.