Morgunblaðið - 19.10.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1972
17
Matthías Johannesscn:
Háskóli þeirra
á rök og réttar
Rætt um stóra seðla í Sviss
fagra heimsborg og merk hlöð
er vilja hlusta
upplýsingar
Ziirich. — „Það eru stórir
peningaseðlar sem þið notið
hér : Sviss,“ sagði ég við af-
greiðslumann á hóteli hér í
borg. Hann leit á mig, bros-
leitur og stoltaralegur, og
svaraði: „Okkar peningar
eru stórir og góðir.“ En í
kjölfarið á svarinu kom eitt-
hvert tuldur um það að vest-
ur-þýzka markið vœri nú orð
ið eitthvað 20 pfenningum
betra en svissneski frank-
inn, og það þótti honum mið-
ur. En sem sagt: þarna hitti
ég beint í þjóðarstoltskviku
Svisslendinga. Hér eru pen-
ingar enn verðmæti og hugs-
að um þá af gamalkunnri
nærfæmi. Hér er allt fyrsta
flokks og rándýrt.
1 Sviás eru margir bankar
og glæsilegar verzlanir, jafn
vel fáséðar svo fallegar
verzlanir sem i Ziirich, enda
er hún stærsta borg landsins,
ein mesta viðskiptaborg
Evrópu og ekkert blávatn.
Hún er með miklu alþjóðlegri
svip en bæði Salzburg og
Innsbruck, jafnvel Múnchen,
svo nærtæk dæmi séu tekin.
I Zúrich rekst maður á bitla
og ungt fólk, sumt stilmeira
og myndarlegra en í bæjun-
um í Suður-Þýzkalandi.
Hingað virðist leita ungt fólk
úr öllum áttum og gefur borg
inni sérstakan alþjóðleg-
an svip. Hér er einnig ungt
flökkufólk, skítugt og ljótt
og auðvitað einnig í stíl við
heimsmenninguna nú um
stundir. Svo eru hérna blek-
fullir karlar og alls kyns
hyski sem fylgir peningum
eins og arfinn úrgangi.
Allt setur þetta mark á
þessa gömlu, fögru borg,
með sikjum sem minna dálít-
ið á Kaupmannahöfn, en eru
þó mun stærri í snið-
um. Zúrichvatnið er geð-
ugt og geysistórt og stingur
mjög í stúf við bíssness-æðið
í miðborginni. Þó eru þar litl-
ir bátar til leigu og túrista-
ferðir með allstórum skipum.
En þar eru einnig stór-
ir, hvítir svanir og synda þar
og á síkjunum eins og svanir
eru vanir. Og á trjánum vaxa
bankavaxtabréf og ávísanir
. . . tek áhættuna að vitna í
Tómas eftir minni. En eitt-
hvað er hér af þeirri fögru
veröld sem hann hugðist
skapa, ef hann hefði mátt
ráða. Kannski hann hafi kom
ið hér við á leið sinni til
Italíu forðum daga.
Af einu torginu blasa við
sex bankar, en af öðru, auð-
vitað í gamla borgarhlutan-
um, má sjá þrjár stór-
ar kirkjur í einu, frá Gross-
múnster-Platz. Augljóst jafn
vægi á öllum sviðum.
Við eina kirkjuna ungt
par og engu lílkara en
það sé að reyna að fjðlga
mannkyninu. Þó virðist með
öllu óþarft að vera að leggja
þetta á sig, því að
fólki fjölgar vist um 417
manns á hverri mínútu
í heiminum, þrátt fyrir pill-
una. Og auðvitað fjölgar þvi
mest þar sem sizt skyldi.
Söngleikahúsið stendur
skammt frá vatninu í gamla
borgarhlutanum, þar lék
Ashkenazy seinast í septern-
ber. Ungur faðir í óða önn
að hrista eitt tréð fyrir barn-
ungan son sinn, svo að hann
geti tínt heslihneturnar
af gangbrautinni. Litli
drengurinn kemur og réttir
okkur eina hnetu: vönduð
veröld eins og sú sem Tómas
hefði skapað.
Á óperuhúsið, gula og sér-
kennilega fallegá byggingu,
eru skráð nöfn nokk-
urra frægra listamanna, sem
komið hafa við sögu húss-
ins: Goethes (sem kom þris-
var til Zúrich), Mozarts (sem
kom einu sinni) og svo auð-
vitað Schillers (sem kom
aldrei) og þess getið að
hann hafi samið Vilhjálm
Tell. Og ég sem hélt að Maria
Stuart væri höfuðverk hans.
Það hefur Alexander Jó-
hannesson líka haldið.
Stærsta blað sem gefið er
út i Zúrich heitir Tages
Anzeiger. Það er auglýst
á götuhornum og í sjoppu-
gluggum: aðalfréttin auðvit-
að um innanrikismál og þjóð-
aratkvæðagreiðslu um Efna-
hagsbandalagið. En neðar
auglýst. aðalgrein blaðs-
ins og kemur þægilega á
óvart. Hún er á forsiðu við-
aukans „Reportagen und
Berichte" og heitir: ísland
þarf . á þorski og síld
að halda, en eitthvað er þetta
öðruvísi orðað á auglýsinga-
spjaldinu, þótt merkingin sé
s tánderat
gegen ciiin tnU"
Re ferendum
Island isi aui Dorsch und Hering angewiesen
11 h [ h \ t
Auglýsingaspjaldið þar sem
bent er á greinina um ísland,
þorskinn og sildina.
hin sama. Greinin fjali-
ar einkum um þjóðartekjur
og hagfætur, sem hefðu sleg-
ið fótunum á Þórarni
Nefjólfssyni algerlega við og
er þá mikið sagt. Greinin
virðist skrifuð af góðhug í
garð vor íslendinga. Milli-
fyrirsagnir lýsa efni hennar:
Heimsókn til Isafjarðar
(loks komst hann inn í heims
menninguna), Þjóðartekjurn-
ar minnkuðu um 17 prósent,
Andvarinn úr þokunni,
Margt mælir með ákvörðun
íslendinga og íslendingar
geta elcki varið auðlind-
ir sínar. Þar er m.a. drepið
á að Islendingar hafi enga
menn undir vopnum til varn-
ar landi sínu og virðist það
koma svissneska blaðamann-
inum nokkuð ókunnuglega
eða jafnvel undarlega fyrir
sjónir. Sviss er hlutlaust
land, en ver hlutleysi sitt
með sterkum her eins og Sví-
ar. Barnungir hermenn setja
svip sinn á borgarlíf Zúrich.
Fyrir skömmu var þjóðarat-
kvæðagreiðsla um það, hvort
draga ætti úr vörnum lands-
ins og lagðist mikill meiri
hluti gegn því; ennfremur
var um það kosið hvort
Svisslendingar ættu að hætta
að sel.ja hergögn til annarra
landa og lagðist meiri hlut-
inn eindregið gegn því.
Annars var einkennilegt
að rekast þarna á ágæta
grein um Island. Það er al-
gerlega undantekning, ef
það ber á góma hér á meg-
inlandinu. Ég' held það hafi
aldrei gerzt frá því Bobby
Fischer fór aftur til Ameríku.
Jafnvel Noregur er á hjara
veraldar í augum þess fólks
sem býr hér i Mið-Evrópu,
og ísland er langt fyrir norð-
an allan veruleika þessa
fólks. Það er mikill munur á
þvi, hvað Bandaríkjamenn
eru miklu betur upplýstir um
Island sakir náinna kynna
en fólkið hér á meginlandi
Evrópu. Raunar held ég að
við vitum raunverulega litið
meira um meginland Evrópu
en fólk hér þekkir til okkar, jú
kannski eitthvað meira. En
alit of lítið. Það kemur varla
fyrir að ungur íslenzk-
ur námsmaður skrifi al-
mennilega grein frá megin-
landi Evrópu í íslenzkt dag-
blað, það eru þá helzt ein-
hverjir litlir brésnefar stút-
fullir af pólitík og óáreiðan-
legheitum.
Um daginn hitti ég samt
ungan tónlistarkennara við
háskólann i Heidelberg
og rabbaði við hann stundar-
lcorn, eða þar til hann fór úr
lestinni í þessum gamla,
fræga háskólabæ. Hann
sagði að háskólinn væri full-
ur af launuðum stúdentum
sem væru vinstra megin við
Maó skildist mér einna helzt,
enda er svokölluð pólitík að
verða eins konar della um
allan heim, eða öllu heldur:
reiði þátturinn sem leynist
með okkur öllum. Hitt þótti
mér merkilegra að ungi tón-
listarprófessorinn þekkti
nafn Páls ísólfssonar, starf
hans og verk, og ekki sízt
þann jarðveg sem hann saug
næringu úr ungur maður í
I>eipzig, borg Bachs. Nú er
hún ekkert nema nafnið tómt,
sagði hann. Auðvitað yljaði
það mér að hitta af hendingu
svo ungan og lærðan tónlist-
armann, sem kunni skil á Páli
og afrekum hans. Þetta er
víst að vera heimsfrægur: að
vera íhugunar- og umræðu-
efni í hópi menntaðra sér-
fræðinga sem háfa áhuga á
öðru en liðandi stund og oft
og tíðum yfirborðslegum
fréttum dagblaðanna.
Tages Anzeiger kemur út í
kvartmilljón eintökum. Ann-
að svissneskt blað er þó
þekktara, Neue Zúrcher
Zeitung, eitt áhrifamesta
blað nú um stundir, þótt ekki
komi það út i meira en 92
þús. eintökum. 1 haust eða
byrjun vetrar fer Morgun-
blaðið í 40 þús. eintök og
verður þá álika stórt og NZZ
var í kringum 1930. Um 18
þús. eintök eru prentuð á
ensku í sérstakri mánaðarút-
gáfu NZZ, Swiss Review of
World Affairs, sem fyrst kom
út fyrir um tveimur áratug-
um. Blaðinu er ætlað það
hlutverk, sögðu þeir mér, að
efla menningarsamband-
ið milli meginlands Evrópu
og enskumælandi fólks um
allan heim. Um 60% áskrif-
endanna eru Bandaríkja-
menn.
NZZ er nær 200 ára gam-
alt, þegar allt er tekið með.
Ef Morgunblaðið væri fram-
hald af Isafold, væri það líka
komið til ára sinna. Og auð-
vitað er Morgunblaðið fram-
hald af ísafold. Þar eru ræt-
ur þess, úr jarðvegi Isafold-
er er hugsjón þess runnin.
Ólafur Björnsson var tengi-
liður i þessari þróun. Eins og
Isafold barðist fyrir sjálf
stæði íslands, þannig hefur
það aíla tíð verið hlutverk
Morgunblaðsins að slá
skjaldborg um þetta sama
sjálfstæði, á hverju sem hef-
ur gengið.
Fyrst í stað var NZZ
prentað undir öðrum nöfnum
en það hefur nú, 1780 er því
af 90 blaðamenn, auk
27 fastra fréttaritara i öllum
helztu borgum heims, 420
manns starfa í öllum öðrum
deildum þess, auk 160 af-
greiðslustúlkna og 130 götu-
sala. Allt er gert til að starfs
fólk fái vinnufrið og hafa all
ir blaðamenn sérstök her-
bergi og reynt að koma í veg
fyrir að hver sem er geti vað
ið inn á þá að störfum, þessi
vinnuskilyrði birtast m.a. í
festu og íhygli á síðum blaðs
ins. Blaðið gefur út margvis-
leg aukablöð, um tækni, vís-
indi, ferðalög, flug og bíla,
kvikmyndir, útvarp, sjón-
varp og tízku, en stærst er
efnahagsmáladeildin, elzt og
virðulegust sú deild sem fjall
ar um listir og bókmenntir.
Einn aðalritstjóri, dr. Fred
Luehsinger, stjórnar blað-
inu, en honum til aðstoðar
eru ritstjórar yfir öllum
deildum. Ritstjóri eriendra
frétta, dr. Eric Mettler, vissi
margt um ástandið í Reykja
vík, landhelgisdeiluna, varn-
armál Islands og hættuna af
norðurflota Sovétríkjanna
sem hann sagði væri sterk-
asti floti Rússa og gæti hve-
nær sem er orðið skeinuhætt-
ur. Þarna vinna engir aular,
heldur raunsæir menn
Nafn hins kunna svissneska blaðs.
gefið nafnið Zúrcher Zeitung,
en það er ekki fyrr en 1821
sem Neue er bætt framan við.
I forystugrein blaðsins 1780
segir m.a.: „Það er ekki á
okkar færi að gera það sem
ýmis önnur blöð ástunda, að
birta heimsfréttirnar áður en
þær gerast." Eitthvað á nú
hasarblaðamennskan lengri
sögu en maður hélt. 1 þá daga
kom blaðið út tvisvar i viku,
á miðvikudögum og laugar-
dögum, en varð svo dagblað.
Á síðari helmingi siðustu
aldar, eða 1869, varð NZZ
fyrst svissneskra blaða til að
gefa út tvær útgáfur daglega
og síðar þrjár, en nú koma
tvær útgáfur af blaðinu á
degi hverjum. Af tæknileg-
um ástæðum hafa þeir ekki
treyst sér til að gefa út þrjár
útgáfur eins og hraðinn er
orðinn. Þannig eru géfnar út
tólf útgáfur af NZZ i viku
hverri. 1868 fékk áskrifandi
NZZ 1215 bls. á ári, 1900
3000 bls., 1920 4500 bls. og nú
uim 9400 bls. Nú eru prentuð
um 57 millj. eintaka af NZZ
á ári.
Blaðið er í eigu einhvers
konar almenningshlutafélags,
eða um 500 einstaklinga sem
allir eiga heima i Zúrich-
kantónu og eru svissneskir
ríkisborgarar. Ekki hafa
þeir nein afskipti af skrifum
blaðsins frekar en eigendur
Morgunblaðsins, það er rit-
stjórnar að sjá um þau. En
þess er auðvitað krafizt að
blaðið styðji lýðræði í Sviss-
landi, eins og ritstjórum
Morgunblaðsins er einnig
ætlað heima á íslandi. Ég hef
tekið Morgunblaðið sem
dæmi, af því að ég þekki
bezt til þess. Eigendur NZZ
fá dálítinn arð, ef vel geng-
ur, en annars er mestur hlut-
inn af hagnaði blaðsins not-
aður til að bæta það og efla.
Enginn eigandi NZZ má hafa
atkvæðisrétt fyrir meira en
30 hluti. Á þann hátt er
reynt að tryggja lýðræð-
islega stjóm blaðsins. Við
NZZ starfa um 800 manns, þar
með mikla yfirsýn og góða
menntun. Aðalfréttaritari
NZZ á Norðurlöndum hefur
aðsetur í Stokkhólmi. Hann
heitir dr. A. Oplatka. Aðal-
ritstjórinn er sérfræðingur í
málefnum kommúnistarikj-
anna og yfirieitt kappkostar
blaðið að mennta starfsfólk
sitt á ritstjórninni og gera
blaðamennina eins hæfa til
að skrifa og skýra fréttir og
unnt er. Á það er lögð sér-
stök áherzla. Hálfa vikuna
vinna blaðamennirnir á vökt
um, en eiga svo að skrifa
greinar og sérhæfa sig í ýms-
um málum hinn helming vik-
unnar. annað hvort á blað-
inu sjálfu eða á ferðalögum.
NZZ er prentað með gamla
laginu, það er virðulegt blað
og áhrifamikið. Offsettprent
blaðsins er eingöngu notað í
þágu bókaútgáfa var mér
sagt. NZZ leggur ekki áherzlu
á tæknilegar brellur, held-
ur gæði og áhrif. Það
er þriðja stærsta blað sem
gefið er út i Sviss, en eitt
áhrifamesta og áreiðanleg-
asta blað heims. Af þeim sök
um er það kannski merkasti
þátturinn í langri sögu
Zúrich og ástæða til að
staldra ögn við útgáfu þess
og starfsemi. Þegar Sovét-
stjórnin gerði innrásina í
Tékkóslóvakiu. var NZZ ein
helzta heimild Morgunblaðs-
ins, enda eru fáir fréttamiðl-
ar nákvæmari eða vandaðri
að heimildum um atburði í
kommúnistalöndum en þetta
frábæra blað. Aukin tengsl
við það voru Morgun-
blaðinu og islenzkri blaða-
mennsku mikils virði. Blöð
geta og eiga að vera uppeld-
isstofnanir, skólar. Hvítur
galdur, en ekki svartur. Ef
vel er á spöðunum haldið, get
um við eignazt okkar NZZ:
háskóla þeirra sem vilja
hlusta á rök og réttar upp-
lýsingar. Þróun i þá átt er
hafin á ísiandi.
Engum má takast að hefta
hana.