Morgunblaðið - 02.11.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.1972, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1972 ® 22 0*22* RAUDARÁRSTÍG 311 BILALEIGA CAR RENTAL T? 21190 21188 14444'S’25555 14444 ‘S' 25555 SKODA EYÐIR MINNA. Shodr LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMl 42600. FERÐABlLAR HF. Bilaleiga — sími 81260. Tveggja manna Cítroen Mehari. Fímm manna Citroen G. S. 8—22 rnanna Mercedes-Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). «» Áfall þjóðar- búsins ForystugTeln í Tímanum i gær nefnist Áfali þjóðarbús- ins. Ætla mætti aii greinin heföi f jaliað um það áfali, sem það vissulega varð þjóðarbú- inu að fá yfir sig stefnureik- ula vinstri stjórn. En forystu- greinin er ein samfelld afsök- un á því, að Ólafur Jóhannes- son hefði persónulega skoðun. Reynir leiðarahöfundur að út- skýra hvurnin á þessu standi. Ferst honum heldur óhöndug- legra, og hefur þessi atburður bersýnilega komið honum mjög á óvart. Er það vissn- lega engin furða, þvi forsætis- ráðherrann hafði ekki lýst persónulegri skoðun á nokkr- um hlut, siðan hann kvað upp úr með að hann væri eindreg- ið á móti umferðarslysum. Nú hefur forsætisráðherra dregið mjög i land með þessa fyrstu skoðun sina í langri ræðu, er hann flutti á Alþingi íslendinga. En Tíminn hefnr gætt þess vandlega að segja ekkert frá þeirri ræðu. Þess í stað umvefur hann vísdóms- orð Ólafs óskiljanlegum guðs- orðaskýringum f forystugrein um sinum. Vefarinn mikli Pétur Pétursson forstjóri á Álufossi er uppfullur af þjóð- nýtingaráformum þessa dag- ana. Hann berst fyrir því að tryggingafélögin í land'mu verði þjóðnýtt. En forstjórinn lét ekki þar við sitja. Hann steig í ræðustói á Alþingi, teygði lopann um stund, og lagði siðan til, að ríkisstjórn- inni yrði falið að hiutast til um að stofnað yrði sameign- arfélag alira þeirra aðila í Norðuriandskjördæmi vestra, sem reka frystihús til fisk- vinnsiu, fisksöltun eða söltun eða annast fiskveiðar á stærri skiptim. Það á sem sagt að safna öllum þráðum í hendur pólitískra spekúlanta. Með til- lögu sinni er Pétur Pétursson að endurvekja ofstjórnarhugs unarháttinn. Menn skyldu ætla, að Pétur Pétursson hleypi af stað svo „stórbrotinni“ áætlun að und- irlagi fóiksins i kjördæminu, að minnsta kosti séu þeir, sem þau fyrirtæki eiga, sem þjóð- nýtingaráforniin ná til, á bak við flutningsmann. En það er öðru nær. Flutningsmaðurinn hefnr ekki látið svo lítið að kanna hug heimamanna til þessa máis. Reyndar má segja, að það hafi öðrum þræði verið viturhigt af hon- um. Pétri hefur frá upphafi verið Ijóst, að menn yrðu ekki ginnkeyptir fyrir að verða settir undir barðastóran hatt pólitískra bnrgeisa. Ananð mái er, að hagkvæmt getur verið, að útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki hafi sam- vinnu sín á milli og samræmi starfSemi sína. Ekki er fráleitt að ætla, að hinn athafnasami ullarfor- stjóri ætlí sér ekki lítinn hlut í stjórnun þessa stórfyrirtæk- is. Hugur hans stendur kannski tii að verða sá, sem aila þræði hefur í hendi sér, verða eins konar há-karl þessa fyrirtækis. spurt og svaraÓ I Lesendaþjónusta MOFiGUNBLAÐSINS I Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Eesendaþjóniistu Morg- unbiaðsins. EAUSRÁHNIR RÍKISST.VKI S.MKNN Sigrurður Jónasson, Hverfis- götu 74, spyr: „Hvort starfa lausráðnir ríkisstarfsmenn samkvæmt Iögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna eða samkvæmt Hannibalslög- unum svonefndu?“ Guðjón Baldvinsson, starfs- maður Bandalags starfs- manna ríkis og bæ.ja, svarar: „Ef Xausráðinn starfsmaður hjá ríki og bæ er ráðinn eftir launakerfi kjarasamninga, þá er hann um Ieið sviptur Kf- eyrissjóðsréttindum, sjúkra- sjóðsréttindum stéttarfélaga og atvinnuleysistryggingu. Um veikindarétt getur orðið mikið vafamál og jafnvel málarekstur fyrir dómstól- um hvort honum beri réttur samkvæmt lögum um rétt- indi og skyldur rikisstarfs- matiina eða samkvæmt Hanni- balslögunum svonefndu. Brýn þörf er á að úr þessu vafa- máli verði bætt, og nú þegar hata verið teknar upp við- ræður milli verkaímannafé- Iagsins Dagsbrúnar og BSRB til að finna lausn ‘ til fram- búðar. ORI.OF A LAVNASEÐIJ Sami maður spyr: „Ber atvinnurekanda að tilgreina á launaseðld hvort orlof sé greitt með launum eða ekki?“ Björgvin Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, svarar: „Greiðslur vinnuveitenda vegna orlofs eru i stórum dráttum með tvennum hætti samkvæmit lögum 87/1971. í fyrsta lagi — fasitir starfs menn fá oriofslaun, þ. e. þeir halda launum sínum orlofs- timann og skulu fá laun fyr- ir orlofsöagana greidd næsta virkan diag, áður en orlof hefst. I öðru lagi — aðrir en fa®tir starfsmenm fá greitt orlofsfé 8% a>f laiununum. í 2. gr. reglugerðar um or- lof nr. 150/1972 segir: „I hvert skipti sem laun eru greidd, skal launagreia&ndi afhenda launþega launaseðil, er sýni fjárhæð launa og or- lofsfjár. Ráðiuneytið lætur gera eyðublöð fyrir launaseðil til þæginda fyrir aðila. Innian þriggja virkra daga frá útborgun vinnulauna skulu launagreiðendur greiða gjaldfallið orlofsfé sbr. 1. málsgr. þessarar greinar, ti’l næstu póstsiföðvar samkvæmt nánari fyrirmæhim pó'St- og símaimálasitjórniar. Orlof sjó- manna á fiskiskipum má þó inna af hendi þrisvar á ári, þar sem ákvæði eru í kjara- saminingum um kauptrygg- ingu og kauptryggingatlma- bil, eftir 15. mai, 15 sept. og í árslok." Fyrrgreind eyðublöð fyrir launaseðla hafa enn ekki ver- ið gefin út eða gerð af ráðu- neytinu. Orlofsfé á ekki að greiða tii laiunþega með vikulegum eða mánaðarlegum kaup- greiðslum." RÖNTGENTÆKNINÁM Rafn Gnðmundsson, Máva- hlíð 32, spyr: „Hvernig er röntgennámi háttað?" Ásmundur Brekkan, yfir- læknir Röntgendeildar Borg- arsjúkrahússins, svarar: „Samkvæmt núgildandd reglu gerð er lágmarksmenntun fyr ir röntgenfækni nám sem stendur gagnfræðapróf. Lág- marksnámstími er 214 ár — verklegt og bóklegt nám. Starfræktur er Röntgentækni skóii í tengslum við Borgar- sjúkrahúsið og Landspítal- ann og þar má fá frekari upplýsingar." SUMARNÁMSKEIÐ Sigríður Guðmnndsdóttir, Húsavík, spyr: „Eru nokkurs stað’ar haidin sumamámskeið fyrir húsmæður yfir sumar- mánuðiinia?“ Sigríðnr Haraldsdóttir hjá Leiðbeiningarstöð húsmæðra, svarar: „Um þessar mundir er verið að endurskoða lög- in um húsimæðraskólana, og þar er gert ráð fyrir að koma slíkum námskeiðum á yflr sumartimann. Sumamám- skeið hafa mjög kornið til tals síðustu árin, og er enginn vafi á þvi að þau verða tek- in upp i framtíðimmi, enda mjög nauðsynlegt að fólk læri heimilisstörf ekki síður en önriur störf." NEMAR OG UÍFEYRISSJÓÐIR Ásdís Konráðs, Suðurgötii 47, Hafnarfirði, spyr: „Á skólanemi að borga í Xífeyris- sjóði af sumarkaupi slnu?“ Bjarni Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Sambands ísl. Iífeyrissjóða, svarar: „Sam- kværrrt samkoimulagi Alþýðu- sambands íslands og Vinmu- veitendasambands íslands frá 1969 ber öllum launþegúm 16 ára og eldri, sem starfa samkvæmt kjarasamniingum ASÍ og Virrn uveitendasam- bandsins, að greiða iðgjald til lífeyrissjóða. Á þetta jiafnt við um skólanema sem aðra. Hiins vegar á laumþegi rébt á þvi að fá iðgjald sitt endur- greitt, enda séu þá að minnsta kosti 6 mámiðir liðn- ir- frá því að hanm greidd'i síð- ast í sjóðinm.“ F ARG J AI>D A AFSLÁTTUR Sigríður Kristinsdóttir, Breiðagerði 78, spyr: „Hvers vegna fá menntiasikólianemar í Reykjavík ekki afséáttarmiða eins og tíðkast í Kópavogi, en þar fær skóliaifóilik slika miða ef það býr í meira en 1.5 km fj'arlægð frá Skóla símurn?" Eiríkur Ásgeirsson, for- stjóri Strætisvagna Reylcja- vikur, svarar: „Strætisvagnar Reykjavíkur hafa þegar gef- ið um 30% afslátt af far- gjöldum sínum, og er þar um meiri afslátt að ræða en al- mennt tiðkast. Auk þess eru fargjöld SVR tiltölulega lægri en þekkisit amnars stia-ðar, t.d. lægri en hjá Strætisvögnum Kóparvogs. Má einnig geta þess, að í Kaupmannaihöfn er fargjald aimenmimgsvagna um 18 krónur isienzkar.“ Beinn sími í farskrárdeild 25100 Emrag iarpantanir og uppiýsingar hjá feröaskrifstofunum Landsýn sáni 22890 - Feröaskrifstofa rikisins simi t)540 - Sunna simi 25060 Feröaskrifstota LMars Jacobsen simi 13499-Úrval sími 26900 Utsýn simi 20100 Zoega smn 25544 FecAaskníittWd Akureyrar simi 11475 Auk þess hjá umboösmönnum umallt land L0FJUIBIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.