Morgunblaðið - 02.11.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.1972, Blaðsíða 16
16 MQRGUNBLAÐIÐ, FIMMTÖDAGUR 2. NÓVEMBBR 1972 Oitgofandi hif ÁrvakLff, Rðykjavík f?r[0'nrvkve&ni da s-tjórí HaroWnr Sveinaaon. Rteítjdror Motthías Johonnassen, EýfóSfur KonráO Jónsson. Snýrmir Gunnarsson. RHstjówQtfulHrnúl Þorbjöm Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhann&son. Auglýsingastjóri Ámí Garöar Kristinsson Rftstjórn og afgraiðsia Aöolstraati 0, sfrni 10*100. Augi1ý.singaí Aðalstreeti 6, sfmi 22-4-60. ÁskrrftBrgJafd 226,00 kr * 'mónuði innanlorvds I teusasöTu 16,00 ikr eirvtsaklö ÞJÓÐNÝTINGARBRÖLT, EÐA “BRAMBOLT EINSTAKLINGA“ ingmenn Alþýðuflokksins flytja nú hverja tillög- una af annarri um þjóðnýt- ingu. Þeir vilja þjóðnýta alla tryggingarstarfsemi í landinu og olíuverzlun. Þessar tillög- ur eru raunar ekki nýjar af nálinni, þótt aðal hvatamenn þjóðnýtingar á þessu sviði hafi fram að þessu verið kommúnistar. Þessar tillögur eru því ekkert tiltakanlega frumlegar. Hins vegar hafa nú skotið upp kollinum öllu einkennilegri þjóðnýtingar- áform. Pétur Pétursson, þing- maður Alþýðuflokksins, hef- ur flutt tillögu um þjóðnýt- ingu allrar meiriháttar út- gerðar og fiskvinnslu í heilu kjördæmi, og segir sjálfur réttilega um tillögu sína, að hún sé nýstárleg, og hann bætir því við, að þjóðnýting sjávarútvegsins í þessu kjör- dæmi geti orðið fordæmi, sem fara megi eftir annars staðar á landinu. Næst kæmu þá væntanlega Vestfirðir eða Austfirðir. Auðvitað má hver og einn hafa sínar skoðanir á því, hvort hann telji heppilegra, að útgerð sé þjóðnýtt eða sá rekstur sé í svipuðu horfi og verið hefur, þ.e.a.s. einstakl- ingar og félög annist útgerð- ina. Raunar er það skoðun Morgunblaðsins, að hvergi sé framtak einstaklinganna jafn ánægjulegt og einmitt í út- gerðinni. Þar eru fjölmörg dæmi þess, að menn berjist áfram til bjargálna. Margir sjómenn hafa eignazt trillu eða hluta í bát og síðan styrkt fjárhag sinn og eignazt fullkomin fiskiskip. Að út- gerðinni stendur mikill fjöldi einstaklinga, og einmitt þess vegna hefur hún skilað þjóð- arbúinu jafn mikilli hagsæld og raun ber vitni. Þetta fram- tak einstaklinga og félaga nefnir Alþýðublaðið „bram- bolt einstaklinga“ og segir, að hver sé að „grafa í sínu horni“. Tillöguflutningur Péturs Péturssonar er sérstaklega ámælisverður, vegna þess að hann hyggst svipta eigéndur einna 13 fyrirtækja á Norður- landi vestra eignarrétti að at- vinnutækjunum, án þess svo- mikið sem ræða málið við eigendur og stjórnendur fyr- irtækjanna, hvað þá að leita eftir áliti þeirra. Það er rétt að atvinnulíf á Norðurlandi vestra hefur ekki verið eins gott og vera skyldi, en hitt er líka staðreynd, að íbúar héraðanna Norðanlands hafa unnið stórvirki við uppbygg- ingu atvinnurekstrar. Og sá vísir, sem kominn er að út- gerð og fiskvinnslu í Norð- urlandskjördæmi vestra, er þess eðlis, að unnt er að styrkja hann og efla, þannig að atvinnulífið verði blóm- legt innan fárra ára. Þjóðnýt- |l/|álgögn stjórnarandstöð- unnar gera nú ákafa til- raun til að sannfæra almenn- ing um, að efnahagsvandinn sé fyrst og fremst afleiðing aflabrests og kostnaðarhækk- ana af völdum gengisbreyt- inga erlendis. Því fer fjarri, að hér sé rétt með farið. Efna- hagsvandinn er fyrst og fremst heimatilbúinn, afleið- ing af stjórnleysi ríkisstjórn- arinnar í efnahags- og at- vinnumálum. Þegar vinstri stjórnin tók við, kom hún að góðu búi Viðskilnaður fráfarandi ríkis stjórnar var svo góður, að ráðherrarnir nýju töldu sér alla vegi færa. Þeir létu greipar sópa um hina ýmsu sjóði, sem safnazt hafði í á viðreisnarárunum, en gættu ekki að sér, kunnu fótum sín- um ekki forráð. Þess vegna varð nokkur hundruð millj- óna greiðsluhalli á ríkissjóði á sl. ári, þrátt fyrir góðærið. Vinstri stjórnin lofaði launastéttunum öllu fögru og auðvitað gátu þær ekki sætt sig við minna í síðustu kjarasamningum, en ríkis- ingaráform Alþýðuflokks- manna er vísasti vegurinn til að kippa grundvellinum und- an atvinnurekstrinum, gagn- stætt því sem tillögumaður sjálfsagt ætlar. stjórnin hafði lofað. Þá þegar varð ljóst, að þessir kjara- samningar mundu hafa í för með sér gífurlegar hækkanir á öllum tilkostnaði atvinnu- veganna, sem ekki yrði undir staðio nema með m-iklum afla og hækkandi verðlagi erlend- is. Vinnutímastyttingin ein kostaði sinn skilding. Nú er svo komið að eina ráð for- sætisráðherrans er að taka aftur hluta þeirra kjarabóta, sem launþegar fengu fram í kjarasamningunum síðustu og ráðast að vísitölukerfinu, sem hefur verið ákaPega við- kvæmt mál fyrir verkalýðs- hreyfinguna. Svo virðist sem ríkisstjórn „hinna vinnandi stétta“ hafi tekið upp baráttu fyrir sjónarmið- um vinnuveitenda í vísitölu- málunum. Þegar á allt þetta er litið er fráleitt að halda því fram, að meginorsök fyr- ir efnahagsvandanum sé afla- brestur og kostnaðarhækkan- ir af völdum gengisbreytinga erlendis. Meginástæðan er sú, að vinstri stjórnin hefur reynzt ófær um að stjórna efnahagsmálunum. ORSÖK EFNAHAGS- VANDANS Þormóður TS Q ri t Q VlVnÝ Runólfsson: J. dl I JVd U J U t 1 gildandi iögum og reglum um skattfriðindi sjómanna er ákvæði um mikla lækkun frádráttar til tekju- skatts, hafi maður stundað sjó- mennsku skemur en 6 mánuði á skatt árinu. Við síðustu ákvörðun tekju- skatts nam þessi mismunur hvorki meira né minna en kr. 1.172- pr viku; þ.e. maður, sem stundaði sjó- mennsku 6 mánuði eða lengur á ár- inu 1971, fékk frádregnar kr. 1.357.- frá skattskyldum tekjum við ákvörð- un tekjuskatts í ár, miðað við hverja viku, sem hann hafði verið slysa- tryggður á sjó, en væri hann hins vegar skráður á skip skemur en 26 vikur hrapaði þessi frádráttur nið- ur í kr 185,- pr. viku. Hugmyndin að baki þessa bratta þiepi á sjómannafrádrættinum mun hata verið sú, að örva menn til að stunda sjómennsku lengur á ári hverju en þeir hefðu et.v. ella gert, eða að minnsta kosti rúml hálft ár- ið hverju sinni, þar sem lengi hefur verið meiri og minni skortur á sjó- mönmim á fiskiskipaflotann. Reynsl- an hefur hins vegar sýnt, að enda þótt þetta lagaákvæði hafi í sumum tilvikum orðið til bess að menn stunduðu sjóinn vikunni eða mánuð- inum lengur til þess að komast í „hærri skallann", þá er hitt ekki síð ur algengt, að það hafi verkað al- gjörlega öfugt. Það er sem sé býsna stór hópur manna á Islandi, sem vildi gjarna og gæti verið á sjó 2—3—4 mánuði á ári hverju, en ekki lengur af ýmsum ástæðum. Margir þessara manna hugsa hins vegar sem svo, að þar sem þeir hvort sem er öðlist engan rétt til skattívilnana á svo stuttum tima, sé miklu betra að ráða sig í einhverja þægilega og vel launaða vinnu í landi. Og fiskiskip- in liggja eftir sem áður bundin við bryggju vegna vöntunar á sjó- mönnum. En það eru fleiri ástæður til, að svo skörp skil í skattaálagningu verða að teljast meira en hæpin. Við skulum hugsa okkur tvo menn, A og B, sem höfðu sömu tekjur árið 1971. A stundaði sjómennsku á ár- inu í 25 vikur en B 25 vikur og 1 dag. Þessi eini dagur, sem B hef- ur umfram A sem skráður sjómaður, getur hafa orðið þes.s valdandi, að /. hafi þurft að greiða kr. 13.623.- hærri tekjuskatt en B árið 1972, þó skattframtöl þessara tveggja manna hafi verið nákvæmlega eins að öllu öðru leyti. Ef við nú hugsum okkur, að A og B séu 16 ára unglingar, sem ekki er hægt að ætlast til að hafi þekkingu á myrkviði skattalaganna, má ljóst vera, að þessi mismunur á gjöldum þeirra er með öllu óverj- andi, og hreinlega til skammar fyrir þjóðfélagið. Segja má, að breytingar, sem gerð- ar voru á lagaákvæðum um skatt- fríðindi sjómanna á síðasta þingi, hafi dregið svolitið úr þessu mikla misræmi. Er hér átt við lækkun sjó- mannafrádráttar í þvi formi sem hann var, þar sem I staðinn kemur frádráttur í formi ákveðins hundr- aðshluta af tekjum fiskimanns (8%. Þetta ákvæði nær ekki til farmanna né hlutráðinna manna i landi, og var því um beina lækkun á sjómannafrá drætti þessara hópa að ræða). Hins vegar hefur slíkt fyrirkomulag einn ig sínar vafasömu hliðar. Sterkustu rökin með skattfriðindum sjómanna hafa verið þau, að sjómenn færu margs á mis vegna starfs síns, sem aðrir þegnar þjóðfélagsins njóta, og að starfi þeirra fylgdi mun meiri vos biið og hættur en öðirutn störfum. Þar sem þessi rök gilda að sjálf- sögðu jafnt fyrir alla einstaklinga sjómannastéttarinnar, virðist hæpið að miða sjómannafrádrátt að nokkru eða talsverðu leyti við tekjur. — Eða skyldi ekki hásetinn sakna heimilis síns, konu og barna jafn mikið þann tíma sem hann gr úti á sjó og skip- stjórinn? Ætli hásetinn finni minna til eða það komi sér betur fyrir hann en skipstjórann að slasast við vinnu sína? (Raunair Biggur i augum uppi, að sá, sem vinnur á dekki í vondu veðri er í miklu meiri hættu en hinn, sem stendur inni í stýrls- húsi við stjórnvölinm). Qg skyldi ekki sjómannsekkjan og börn hennar sakna eiginmanns síns og föð ur jafn sárt, hvort sem hamn var há- seri eða skipstjóri í iifanda lífi? — Að minnsta kosti virðist undarlegt, að vinstri stjórn, sem sífellt er að prédika um „launajöfnuð", „breið bök“ og fleira af slíku tagi skuli beita sér þannig beinlinis fyrir aukn um rauntekjumismuni yfir- og und- irmanna og milli einstakra skipshafna. Þessi mismunur var í mörgum tilvikum ærinn fyrir. Með tilliti til framanritaðs skal því hér lagt til, að eftirleiðis verði sjómannafrádráttur veittur eingöngu sem ákveðin upphæð fyrir hverja viku, sem maður er slysatryggður á sjó, og sé þessi upphæð óháð þvi, hvort maðurinn stundar sjómennsku lengri eða skemmri tíma á árinu. Mun sú aðferð reynast sú sann- gjamasta og bezta þegar til lengd- ar iætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.