Morgunblaðið - 28.07.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLÁÐIÐ — LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1973 ® 22-0-22- RAUDARÁRSTÍG 31 BILALEIGA CAR RENTAL BORGARTÚN 29 BÍLALEIGA CAR RENTAL TS 2tI90 21188 STAKSTEINAR Ábyrgð ungra krata og fram- sóknarmanna Um þessar mundir sitja a. m. k. sjö fulltrúar hins svo- nefnda Æskulýðssambands Is lands ogr Stúdentaráðs alheims mót æskunnar í Austur- Berlin. Morg-unblaðið hefur áð ur vakið athygli á því, að fulltrúar þessir hafa þær fyr- irskipanir frá austur-þýzk- um yfirvöldum að njósna um félaga sína og tilkynna lög- reglu, ef þeir verða varir við menn, er þeir telja líklegt að hafi grunsamlegar skoðanir. Sjaldan hafa islenzk sarntök lagzt jafn lágt í auðsveipni sinni við erlent einræðisvald. Formaður Æskulýðssam- bandsins upplýsti í viðtali við Morgunblaðið í gær, að stjórn samhandsins hefði aldrei rætt þá fyrirskipan Austur-Þjóð- verja, að fulltrúum á mótinu væri skylt að njósna hverjum um annan. Svo sjálfsögð hefur þeim þótt þessi sósíalíska fyr irskipun að á hana var ekki minnzt og því síður gerð við hana athugasemd. En formað urinn upplýsti hins vegar að góðlátlegt grín hafi verið gert að þeirri fyrirskipun, að þátttakendur kæmu með stutt hár. Það var eina athugasemd in sem stjórn Æskulýðssam- bandsins sá ástæðu til að gera við boðorð austur-þýzkra kommúnista. Rétt er að vekja athygli á, að enn eru í Æskulýðssam- bandinu nokkur lýðræðissinn- uð félög. Má þar t. d. nefna Samband ungra framsóknar- manna og Samband ungra jafnaðarmanna. Þau eru þann ig þátttakendur í þeirri smán að senda út fulltrúa undir merkjum íslenzkra æskulýðs- félaga. Enginn efast um hug íslenzkra kommúnista; þeir hafa alla tíð i nafni sósialism ans lagt lið þeim öflum í Austur-Evrópu, sem lagt liafa skoðana- og átthagafjötra á alþýðu manna. Það vekur því ekki furðu, þó að þeir leggi flokksbræðrum sínum í Aust- ur-Þýzkalandi lið með því að senda fulltrúa á þetta mót. Hitt vekur meiri furðu, að ungir jafnaðarmenn og ung- ir framsóknarmenn skuli at- hugasemdalaust taka þátt i þessari herför svonefnds Æskulýðssambands til Austur Þýzkalands gegn frjálsri skoð anamyndun. Með aðild sinni einni bera þeir ábyrgð á þessu kommúníska athæfi. Lofsöngur Þjóðviljans Málgagn sósíalismans á ís- landi, Þjóðviljinn, greinir frá þessari æskulýðshátíð í gær með sýnilegri velþóknun. Þar er ekki minnzt einu orði á, að allar umræður um stjórn- mál utan ramma kenninga Marx og Lenins séu bannað- ar; þar er ekki heldur gerð grein fyrir þeirri sósíalísku fyrirskipun, að þátttakendum sé skylt að njósna hverjum um annan í því skyni að koma mönnum með grunsamlegar skoðanir að dómi valdhafanna í hendur lögreglunnar. Ekk- ert af þessu þykir Þjóðvilj- anum markvert; það fellur allt mæta vel undir grundvail arviðhorf blaðsins. Blaðið greinir frá því, að vinstri sinnuð æskulýðssam- tök á Vesturlönduiu fylki liðl með skoðanabræðrum sínum á móti þessu. Orðrétt segir Þjóðviljinn siðan: „Framan af var algengt að afgreiða þessar hátiðir á Vesturlönd- um sem komnuinisk áróðurs fyrirtæki. Síðan fóru menn að vestan að sækja þessi mót gagngert til þess að rökræða við austanmenn." Svo mörg voru þau orð. Lýðræðishug- sjón Þjóðviljans takmarkast sem sagt við það, að rökræð- ur skuli einvörðungu fara fram innan ramma kenninga Marx og Lenins. Og blaðið hneykslast á því, að mót af þessu tagi skuti nefnd komm únísk áróðursfyrirtæki. Það stafar þá einvörðungu af því, að blaðinu þykir í hæsta máta eðlilegt, að rekin sé njósna- starfsemi fyrir lögreglu aust ur-þýzkra kommúnista. CAR RENTAL TDAIICTI BÍLALEIGA TRAUSTI ÞVERHOLT 15ATEL. 25780 F BlLALEIGA JÓNASAR & KARLS Ármúla 28 — Simi 81315 ÞAKKARÁVARP Sendi mímar inmilegustu þakk- ir til alllra þeirra, sem minnt- ust mím á átitræðisafmæU míinu þann 17. júM með heim- sóknum, gjöfum, skeytum og hlýjum haindtökum. Guð blessi ykkur öll. Jórunn Ólafsdóttir, Eyjum. Innilegt þakklæti mitit til ykk- ar al'lra, sem auðsýndu mér vinátitu og virðiingu á 80 ára afmæKsdegi minum 12. júM sl. Lifið heil. Jón Eiríksson, Austurgötu 33, Hafnarfirði. margfoldar morkað yönr Kartöf lus j úkdómar NÚ ER sá tími, sem kartöflu- ræktendur ættu að huga vel að görðunum sínum. Einkum eru það sjúkdómar sem nú eru að gera vart við sig og nauðsynlegt er, ef mögulegt væri að hefta útbreiðslu þeirra. Fyrst og fremst ættu menn að vera vel á verði gagnvart stöngulsýki. Hún getur borizt um allan garðinn ef óvarlega er farið. Stöngulveikin er bráðsmitandi bakteríusjúk- dómur og menn geta, ef óvar- lega er farið, borið bakterí- una milii grasa. Eftir sýk- ingu verða stönglarnir linir, svartir og blautir viðkomu niðri við moldina. Blaðliturinin verður Ijósgrænn og blöðin verpast lítillega. Fljótlegt er að komast upp á lag með að sjá sjúk grös og fyrsta og eina ráðið er að fjarlægja þau úr garðinum. Miki'lvægt er að brenna grös og kartöfl- ur. Þegar sjúkar kartöflur finnast við uppskeru eru þær auðþekktar frá heilbrigðum af votum og dökkum bletti í naflanum og hálf rotnuðum stöngli. Oft er veikin þá kom- in á það stig, að með smá þrýst'ngi á kartöfluna vellur út gulhvítur þefsúr grautur. Fari slíkar kartöflur i geymslu, þá er hætta á, að öll uppskeran sýkist. Mesti skaðvaldurinn í kartöflugarðinum verður kartöflumyglan, ef hún nær að þróast, en hætta á slíku er mikil, ef veruleg hlýindi verða eftir mitt sumar. Miki‘1- vægt er að fylgjast vel með, hvort myglusveppsims verður vart, svo hægt sé að ráðast gegn honum með lyfjum, sem eru fáanleg til varnar. Fyrstu eiinkenni sveppsins eru gTæn- gráir blettir á blaðröndunum, sem smám saman stækka og dökkna og innan tíðar verð- ur vart visnunar í blöðum. Sveppagróin berast niður i moldina og sýkja kartöflum- ar, sem fá örsmáa blálita bletti er breiðast út þegar kartöflumar eru komnar i geymstu og þá er þess ekki langt að bíða, að kartaflan verði öll undirlögð, ef hlýtt er í geymslunni. Margir kannast við smáar, svartbrúnar skellur, sem oft koma fram á hýði kartaflna. Skellur þessar má stundum kroppa af með nögl og virðist þá hýðið vera óskemmt und- ir. Þetta er svonefndur rótar- flókasveppur. Velja þarf heil- brigt útsæði, því hætta er á, að sveppurinn geti tafið eðli- lega spirun og jafnvel að litið eða ekkert komi upp af grös- um frá útsæöinu og geta þá orðið verulegar eyður í beð- unum og léleg uppskera. Að öllum likindum hefur á þessu sumri orðið nokkuð vart við svokallaða hrukku- veiki. Hún lýsir sér í því, að blöðin hrukkast og herpast saman. Neðri blöðin falla oft af. Grösin verða lág og lítil- fjörleg eða visna innan táðar. Undiirvöxtur verður lítill sem enginn. Orsök veikinnar er fyrst og fremst sjúkt útsæði. Sem betur fer eru Mkur til, að tekizt hafi að hefta út- breiðslu þeirrar plágu, sem hingað barst á styrjaldarár- unum, kartöfluhnúðorminn, en hann er örlitill ormur, sem Mfir á rótum kartöflu- grasanna. í smásjá sést hann eins og Mtil perla, hvít á lit, en dökknar með aldrinum og verður að lokum rauðbrúnn. Hann er aðeins á rótum, en aldrei á sjálfum kartöfluhnýð unum. Uppskeran verður litil sem engin og mjög hættuleg- ur smitberi. Hnúðormurinn getur lifað árum saman í moldinni, en fjölgar sér ekki nema þegar kartöflur eru ræktaðar þar sem hann er til staðar í jarðvegi og e'na ráð ið er að leggja garðinn al- gjörlega niður. Einn algengasti sjúkdómur í kartöflum er kláðinn. Sýkin er oft mjög áberandi i sand- görðum, einkanlega í skelja- sandi, en verður sjaldan vart í mýrarjörð, nema þar sem verulegt magn af kalki hef- ur verið borið á til að eyða sýrum úr jarðveg:num. Að lokum skal svo aðeins minnzt á sprungur í kartöfl- um, sem oftast koma vegna vaxtartruflana. 1 miklum þurrkum stöðvast oft vöxtur- inn, einkum í mildum og loft ríkum jarðvegi, vegna raka- vöntunar. Við vænar regn- skúrir örvast hins vegar vöxt urinn og verður korkmyndun i hýði tiltölulega minni en mjölmyndun í kjarnanum og þá orsakast sprungurnar. Við geymslu er sprungnum kartöflum hætt við hvítrotn- unarsvepp og er þvl ráð að nota þær sem fyrst til matar á haustin. Athuga- semd frá læknaráði Landspítalans Blaðinu liefur borizt eftirfar- andi frá stjórn laeknaráðs Landspítalans 1 Morgunblaðinu 30. júní sl. eru m.a. tilfærð þessi ummæli heilbrigðiismálaráðherra við mót- töku gjafar Guðríðar Jónsdótt- ur til Kleppspítalans: „Það er til að mynda stað- reynd, þótt hún sé ótrúleg, að til skamms tíma voru uppi ráða- gerðir um það að skipuleggja Landspítalann að fullu, án þess að þar yrði nokkur geðdeild. Nú þegar ákveðið hefur verið að reisa þar nútímalega geðdeild — og framkvæmdir við hana hef jast vonandi i haust —. er reynt að beiitia hinum ótrúlegustu aðferð- um til þess að torvelda þá fram- kvæmd." Við þes9i ummæli ráðherra vitl stjóm læknaráðs Landspítalans gera eftirfarandi athugasemd: Allit frá árinu 1963 hefur yfir- læknaráð Landspitalans gert ráð fyrir því í tillögum sínum um uppbyggimgu Landspítalans sem heiilbrigðis- og kennslustofnunar, að þar skyldi vera 50—100 rúma geðdeild. Byggingamefnd Landspitalans hefur stuðzt við þessar tillögur, en áætlunargerð um geðdeild var tekin úr hennar höndum með skipun sérstakrar geðdeildar- nefndar. Stjóm læknaráðs Landspítal- ans vil’l vekja athygli á því, að ráðið hefur gert tiMögu um að geðdeild verði byggð sem allra fyrst inni í sjálfri spítalasam- stæðunni. Það er skoðun okkar, að sjúkl’ingar með geðræna sjúk- dóma eigi að sitja við sama borð og aðrir í Landspítalanum. F.h. stjómar læknaráðs Land- spítalans og Rannsóknastofu Háskólans. Jón Þorsteinsson formaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.