Morgunblaðið - 28.07.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.07.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1973 17 Gisli Guðmundsson: Ferðaspjall í FYRRX viku brá ég mér austur yfir Fjall í þennjan koppagö tu hrin g — Þingvöll, Geysir, Gullfoss — sem lang- þreyttir leiðsögumenn munu famir að nefna vitahringinn. í þetta sinn var ég ekki á ferð með útlendinga, heldur íslenzkt æskufólk, 30 nemend- ur komna norðan úr Norður- Þingeyjarsýslu til að skoða höfuðborgina og þó enn frek- ar eldeyna, Heimaey. Önd- verðir veðurguðir meinuðu þeirn ferðina þangað og því var þessi ferð farin, frekar en að aðhafast ekkert. Marg- ur myndi ætla, að svona hóp- ur af vonsviknum unglingum hefði látið vonbriigðin fá útrás í ærslum og öndverðum at- höfnum en því var öðru nær. Þessi hópur sýndi stökustu kurteisi og stillingu í ferð og á viðkomustöðum svo að hon- um gamla mér fannst stilling in næstum um of, hafandi minningar um löngu liðin strákapör, og að ekki væri nema rétt eðlilegt, að þessi stríðalda æska okkar kvikaði dá’lítið, engu síður en ungvið- ið í haganum. Vandlætingarpostularnir okkar, sem stöðugt eru að reka upp ramakvein yfir sið- leysi og spillingu æskunnar okkar, hefðu gjarnan mátt vera með í þessari ferð, en sjálfsagt hefði þeim leiðst yf- ir því, að hafa ekkert til að hneykslast á. En hvenær skyldu þeesir sjálfskikkuðu dánumenn átta siig á því, að ef æskan okkar er á refilstigum þá á að ávíta okkur, fuHorðna fólkið, fyrir að hafa brugðizt skyldum okkar gagnvart henni. „Vei þér hræsnarar og farísear,“ sagðí hinn mikill meistari forðum. Eftir svona hraðferð er máski ekki sanngjamt að koma með umsagnir um þá staði, sem staldrað var við á, en eftir margra ára kynni af þeim öllum þarf ekki langan tíma til að átta sig á því hverwig staðið er í ístaðinu. Þvi er það, að ég ætla að víkja nokkrum orðum að þessum gamalkunnu stöðum, er ég heimsótti í ferðinnii. í héraðsskólanum á Laug- arvatni er rekið eitt elzta sumargistihús landsins og það mun nú i betra ástamdi en nokkru sinni fyrr. I mörg ár hefur hann Bergsteinm Kristjónsson ráðið þar rikj- um og vaitt staðnum þá hlýju og notalegheit, sem gamlir landshornaflakkarar eins og ég finna um leið og þeir stinga höfðinu inn í gættina, og þykir svo vænt um. Ég s'kauzt þar inn og stakk út úr ein- um piilsner, gekk dálítið um salarkynmin og fann, að aílt var eins og það átti að vera, í góðum höndum. Að Flúðum í Hrunamanna- hreppi hefur Ingölfur Péturs- son byggt upp afar umfangs- mikinn rekstur á undanföm- um árum, með stökum dugn- aði og reglusemi. Fyrir um 20 árum síðan spáði ég þess- um stað mikilli framtið, sem ferðamiðstöð, og nú hefur sú spá rætzt, þvi að dugandi mað uir tók þar till hendi. Þarna borðaði ég' góðan lax í mjög aðlaðandi matsal en mest þótti mér þó um vert að koma frarn í eldhúsið og sjá þar al'lt tandurhreint, bæði húsakynni og starfsfólk, og var þó mjög annrikur starfsdagur kominn að kveldi. Gróðrarstöðin Eden í Hvera gerði var siðasti viðkomustað- urinn í ferðinni og þar reka nú alliir upp stór augu þá inn er komið, jafnt heimamenn sem útlendir gestir. Ég man vel eftir því hve ailt var smátt í brotunum hjá honum Braga Einarssyni, er hann hóf rekst ur siinn þarna fyrir einum 15 árum, en með fádæma at- orku, og sjálfsagt töluverðri kergju einnig, hefur hann unnið fyrirtækið upp í það, sem það er nú, glæsilegan sýn ingar- og sölustað fyrir ís- lenzkar framleiðsluvörur á breiðum grundvelli. Nú ætti hann að geta dregið nokkuð úr framkvæmdum í bih og um leið og ég óska honum góðs farnaðar er ekki úr vegi að vekja athygli á því, að oft getur viðhaldið reynzt erf iðara en sjálf uppbyggingin. Að Gullfossi kom ég einniig í þessari ferð og sá þá mér til sárra leiðinda að spá mán um hinar nýju snyrtingar er þegar farin að rætast. Karla- megin var búið að rífa merk- ið af hurðinni (karlmanns mynd) og það lá í einni þvag skálánni og sú við hliðina á henni var rækilega stáfluð af sígarettustubbum. Gólfið var á floti í vatni og þarna var hvorki handklæði eða pappirs þurrkur að finna. Þennan dag munu um 500—600 útlendir ferðamenn hafa farið þarna um og víst hefði vörður getað haft góð viðskipti við þann fjölda ef hann hefði venið þama á staðnum. Ég vonast til að ráðuneytíð skerist nú í leildnn aftur og setji vörzlu á þennan stað áður en liann verður eyðilagður. Um daginn heimsótti ég fé- lagsheimilið Aratungu í Bis'k upstungum og fannst mikið til um, hve þeim stað hefur verið haldið skínandi vel við. Ekki man ég fyriir víst, hve gamall hann er örðinn, en áreiðanlega eru það yfir 10 ár. Þó er naumast hægt að segja, að þar sjái á nokkrum hlut og tandurhreinn er hann hvert sem litið er. Þetta er í algerni andstöðu við sum fé- lagsheimiM, er ég hefi heim- sótt, og hafa verið látin drabb ast niður í hirðuleysi og þá er umgengnin í réttu hlutfaM við það. Garðar Hannessoin mun hann heita umsjónarmað ur staðarins og hann á heiður skilið fyrir sitt ágæta starf. Það er augljóst, að hann á efeki í neinum vandræðum með að ráða við uniga fólkið, sem þangað sækir á dansieiki. Sverrir Hermannsson, alþm.: Að ge ,,TÍMINN“ heldur áfram ó- sannindastagli sínu í leiðara fyrra föstudag um afstöðu stjórnarandstöðunnar til af- greiðslu stjórnar Fram- kvæmdastofnunar á tillögunni um stórbyggingu i'íkisvalds- ins á Amarhóii. Hann ítrekar gegn betri vitund, að minni hlutinn hafi enga skoðun haft á málinu. „Tíminn" er sér- kennilegastur allra blaða. Þar gilddr sú regla að endurtaka ósannindi æ ofan í æ, þótt sannanir liggi fyrir um ann- að. Ég segi regla, liklega sett fyrir 40—50 árum, vegna þess að þannig eru þeir ekki alfar- ið innréttaðiir ritstjómr „Tím- ans“. Þeir þyrftu að gá að þvi „Tímamenn", að þótt þessi aðgerð heppnaðist vel hjá seigum áróðursmönnum í Þýzkalandi á sínum tíma, stóð allt öðruvísi á fyrir þeim, þar sem lygálauparnir réðu einir öllu, sem í fjölmiðl- um landsins birtist. Þannig háttar sem betur fer ekki á íslandi. Nú hefiir verið upplýst, enda sannanlegt af fundar- gerð stjórnar Framkvæmda- stofnunarinnar, að undirritað- ur gerði tiiraun til að sam- þykkt stjómariinnar um hina opinberu byggingu færi skap- legar úr hendii en raun varð á, án þess að um skoðana- mun á aðalefni málsins væri að ræða. Á hinn hóginn: Hvað eiga stjórnarandstöðumenn að vera að skipta sér af því, með hvaða vopnum þessir herrar vegast á innbyrðiis? Væri ekki maklegast að svara til hinu sama og Mörð- ur Valgarðsson, þegar griðk- an saigði honum frá Rangár- bardaga? fnu ti Mér er nær að halda, að áform um Seðlabankabygg- ingu séu ekki ný af nálinni. Jafnvel að framkvæmdum hafi áður verið frestað um svo sem eins og einn áratug. Það er fyrst nú, þegar nýir valdamenn og glaðir fjárfest- ingarmenn eru setztir að völd um, að skriður kemst á mál- ið. Um það þarf ekki að deila, hver ræður yfir öllum bönk- um og Seðlabankanum líka. Það er auðvitað ríkisstjórn- in. Það er hún sjálf, sem bygg ir stórt á Arnarhóli. Enda bendir sjálfur „Timinn“ ræki- lega á þetta sl. fimmtudag, þar sem hann segir: „Líta verður svo á, að þess- um eindregnu tilmælum stjómar Framkvæmdastofnun ar ríkisins sé fyrst og fremst beint til bankamálaráðherr- ans I ríkisstjórninni því að i 24. gr. laga nr. 10 frá 1961 um Seðlabanka íslands segiir: „Yfirstjórn Seðlabankans er í höndum ráðherra þess, sem fer með bankamál." Bankamálaráðhei'm er nú Lúðvík Jósepsson." Enda stendur svo þægilega á fyrir Lúðvik Jósepssyni, að hann getur aldrei litið svo út um gluiggann í skrifstofu sinnii i bankamálaráðuneytinu, að ekki blasi við honum fmm kvæmdir undirmanna hans í hólnum. Og má mikið vera, ef hanm og fjármálaráðherra þurfa ekki væn eymaskjól til að hafa vinnufrið. Ritstjórnargreinar „Þjóðvilj ans“ eru eiestöku sinnum grátlega skemmtilegar. Ein biirtist sl. fimmtudag. Þar seg- iir, að Lúðvík Jósepsson hafi lengi verið reiðubúinn að Heggja fyrir ALþingi fulmót- lef ni aðar tillögur um sameiningu og einföldun í bankakerfinu í samræmi við niðurstöður stjórnskipaðrar nefndar. Nú lét „Þjóðviljinn" þess að visu eigi getið, að i nefndina, sem rammsaka átti nýskipan banka kerfisins, skipaði Lúðvík nær eingöngu menn, sem eru höf undar þess bankakerfis, sem við búum við í dag. Látum það vera. Hitt er sannanlegt að eini áhuginn, sem fram hefir komið hjá Lúðvik Jósepssyni, er að koma sinum mönnum að í bankaráð gömlu bank- anna, og hefir hann auk þesis átt aðeins eina tillögu full- mótaða i bankaimáium hingað til, en hún er sú, að fjölga um eimm bankastjói'a í Búnað- arbankanum og er hún einnig fullmótuð að því leyti hver bnossið skuli hreppa. Um afstöðu sjálfstæðis- manna til efnahagsmálastefnu núverandi ríkisstjómar þarf ekfei að fara í grafgötur. Hún hefir verið augljós frá upp- hafi. Það þarf ekkd heldur langt mál að rita til að upp- lýsa allan ailmenning um, hverniig ástatt er í efnahagis- málum þjóðarinnar. Það er engtnn svo skyni skroppiinm að hann sjái ekki hvert stefnir. Öll er stjórn þeiirra mála með þeim hætti að gengur vitfirr- ingu næst. Oft hafa Islending ar mátt kenna á kólfinum í verðbólguefnum, en aldrei neitt nálægt því sem nú. Enn sem komið er, höfum við að- ins fengið smjörþefinn. Verð- bólgualdan rís himinhátt, en hefir ekki brotnað ennþá. Þeg ar þar að kemur, sem er skammt undan, þá mun yfiir okkur ríða stærra ölag en dæmi eru tii. Hvað um áliits- Sverrir Hermannsson gerð og tillögur valkosta- nefndariinnar? Vi'Il ekki rikis- stjórniin gera svo vel og upp- lýsa, að hvaða leyti sú grand- gæfilega athugun hefir verið höfð að leiðarljósi? Það er hætt við að fátt verði um svör. Sannleikurinn er sá, að rík- iisstjórnin hefir látið reka fyr ir sjó og vindi í þessum mál- um. Að ekki er allt marg- sokkið er eingöngu að þakka ótrúilega hagstæðri verðlags- þróun á íslenzkum afurðum í viðskiptalöndum okkar. Bn sú verðlagsþróun dregur að sjáif sögðu ekki úr hinni brjálæðis legu þenslu innanlands. Og af því sem Fram- kvæmdastofnunin er nú loks fariin að láta til sín taka á því sviði sem henni ber að hafa heildarstjórn á .tjárfestingar- málum — þá eru ýmis fleiri atriði, sem hún ætti að rann- saka sérstaklega. T. d. ber brýna nauðsyn til að upplýsa, hvort önnur ríkisstoínun, Við lagasjóður, eigi langstærstan þátt í þelm ofboðslegu yfir- borgunum til jðnaðarmanna, sem nú eru tíðkaðar. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvernig nýja ráðherr anum, sem jafnfiramit er for- seti ASI, tekst í hauist til við að hækka kaup aðeims við hina allra lægstlaunuðu, eins og hann orðaði það. Ef til vill væri það mögulegt og ekki skal i efa dregið, eftir að ríkisstofnun eins og Viðlaga- sjóður hefir um hríð haft for- göngu um að tryggja iðnaðar mönnum 120—130 þús. kr. mánaðarlaun auk marghátt- aðra fríðinda. 1 þessu sambandi munu forráðamenn eflaust benda á hina miklu nauðsyn þess að leysa sem skjótast miikinn vanda vegna Vestmannaeyja- gossins. Rétt er það. En ef nokfeur minnsía stjórn hefði verið á hlutunuTn, þá mátti ráðamönnum vera ljós sú lifsnauðsyn, að sá vandi yrði leystur, án þess að lausnin hefði jafn- framt í för með sér ofboðs- lega spennu á vinnumarkaðn- um, til viðbótar við þá jienslu, sem fyrir var og átti aðallega rætur að rekja til fjármálastefnu rikisstjórnar- innar. Ekki skai hér fairdð mörgum orðum um það sjónarspil, sem gengishækkun ríkisstjómar- innar var. Rikisstjómin velt- iist nú í fangbrögðum við verðhækkanir á ölium svið- um. Tiil þess að geta leikið ögn á visitöluna var nauð- synlegt að gefa út sérstök lög um lækkun verðlags, þar sem gengialækkunin reyndist áhrifaiaus. Enda kom fljót- lega á daginn, að stórhækk- anir biðu á næsta leiti. Eða hvað segja bændur um 27% hækkun á áburði, svo eitt- hvað sé nefnt? Eða „Tíma- menn“ um vaxtaokrið? Og stjómarsáttmálinn um vaxta- kjör atvinnuveganna? Eða Kristinn Fiinnbogaison um vfei tölu byggingakostnaðar, sem hækkað hefir um rúm 20% síðan á áramótum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.