Morgunblaðið - 28.07.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.1973, Blaðsíða 14
14 MORGtJNBLAÐIÐ — LAUGARDAGLTR 28. JÚLl 1973 Elís bóndi á Kjaransstöðum, s em lagði þennan „makalausa“ veg og Sigmundur Magnússo n, læknir, sem fyrstur notaði liann til að sinna slösuðum dreng. „Þá beiti ég tönninni.“ Feðgarnir Elís og Ragnar sonur ha ns á ýtunni sinni. r I vegavinnu á Klettakleif Sannsögulegt ævintýri af vegarlagningu og einstaklingsframtaki JEPPI læknisins sniglaðist eftir klettasillunni, sem búlð er að grafa í bergið. Niður í fjöru eru einir 60—70 metrar og snarbratt og að ofan sést ekki upp á brún klettaveggsins, þar sem múkkinn situr á hreiðrunum og hreyfir slg ekki. Ekki þarf að óttast steiinahrun, því billinn er svo ná- lægt veggnum að grjótflug að ofan færi áreiðanlega fyrir fram an liann. Þetta er ekki b.vrjun á hryllingssögu, heldur blátt áfram frásögn af glænýjum veg arspotta sunnan megin Dýra- fjarðar og liggur sá út að vitan- um á Svalvogum. Þó er lagning Itans ævintýri likust. Þarna er enn ýta að ryðja fram af sillunni og þar hittum við mennjna tvo, sem hafa einir iagt þennan vegarspotta utan í klettunum með svolitlu vérk- færi, sem ku vem af gerðinni International TD 8 p.s., ef það skýrir eitthvað. Þeir eru Elfe Kjaran Friðfinnsson bóndi á Kjaransstöðum innar við Dýra- fjörð og 19 ára gamall sonur hans Ragnar Kjaran Elísson. Nú eru þeir búnir að srigrast á þessu viðfangsefni, og sýna fram á hvað einstaklin gurinn getur gert, ef hann langar til og beitir huigviti og lagni. Talað hefur verið um í 18 ár, að leggja þyrfti veg að Svalvog- um, en þangað frá Þingeyri eir um 21 km. Fyrir löngu var veg- urinn lagður að Keldudal, en þá var komið að klettaveggnum erfiða. Fé hafði stundum verið veitt í þessa vegarlagningu, en það þá notað í annað. Vegagerð- in hafði helzt talið fært að leggja veginn niðri undir fjöru og þá talað um að það yrði dýrt fyrir- tæki, kostaði tvær og hálfa miiljón að sprengja hann í gegn um klettavegginn, um 300 m spotta. En þama fyrir utan er vitinn í Svalvogum og nauðsyn- legt að hafa þar fólk. Þar eru öll helztu björgunartæk'n og björgunarsveitirnar hafa knúið mjög á um að fá þennan veg. Ráðgert er að setja þar upp radíóvita, þar sem þarna er hent ugosti staðurinn fyrir flugúð inn tii Þingeyrar og Flateyrar. En vitinn sjálfur er mjög mikilvæg- ur fyrir allar sigl/ngar úti fyrir Vestfjörðum. Og að auki teilja margir, þar á rneðal sveitarstjór- inn á Þingeyri, Jónas Ólafsson, að aldrei verði almenniHega fært tiil Þingeyrar yfir Hrafnseyrar- heiði nema að sumrinu og því sé nauðsynlegt að fá veginn út fyr- ir Sléttunes með sjónum. Og þarna var einn erfiðasti vegar- tálminn. Elís bóndi á Kjaransstöðum hefur unnið hjá Vegagerðinni með ýtunni sinni í 6 ár. — Þetta er undratæki, en svo litið að þeir vilja helzt ekki hafa mig i vega- gerð á henni, sagði hann og hló. Undanfarin vor hefur hann verið við að hreinsa grjót af þessum vegi að Keldudal og fór þá að langa tii að teygja veginn svo- lítið — það er mannlegt eðli, — eða einhver ævintýramennska, sagði hann. Aðrir sögðu að hann hefði raunar alltaf íengt veginn svoMtið á hverju voiri. Og svo var komið að hamraveggnum. Og þegar Ijóst var að ekki yrði enn haldið áfram á þessu ári, stóðst hann eklki mátið. -— Ég spurði Guðmund Þorláks son, vegaverkstjóra, hvort ég ætti að halda áfram, én hann sagði að engir peninigar væru til, sagði Élfe. Þá spurði ég hvort þeir mundu banna mér það, ef ég viildi réýna. Hann sagði, að það væri ekki hægt, en ég gerði það þá fyrir eigin reikning og risikó, eins og Bör Börson í gamla daga. Þetta var mikið viðfang, sem frefetaði mín. Og þegar ég var byrjaður var ekkert verið að hugsa um peninga — bara að komast áfram og ljúka verkefn- inu. Og nú, eftir að ég komst í gegwum klettavegginn, þá er bú ið að ganga frá greiðslu — ég má vinna fyrir 500 þúsund krón- ur. EMs hefur rakið sig eftir linu lagi, sem hann fann þarna í miðjum klettinum, sem líklega er settag og í því mikið af stór- um steinrunnum viðarklumpum, sennillega rekaviður. Þama hefur hann reytt fram úr klettaveggn- um þetta lina berg. Klifrað á ýt- unni, hlaðið undir beltin, og klifrað á ný. Aðeins á tveimur stöðum lá hart berg í gegn, sem sprengja þurfti. Einnig þurfti að sprengja sums staðar fyrir ofan siMuna, svo hægt væri að vinna á henni, án þess að fá grjót yfiir sig úr veggnum fyrir ofan. Fugl- amir sátu hinir rólegustu á eggj um sínum, þó þessi gauragang- ur væri í kringum þá og grjót- flug fyrir framan þá sem bjuggu neðan við veginn. — Ég hugsa að engum heilvita manni hefði dottið í hug að vera að príla þetta, sagði Eife, er við inntum hann eftir því hvernig honum hefði dottið þetta í hug. Ekki kvaðst hann þó hafa ver ið hræddur um að fara fram af. — Véldn er orðin eins og Muti af okkur og ekki meiri hætta á að fara frarn af á henni en að stíga fram af, sagði hann. Og bætti við: Þótt blaðamaðurinn brosi og blikkd myndavél sinni. Þá er nú ei'tthvað annað að stjórna ýtunni minnd. Þegar vegarstæði var komið í kiettunum, tók við hiinum megin stórgrýtisurð, sem eiiginlega var ennþá verri við að eiga, að þvS er Elfe sagði. En rnaður verður raunverulega að sjá þessa hálf- niðurgröfnu hnullumga og ýtuna hans til að skilja hvemig þar hag ar til. En það hafðist líka. Og nú er kominn SfEmilegasti vegur að Svalvogum — 4,6 kílómetra leið. Þá hafði EMsi orðið að orði: Það er erfitt að hnuðla á ein- tómu grjóti, en ágætt að stuðla á ný. Þá beiti ég tönninni og brosi á móti og byggi mér vegi úr því. Þetta er sýnilega hið rétta hug ■arfar til að siigrast á erfiðleifeun- um. Það kom sér vel að fá veg- inn, þvií daginn sem bilfært varð alla leið að Svnlvogum, 10. júllí, lærbrotnaði þar drengur og var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.