Morgunblaðið - 28.07.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.1973, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 28. JOLÍ 1973 10 „Þegar Islendingar gleðjast, þá gleðst ég“ Rætt við séra Harald Hope „Mér er þa<5 mikilvægt að geta tekið þátt í gleði íslend- inga með þeim. Það sem gleð- ur íslendinga gleður mig. Og sorg Islendinga er einnig mín sorg. I*að er mitt ein- Iægt áhugamál að vinna að þeim málum sem eru íslending um til góðs.“ Séra Harald Hope talar djúpum, rólegum rómi og tott- ar pipu sina. Og einlægnin er augljós. Morgunblaðið hafði tal af honum fyrir skemmstu, en hanm hefur dval izt hér að undanförnu á heim- ili vinar sins herra Sig- urbjörns Einarssonar biskups. Þeir eru margir sem kannast við séra Hope, en hann hefur iengi verið einn af traustustu og virkustu Islandsvmum i Noregi. Við spurðum hann hvenær og hvemig hann hefði fyrst komizt í snertingu við ísland, og hvers vegna hann hefði slíkt dálæti á landi og þjóð. „Þetta byrjaði fyrir mörg- um áratugúm þegar ég komst í kynni við sögu íslands. Og sá sagnfræðilegi áhugi beind- ist ekki sízt að tengslunum miLli Noregs og íslands. Ahug inn óx svo upp úr þvi og til Islands kom ég fyrst 1952. Þá eignaðist ég góða vini hér, þ.á m. Ásgeir heitinn Ásgeirsson, fyrrverandi forseta. Síðan hafa böndin styrkzt stöðugt. Hingað hef ég nú komið níu sinnum. Séra Hope kveður íslenzka náttúru áiltaf jafn undursam- lega, en þó ekki sízt í slíku sólskinsverði sem verið hefur að undanförnu. „Sjaldan áður héf ég séð ísland svo grænt“. En þótt náttúran sé söm og jöfn þá hefur margt annað breytzt síðan hann kom hing- að síðast, en pað var 1969. Og það eru ei-nkum þrjú af helztu áhugamálum hans sem honum þykir hafa náðst mikilsverður árangur í. Það er í fyrsta lagi lýðháskólinn i Skálholti. „Það er ákafiega gaman að sjá hversu vel hann er kominn á leið. Þessi skóli jafnast fullkomlega á Við slíka skóla á Norðurlöndunum hinum, enda hefur séra Heim- ir Steinsson kynnt sér starf- semina þar, og byggt á þeirri reynslu." Annað áhugamál séra Hopes er skógræktin. „Þar hefur átt sér stað miki'l og góð upp- bygging, og er það ekki sízt að þakka starfi vinar mins Hákons Bjarnasonar. Þar er um að ræða verk sem unnið er fyrir framtíðina." Og síðast en ekki sízt er Hallgrimskirkja. „Það væri óskandi að þetfca þjóðarminnis merki verði fulLgert á 1100 ára afmælinu. Þetta er fagurt minnismerki handa stoltrí þjóð. Á leiðinni frá Keflavík- urflugvelli til Reykjavíkur spurði einn ferðalangur mig hvaða mikii varði þetta væri sem vísaði svo vel veginn. Það gladdi miig að gefca svar- að að þetta væri Hallgríms- kirkja. „Oh, how beautiful “, hrópuðu túristarnir." Séra Hope er þó kunnugt um þá gagnrýni sem komið hefur fram varðandi slíkar stór kirkjubyggingar. „Svona nokkuð kemur fram í hvaða landi sem er þegar gera á eitt- hvað stórt. Líka í Noregi. En þegar kirkjan hefur risið eru svo allir ánægðir. Lítil saga getur sýnit hug minn till svona framkvæmda. Eitt sinn var bandariskur ferðamannahóp- ur að Skoða miklar, fomar kirkj ubyggingar í Mílanó á Italíu. Þar voru kirkjur með hundrað tuma. Leiðsögumað- urinn var spurður að því hverniig menn hefðu getað byggt slík bákn þegar al- mennt var mikiil fátækt. Leið- sögumaðurinn svaraði: „Þá höfðu menn trú. Nú hafa þeir aðeins skoðanir." Einnig má minna á það, að kirkja er hús fólksins. Þarna er ekki aðeins hægt að halda guðsþjónustur, heldur einnig hljómleika o.s. frv.“. En finnst séra Hope þá ekk ert hafa breytzt hér til hins verra. „Ég vil helzt horfa á hið góða. Það er aðeins eitt sem ég get nefnt. Það er of- neyzla áfengis. Einis og í Noregi er hún alvaríegt mál. Þetta er þjóðarmeinsemd." Harald Hope vill sem minnst tala um slæmu hliiðarn ar, og þakkar í staðinn sínum íslenzku vinum fyrir að hafa haldið sambandinu við sig í 21 ár. „Þeir senda mér t.d. íslenzk blöð svo ég geti fylgzt með, og svo til þess að bæta íslenzkuna rnína". Séra Hope getur lesið íslenzku, og einniig talað hana að vissu marki. Til dæmis hafði hann prédiíkað í Skál- holti á islenzku helgina áður, og nœsta sunnudag ætlaði hann að geret slíkf hið sama að Hóium. Það var líka skemmtilegt, að i Skálholts- kirkju stóð hann í þeirn prédi- kunarstól sem hann sjálíur hafði látið gera upp í Noregi og sent til Isiands. Og hanm er ekki það eiina sem séra Hope hefur gaukað að íslend- ingum. Hann gaf einnig allar gólf- og þakhellur í Skáiholfcs kirkju, og miikinn hluta af öllu timbri, svo og gólfheilur I Hallgrímskirkju. Þetta er íslandsást í verki. „Ég fékk þetta með góðum kjörum," segir hann. „Annars hefði það líkiega orðið nokkuð dýrt. En þegar Islendingar gleðj- ast, gleð.st ég.“ Séra Hope hefur í hyggju að afla fjár ii Hallgríms Séra Harald Hope. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.) kirkju í Noregi, með því að láta gefendur fá íslenzk fri- merki í staðimn. Og hann fórn aði höndum þegar hann sá hvernig farið var með frí- merki á ritstjórnarskrifstofu Mbl.. Ef einhver fleygir þvi frímerkjunum slnum, þá væru þau vel þegin af séra Haraid Hope. Þess má geta að séra Hope eir prestur í elzta prestakalli Noregs, - I Musterkirkju suð- ur af Bergen. Þar var fyrsti prestur um árið 995 Þang- brandur nokkur. „Hann lagði svo miklar kröfur á sóknar- böm sín um fé til kirkju- byggingar,“ segir séra Hope, „að Ólafur Tryggvason, kon- ungur, setti hann af, og refs aði honum með að senda hann í kristniboðsferð til lands eins í norðri sem hét ísland." Jakob R. Möller: Upplýsingaskylda stjórnvalda Á UNDANFÖF NUM árum hefur mikið borið á umræðu, hérlendis og erlendis, um sí- aukna útþenslu rikis- og skrif stofuvalds, og nauðsyn á auk- inni dreifingu valdsins. Hér- lendis hefur þessi umræða einkum verið innan stjórn- málasamtaka ungra manna, Sambands ungra sjálfstæðis- manna og Sambands ungra framsóknarmanna. Við þetta eíni hefur svo nýlega tengzt umræðuefni, sem áður hafði verið sniðgengið, þ.e. nauðsyn almennings á haldbetri upp- lýsingum um stjórnsýslu og vinnubrögð, sem þar er beitt. UPPLÝSING OG LÝÐRÆÐI Með ful'lum rétti má segja, að það sé frumþáttur i lýð- ræðishugmyndinni, að almenn imgur eigi greiðan aðgang að opinberum skjölum og geti kynnt sér, hvaða ákvarðanir hafa verið teknar, og á hvem hátt. Upplýsingaskylda stjórn valda beinist að stjórnmála- mönnum, en ekki síður að embættiskerfinu. Kosningar veita að mörgu leyti nægilegt aðhald að stjómmálamönn- um, a.m.k. vegna þeiima gerða þeirra, sem opinberar eru. Embættismenn eru hins veg- ar miklu síður undiirgefnir slíku aðhaldi almenningsálits- ins. Þegar svo við þetta bæt- ist, að æ fleiri ákvarðanir, sem varða almenning miklu, eru teknar á bak við luktar dyr, af embætttsmönnum og öðrum sérfræðingum, þá virð- ist ljóst hver nauðsyn er að setja reglur um rétt hins al- menna borgara til vitneskju um það, sem i opinberum skjö'lum felst. Jakob R. Möller. FRUMVARP UM UPPLÝSINGASKYLDU Tveir þingmenn Framsókn- arflokksins, Ingvar Gislason og Þórarinn Þórarinsson, ftuttu á Alþingi 1972 þings- ályktunartillögu um það, að ríkisstjómin skyidi láta semja og leggja fyrir næsta löggjafarþing frumvarp til laga um „hver sé skylda stjómvalda og rikisstofnana til að skýra opinberlega frá störfum sínum og ákvörðun- um og hvenær beri að veita þeim, sem þess óska, aðgang að reikningum og skjölum, sem almenning varða.“ í kjöl far þess, að tillagan var sam- þykkt, var frumvarp um þetta efni lagt fyrir síðasta þing. Frumvarpið var l'ítið rsett og ekki útrætt. Má.segja, að þar færi vel, af því að frá sjónar- miði hins almenna borgara er það hin mesta hörmungar- smið. Samkvæmt athugasemd um við frumvarpið átfci það að lögfesta þá aðalreglu, að skylt væri að veita upplýsing- ar um opinber skjöl, en leynd átti aðeins að hvila yfir slik um skjölum i undantekning- artilvikum. Ekki verður þó annað séð af frumvarplnu en að það sé samið samkvæmt nákvæmlega andstæðri meg- inreglu. Frumvarpið mótarað visu hinn yfirlýsta tiigang í 1. gr„ en í 2. gr. eru undan- tekningarnar taldar upp í 16 tölusettum liðum, og fela þó margir liðirnir í sér fleiri en eitt atriði. Við athugun á und antekningarákvæðunum sýn- ist mér, að a.m.k. 9 liðir séu annaðhvort andstæðir yfir- lýstum tilgangi frumvarpslns, eða þá þannig orðaðir, að þar fljótt með skjöl, sem betur færi að væru opinber en hul- in leynd. Þar að auki vantar veigamikil ákvæði í frum- varpið, svo sem um það eft- ir hve mörg ár megi birta skjöl, sem við tilorðnlngu er talið þurfa að leyna, og þá einnig hvaða skjöl megi aldrei birta. Er þó ótalið furðuleg- asta ákvæði frumvarpsins, sem er I síðustu grein þess og er svohljóðandi: „Lögin taka ekkl til skjala, sem stjórnvöld hafa útbúið eða borizt hafa þeim í hendur fyrlr gildis- töku laganna."!! ÖLL UTANRÍKISMÁL LEYNILEG 1 frumvarpinu eru heilir málaflokkar undanþegnir upp- lýsingaskyldu, þar á meðal fjármál og utanríkismál. Nú er það alkunna, að stórveldin hafa löngurn verið ásökuð um að ráðska með málefni smá- ríkja á leynifundum sín á milli. Samt sem áður hafa öll hin vestrænu stórveldi ákvæði í sinni löggjöf þess efnis, að einnig skjöl varðandi utanrik ismál sku'li gerð opinber að liðnum ákveðnum árafjölda, t.d. 25 eða 50, nema skjölin varði öryggishagsmuni rikj- anna, sem enn gæti orðið stefnt í hættu að þeim tima liðnum. Má hér nefna, að í Bretlandi og Bandarikjunum er hafin útgáfa á skjölum um Yalta ráðstefnuna 1945, þar sem örlagaríkum ráðum var ráðið. Nú er það auðvitað svo, að utanríkismál eru oft þann- ig vaxin, að nauðsynlegt er að halda leynd yfir þeim, m.a. af tilliti tii ríkisins eða rikj- anna, sem við er skipt í ein- stökum málum. Þetta vár t.d. ein helzta ástæðan, sem banda rísk stjómvöld gáfu fyrir þvi, að bitrttng Pentagon skjal- anna væri hættuleg öryggi rík isins. í framtíðinni myndu er- lendir diplómatar ekki geta treyst því, að Bandaríkjamenn gætu þagað yfir leyndarmál- um. Samt sem áður mátu bandarísk blöð og bandarisk- ir dómstólar hagsmuni al- mennings af opinberun mik- ilvægari. Ef stórveldin telja sig geta birt sín mestu leynd arskjöl, og það um hin örlaga rtkustu mál, hvað veldur þvi þá, að embættismenn smárik- isins íslands telja nániast öll íslenzk utanríkismál svo mik- ilsverð, að skjöl um þau megi með engu móti koma fyrir al- mannasjóniir? HVERS VEGNA VAR SAMID VIÐ BRETA 1961? 1 öilum þeitm umræðum, sem fram hafa farið um land- heligismálið á undanförnum misserum, hefur m.a. verið deiilt um það, hvers vegna hafi verið samið við Breta árið 1961. Talsmenn núverandi stjómar halda því fram, að þeir samningar hafi verið niauðungarsamniingar, en þessu er kröftuglega andmælt af sjálfstæðis- og alþýðu- flokksmönnum. Lágværar raddir hafa heyrzt um það, að staðreyndir um þetta efni hljóti að felast í skjalasafni utanríkisráðuneyt isins. En hingað til hefur ekk ert gerzt, sem bendiir til þess, að hulunni verði svipt af þeim skjölum, og almenningi þannig látin í té vitneskja um það, hvernig þeir samningar fóru fram. Varla er þetta af tiilitssemi við Breta? S-IÓNVARP VARNARLIDSINS í þeim hörðu deilum, sem fram hafa farið á Islandi síð- asta áratug \ um sjónvarps- starfsemi bandaríska varnar- liðsins á Islandi, hefur því m.a. verið haidið fram, að Al- þingi hafi verið leynt mikils- verðum upplýsingum i mál- inu, og það sem meira er, að þáverandi utanríkisráðherra, Guðmundur í. Guðmundsson, hafi vísvitandi blekkt alþing- ismenn, er máldð var til um- ræðu þar. Skjöl, sem sanna hið rétta í þessu máli, ættu eiinnig að finnast i stjórnar- ráðinu og ætti því að vera ó- þarfi að velkjast í vafa um þetta atriði málsins. ÓSK BANDARÍKJA- MANNA UM HERSTÖÐ V AR 1945 Svo sem alkunna er, fóru Bandarikjamenn fram á það haustið 1945, að íslendingar Framhald & bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.