Morgunblaðið - 20.10.1973, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKT0BER 1973
7
Níræður er 1 dag Magnús Sig-
urðsson, sem nú dvelst á elli-
heimilinu á ísafirði, en hann var
lengst af búsettur í Bolungarvík.
Sjötug er á morgun frú María
Ólafsdóttir frá Bakka á Skaga-
strönd. Hún tekur á móti gestum í
Hlégarði milli kl. 4 og 7 síðdegis
sama dag.
I dag verða gef in saman í hjóna-
band'í Dómkirkjunni af séra Þóri
Stephensen, Olöf Guðmunds-
dóttir, Sólvallagötu 35, og Þórður
Ásgeirsson, Suðurlandsbraut 91
H. Heimili þeirra verður að Ara-
hólum 6, Reykjavík.
í dag verða gef in saman í hjóna-
band í Bústaðakirkju af séra Ölafi
Skúlasyni, Svanhildur María
Ólafsdóttir og Eðvarð Ingólfsson,
Hrafnhólum 2, R.
1 dag verða gef in saman i hjöna-
band af séra Ölafi Skúlasyni Sig-
rún Edda Karlsdóttir og Guð-
laugur Þórðarson. Heimili þeirra
verður að Leirubakka 32, R.
DAGBÓK
BAHWWA.,
Þýtur í skóginum
— Eftir Kenneth Grahame
2. kafli — Þjóðvegurinn
Rottan tók í öxlina á honum og hristi hann.
„Ætlarðu ekki að koma og hjálpa okkur?“ spurði
hún byrst:
„Unaðsleg sjón,“ tautaði forskur, en hreyfði sig
ekki. „Hvílíkur hraði. Sá eini rétti ferðamáti. Hér í
dag, þar á morgun. Eins og eldibrandur um þorp og
bæi og borgir. Síbreytilegur sjóndeildarhringur. Ó,
dásemd ... tukk-tukk ... ja-hérna-hér.“
„Hættu þessum fiflalátum, froskur," sagði mold-
varpan í örvinglan sinni.
„Og ég vissi ekkert um þetta,“ hélt froskur áfram
dreyminni röddu. „Og öll árin að baki mér, sem ég
hef eytt í fánýti . . . en nú veit ég allt . . . nú hefur
runnið upp fyrir mér ljós. Framundan er vegurinn
blómum stráður. Hvílíkir rykstrókar munu þyrlast
upp í kjölfar mitt, þegar ég þeysi eftir veginum. Að
ég nú ekki tali um alla þá vagna, sem ég á eftir að
steypa í skurði við veginn ... óásjálegir litlir vagnar .
.. ljótir gulir vagnar... “
„Hvað eigum við að gera við hann?“ spurði mold-
varpan vatnsrottuna.
„Ekkert,“ sagði rottan ákveðin. „vegna þess, að
ekkert er hægt að gera við hann. Ég þekki hann vel
og hef þekkt hann lengi. Nú hefur hann fengið nýja
flugu í hausinn. Á þessu stigi málsins verður hann
alltaf gagntekinn á líkama og sál. Svona verður hann
nokkra daga. Gengur eins og í draumi og er til
einskis nýtur. Við skulum ekki skipta okkur af
honum. Við skulum heldur athuga, hvað hægt er að
gera við vagninn."
Eftir nánari athugun komust þær að þeirri niður-
stöðu, að vagninn kæmist ekki lengra, enda þótt
þeim mætti takast að rétta hann við. Öxullinn var
boginn og hjólið, sem hafði dottið af, var mölbrotið.
FRAMHALDSSAEAN
„En hvað á að verða um frosk?,“ spurði mold-
varpan kvíðafull, um leiðog hún trítlaði af stað. „Við
getum ekki skilið hann eftir hér í reiðileysi, sitjandi
úti á miðri götunni . Það er ekki óhætt. Setjum svo,
að Ánnað Eins kæmi eftir veginum ?“
„Skítt með frosk,“ sagði vatnsrottan. „Ég er búin
að fá nóg af honum.“
Ekki höfðu þær þó farið langt, þegar þær heyrðu
fótatak að baki sér. Þar var kominn froskur. Hann
tók undir sitt hvora framlöppina á þeim og starði
stórum augum fram á veginn, andstuttur sem fyrr.
Rottan teymdi hestinn með annarri framíöppinni
og hélt á fuglabúrinu með skrækjandi fuglinum í
hinni og hélt af stað. „Komdu,“ sagði hún við mold-
vörpuna. „Það eru fimm eða sex mílur til næsta
þorps, og við verðum að fara það gangandi. Því fyrr
sem við leggjum af stað, því betra.“
Flöskumar tíu
Hérna er létt reikniþraut fyrir yngstu lesendurna.
Þetta er hann Palli og athugar tíu flöskur. Númer vantar
á eina þeirra. Hvaða númer á það að vera? Og hvaða tala
kemur út ef þú leggur saman númerin á öllum flösk
unum tíu?
gg rusnenj
PENNAVINIR
England
Pauline Mary Carp,
No 9 Bates Close,
Pennywell Road,
Easton,
Bristol BS5. OUZ.
England.
Óskar eftir að skrifast á við
Islending, karl eða konu. Safnar
frímerkjum og póstkortum.
Austur-Þýzkaland
Bernd Epperlein,
KaHsbader Str. 24 E,
RDA—DDR x 9317 SEHMA,
German Democratic Repubiic
Hann er 19 ára og óskar eftir að
komast 1 bréfasamband við ís-
lenzka jafnaldra sína. Safnar frí-
merkjum og póstkortum.
Noregur
Erling Chr. Darbo,
3322 Darbu,
Norge.
Hann er tíu ára og vill skrifast á
við dreng á sínum aldri. Safnar
frímerkjum.
Gangíð úti í
góða veðrinu
PEANUTS
^Eð, MA'AM ...l’p
LIKE T0 TRANðFER1
TEMPORAKlUf T0
‘iDUK 5CH00L.
1
»1 1
i/V m fe
m pap i$ oirr of toiúm.w
£EE, AMP l‘M ðTAflNe IN CHUCK'ð
60E5T C0TTA6E 60 |‘LL BE
60IN6 10 THI5 5CH00L FOR AWHlLE
If WLL HAVE ME...0KAl('?
IM N0 6REAT 5CHOLAR, H'OO
UNPEK5TANP, BUT l’M ALDAH'ð
IN THEKE TRH,IN6„.
lf IT'5“TRUEORFAL5E"OR “MliLTJPLE CHOlCE," l'LL BE IN THERE WITH THE BE5T OF ‘EM í
(r
''./' f ' /
1) Já, fröken, ég vil flytjast f
ykkar skóla f bili.
2) Pabbi er ekki f bænum,
skilurðu, og ég bý I gesta-
skála Kalla, svo að ég geng f
skóla hér f dálftinn tfma, ef
þið viljið taka mig . . .1
lagi?
3) Ég er ekkert gáfnaljós,
skilurðu, að ég reyni samt
alltaf eins og ég get. . .
4) Ef það er krossapróf, verð
ég með þeim beztu!
FERDINAND