Morgunblaðið - 20.10.1973, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.10.1973, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1973 / Geir Hallgrímsson: Höfum samráð við Norður- löndin um öryggismálin t ræðu þeirri er Geir Hailgrims- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, flutti á Alþingi f fyrrakvöld f umræðum um stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, lagði hann áherziu á eftirfarandi atriði f sambandi við varnarmálin: if lslendingar geta ekki, einir allra þjóða, komizt hjá að- gerðum til að vernda öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar. ir Hér þurfa að vera varnir, sem gera hugsanlegum árásar- aðila Ijóst, að árás á Island þýðir allsherjarstrfð. ir Við ákvörðun um skipan varnarmála verðum við bæði að gæta eigin öryggis og hagsmuna bandalagsþjóða, ekki sfzt frænda okkar á Norðurlöndum. if Norðmenn eruuggandi vegna fyrirætlana um brottför varnarliðsins. Þeir hafa staðið með okkur f land- helgismálinu. Okkur ber að taka tillit til þeirra hags- muna f öryggismálum. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru einnig uggandi vegna fyrirætlana rfkisstjórnar- innar. if Við eigum að hafa samráð við Norðuriöndin og kanna, hvað sameiginlegum hagsmunum þeirra er fyrir beztu f öryggismálum. if Sjálfstæðisflokkurinn telur, að lsland eigi áfram að vera aðili að Atlantshafsbanda- laginu. if Sjálfstæðisflokkurinn telur nauðsynlegt að hafa hér varnir, en er tilbúinn til að taka þátt f endurskoðun þess, hvernig þeim verði bezt fyrir komið. if Sjálfstæðisflokkurinn telur ekki tfmabært, að allt vamar- liðið fari af landi brott. Ræða Geirs Hallgrfmssonar fer hér á eftir í heild: Það er fróðlegt að rifja upp og bera saman þær 3 stefnuræður, sem forsætisráðherra hefur flutt fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar frá því hún var mynduð. Fyrsta stefnuræðan einkennd- ist af loforðalista og lýð- skrumi, sem fólst í málefna- samningi ríkisstjórnarinnar. Þar heyrðist bergmál frá kosninga- baráttu stjórnarflokkanna. Þá var viðkvæðið, ef þú veitir mér at- kvæði þitt, skal ég gera allt fyrir þig, og það mun ekki kosta þig neitt. Önnur stefnuræðan hófst á orðunum: Stefnan er óbreytt. Þar var einnig um nokkrar eftirhreyt- ur loforðanna að ræða, en timbur- mennirnir voru famir að gera vart við sig og undirbúið var að senda þyrfti reikning til kjósenda. Sérfræðinganefnd átti reyndar að bjarga vandanum með þeim árangri, að örlög stjórnar- innar urðu þau, að það sem helzt hann varast vann, varð þó að koma yfir hann. Síðastliðnu ári lauk með því, að gengið var fellt, sem þó var úrræði, sem aldrei skyldi gripið til, að því er málefnasamningurinn sagði. Nú höfum við hlýtt á þriðju stefnuræðu forsætisráðherra, og ekki er lengur talað um, að stefnan sé óbreytt. Loforðalistinn er horfinn. Dómur þeirra sjálfra Eftir viðskilnað Viðreisnar- stjórnar, var talinn grundvöllur mikilla kjarabóta. Það bar vitni um, að núverandi stjórn settist í blómlegt bú. Nú eftir rúmlega tveggja ára stjórnarferil, þegar útflutningsverðlag hefur hækkað meira en dæmi eru til, þá er ekki talinn grundvöllur fyrir neinum kjarabótum. Ekkert dæmi sýnir betur dóm stjórnarsinna sjálfra um ásigkomulag þjóðarbúsins annars vegar við viðskilnað Viðreisnarstjórnar og hins vegar nú, eftir tveggja ára stjórnarferil þeirra sjálfra. Trúnaðarbrot kommúnista Það fer ekki á milli mála, að Alþingi það, sem nú hefur störf, hefur mörg og mikilvæg verkefni með höndum. Landhelgismálið er á mjög örlagaríku stigi og skiptir miklu máli, að vel verði fram úr málum ráðið. Enn er sá samkomulags- grundvöllur, sem fram hefur komið í viðræðum forsætisráð- herra Islands og Bretlands, á Gelr Hallgrlmsson umræðustigi innan ríkisstjórnar- innar, utanríkismálanefndar og þingflokkanna sem trúnaðarmál. A fundi utanríkismálanefndar i gær skýrði forsætisráðherra þennan samkomulagsgrundvöll og tók það sérstaklega fram, að á ríkisstjórnarfundi fyrr um dag- inn hefði verið ákveðið, að með það skyldi farið sem trúnaðarmál og kynnt á þann veg í nefndinni og þingflokkum. Þingflokkum skyldi gefið nægilegt svigrúm til að kynna sér málin vel og siðan skyldu menn aftur bera saman ráð sín i ríkisstjórn og utanríkis- málanefnd og leitast eftir að ná sem mestri samstöðu um afstöðu til samkomulagsgrundvallarins. En i morgun getur að líta í Þjóðviljanum, að kommúnistar hafa algjörlega brotið trúnað, sem þeir höfðu heitið forsætisráð- herra, og engu skeytt samráði við aðra stjórnmálaflokka um afstöðu til þessa samkomulagsgrundvall- ar, sem forsætisráðherrar Islands og Breta komu sér saman um að leggja fyrir rikisstjórnir sinar. Það kemur fram í Þjóðviljanum, að fundur hafi verið haldinn í þingflokki Alþýðubandalagsins, áður en fundur utanríkismála- nefndar hófst, og þar tekin af- staða til málsins. Sú afstaða var ekki tilkynnt á fundi utanríkis- málanefndar, enda sýna þessi vinnubrögð ekki eingöngu frek- legt trúnaðarbrot heldur og slikt virðingarleysi gagnvart forsætis- ráðherra i stjórn, sem Alþýðu- bandalagið á þátt i, að forsætis- ráðherra ætti að vera ofboðið og gera sínar gagnráðstafanir. Þessi framkoma sýnir, að kommúnistar hafa engan áhuga á samráði við aðra flokka eða á þjóðareiningu um landhelgis- málið. Framkoma þeirra ber vitni um, að kommúnistum er ekki fyrst og fremst í huga, að tslendingar öðlist virk yfir- ráð yfir stækkaðrí fiskveiði- lögsögu sinni, heldur ætla þeir að nota landhelgismálið sem skálkaskjól f þeim tilgangi að ná öðrum stjórnmálalegum mark- miðum, eins og t.d. þeim að slita samstarfi Islendinga og annarra vestrænna þjóða, svo að landið verði óvarið fyrir áhrifum og ásælni frá þeim löndum, þar sem stjórnmálastefua kommúnista ríkir með óvæginni valdbeitingu. Það er von mín, að aðrir stjórn- málaflokkar og landsmenn allir sjái, hvert kommúnistar eru að fara og geri þeim ljóst, að þeir ráða ekki ferð mála á Islandi, þar sem lýðræði rikir. Samráð og samstaða Sjálfstæðisflokkurinn hefur enn samkomulagsgrundvöllinn til athugunar og mun taka efnislega afstöðu til hans að fengnum ýms- um frekari upplýsingum frá for- sætisráðherra. Sjálfstæðisflokk- urinn Ieggur áherzlu á samráð og sem víðtækasta samstöðu í þessu raáli. Þegar við tökum afstöðu til samkomulagsgrundvallarins kem- ur til álita, hvort við munum með því samkomulagi, sem unnt er að ná, öðlast meiri yfirráð yfir fiski- miðunum umhverfis landið en án slíks samkomulags, hvort meiri fiskafla er að vænta í friði eða hvort við eigum einskis annars úrkosta en áframhaldandi ófrið og hættuástand á miðunum til þess að ná markmiðum okkar. Að öðru leyti skal ég ekki efnislega ræða þennan samkomulagsgrund- völl hér í kvöld, það er ekki tíma- bært. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki gerast sekur um trúnaðar- brot. Athafnasvæði sovézka flotans A þessu þingi verður f jallað um öryggis- og vamarmál Islands. Framtíð sjálfstæðis þjóðarinnar getur oltið á þeirri meðferð. Við viljum tryggja sjálfsákvörðunar- rétt okkar i öllum málum. út á við og inn á við. Við megiim ekki setja okkur í þá aðstöðu, að unnt sé að beita okkur þvingun, þrýstingi, ásælni eða árás. Getum við Islendingar búizt við því, að við einir, allra sjálfstæðra þjóðajturfum engar ráðstafanir að gera til að vernda öryggi okkar og sjálfstæði? Er það okkur sæmandi sem þjóð að vilja ekkert á okkur leggja til þess að tryggja sjálfsákvörðunarrétt okkar. Sjálf- stæðisflokkurinn svarar þessum spurningum neitandi. Þess vegna hefur Sjálfstæðis- flokkurinn beitt sér fyrir því, að við erum þátttakendur i Atlants- hafsbandalaginu, sem hefur náð þeim árangri að tryggja frið i okkar heimshluta frá stríðs- lokum. I framhaldi af þeirri þátt- töku var vamarsamningurinn við Bandarikin gerður. Hér þurfa að vera fyrir hendi þær varnir, sem gera þeim aðila, sem kann að ásælast aðstöðu hér á landi skiljanlegt, að slík ásælni eða árás merkir allsherjarstríð. Tiivist varna er því til þess fallin, að aldrei þurfi á þeim að halda með öðrum hætti. Alveg eins og eld- varnar og slökkvilið eru til þess, að eldur brjótist ekki út. S.l. 10 ár hafa Sovétríkin tifaldað her- styrk sinn á Norður-Atlantshafi. íslendingar geta ekki lokað augunum fyrir þessari staðreynd, að nafsvæðið kringum Island er athafnasvæði þessa mikla herafla. Fyrrv. varnarmálaráðherra Noregs hefur bent á, að með at- höfnum sínum á hafinu miili Islands og Noregs hafa Sovétríkin I raun og veru komið því til leiðar, að Noregur er kominn á bak við fyrstu víglínu Sovétríkjanna á Norður-Atlantshafi. Við íslendingar verðum að svara spurningunni: Viljum við einnig að ísland hverfi á bak við fyrstu víglinu Sovétríkjanna? Við skulum vona, að styrjöld Israela og Araba leiði ekki til stigmögnunar og útbreiðslu styrjaldarinnar, en styrjöldin sýnir í raun og veru hve fljótt skipast veður í lofti og hve mikil ástæða er til að vera við öllu búin. Hagsmunir Norðurlandanna Um leið og við hljótum auðvitað að kveða á um varnir Islands og fyrirkomulag þeirra, fyrst og fremst með tilliti til öryggis og hagsmuna okkar sjálfra, þá er þvi einnig svo varið, að við hl jótum að taka nokkurt mið af því, hvað frændum okkar, t.d. á Norður- löndum kemur vel. Við getum ekki ætlazt til þess að vera þátt- takendur í Atlantshafsbanda- laginu til þess eins að njóta góðs af því, en án þess að leggja nokkuð af mörkum i þeim tilgangi að það nái árangri. Fyrr- nefndur varnarmálaráðherra Norðmanna, sagði í ræðu í septembermánuði s.l.: „Það er almenn skoðun, að verulegur samdráttur í starfsemi vamar- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli muni hafa viðtækar af- Ieiðingar fyrir varnir Atlantshafs- svæðisins og þá ekki sízt jarð- ríkin. Slíkt mundi einnig hafa áhrif á öryggi Noregs.“ Ef slíkur samdráttur vamar- stöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli hefur áhrif á Noreg og jaðarrikin, þá er Island eitt af slíkum jaðarríkjum. Þess vegna erum við með slíkum sam- drætti varnarstöðvarinnar að vinna gegn eigin hagsmunum. Við Islendingar ætlumst til stuðnings annarra ríkja í hagsmunamálum okkar eins og fiskveiðideilunni. Norðmenn hafa þar t.d. staðið sér- staklega vel við okkar hlið. Er ekki ástæða til þess að Við höfum samráð við Norðmenn og Dani í sambandi við vamarmálin og könnum hvað sameiginlegum hagsmunum Norðurlanda er fyrir beztu? Vitað er einnig, að uggur er í brjóstum bæði Finna og Svia vegna stefnu núverandi stjórnar í varnarmálum. Þessi ríki, þótt hlutlaus séu talin, óttast aukinn þrýsting og þunga frá nágrannan- um f austri, ef hér verða engar varnir og víglína Sovétríkjanna flyzt enn lengra vestur á bóginn. Við sjálfstæðismenn höfum þá stefnu, að okkur beri að vera á- fram I vamarsamtökum Atlants- hafsbandalagsins. Hér sé nauð- synlegt að hafa varnir, eins og nú standa sakir en við teljum sjálf- sagt að endurskoða, og viljum taka þátt í að ákveða, með hvaða hætti slíkum vörnum skuli fyrir komið. Við teljum rétt að auka þátt Islendinga í því starfi, sem tengt er þeim vörnum eins og mögulegt er, en teljum, að svo komnu máli, ekki tímabært, að allt varnarlið fari af landi brott. Þrisvar sinnum meiri verðbólga Meginhluti stefnuræðu for- sætisráðherra fjallaði um efna- hagsmálin. Forsætisráðherra viðurkenndi hina svörtu hlið efnahagsmála, að ekki hafi tekizt að halda verð- bólgu í þeim skefjum, sem stefnt var að í málefnasamningi stjórnarflokkanna. Verðbólgan átti ekki að vaxa meira heldur en í viðskiptalöndum okkar. Sam- kvæmt upplýsingum hagrann- sóknardeildarinnar hefur verð- bólgan hér vaxið um 20—25% s.l. ár, eða þrisvar sinnum meira en í öðrum löndum. Stjórnarliðar sjálfir viðurkenna þessa stað- reynd, en gefa þá skýringu, að verðhækkunin sé af erlendum rótum runnin. I skýrslunni kemur fram, að erlendar verð- hækkanir eiga þátt í fjórum stig- um af þeim 20—25%, sem verð- bólgan hefur vaxið. Og þótt gengisbreytingar séu teknar með í reikninginn þá nema þær ekki nema álíka stigafjölda. Verð- bólgan er heimatilbúin afleiðing af efnahagsmálastefnu rikis- stjórnarinnar eða réttara sagt skorti á efnahagsstjórn af hennar hálfu. RíkisSijórnin hefur haldið frá byrjun uppteknum hætti, bætt sffellt eldsneyti á verðbólgubálið með hækkun ríkisútgjalda og stórfelldri aukningu útlána úr sjóðum án þess að tryggt væri fé nema með sfauknum erlendum og innlendum lántökum. Afleiðingin er örari og meiri verðbólga en orðið hefur hér um áratuga skeið. BREYTT AFSTAÐA En hins vegar fer það ekki á milli mála, að sú afstaða til efna- hagsmála, sem nú kemur fram f ræðu forsætisráðherra, felur í sér mikla breytingu frá fyrri afstöðu hans og ríkisstjórnarinnar. Hann segir „árangursrikt andóf gegn verðbólgu hiýtur að byggjast á samstilltu átaki á sviði launa- og verðlagsmála, fjármála ríkisins og annarra opinberra aðila, gengis- peninga og lánamála." Það er ástæða til að benda á, að þetta er inntakið í þeirra stefnu, sem fyrr- verandi ríkisstjórn fylgdi í heilan áratug með betri árangri en áður hafði náðst í íslenzkum efnahags- málum? Þetta var einmitt sú stefna, sem núverandi ríkisstjórn varpaði fyrir róða með þeim af- leiðingum, sem nú blasa við. En það er ekki aðeins stefna fyrrverandi ríkisstjórnar, sem nú á að endurreisa, sjálf viðreisnar- stefnan, heldur eiga þær stofnanir sem fyrrverandi ríkis- stjórn kom á fót einnig að rísa úr ösku. Vegur Seðlabankans hefur varla áður verið meiri en nú og fyrsta frumvarpið, sem ríkis- stjórnin flytur á þessu þingi, er frumvarp um hagrannsókna- stofnun. Hér er komin efnahagsstofnunin. Með þessum hætti er hagrannsóknarstofnunin algjörlega slitin úr tengslum við Framkvæmdastofnunina eins og við stjórnarandstæðingar vildum. Þegar á það er litið, að ekkert er vitað um afrek Framkvæmda- stofnunar ríkisins í þeim verk- efnum, sem henni voru í upphafi falin, eins og heildarstjórn fjár- festingarmála og frumkvæði I atvinnumálum eða áætlunum til langs tíma og iðnaðarráðherra hefur falið gerð iðnþróunar- áætlunar nýrri stofnun eða sér- stakri deild, sem nánast er sjálf- stætt ráðuneyti, þá er vissulega tími til kominn að leggja þennan óskapnað, Framkvæmdastofnun ríkisins, niður. Þau sinnaskipti forsætisráð- herra, sem fram komu í stefnu- ræðunni, að ætla nú loksins að snúa sér að samræmdri stjórn efnahagsmála, hlýtur að vera fagnaðarefni, en útlit og horfur á þessu ári og fyrirætlanir ríkis- stjórnarinnar, eins og þær birtast í fjárlagafrumvarpinu, benda ekki til þess. Utlit er fyrir, að við afgreiðslu fjárlaga 1974 hafi upphæð beirra þrefaldazt á þrem > árum og yfirlit skortir um fjár- magnsþörf stofnf jársjóða umfram beint framlag ríkissjóðs, en gera má ráð fyrir, að þessi fjárþörf sé minnst um 5 milljarðir og óvíst, hvernig þeirra verður aflað. Ef til vill verður þess fjár aflað með verðtryggðum lánum, sem í raun bera nú 20-30p af vexti, og endurlánað með 6-7% vöxtum eins og dæmi eru til nú. Það er ekki nema von, að sjóðirnir tæmist með slíkri ráðmennsku. Stefna Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherzlu á samræmda stjórn efna- hagsmála, þar sem allir þættir þeirra eru teknir til meðferðar og yfirsýn yfir þá höfð. Hér verður að breyta um stefnu. Við viljum leggja sérstaka áherzlu á: if I fyrsta lagi, að sveiflur Islenzks efnahaeslffs. sem Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.