Morgunblaðið - 20.10.1973, Page 31

Morgunblaðið - 20.10.1973, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1973 31 Hitaveita til Hafnarfiarðar: Mesta hagsmuna- mál Hafnfirðinga fyrr og síðar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar á fundi f fyrradag, þar sem hitaveitusamn- ingurinn var samþykktur. EINS og skýrt var frá í Morgun- blaðinu i gær sambvkkti bæjar- stjórn Hafnarfjarðar einróma á fundi sínum I fyrrakvöld samning við Reykjavíkurborg um, að Hita- veita Reykjavikur taki að sér að leggja og reka hitaveitu í Hafnar- firði. Málið var einnig samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur sama kvöld. I saminignum er gert ráð fyrir því, að hafizt verði handa um framkvæmdir þegar í stað og að lagningu hitaveitunnar verði lokið 1976-1977. Er hér um að ræðaframkvæmd- ir, sem áætlað er að kosti um 600 milljónir króna, miðað við verðlag 1. ágúst. Er sá fyrirvari á fram- kvæmdahraða, að Hitaveitu Reykjavíkur takist að tryggja lán, að upphæð um 410 milljónir króna, til að fjármagna fram- kvæmdirnar. Verður samningur- inn formlega undirritaður nú næstu daga. Skv. samningnum fær Hitaveita Reykjavlkur einkarétt á rekstri hitaveitu í Hafnarfirði. Þá fær Hitaveita Reykjavíkur rétt til jarðhitaleitar og virkjunar til húsahitunarf eignarlandi Hafnar- fjarðarkaupstaðar í Krisuvík. Nær þessi réttur eingöngu til virkjunar til húsahitunar og ann- arar venjubundinnar notkunar Hitaveitu Reykjavíkur, og ráðist hún í virkjun i Krisuvík, ber henni að greiða bæjarsjóði Hafnarfjarðar hlutfallslega sama verð og hitaréttindin hafa kostað Hafnarfjarðarkaupstað, skv. mati á hitaréttindum, þegar kaup- staðurinn fékk þau, og hlutfalls- legan kostnað af rannsóknum, sem fram hafa farið á jarðhita- svæðinu, eftir nánara sam- komulagi. Þá er i samningnum kveðið á um, að Hitaveita Reykjavíkur tryggi rekstraröryggi veitunnar og að þjónusta í Hafnarfirði verði ekki lakari en í Reykjavík, ennfremur, 'að Hafnfirðingar fái heita vatnið á sama verði og Reyk- vikingar. Gert er ráð fyrir, að Hitaveita Reykjavikur fái 7% arð af rekstri hitaveitu í Hafnarfirði, en kveðið á um, að ef, að 15 árum liðnum verði hreinar árstekjur Hitaveitu Reykjavíkur hærri en sem svarar 7% af hreinni endur- metinni eign í ársbyrjun ár hvert, skuli bæjarsjóði Hafnarfjarðar frá þeim tíma greiddur hluti af hreinum tekjum umfram framan- greind 7%, miðað við hlutf all sölu Hitaveitu Reykjavikur i Hafnar- firði af heildarsölu Hitaveitunn- ar. Ekki er gert ráð íyrir neinni eignaraðild Hafnarfjarðarbæjar að hitaveitunni, en bæjarstjórn Hafnarfjarðar er heimilt að til- nefna fuiltrúa, er verði tengiliður hennar við Hitaveitu Rvikur. Skal hann hafa tillögurétt um þau málefni, er snerta Hafnar- fjörð sérstaklega, og skal engu máli, er varðar Hafnarfjörð, ráðið til lykta án umsagnar hans. Samn- ingi þessum verður ekki sagt upp nema með samþykki beggja aðila. Þó fellur samningurinn úr gildi, ef óviðráðanlegar aðstæður hindra starfsemi Hitaveitu Reykjavikur að dómi borgar- stjórnar Reykjavíkur. Ef slíkar aðstæður skapast á hvorugur aðili bótarétt á hendur hinum. Eins og fyrr hefur verð skýrt frá, var samningurinn einróma samþykktur i bæjars.tjórn Hafnarfjarðar og borgarstjórn Reykjavíkijr, en nefnd úr þessum stjórnum gekk frá samningnum. Þó urðu í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar harðar deilur áður en samningurinn var samþykktur, vegna bókunar fulltrúa Alþýðu- flokksins, en þeir greiddu at- kvæði með fyrirvara. Segir í bókuninni, að fulltrúar Alþýðu- flokksins greiði atkvæði með samningnum í trausti þess, að síð- ar verði gengið svo frá málum, að Hafnfirðingar fái eignar- og stjórnunaraðild að hitaveitunni. Var það Hörður Zóphaniasson, sem lagði bókunina fram. Ami- Grétar Finnsson btejar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók þá til máls og gagnrýndi Alþýðu- f lokksmennina harðlega fyrir þessa bókun, en taldi hana þó ekki koma á óvart, þvi að Alþýðu- flokkurinn hefði alltaf staðið gegn lagningu hitaveitu til Hafnarfjarðar, en viljað rafhitun í staðinn. Harmaði Ami það, að Alþýðuflokksmenn skyldu ekkert hafa lært og að þeir væru ennþá á móti lagningu hitaveitu til Hafnarfjarðar, sem væri mesta hagsmunamál bæjarbúa fyrr og síðar. Hefði Alþýðuflokkurinn um árabil beitt stöðvunarvaldi til að tefja málið og þvi dýrmætur timi farið í súginn. Eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar hefði það verið Alþýðuflokkurinn, sem tafði það í tvö ár, að ekki var byrjað á hitaveitumálum. Var það ekki fyrr en 8. apríl 1972, að sam- þykkt fékkst I bæjarstjórn yfirlýs ing um, að bæjarstjórn hefði áhuga á hitaveitu. Gerðist lítið í málinu, að sögn Árna Grétars Finnssonar, unz samþykkt var í sumar tillaga Stefáns Jónssonav bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks ins um, að skipuð yrði nefnd bæjarfulltrúa til að ganga frá samningum við borgarstjórn Reykjavikur og það væri störfum þessarar nefndar að þakka, að samningurinn lægi nú fyrir og málið væri komið heilt i höfn. Stefán Gunnlaugsson forseti bæjarstjórnar og fulltrúi Alþýðu- flokksins tók þá til máis og mót- mælti harðlega þessurn ásökunum Ama Grétars Finnssonar og sagði þær staðlausa stafí. Aiþýðuflokk- urinn hefði aldvei staðið gegn lagningu hitaveitu tii Hafnar- fjarðar. Sagði Stefán, að þó að Alþýðuflokksmaður hefði á sin- um tíma verið i !,;taveitunefnd í Hafnarfirði, hefði hann ekki ver- ið þar á vegum Alþýðuflokksins, hann hefði verið valinn persónu- lega í nefndina og hans eigin sannfæring hefði ráðið afstöðu hans i þeirri nefnd. Sagði Stefán, að bókun Alþýðuflokksins nú væri til komin vegna þess, að Alþýðuflokksmenn vildu stærri hlut til handa Hafnfirðingum en aðrir bæjarfulltrúar. Spunnust út af þessu snarpar og harðar deilur, tóku allir bæjar- fulltrúar til máls og stóð fundur- inn i tæpar 5 klst, en átti upphaf- lega að vera stuttur og aðeins til að samþykkja samninginn. Hörm- uðu bæjarfulltrúar, að fundurinn, sem átt hefði að vera fagnaðar- fundur vegna giftusamlegrar af- greiðslu mesta hagsmunamáls Hafnfirðinga skyldi verða svo mikill deilufundur. Skógaskóli settur Héraðsskólinn í Skógum var settur 12. okt. sl. Nemendur eru nú alls 129, fleiri en nokkru sinni fyrr, i 5 bekkjardeildum. Heiman- akstur nemenda hefur verið aukinn talsvert, en einnig rekur skólinn heimavist. Skólastjóri er Jón R. Hjálmarsson. FERMINGAR BREIÐHOLTSPRESTAKALL Fermingarbörn í Bústaðakirkju sunnudaginn 21. okt. kl. 13.30. STCLKUR: Amanda Ingibjörg Einarsdóttir, Gyðufelli 12 Anna Karlsdóttir, Yrsufelli 11 Asta Kjartansdóttir, Sólheimum Asta Kristín Sæmundsdóttir, Vesturbergi 70 Birna Mar Sigurðardóttir, Leirubakka 18 Emma Marinósdóttir, Vesturbergi 98 Ingibjörg Marinósdóttir, Vesturbergi 98 Sigrún Inga Magnúsdóttir, Grýtubakka 22 Sólveig Magnúsdóttir, Geitastekk 6 Þórdís Hannesdóttir, Völvufelh 24 Drengir: Eymundur Kristjánsson, Irabakka 4 FYiðrik Dungal Höskuldsson, Irabakka 12 Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Skriðustekk 12 Hilmar Kristjánsson, Irabakka 4 Karl Jón Karlsson, Yrsufelli 11 Kjartan Þór Bjarnason, Hjaltabakka 8 Lárus Kristjánsson, Irabakka 4 Þórarinn Einarsson, Gyðufelli 12 Ferming í Grensásprestakalli sunnudaginn 21. október kl. 14. Prestur: Síra Jónas Gíslason. Alfons Jónsson, Háaleitisbraut 36, R. Amgrímur Þorgrímsson, Háaleitisbraut 56, R. Birgir Bragason, Mariubakka 18, R. Hörður Bragason, Maríubakka 18, R. Magnús Magnússon, Vesturbergi 157, R. Ferming f Dómkirkjunni sunnudaginn 21. október kl. 2 e.h. Prestur: sr. Þórir Stephensen. Stúlkur: Belinda Theriault, Hringbraut 103 Karólina Margrét Jónsdóttir, Vesturgötu 23 Þórunn Þórisdóttir, Lambastaðabraut 1, Seltjn. Drengir: Asgeir Ragnar Bragason, Vesturgötu 18, Bessi Jóhannsson, Ásgarði 21 Jón Helgason, Efstasundi 90 Skafti Gunnarsson, Bauganesi 32 Stefán öm Hjaltalín, Hverfisgötu49 Svan Hector Trampe, Lauga\egi 135 Úlfar Ingi Þórðarson, Suðurgötu 35 Fermingarbörn i Dómkirkjunni, sunnudaginn 21. okt. kl. 11. Séra Óskar J. Þorláksson. Stúlkur: Helga Bragadóttir, Yrsufelli 2 Lára Guðrún Agnarsdóttir, Barónsstíg 13 Linda Sigurborg Aðalbjörnsdóttir. Meistaravöllum 25 Sigriður Guðjónsdóttir, Hringbraut 54 Valdís Steinsson, Holtagerði 54 Þórgunnur Hjaltadóttir, Hlunnavogi 3 Drengir: Barði Valdimarsson, Selbrekku 1 K. Guðmundur Kristinn Baldursson, Alftamýri 30 Júlíus Baldursson, Álftamýri 30 Isak örn Sigurðsson, Bólstaðarhlíð 62 Jónas Haraldsson, Bræðraborgarstíg 37 Kristbjörn Haraldsson, Bræðraborgarstíg 37 Margeir Pétursson, Sólheimum 34 Ölafur Magnús Ölafsson, Skaftahlíð 5 Sigurjón Helgi Kristjánsson, Bauganesi 5 Tómas Óskar Guðjónsson, Hringbraut 54. Fermingarbörn í Neskirkju sunnudaginn 21. október kl. 2. Prestur: sr. Frank M. Halldörs- son. Aki Ingvarsson, Hringbraut 94 Asmundur Ingvarsson, Hringbraut 94 Guðný Garðarsdóttir, Irabakka 20 Halldór Hilrnir Jónsson. Bakkavör 9, Seltj. Hrafnkell Viðar Gfslason. Tómasarhaga 38 Jón Auðunn Gunnarsson, Sörlaskjóli 48 Ömar Brynjarsson, Skólabraut 55. Seltj. Öm Brynjarsson, Skólabraut 55, Seltj. Ferming í Iláteigskirkju sunnu- daginn 21. okt. kl. 2. Séra Jón Þorvarðsson. Svanhildur Haraldsdóttir, Bollagötu 2 Gísli Baehtnann, Eskihlíð 20 Jóhann Gröndal, Flókagötu 58 Jónas Ragnar Halldórsson, Drápuhlið 28 ÞIIRFID ÞÉR HÍRÝLI? s Opið frá kl 10—6 á laugardag. s -jt Teikningar til sýnis á skrifstofunni Höfum til sölu 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir i þriggja hæða sambýfishúsum og 8 hæða háhýsum í miðbænum í Kópavogi. íbúðirnar verða afhentar tilbúnar undir tréverk it Sameign verður fullfrágengin og húsin máluð að utan. ★ Sameiginleg bílgeymsla fylgir ibúðunum ★ Lóðin verður fullfrágengin og er hugsuð sem útivistarsvæði fyrir ibúana. Á lóðinni verða hitaðir gangstígar og útskot með bekkjum ★ A svæðinu verða gróðursettir runnar, tré og gras og jafnframt verða reitir fyrir sumarblóm ★ Hluti svæðisins verður nýttur fyrir leikaðstöðu smábarna, með leiktækjum, sandkössum o.þ.h. ★ Á svæðinu verður dagvistunaraðstaða fyrir börn Hibýli & skip Garðastræti 38 Simi: 26277 Heimasímar: Gisli Ólafsson 201 78 Guðfinnur Magnússon 51 970

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.