Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 247. tbl. 60. árg. LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1973 Prentsmiðja Morgunbiaðsins Nixon dró í mánuð að til- Golda Meir: Herir beggja fari hvor á sinn bakka í sér, að ísraelar fari með sitt lið yfir á austurbakka skurðarins, en Egyptar yfir á vesturbakkann. Eins og staðan er nú, er þriðji her Egypta umkringdur á austur- bakkanum, og ísraelar eru með vesturbakkann á valdi slnu í um 100 kílómetra fjarlægð frá Karió, auk þess sem þeir halda um sam- gönguæðarnar. Golda Meir lagði hins vegar á það áherzlu, að brýnasta áhuga- mál Israela væru skipti á stríðs- föngum og að Egyptar opnuðu á ný Bab El-Mandeb-sundið inn á Rauðahaf. Stjórnirnar í Washington og Moskvu eru, að því er sagt er, sammála um það, að siðar meir muni fara fram beinar viðræður milli stríðsaðilja sjálfra, án af- skipta stórveldanna, um varan- lega lausn á ófriðarástandinu. Sadat hefur hins vegar opin- Framhald á bls. 18 Sjálfstætt „hulduríki” Sameinuðu þjóðunum 2. nóvember -AP. MEÐ samátaki ýmissa rfkja þriðja heimsins og kommúnista- rfkjanna tókst að fá það f gegn í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna f dag, að Guinea Bissau var lýst sjálfstætt og fullvalda rfki, en ekki portúgölsk nýlenda. Er þetta mik- Framhald á bls. 18 Washington, Kairó 2. nóvember — AP. GOLDA Meir forsætisráðerra Israels hefur f viðræðum við Nixon Bandaríkjaforseta og Kiss- inger utanríkisráðherra rætt um, að vopnahléð f Miðausturlöndum verði styrkt með því, að Israelar og Egyptar dragi heri sfna til baka, — hvor aðilinn fari yfir á þann bakka Suez-skurðar, sem nær er landi hans. Sadat Egypta- landsforseti sneri f dag heim úr hinni óvæntu ferð sinni til olfu- veldanna Kuwait og Saudi- Arabfu, þar sem hann ræddi við leiðtoga rfkjanna. Ekkert hefur verið látið uppi um, hvað þeim fór á milli. Skömmu eftir heim- komu Sadats var tilkynnt, að Boumedienne forseti Alsír væri kominn f skyndiheimsókn til Karió. Tillögur Goldu Meir fela þannig Stríð og fólk Þeir gefa sér örstutta stund frá amstri strfðs og ósamkomulags og verða menn á ný, en ekki einfaldlega óvinir. Þessi egypzki bóndi t.v., sem býr á vesturbakka Suezskurðar bauð fsraelskum hermönnum, sem fram hjá fóru, ávexti og vatn til hressingar. Hér brosa þeir hvor við öðrum, hann og Ariel Sharon yfirmaður israelshers á þessum slóðum. Danmörk býður Kaupmannahöfn 2. nóv. — AP. DANSKA rfkisstjórnin bauð f dag leiðtogum Efnahagsbandalags- landanna nfu að koma til topp- fundar í Kaupmannahöfn f næsta mánuði til að ræða ýmiss konar vanda í utanrfkismálum og þá Jörgensen lagði áherzlu á, að Danmörk vildi, að fundurinn tæki ekki aðeins utanríkismál til með- ferðar, heldur og almenn málefni EBE, eins og efnahags- og gjald- eyrismál. Forsætisráðherrann sagði, að bréf Pompidous hefði ekki mælt með þvf sérstaklega, að fundur- inn yrði einkum notaður til að ræða ástandið fyrir botni Mið- jarðarhafs, en hann gaf berlega í skyn, að það yrði eitt af höfuðum- ræðuefnunum. Formlega er þó fundurinn haldinn til að ákveða um fundahöld leiðtoganna f fram- tfðinni og þá sérstaklega með til- liti til slíkra funda í neyðartilfell- um. Bráðabirgðadagsetning fund- arins í Kaupmannahöfn er 15.—16. desember. Anker Jörgensen kannski helzt ástandið f Miðaust- urlöndum. Anker Jörgensen for- sætisráðherra sagði á blaða- mannafundi, að hér væri um að ræða svar við bréfi frá George Pompidou Frakklandsforseta, sem rfkisstjórninni barst í gær. kynna um „týndu spólumar” Washington, Key Biscayne 2. nóvember-AP. NIXON Bandarfkjaforseti vissi, að tvær af hinum umdeildu Watergate-segulbandsspólum voru ekki til strax 20. september, — meir en mánuði áður en Hvíta húsið gaf út tilkynningu um, að þessar tvær hljóðritanir hefðu aldrei verið gerðar. Þétta kom fram f vitnisburði Stephen Bull, aðstoðarmanns forsetans, fyrir Rannsóknar krafizt á mistökum ísraelshers Tel Aviv, 2. nóv. AP. HAIM Bar-Lev hershöfðþingi, ráðherra og fv. forseti fsraelska herráðsins, og pólitfskur and- stæðingur hans, Ezer Weizman hershöfðingi, fv. yfirmaður flug- hersins, krefjast rannsóknar á áföllum Israelsmanna fyrstu tvo sólarhringa strfðsins við Araba. Þeir segja, að Israelsmönnum haf i orðið á mistök í byrjun stríðs- ins, en Bar-Lev sagði, að ef stríð hæfist aftur væru Israelsmenn vel settir til þess að ráðast á Egypta, þar sem þeir væru veik- astir fyrir og aðstaða Egypta yrði vonlaus. Bar-Lev segir, að israelsmenn hafi vitað um stríðsundirbúning Sýrlendinga og Egypta, en leyni- þjónustuskýrslur um viðbún- aðinn ekki verið rétt metnar, fyrr en örfáum klukkustundum áður en strfðið hófst. Weizman hershöfðingi segir, að enga miskunn megi sýna þeim, sem verði fundnir sekir um mis- tök eða afglöp. Alit þessara tveggja úr hópi kunnustu herfor- ingja ísraels koma fram í viðtali við blaðið Maariv. Þeir minnast ekki á Moshe Day- an landvarnarráðherra, Davi Elazar herráðsforseta eða aðra yfirmenn ísraelskra hermála. Ummæli þeirra geta haft víðtæk- ar pólitískar afleiðingar, þar eð þeir krefjast raunverulega rann- sóknar á allri varnarstefnunni. Weizman kennir mönnum á vissum stigum herstjórnarinnar um skort á árvekni, er hafi leitt til þess, að menn hafi ekki verið nægilega vel viðbúnir stríði. rétti hjá John Sirica dómara f dag. Sjálfur er Nixon á setri sfnu f Key Biscayne í Flórfda, og þar sagði Gerald Warren aðstoðar- blaðafulltrúi hans að forsetinn vildi „komast til botns f“ þessu geysilega umtalaðaspólu-máli, en „ekki flýja það“. Hann hefði „alls ekki í hyggju að segja af sér“, heldur mundi hann sinna skyldu- störfum sfnum áfram „á þessum erfiðleikaffmum". Bull sagði við yfirheyrslurnar í dag, að hann hefði hjálpað for- setanum við að hlusta á ýmsar segulbandshljóðritanir á fjalla- setri hans, Camp Dacid, 29. sept. s.l., gengið frá segulböndunum o.s.frv. Þá hefði Nixon sagt honum, að hann fyndi ekki þessi tvö umdeildu samtöl við John Dean og John Mitchell á böndun- um. Bull kvaðst hafa gert mikla Framhald á bls. 18 Bar-Lev varði vamarlínuna, sem er kennd við hann, og kvað hana hafa þjónað tilgangi sfnum, þar sem Egyptar komust ekki að Mitla skarði, en niðurröðun herj- anna hefði verið röng fyrstu 48 tímana. Varnirnar hefðu ekki ein- göngu brugðizt á varnarlínunni, sem hefði ekki verið til þess ætluð að verjast 5 herfylkjum. Að sögn Bar-Lev vissi ísraelska leyniþjónustan um öll þau vopn frá Sovétríkjunum, er beitt var gegn Israelsmönnum í norðri og suðri. Hann sagði aðeins, að niðurstöður rannsóknar yrðu að leiða í ljós, hvort sakfella yrði menn í ábyrgðarstöðum. Israels- menn mundu áfram fá réttar upp- lýsingar, og héðan i frá yrðu dregnar réttar ályktanir. Enn er deilt um friðarsveitirnar Sameinuðu þjóðunum 2. nóvember -AP. HLUTLAUSU rfkin átta, sem að- ild eiga að Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna, lögðu f dag fram nýjar tillögur, sem ætlað er að miðla málum f deilum Sovétrfkj- anna og Bandarfkjanna um, hvernig friðargæzlusveitir sam- takanna f Miðausturlöndum verði skipaðar. Segja stjórnarerindrek- ar, að tillögurnar geri engu að sfður ráð fyrir þátttöku þeirra tveggja rfkja, sem stórveldin tvö vilja ekki hafa í gæzlusveitunum. þ.e. Kanada, sem mætir and- spyrnu Sovétmanna, og Póllands, sem Bandarfkin vilja ekki sam- þykkja. Er þó talið, að heldur þokist í samkomulagsátt, þó svo að Banda- ríkin séu enn tortryggin vegna þátttöku kommúnistaríkja og Sovétmenn vegna þátttöku NATO-landa. í tillögum hlutlausu rfkjanna er gert ráð fyrir, að Kurt Waldheim framkvæmdastjóri S.Þ. fái umboð til að senda sveitir frá átta lönd- um jafnskjótt og samkomulag næst. til EBE-fundar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.