Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÖVEMBER 1973 Hafnarbíó Doomwatch 0 Myndin byrjar ekki ólaglega, fyrir framan og undir titlum, en þar með er draumurinn búinn. Lélegt handrit, klúðurs- leg sviðsmynd og uppstillt atriði eins og t.d. á vísinda- stofunni, auk undarlegs leiks og lítillar leikstjórnar Peter Sasdys (fyrrv. sjónvarpsleik- stjóra) h’jálpa til að eyðileggja hugmynd, sem ef til vill hefði verið hægt að gera eitthvað úr. SSP. A usturbœjarbíó „Cable Houge“ * * *• Stórvestri. Finlega saminn óður til deyjándi einstaklings- hyggju. Jason Roberts Jr., hefur sjaldan verið betri en í hlutverki þessa þráa einbua, sem berst fyrir tilveru sinni í andarslitrum hins gamla Vesturs. Leikstjórn Peckinpah einkennist af þeim heitu til- finningum sem hann ber fyrir Vestrinu, og hinni harðgerðu manngerð, sem skóp það. Manninum, sem barðist fyrir því aðverasinn eigin húsbóndi. S.V. The Ballad of Cable Houge * Sam Peckinpah virðist sveiflast nokkuð reglubundið milli andstæðra póla í kvik- myndagerð sinni. 1969 gerir hann fræga ofbeldismynd, „The Wild Bunch". 1970 er það vestri í léttum dúr, „The Ballad of Cable Houge", 1971 önnur fræg ofbeldismynd, „The Straw Dogs“ og 1972, léttur hálfvestri „Junior Bonner“. Ofbeidið sýn- ir vissulega hressilegri hliðina á Peckinpah, en léttari myndirnar lýsa ákveðnum fín- leika og næmni, sem lítið ber á í ofbeldismyndunum. I Cable Houge er þó kvikmyndartakan það sem ber af, en hún er í höndum Lucien Ballards, sem lagt hefur sérstaka rækt við myndatöku á vestrum. SSP. ★ ★ ★ Sam Peckinpah gerði myndina Cable Hogue á undan Straw Dogs og Junior Bonner og er hún að flestu leyti fyrir- rennari þeirra hvað efni snertir. Hogue er maður, sem berst af aldahvörf, er hóta að ræna hann sjálfstæði sínu og tilverurétti. Grunntónn myndarinnar er ákveðin lífs- skbðun Peckinpah og létt fyndni. Þó „Hogue“ sé ekki líkt eins róstusöm og afkomendurn- ir, er hún svo sannarlega jafn athyglisverð. Leikendur: Jason Robards, Stella Stevens, David Wamer. VJ. Stförnubíó A gangi í vorrigningu + Þrátt fyrir somasamlegan leik þeirra Quinn og Bergman er langt frá þvi að hann geti bjargað vesölu efni myndar- innar, sem fetar áfram sýningartímann í kringum ástarvafstur þeirra skötuhjúa. Eða eins og konan sagði í hléinu. „Hún er ekki beint leiðinleg." Leikendur: Anthony Quinn, Ingrid Bergman. Leikstjóri Guy Green. VJ. Billy Pilgrim mitt f hryllingi styrjaldarinnar. Slaugtherhouse Five * * Slök stríðs- og heimsádeila, sem gjarnan er borin saman við Catch 22. Ég minnist einnar setningar úr þeirri mynd, sem höf. þessarar myndar hefðu gjarnan mátt hafa bak við eyrað:.....trying to connect you . . . trying to connect you“. Sláturhúsið gerir enga slíka til- raun til að ná sambandi við áhorfendur sína (utan tveggja örstuttra atriða í Dresden- kaflanum.) Hér er aðeins teflt fram fólki, sem er ekki fólk. SSP. if Það eina sem er athyglis- vert við þessa kvikmynd er hugmyndin að baki hennar — að gera hrollvekju um þann óhugnanlega fylgifisk menningarinnar sem við nefn- um mengun. En því miður miss- ir þessi góða humynd marks, því hún er vel falin, langt á bak við lélegt handrit, ömurlegan leik (Ian Bannen er einna lfkastur skopstælingu af Ama Tryggvasyni) og dáðlausa leik- stjórn. S.V. ★ ★ ★ Mynd þessi er merkilegt samansafn af atburðum og stöðum í nútfð, fortíð og fram- tíð. Söguhetjan Billy er eini punkturinn, sem bindur saman efnisparta myndarinnar. Sundurklipptar og stokkaðar senurnar eru bæði í senn furðu- legar og fyndnar. Leikur Michael Sacks er lifandi og skemmtilegur og einnig er Sharon Gans hreint afbragð. Slauatherhouse five SLATURHUSNR.5 Bandarisk, frá Universal 1972. ★ ★ ★ Leikstjóri: George Roy Hill, framleiðandi: Paul Monash, handrit: Stephen Geller, kvik- myndun: Niroslav Ondricek, tónlist: Glenn Guld. Eftir lestur hinnar frábæru bókar Kurt Vonneguts Jr., varð mér hugsað sem svo, að það mundi jaðra við skemmdar- starfsemi að kvikmynda verkið. Skömmu síðar fréttist að George Roy Hill væri búinn að fá það erfiða verkefni f hendur, og styrkti það ennfrekar þann grun minn að útkoman yrði barningur, víðsfjarri sögu- þræðinum. George Roy Hill var einkum kunnur fyrir skemmtimyndir, góðar að vísu, „The World of Henry Orient", „Hawaii“, „Butch Cassidy and the Sundance Kid“, o.fl. En hann hefur hvorki brugðist Vonnegut né kvikmynda áhorfendum. „Slaughterhouse Five“ er einstaklega vel heppnuð mynd. Nöldurhornið Það er kunnara en frá þurfi að segja að af sýndum kvik- myndum hér á landi er hlutur amerískra mynda stærstur — meira að segja lang stærstur. Þó framleiða þeir aðeins brot af heimsframleiðslunni. Þetta er ekkert nýtt af nálinni, það hefur verið nöldrað út af þessu fyrr. Þó virðist mér sem það gæti verið tímabært að hræra örlítið í þessum málum, þar eð allir virðast vera famir að sætta sig við þetta ástand, ekki síst kvikmyndahúsastjórarnir, sem einatt hafa lýst því yfir, að þeir séu þrælbundnir við að gera nauðungarsamninga við einstök dreifingarfyrirtæki, amerísk. Sem efalaust er rétt. En það fer ekki hjá því, þegar litið er í erlend kvikmyndablöð, að menn sjái, hversu óhemju lélegt úrval af myndum er sýnt hér allan ársins hring. Nægir að nefna leikstjóra eins og Wajda — Skolimovsky — Platts-Mills — Zanussi — Pass- er — Menzel — Jansco — Ray — Olmi o.s.frv. nöfn, sem hér hafa tæpast eða aldrei sést, og sern ég leyfi mér að álykta, að ýmsir kvikmyndahússtjórar hafi ekki hugmynd um að eru til. Meira að segja Bergman og Fellini eru orðnir sjaldgæfir. En þurfa kvikmyndahúsin að vera svona afskipt og einangruð? Ég leyfi mér að ef- ast um það. En það er í raun- inni ekki mitt að efast, það hlýt- ur að vera hlutverk húsanna að reyna að svara. Til að fyrir- byggja allan misskilning vil ég taka það fram, að þessari Flestir listamenn reyna að koma einhverju Iagi á hlutina er þeir fást við hina rímrugluðu og umhverfðu veröld vora. Svo er ekki farið með þessa bók Vonneguts. Hann dregur hvergi úr glundroðanum, heldur ruglar lesandann með slitróttu samhengi, yfirborðið minnir á vísindaskáldskap. Billy Pilgrim hefur slitnað úr rás tímans og flækist milli for- tíðar, nútíma og framtíðar í óskipulögðu samhengi. Leik- stjórinn og handrits- höfundurinn Geller, hafa kæn- lega breytt bókinni i afbragðs kvikmynd. Komið margflækt- um, eilítið geggjuðum efnis- þræðinum til skila á kímilegan, en bitran hátt. Og persónur Vonneguts standa ljóslifandi frammi fyrir manni, f höndum sérstaklega frambærilegra leik- ara, sem flestir eru þó lítt þekktir. spurningu er ekki varpað fram af einhveri illgirni, heldur vilja til þess að auka fjölbreytni i myndavali í þágu almennings- og húsanna. Ef einhver kvik- myndahússtjóri sér sér fært að svara þessari spurningu fyrir sína parta eða heildarinnar, er okkur bæði ljúft og skylt að birta svar hans hér á síðunni. (Mánudagsmyndir teknar fyrir síðar) SSP. Fréttahornið Akira Kurosawa virðist vera við hestaheilsu, því hann hefur nú ákveðið að gera sína 26. mynd í Moskvu. Myndin er byggð á tveimur sögum eftir Vladimir Arsenyev, sem fjalla að sögn um manninn og náttúruöflin. Dustin Hoffman hefur tekið að sér aðalhlutverk í myndinni „Eye Witness", sem fjallar um kynvillingamorð — og leik- stjóri verður Milos Formann. Fýrir rúmum mánuði átti að hefja töku myndarinnar „Chinatown", með Jack Nichols í aðalhlutverki og skráður sem leikstjöri var Roman Polanski. Joel Grey, sem hlaut Oscars- verðlaun fyrir Ieik sinni í Cabaret (Master of Ceremonies), leikur nú á móti Cliff Richardson í myndinni „The Man on the Swing“. Frank Perry (Diary of a Mad Housewife) leikstýrir, en Grey leikur skyggnan mann, sem aðstoðar lögregluna við að upp- lýsa flókið morðmál. Söguhetjan Billy nýtur aðeins þess lífs, sem hann upp- lifir á fjarlægri plánetu í faðmi fagurrar þokkadfsar. Lff hans á jörðinni er markað hryllingi stríðsáranna síðari. Leiðindum heimilislífsins með feitlagnri og heimskri eiginkonu, og skelfingum þess smáborgara- lega samfélags, sem hann hrærist í. Kvikmyndun þessarar skipu- lagslausu lífsreynslu hefur tekist mæta vel. Tíma- sveiflurnar eru oftast með fádæmum vel gerðar. Michael Sacks skapar fullkominn Billy Pilgrim, ekki aðeins með góð- um Ieik, heldur einnig með opnu og sakleysislegu fasi sínu. Ron Leibman er sannfærandi sem hinn hálfóði Lazzaro og Valerie Perrine sómir sér ljómandi vel á hvað plánetu sem er. Þá er kvikmyndataka Ondriceks minnisstæð. SÍBS_____ ENDURN VMUN Féiag matreiaslumanna Almennur félagsfundur verður haldinn mánudaginn 5. nóvember nk. kl. 1 5.30 að Óðinsgötu 7. Fundarefni: Samninqaroq önnurmál. Stjórnin. DREGID MÁNUDAGINN 5. NÓVEMDER. MUNID AÐ ENDURNÝJA Flóamarkaffur í anddyri Breiðholtsskóla, sunnudaginn 4. nóv. kl. 3 e.h. Úrval notaðra muna á gjafaverði. Ágóði rennur til líknar- og framfaramála i Breiðholti Kvenfélag BreiSholts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.