Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 28
Ed McBain: ó heljQiþiöm 28 Andskoti er heitt hérna, hugs- aði hann með sér. Ætli nokkur hafi rekizt á orðsendinguna mína? Hvers vegna lækkar ekki ein- hver fjandans hitann? spurði hann sjálfan sig í hljóði. Hann gaut augunum í átt að hitastillin- um. Cotton Hawes stóð þar nærri veggnum og hafði ekki augun af Virginu Dodge. Hann stóð þarna eins og varðmaður, en varðmaður hvers? Hvers var hann að gæta? Þú þarna, Cotton, blessaður teygðu þig og lækkaðu helvítis hitann, hugsaði hann. Orðin voru nærri komin fram á varirnar. En þá fór hann aftur að brjóta heilann um það, hvort einhver hefði fundið orðsendinguna. Hug- ur hans flögraði frá hitanum í salnum; hann byrjaði að fara með bæn á hebresku, hversu einkenni- legt, sem það nú var fyrir mann, er ekki hafði stigið fæti inn í bænahús Gyðinga í tuttugu ár. Angelica Gomez teygði fæturna fram á gólfið og lokaði augunum. Það var sjóðandi hiti f salnum og með lokuð augun í ímyndaði hún sér, að hún lægi á kletti á fjöllum uppi og léti sólina sleikja brúnan líkamann. Þegar til Puerto Rico kæmi ætlaði hún að feta skógarstigu eins og forðum daga, slóðir sem leyndust í þykkn- um hitabeltisgróðursins. Og þar mundi hún finna ofurlítið skógar- rjóður, rjóður með villtum gróðri. Og í þessu rjóðri mundi hún af- klæðast og láta brjóst sín mynnast við sólu. Það var henni hulin ráðgáta, að aldrei skyldi skína sól á strætum borgarinnar. Letilega hélt hún augunum lok- uðum og lét hitann umlykja sig. Hugur hennar var allur á fornum slóðum f Karabiska hafinu og henni leið vel í hitanum. Vonaði bara, að enginn tæki upp á því að opna gluggann. Síminn hringdi. Virginia Dodge kinkaði kolli til Bert Kling, og hann lyfti tólinu, en beið örlítið eftir því, að hún færi að dæmi hans. „Atiugasta og sjöunda deild, Kling hér“. „Halló, er Carélla þarna?“ „Hver er þetta?" „Atchison á rannsóknarstof- unni. Hvar er Carella?" „Úti. Get ég skilað einhverju til hans?“ „Jam m ég býst við því. Hvai sagðistu heita?“ „Bert Kling." „Ég kem þér ekki fyrir mig.“ „Hvaða máli skiptir það?“ „Mér þykir betra að vita við hverja ég tala. Heyrðu, það er út af þessu Scottmáli." ,,Já?“ „Sam Grossman fékk mér myndir til athugunar. Af dyra- stafnum." „Já?“ „Þekkirðu eitthvað til dyra- stafsins?" „Carella setti mig inn í málið. Gefðu mér allar upplýsingar og ég skal koma þeim áfram til hans.“ „Lággur eitthvað á? Finnst þér ekki notalegt að spjalla við mig?“ „Alveg óskaplega. Við eigum aðeins dálítið annríkt þessa stundina." „Mér finnst notalegt að spjalla,“ sagði Atchison. „Dregur úr tilbreytingaleysinu. Þú ættir að sitja hérna allan daginn yfir tilraunaglösum, ljósmyndum og þvflíku. Þú ættir að grufla allan liðlangan daginn f fatnaði, sem Iyktar af blóði og kúki og pissi. Þá hefðirðu ekkert á móti því að spjalla svolítið." „Ég er með tárin f augunum þín vegna,“ svaraði Kling. „ Hv að me ð dyra staf inn ?“ „Ég gæti verið kominn heim á þessari stundu. I staðinn hef ég legið yfir þessum myndum allan guðslangan daginn til að hjálpa ykkur, greyjunum. Er þetta svo allt þakklætið, sem maður fær?“ „Heyrðu, ég skal senda þér dá- Iítið af þvottinum mínum til að grufla í. Hvernig litist þér á það?“ sagði Kling. „Þetta var ægilega fyndið hjá þér. Gakktu endilega úr skugga um, að þetta sé óhreinn þvottur, eins og sá, sem við fáum alltaf, Þessi, sem lyktar af blóði og kúk....“ „Ég átti einmitt við þannig þvott“ „Hvað sagðistu annars heita?“ „Bert Kling." „Þú ert mesti brandarakarl. Kling?“ „Kling og Cohen. Hefur ekki heyrt um okkur?“ „Nei,“ svaraði Atchison stutt- aralega. „Wtirhermur, dansatriði og skopþættir. Við komum aðallega fram á ættarmótum og í brúð- kaupsveizlum. Hefurðu aldrei heyrt okkar getið? Kling og Cohen?" „Aldrei. A þetta að vera annar brandari?" „Ég er að spjalla við þig, maður. Varstu ekki að kvarta áðan?“ „Þú getur sparað þér greiðvikn- ina. Ef þú villist einhvern tíma hingað inn til mfn til að biðja um greiða, skal ég sjá til þess, að þú fáir heilan bala af þvotti í haus- inn.“ „Hvað um dyrastafinn?" „Kannski ætti ég ekkert að vera að segja þér það. Láta þig hafa fyrir því að komast að þvf sjálf ur.“ „Þá það. Eins og þú vilt“ „Því er nú verr og miður, að ég get það ekki. Sam myndi ganga ai göflunum. Hvað er eiginlega á ! þýðingu Björns Vignis. milli hans og þessa Carella? Mað ur gæti haldið, að hann væri tengdasonur hans eða eitthvað, eins og Sam lætur hérna meí hann.“ „Nei,“ sagði Kling. „Steve ei pabbi hans. Og það er óvenju náif samband milli þeirra feðga.“ Bfðvlnafélaglð Af sérstökum ástæðum verður að fresta aðalfundi félags- ins. Allar nánari uppl. veitir stjórnin ! síma. Bíóvinafélagið SRrif stolunúsn æfll tll lelgu Tvö skrifstofuherbergi til leigu í verzlunarhúsi okkar að Skúlagötu 63. G.J. Fossberg Vélaverzlun h/f Skúlagötu 63 velvakartdi Velvakandi svarar í sírrta 10- 100 kl. 10.30—11.30. frá mánudegi til föstudags. • Hafnarfjarðarvegur- inn Hafnfirðingur hafði sam- band við Velvakanda. Sagði hann, að tal.svert væri um mannaferðir á Hafnarfjarðarveginum þar sem hann iægi undir brúna á Ko'pa- vogshálsi. Meðfram akbrautinni á þessurn stað væri hár, steyptur kantur,' en engin gangstétt, og gæfi auga leið, að þarna væri stór- hættulegt að vera á gangi. Hann sagðist oftar en einu sinni hafa fengið algert „sjokk" þegar litlu hefði munað, að hann æki yfir krakka, sem þarna voru að þvæl- ast. Hann sagðist álíta nauðsyn- legt, að lögregluþjónar fylgdust nákvæmlega með mannaferðum á þessum stað, ennfremur, að sett væru upp aðvörunarskilti. Þarna væri ekki gert ráð fyrir neinni umferð gangandi vegfar- enda, heldur væri ætlast til, að þeir færu yfir á sérstökum gang- brautum á brúnni fyrir ofan. Hafnfirðingurinn minntist lika á það, að umferð um Hafnarfjarð- arveginn gengi mjög ógreiðlega á mesta annatímanum, eða fyrir 9 á morgnana, um hádegið, og svo milli 5 og 7 á kvöldin, en á þessum IIIIIIIIIIIIIIIII.MIII^ BÚIÐ VELOGÓDÝRT í KAUPMANNAHÖFN Mikið lækkuð vetrargjöld. Hotel Viking býður yður ný- tízku herbergi meðaðgangi að baði og herbergi með baði. Slmar i öllum her- bergjum. fyrsta flokks veit- ingasalur, bar og sjónvarp. 2. mín frá Amalienborg. 5 mín. til Kongens Nytorg og Striksins. HOTEL VIKING Bredgade 65, 1260 Kobenhavn K Tlf. (01) 12 45 50, Telex 19590. Sendum bækling og verð. tímum væru flestir á leið til eða frá vinnu. Mikið væri um ferðir þungaflutningabifreiða, jafnt á þessum tímum sem öðrum, og þar sem Hafnarfjarðarvegurinn væri ekki breiðari en hann er, og fram- úrakstur af þeim orsökum útilok- aður, væri þarna oftast umferðar- öngþveiti á þessum tíma. Hafnfirðingurinn vildi gera það að tillögu sinni, að ferðir þunga- flutningabifreiða væru bannaðar um Hafnarfjarðarveginn á mesta annatimanum, eða a.m.k. tak- markaðar verulega. % Um Viðlagasjóð o.fl. Guðbjörg Gunnlaugsdóttir, Alfaskeiði 98, Hafnarfirði, skrifar: „Velvakandi góður. Mig langar til að biðja þig að birta fyrir mig nokkrar línur. Ég er Vestmannaeyingur, en ég dvelst enn á „fasta landinu" svo- kallaða. Að sjálfsögðu hefur margt drifið á daga okkar Vestmannaey- inga, bæði gott og illt, og margir hafa orðið fyrir aðkasti ogýmsum óþægindum, en persónulega hef ég ekki orðið fyrir neinu aðkasti. Samt hefur stundum veriðheldur erfitt að verá Vestmannaeyingur, og ljótar eru sumar sögurnar, sem manni hafa borizt til eyrna, en sleppum því. Nóg er nú samt. Tilefni þessa bréfs er það, að mér fannst ég verða fyrir heldur miklum dónaskap af einum manni, sem mikið hefur komið við sögu okkar Vestmannaeyinga á undanförnum mánuðum. Hús mitt er nú undir hrauni, og á ég því ekkert heim'li, en hugur minn hefur ætíð stefnt heim, en þar hef ég ekkert í að fara. Ég fór þvf á stúfana til að leita mér upplýsinga í sambandi við byggingu húsa heima í Eyjum, eða hvort þangað yrðu flutt til- búin hús. Ég hafði í þessu skyni tal af manni hjá Viðlagasjóði, og sagði hann mér, að Viðlagasjóður reisti engin hús úti f Eyjum, hvorki tilbúin né önnur. Mér fannst þetta svo ótrúlegt, vegna allra ummæla frá Viðlaga- sjóði og öðrum um uppbyggingu í Eyjum, að ég gerðist svo djörf að hringja til Helga Bergs, en þar fékk ég sömu svörin, og til við- bótar sagði hann, að ég skyldi lesa reglur Viðlagasjóðs. Ég ætla ekki að rekja samtal okkar nánar hér, enda var það mjög stutt, því að sá hái herra sýndi mér þá virðingu að skella tólinu á, án þess að kveðja eða útskýra hvers vegna hann gæti ekki talað við mig lengur. Þetta finnst mér vægast sagt dónaskapur. Að endingu vil ég benda Helga á að lesa sjálfur reglur Viðlaga- sjóðs, sérstaklega 6. kafla, 32. grein, og 9. kafla, 43 grein. Með þökk fyrir birtinguna. Guðbjörg Gunnlaugsdóttir." BRONCO '66 Til sölu er Bronco '66 í mjög góður lagi. Upplýsingar í srma 34296. Verzlunar- og skrlfstofuhúsnædl á 2. hæð við Laugaveg til leigu. Upplýsingar hjá Eiríki Ketilssyni, Vatnsstíg 3. Laus statfa Staða skrifstofustjóra borgarverkfræðings er laus til um- sóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í lögfræði. Laun eru skv. 1. fl. B-2 í kjarasamningi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað til skrifstofu borgar- stjóra eigi síðar en 24. nóvember n.k. Borgarstjórinn í Reykjavík, 1. nóvember 1 973. HQs tll sölu Q Reyúarflrdl Kautilboð óskast í húseign Pósts og síma á Reyðarfirði Húsið er 1206 rúmm. að stærð og fylgir því 1887 fm. leigulóð. Eignin verður til sýnis væntanlegum kaupendum fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. vóvember n.k kl 3 — 5 e.h. báða dagana og eru tilboðseyðublöð afhent á staðnum. Tilboð eiga að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 1 1.00 f.h. mánudaginn 19. nóv. 1973. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.