Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÖVEMBER 1973 Jórunn Þórdís Olafs- dóttir — Minning Fædd 24. október 1935. Dáin 26. október 1973. Hin langa þraut er liðin, nú Ioksins hlauztu friðinn, og allt er orðið róít, nú sæll ersigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðansnótt. Vald.Briem. I dag fer fram frá Seyðisfjarðar- kirkju útför vinkonu okkar Jórunnar Þórdísar Ölafsdóttur, sem lézt á Landspítalanum 26. október. — Stella, eins og hún var kölluð af ættingjum og vinum, var fæaa 24. október 1935 á Há- nefsstaðareyrum Seyðisfirði. Hún var dóttir hjónanna Vígdísar Ölafsdóttur og Ólafs Guðjóns- sonar. — Ólst hún upp á Hánefs- staðareyrum f foreldrahúsum ásamt systkinum sinum. Um 1946 fluttist fjölskyldan til Seyðis- fjaðarkaupstaðar og hefur búið þar síðan. Hófust kynni okkar Stellu fijótlega eftir það. Stella Faðir okkar og stjúpfaðir LÁRUS ÞÓRARINN JÓHANNSSON frá Blönduósi, sem andaðist 27. okt verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 3. nóv. kl. 10 30 Hörður Lárusson Jóhanna Lárusdóttir Magnúsína Magnúsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir HANSÍNA GUNNARSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum Háteigsvegi 8, Reykjavík lézt í Landakotsspítala, föstudaginn 2 nóvember. Anton Bjarnasen Gunnar Bjarnasen Jakob Ó. Ólafsson. t Þökkum innilega samúð <5g vinarhug við andlát og jarðarför ÓLAFAR SNJÓLFSDÓTTUR, Melum, Árneshrepp. Kristján Albertsson og börn, Oddný Egilsdóttir, Guðlaug Snjólfsdóttir, Steinunn Snjólfsdóttir, Guðrún Snjólfsdóttir. t Við þökkum innilega hluttekningu vegna andláts móður okkar, tengda- móður. ömmu og langömmu ÞURÍÐAR BENÓNÝSDÓTTUR Bárugötu 23 Friðrik Sigurbjörnsson. Ingólfur Sigurbjörnsson, tengdadóttir, bárnabörn og barnabarnabörn. var glæsileg, tíguleg í fasi og snyrtimennskan var henni í blóð borin. Öll framkoma hennar var mótuð af prúðmennsku, hlýju og glaðri lund, sem henni var svo eiginleg. Stella var gift eftir- lifandi manni sínum Sveini Finn- bogasyni, Seyðisfirði, og bjuggu þau allan sinn búskap þar. Eignuðust 2 syni, Vigni Ölaf, sem nú er 16 ára og Guðlaug Laxdal 12 ára. Það vissu flestir að hverju stefndi, en söknuðurinn verður alltaf jafn sár. Stella var óvenju- dugleg og þrautseig í veikindum sinum. Hún barðist hetjulegri baráttu við þann sjúkdóm, sem lagði þessa ungu konu að velli, enda segir það sig sjálft, hvað hún varð að þola, þar sem hún var blind síðustu ár ævi sinnar og kom það bezt fram í hennar miklu hetjulund. Kæra vinkona, þótt þú sért horfin sjónum okkar, eigum við margar góðar og fallegar minningar um þig, sem aldrei mást. Að leiðarlokum kveðjum við þig með trega og þökkum þér alla þá vináttu og tryggð, sem þú sýndirokkur. Eiginmanni þinum, sonum, foreldrum, systkinum ættingjum og venzlafólki vottum við okkur dýpstu samúð og biðj- um þeim Guðs blessunar á þess- um erfiðu stundum. Við vitum, að minningin um þig verður okkur huggun í harmi. Guð blessi minninguþína. Sigrún og Jenný Haraldsdætur. Langri og erfiðri sjúkdómssögu og baráttu er lokið. Stella frænka mín lauk hérvistardögum sinum hinn 26. október sl. Fullu nafni hét hún Jórunn Þórdís Ölafsdóttir, var fædd á Seyðisfirði 24. október árið 1935 og ól þar allan aldur sinn. Hún var dóttir hjónanna Vigdísar Ölafsdóttur og Ölafs Guðjónsson- ar, sem bæði lifa dóttur sina. Þau hjónin urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa son sinn ungan, mesta efnismann, og var hann öllum harmdauði. Reyndi þá mikið á samstöðu og stillingu fjölskyld- unnar. Á unglingsárum vann Stella við símstöðina á Seyðisfirði, en ung giftist hún eftirlifandi manni sin- um, Sveini Finnbogasyni sjó- manni á Seyðisfirði. Eftir það átti heimili hennar og fjölskylda hug hennar allan. Þau eignuðust 2 syni, sem nú eru 16 og 12 ára gamlir, og fá nú þáð hlutverk að flytja fram á veg dugnað og atorku móður sinnar. Er þungur harmur kveðinn að fjölskyldunni við svo ótímabært fráfall húsmóð- urinnar. Ein af mínum fyrstu ljúfu minningum frá því ég kom fyrst til Seyðisfjarðar, bam að aldri, er kynnin við Stellu. Mér þótti hún þá þegar bera af fyrir glæsileik og reisn, og þau kynni héldust með sama hætti unz yfir lauk og bar aldrei skugga á. Dugnaður, ljúf- mennska og snyrtimennska voru henni í blóð borin, og alltaf var jafnindælt að eiga með henni stund og deila geði við hana. Hún var föst fyrir og trygglynd og mátti hvergi vamm sitt vita. Þess- ir eðliskostir hennar allir entust þar til yfir lauk. Erfiðleikamir knúðu snemma á dyr, og um 20 ára skeið átti Stelia við erfið veikindi að striða, sem m.a. leiddu til þess, að sl. 5 ár var hún alblind. En hún lét aldrei bugast. Hún tók mótlætinu með æðruleysi og hetjuskap og lét eng- Framhald á bls. 18 Jón Hallur Sigur- björnsson — Minning F. 17.8.1897 D. 27. 10 1973 Jón Hallur Sigurbjörnsson var fæddur 17. 8. 1897 á Isólfsstöðum á Tjörnesi. Voru foreldrar hans Valgerður Jónsdóttir frá Forna- stöðum í Ljósavatnsskarði og Sigurbjörn Einarsson bóndi á ís- ólfsstöðum. Hann var bróðir Magnúsar Einarssonar organista á Akureyri. Börn þeirra hjóna, Sigurbjörns og Valgerðar, voru fjögur, Björn Sigurbjörnsson bankagjaldkeri á Selfossi, Hall- + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðaför SIGUROAR HELGASONAR rithöfundar Vandamenn t Þökkum samúð og vinsemd við andlát og útför eiginkonu minnar og móður, JÓHÖNNU ÞORSTEINSDÓTTUR Kaplaskjólsveg 54, Stígur Guðjónsson og börnin. t Útför föður okkar JÓHANNESAR JÓHANNESSONAR, Strandgötu 17, Sandgerði, sem lézt í Sjúkrahúsi Keflavíkur 28 október s.l fer fram frá Safnaðarheimili Aðventista, Keflavík, mánudaginn 5. nóvem- ber kl. 1 3 30 Fyrir hönd barna og tengda- barna, Rlkarður Jónsson dóra húsmóðir á Finnsstöðum í Köldukinn og Einar á Akureyri, áður bóndi á Litlu-Tjörnum f Ljósavatnsskarði. Hann einn er nú á lífi þeirra systkina. Jón Hallur ólst upp með systk- inum sínum, hann var bráðger drengur og vinnusamur. Þá er foreldrar hans höfðu flutzt að Tungu á Tjörnesi, vildi honum það til 11 ára, er hann var að hjálpa bróður sínum að taka ofan af klyfjum, að saltfiskbaggi féll ofan á fætur honum. Hlaut hann þar meðsli, sem höfðust illa við og mátti hann oft dvelja á sjúkrahúsum. En foreldrar hans fluttust um það bil til Akureyrar. A þessum veikindaárum dvaldi hann stundum hjá frænda sínum Ingólfi Bjarnasyni alþingismanni í Fjósatungu á sumrum. Minntist Jón Hallur þessarar dvalar með gleði og hve Ingólfur og kona hans, Guðbjörg Guðmundsdóttir, voru honum góð. Eigi hlaut hann fullan bata af þessu böli sínu fyrr en hann fulltíða komst á fund Matthíasar Einarssonar læknis i Reykjavík. Æskan var honum eigi teit, en hann var furðu glaðsinna og bjó yfir hæfileikum og þrá til frama. Jón Hallur var hár maður vexti og bar sig vel á velli og stundaði þá vinnu, er heilsan leyfði. Hann kvæntist 24. júní 1924 Kristínu Karlsdóttur frá Draflastöðum i Fnjóskadal, er reyndist honum góð eiginkona á þeirra samferð í 49 ár. Þau hjón eignuðust tvö börn, Dómhildi húsmæðrakenn- ara, gifta Pétri Ingjaldssyni á Skagaströnd, og Karl Ómar, verk- fræðing í Reykjavfk, kvæntan Ólöfu Stefánsdóttur. Þau hjón bjuggu lengst á Akureyri, f fjölda ára, í góðu húsi, með fögrum trjá- garði. Jón stundaði lengi húsgagna- bólstrun, hafði verkstæði. Fór þetta honum vel úr hendi, því að hann var velvirkur, snyrtimenni og verklaginn. Hafði hann mikil viðskipti víða um land, og með því að hann var hneigður til kaup- sýslu, fékkst hann við margs konar viðskipti. Varð hann ágætur bókhaldari og skrifaði ágæta hönd. Fékkst hann við verzlunarstörf, er hann fluttist til Reykjavíkur. Um árabil veitti hann ásamt fleiri forstöðu fyrir- tækinu Gluggum. Jóni Halli hafði lánazt af sínu lífspundi og hafið sig til efnalegs sjálfstæðis og góðra lífskjara. Hann var maður ör f lund, en eðlishýr í viðmót. Abyggilegur f viðskiptum og krafðist þess af öðrum. Hann var mikill og góður heimilisfaðir og spöruðu þau hjón ekki fjármuni til að mennta börn sín, því að hann varþess minnug- ur, hvers hann fór á mis á fyrri árum sökum heilsuleysis og fá- tæktar. Jón Hallur var félagslyndur og starfaði lengi f reglu Oddfellowa á Akureyri og f félagi iðnaðar- manna. Hann var söngvinn og músikalskur eins og hann átti kyn til, starfaði í Lúðrasveit Akur- eyrar og söng í Kantetukór Björg- vins Guðmundssonar. Þá Iærði hann ungur á orgel hjá frænda sínum Magnúsi Einarssyni og fór utan til Hafnar til frekara náms. Dvaldi hann vetrarlangt ytra í skjóli Björns bróður síns, sem þá var við háskólanám. Eftir heim- komuna til Akureyrar fékkst hann um skeið við að kenna á orgel. Hafði hann af því mikið yndi og samdi lög sér til hugar- hægðar. Þau hjön Jón Hallur og Kristín dvöldu oft á sumrum norður á Höskuldsstöðum og Skagaströnd og féll Jóni það vel, því að á Norðurlandi voru hans heima- hagar. Einkar kært var með þeim feðginum honum og dóttur hans Dómhildi. Hann var sjúkur hin síðustu ár og andaðist eftir langa sjúkddms- legu. Naut hann þá f ríkum mæli vinsemdar og ástúðar sonar síns og tengdadóttur, en kona hans var þá orðin heilsulítii. Hann gat nú litið yfir lff sitt á ævikvöldi eins og sá er ávaxtað hafði vel það, er hann hlaut í vöggugjöf, við góða virðingu barna sinna, tengda- barna og barnabarna, er notið höfðu hans um marga hluti á hans manndómsárum. Pétur Þ. Ingjaldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.