Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1973 Fara þjónar í verkf all nk. föstudag? Ríkisstiórnin og samkomulagsgrundvöllurinn: Afstaða verður tekin í málinu á þriðjudag FORSÆTISRÁÐHERRA lét þess getið í gær, að ríkisstjórnin myndi taka afstöðu til samningsgrund- vallar þess, sem hann kom með frá London, á ríkis- stjórnarfundi næstkom- andi þriðjudag. Eins og kunnugt er, hefur Einar Ágústsson utanríkisráð- herra átt viðr. við John McKenzie sendiherra Breta um tilmæli ísl. 140 tonn af síld í reknet REKNETABATAR frá Höfn í Hornaf irði eru búnir að landa 140 lestum, frá þvf að þeir hófu veið- ar fyrir röskum mánuði. Afli í þessari viku hefur enginn verið, vegna brælu á miðunum í kring- um Tvfsker. 1 gærkvöldi fréttist að Skinney væri að fá sæmilegan afla í Breiðamerkurdýpi, en ekki var vitað, hvað báturinn fékk mikið f net. Öll sfldin, sem bátarnir hafa komið með, hefur farið til fryst- ingar, enda er ekkert um góða beitusfld f landinu. Hætt er við, að rifist verði um þessa sfld f vetur, enda þykir íslenzka sfldin einhver sú bezta beita, sem völ er á. Það eru tveir Hornaf jarðarbát- ar Skinney og Akurey, sem hafa landað sfidinni í Höfn, auk þess hefur Saxhamar frá Rifi iandaði þar nokkrum tonnum. Menn gera sér vonir um, að afli f reknetin verði góður í þessum mánuði, en nóvember hefur oft verið talinn bezti mánuður ársins til rekneta- veiða. ríkisstjórnarinnar um ákveðnar leiðréttingar á grundvellinum. Hafa við- ræðurnar farið fram og niðurstöðurnar voru lagð- ar fvrir ríkisstiórnina á fimmtudag, en þá tók hún eigi afstöðu til þeirra. Tveir af stjórnarflokkunum halda nú um helgina flokksráðs- eða flokksstjórnarfundi, og mun landhelgismálið þar m.a. til um- ræðu. Munu ráðherrar þessara flokka kanna þar afstöðu flokks- manna sinna til samkomulags- grundvallarsins. Alþýðubanda- lagið hefur kailað saman flokks- ráðsfund, sem settur var í gær- kvöldi í Köpavogi, og er honum ætlað að ljúka á sunnudag. Sam- tök frjálslyndra og vinsti manna hafa boðað til flokksstjórnarfund- ar í dag í Tjarnarbúð og, sam- kvæmt auglýsingu þar um í mál- gagni flokksins, er þess ekki get- ið, að fundurinn eigi að standa nema einn dag. ÞAU tfðindi urðu í gær, að lög- bann var sett á sjónvarpsþáttinn „maður er nefndur“, en í þessum þætti ætlaði Pétur Pétursson að ræða við Sverri Kristjánsson sagnfræðing. Var lögbannið sett að kröfu þriggja dætra Ama heit- ins Pálssonar prófessors. Rfkis- útvarpið hefur þegar mótmælt lögbanninu, en kærufrestur f lög- bannsmálum sem þessu er ein vika. Dætur Arna báru kæruna fram vegna þess, að vitað var, að í þættinum yrði rætt um Ama Pálsson, en þær höfðu áður óskað eftir, að það yrði ekki gert. Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur sagði i viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að sér fyndist þetta mál dálítið skrýtið, og hann vissi ekki til, að mál sem þetta hefði komið fyrir í sögu Eins og áður hefur komið fram í fréttum, hefur forsætisráðherra, Ölafur Jóhannesson, sagt opin- berlega, að hann geti eigi borið ábyrgð á þvf, ef þessum sam- komulagsgrundvelli verði hafnað. Jafnframt sagði hann á blaða- mannafundi, að hann vildi sam- þykkja samkomulagsgrundvöll- inn. 10 ára telpa fyrir bíl UMFERÐARSLYS var á sjöunda tímanum f gærkvöldi á veginum við félagsheimili Fáks, sem áður hét Skeiðvallarvegur, en nefnist nú Reykjanesbraut. 10 ára telpa hljöp þar út á götuna í veg fyrir bíl. Hún var flutt í slysadeild, en var við fyrstu athugun talin óbrotin. Var hún talsvert skrámuð og marin. f jölmiðla á íslandi. Hann sagði, að dætur Áma Pálssonar hefðu komið, ásamt fulltrúa fógeta, í gær og heimtað, að lögbann yrði sett á 70 mínútna langa sjónvarps- filmu, sem sýna átti í sjónvarpinu f gær. „Þessi þáttur fjallar ekki eingöngu um sjálfan mig, heldur alveg eins um mig og mfna sam- tíðamenn. Segja má, að þetta sé uppgjör gamals manns við samtfð- ina,“ sagði Sverrir. Sverrir sagði, að nokkrir menn hefðu séð þáttinn í fyrrakvöld, meðal annarra Björn Bjarnason magister, sem hann fékk til að horfa á þáttinn, aðallega tii að segja til um, hvort eitthvert atriði í honum mætti kallast ærumeið- andi. t gær, sagði Sverrir, var dætrum Ama boðið að sjá þátt- inn, en þær neituðu, og það skil FRAMREIÐSLUMENN boðuðu I gær verkfall, er koma á til fram- kvæmda á hádegi föstudaginn 9. nóvember nk. Framreiðslumenn sendu inn kröfur sfnar í fyrradag og fyrsti samningafundurinn er boðaður kl. 1.30 á mánudag. Er þvf tæplega vika til samningavið- ræðna áður en verkfall skeilur á. Samkvæmt upplýsingum Haf- steins Baldvinssonar fram- kvæmdastjóra Veitinga- og gisti- húsaeigenda gera framreiðslu- menn m. a. þær kröfur, að þjónustugjald hækki í 23% úr 15%. I öðru lagi krefjast þeir lágmarkskauptryggingar, þannig að fyrir framreiðslumann með 1 ár í iðninni hækki lágmarkskaup- tryggingin úr 23.235 kr. upp í 52.000 kr. Fyrir framreiðslumenn eftir 2—3 ár i starfi hækki hún upp í 58.240 kr., og fyrir fram- reiðslumenn eftir 3 ár f starfi verði kauptryggingin 62.400 kr. Yfirframreiðslumenn eiga að fá röskar 23 þúsund krónur ofan á þá upphæð, þannig að lágmarks- kauptrygging þeirra verði um 90 þúsund krónur. Krafan um hækkunina á kauptryggingunni er um eðayfir 120%, Síðastliðinn mánudag féll RANNSÓKN stendur nú yfir hjá Sakadómi Reykja- víkur á umfangsmiklum þjófnaði á ábyrgðarpósti í aðalpósthúsinu í Reykja- vík. Eru tveir póstmenn í gæzluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Rannsóknin beinist að hvarfi á ábyrgðarpósti um langt skeið, bæði á þessu ári og fyrr. Hafði póstþjónustan sjálf lengi rann- sakað hvarfið, en í síðasta mánuði var svo komið, að talin var ástæða ég hreint ekki. Með þessu lög- banni finnst mér gengið nálægt persónufrelsi manna. Það, sem ég sagði um Ama í þessum þætti, var ekki annað en hrós. Að sjálfsögðu fer ég í mál vegna þessa atburðar, því svona aðferð er óhæf með öllu, hefði helzt getað átt sér stað í Rússlandi. Karen Amadóttir, ein dætra Ama heitins Pálssonar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að 22. júlí s.l. hefði Sverrir Kristjánsson flutt erindi í útvarpið, sem fjallað hefði um föður þeirra systra. Um- mæli Sverris hefðu verið slík, að þær hefðu ekki viljað heyra slfkt aftur. 16. október sl., hefði Pétur Pétursson útvarpsþulur svo hringt til hennar og beðið hana um að aðstoða við gerð sjónvarps- þáttar, sem eitthvað mundi fjalla dómur í Félagsdómi vegna ágrein- ings milli veitingamanna og fram- reiðslumanna. Framreiðslumenn hafa viljað leggja þjónustugjaldið ofan á verð með söluskatti inni- földum, en veitingamenn ekki viljað failast á þá túlkun. Félags- dómur dæmdi framreiðslu- mönnum í óhag, og taldi Haf- steinn það sennilega skýringu á því hve verkfallsboðun fram- reiðslumanna ber að með litlum fyrirvara. 35 kr. meðalverð SlLDARVERÐ í Danmörku virð- ist hafa hækkað eftir bræluna, sem var fyrstu 'dagana í vikunni á síldarmiðunum, því í gær komst meðalverðið i kr. 34.70, sem er eitt það hæsta, sem skipin hafa fengið á þessu ári. Sex skip seldu í gær í Hirtshals fyrir alls 9.8 milljónir. Skipin, sem seldu í gær voru: Höfrungur 3. AK fyrir 1.4 millj., Faxi GK fyrir 1 millj., Hilmir SU fyrir 1.9 millj., Loftur Baldvins- son EA fyrir 3.2 millj., Héðinn ÞH fyrir 1.2 millj. og Öm SK fyrir 1.1 miilj. til að kæra tii Sakadóms vegna hvarfs póstsins, og hefur rann- sóknarlögreglan siðan unnið í samvinnu við yfirmenn í póst- þjónustunni að rannsókn málsins. Eftir að sú rannsókn hafði staðið um nokkurt skeið, féll grunur á tvo póstmenn, að þeir væru aðilar að þessu máli á ein- hvern hátt og voru þeir í lok fyrri viku úrskurðaðir i gæzluvarðhald í allt að 15 daga. Fjölmargir aðrir hafa verið yfirheyrðir vegna þessa máis, en hingað til hafa einungis þessir tveir póstmenn verið úrskurðaðir í gæzluvarðhald. um föður hennar. „Ég óskaði eftir þvi þá, að ekki yrði minnzt á föður minn í þessum þætti,“ sagði Karen. Sl. miðvikudag, sá ég svo að þessi þáttur var auglýstur í sjónvarpinu. Hringdi ég þá í Pétur Pétursson útvarpsþul og komst þá að því, að faðir okkar kemur nokkuð við sögu f þættin- um. Strax eftir að Sverrir flutti útvarpserindið höfðum við sam- band við forráðamenn útvarpsins og óskuðum eftir þvf, að mál- flutningur Sverris yrði leiðréttur. Ekki fengum við neitt svar við því, en okkur var lofað, að fram- vegis yrði ekki minnzt á föður okkar í útvarpinu. Þetta eru ástæðurnar fyrir þvf, að við heimtuðum, að lögbann yrði sett á sjónvarpsþáttinn. Lögbann sett á sjónvarpsþátt Abyrgðarpósti stolið — 2 póst- menn 1 varðhaldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.