Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 12
Haukur Ingibergsson: HLJÓMPLÖTUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1973 Art Garfunkel Angel Clare LP, Stereo Fálkinn Þegar Simon og Garfunkel slitu samvinnu sinni, um 1970, var það almenn skoðun í poppheiminum, að þar með væri Arthur Garfunkel búinn að vera, hann hafði ætíð staðið í skugganum af Paul Simon, sem samdi lögin, spilaði á gítarinn, talaði við blaðamenn o.s.frv. Þessi skoðun styrktist enn, er Paul Simon hélt áfram að gefa út góðar plötur, á meðan óljósar fregnir hermdu, að Garfunkel væri að reyna sig í kvikmyndum. En nú hefur Garfunkel gefið út plötu, sem veita mun honum mikla uppreisn æru, þar sem hún gefur ekki eftir plötum Paul Simon. Það háir að vísu Garfunkel, að hann semur hvorki lög né texta, heldur tekur til flutnings lög úr ýmsum áttum. Þama er stef eftir Bach, auk mjög faHegs lags, sem Albert Hammond á hlut í, Mary was an only child auk Down the wollow garden og I shall sing, sem eru perlur. Þarna er meira að segja þjóðlag, Barbara Allen, sem sungið var í eina tíð niður í Iðnó í leikritinu Þið munið hann Jörund. Garfunkel hefur í aðalatriðum ekki breytt tóniistarsmekk sínum, síðan hann var með Simon; mest ber á kassagftar í undirleiknum, þó að mörg fleiri hljóðfæri séu notnð, og áhrif frá sálma og þjóðlaga- söng skjóta alltaf upp koIlinur. Leiðir platan f ljós, að Garfunkel hefur verið mikilvægari i S'mon / Garf'unkel samstarfinu, en flestir gerðu sér grein fyrir, og þessi tónlist er eitt það fallegasta, sem heyrst hefur í poppinu um nokkurn tíma. Volga Gaz-24 Ómar Ragnarsson Úr þorskastríðinu / Landgrunnið allt Mono SG-hljómplötur Það ríkir alltaf viss eftirvænting, þegar Ömar Ragnarsson sendir frá sér nýja plötu, enda hefur hann verið all spar á slíkt, og mun það bæði hyggindum og tímaskorti um að kenna. Eru ein fjögur ár, síðan Ömar sendi siðast frá sér plötu fyrir almenning (það kom út barnaplata fyrir tveim árum) eri á henni var Jói útherji, sem er eitt af frábærustu verkum Omars. Og miðað við, hvað Jói var góður, veldur þessi plata vonbrigðum. Hún er að vísu töluvert fyndin, en það er of lítið, þegar Ömar á í hlut. Textamir fjalla báðir um landhelgisdeiluna og er ekki fráleitt að ætia, að fyrst hafi verið ákveðið, að platan skyldi fjalla um landhelgina og sfðan hafi Ömar samið textana, og er það í sjálfu sér ekki undarlegt, að allt andríki Ómars komi ekki í ljós við slíka vinnutilhögun. Síberíumústanginn SOVÉTMENN hafa hjakkað í næstum sama farinu með frem- ur óVandaða bflaframleiðslu sína á sama tíma og Japanir hafa risið úr núlli og upp í að framleiða bíla samkeppnisfæra við alla aðra á heims- markaðinum. Litlar breytingar virðast haf orðið á rússneskum bflum síðustu árin. Sumir rússnesku bílanna hafa þó dug- að hér merkilega vel, og ber Rússajeppinn þar af. Sá er nú raunar ekki lengur seldur. Helztu kostir rússnesku bíi- anna eru tiltölulega lágt verð og einnig er mjög hátt undir þá, sem er mikill kostur hér. Sem sagt skyldleikinn við jeppa. Volga Gaz-24 er stór og rúm- góður fimm manna bíll og fyrir 423.361 kr. er þetta sennilega ódýrasti bílinn í sínum stærðar- flokki. Vélin er fjögurra strokka, 110 hestöfl (SAE) og hefur þjöppunarhlutfallið 1:8,2, þannig að hún á að ganga fullkomlega á bensíninu hér. Volgan er 1400 kg, en virðist a.m.k. þúsund kílómetrum þyngri í innanbæjarakstri. Mikil hjálp er að fá bílinn með vökvastýri. Volgan er ólip- ur og fremur klossaður bfll, en vel búin mælum og tækjum þó nákvæmni þeirra sé ekki fyrsta flokks. Miðstöðin er kraftmikil og tveggja hraða, m.a. blásari á afturrúðu. Ástíg á kúplingu er allþungt og gírskiptingar fremur stirð, þó gírkassinn eigi að heita alsamhæfður. Astig á bremsupedala er hins vegar svo þungt, að annað eins þekkist vart nema á gömlum jeppum og fjallabílum. Þegar bremsurnar svo loks taka við sér, eftir að pedafanum hefur verið ýtt langt niður taka þær hressilega í, þar eð hið tvöfalda bremsukerfi er með svonefnt hjálpartak frá vél. Aftursætið er gott og sérlega er gott fótarými. Höfuðrýml er hins vegar nokkru tak- markaðra, en mjúk klæðning í þaki dregur hins vegar mjög úr óþægindum f því sambandi. Framsætin eru hins vegar ekki vægilega góð og bökþeirra ekki nógu há. Hæð undir lægsta punkt er 18 sm, og aðrir punktar eru nokkru hærra. Vélarhúsið er rúmgott, og þægi- legt, er að komast að flestum algengustu hlutum, ef meðþarf við minniháttar viðgerðir. Bensíneyðslan er frá um 14 1/100 km i innanbæjarakstri, en minni í langkeyrslum. Agætt verkfærasett fylgir Volg- unni. Volgan er ólipur innan- bæjar, en strax skárri á lengri Vegalengdum. Dekkin eru stóru, 735 x 14. Lyktin sem virðist vera í bíl- um þessarar tegundar, er ekki góð og hverfur aldrei. En það má venjast öllu. Bílarnir eru vandlega yfir- farnir á verkstæðinu hér, áður en þeir fara til kaupenda, og er ástæða til að Ieggja á það atriði áherzlu, þar sem upp hefur komið í mál í Bretlandi vegna ófullkomins öryggisbúnaðar rússneskra bfla. Hingað eru f fyrsta sinn væntanlegir Volga-station bílar upp úr næstu áramótum. Hagstæðir greiðsluskilmálar og tiltölulega lágt verð gera Volguna þess virði að líta a hana, vanti mann stóran bfl og ódýran. Umboðið hefur Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf, Suður- landsbraut 14. Söngur Ómars er að venju líflegur, svo og er undirleikurinn óvenju Iéttur, en Jón Sigurðsson bar ábyrgð á tónlistinni. En sem sagt: Ómargetur betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.