Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÖVEMBER 1973
Utgefandi hf. Arvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 1 0 1 00.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4 80
Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 22,00 kr eintakið.
Fyrir nokkrum dögum
birtist í sjónvarpinu
viótal, sem Eiður Guðna-
son, fréttamaður, átti við
Guttorm Hansen, forseta
norska stórþingsins í Osló
fyrir skömmu. í viðtali
bessu vék fréttamaðurinn
að öryggismálum ís-
lendinga og Norðmanna
og innti forseta norska
stórþingsins, sem er
jafnaðarmaður, eftir því,
hvaða áhrif brottför
varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli mundi hafa á
öryggismál Norðmanna.
Guttorm Hansen svaraði
því til, aðyrði varnarstöðin
á Keflavíkurflugvelli lögð
niður mundi það raska ger-
samlega jafnvægi f öryggis-
málum á Norður-Atlants-
hafssvæðinu og verða þess
valdandi, aðönnur Norður-
Iönd yrðu að taka upp til
algerrar endurskoðunar
stöðu sína í öryggismálum.
Forseti norska stórþings-
ins er ekki eini norski
stjórnmálamaðurinn, sem
að undanfömu hefur látið í
ljós áhyggjur vegna af-
leiðingar hugsanlegrar
brottfarar vamarliðsins af
Keflavíkurflugvelli fyrir
öryggi Norðmanna. í
byrjun október birtist f
norska dagblaðinu
Adresseavisen, sem gefið
er út í Þrándheimi og er
þriðja stærsta dagblað í
Noregi, grein, þar sem m.a.
vitnað er í ummæli norska
stórþingsmannsins, Paul
Thyness, sem er einn helzti
talsmaður hægri flokksins
í Noregi í öryggismálum.
Þessi norski stórþings-
maður segir, að verði
Keflavíkurstöðin lögð nið-
ur, muni minnka stórlega
möguleiki Atlantshafs-
bandalagsins til þess að
fylgjast með flotaumsvif-
Um Sovétríkjanna á
Norður-Atlantshafi og enn-
fremur muni versna veru-
lega aðstaða til þess að
veita flota Atlantshafs-
bandalagsins á þessu svæði
vernd flugvéla. Þetta þýði,
að Sovétríkin muni ná í
raun undirtökum á þessu
svæði og á hafinu úti fyrir
Noregsströndum. Segir
norski stórþingsmaðurinn,
að hver og einn geti gert
sér í hugarlund, hvaða af-
leiðingar þetta hafi fyrir
öryggi Norðmanna og
möguleika þeirra á því að
flytja liðsstyrk til Norður-
Noregs, ef til styrjaldar
komi. Verði Keflavíkur-
stöðin lögð niður muni það
hafa mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir öryggi
Norðmanna.
Þessar raddir frá Noregi
hljóta að verða íslenzkum
stjórnvöldum nokkurt
íhugunarefni. Þegar
ákvörðun var tekin um
komu varnarliðsins til
Islands á árinu 1951 var
aðstaða annarra Norður-
landa og þá einkum Noregs
í öryggismálum höfð í huga
jafnframt nauðsyn þess, að
varnir væru á íslandi. I
þeim umræðum, sem nú
hafa farið fram um varnar-
málin hefur hins vegar
lítið verið rætt um af-
leiðingar þess fyrir Norð-
menn og önnur Norður-
lönd, ef vamarliðið hyrfi á
brott frá Islandi og rikis-
stjórnin hefur ekki haft
uppi neina tilburði í þá átt
að ræða öryggismál
Norður-Atlantshafssvæðis-
ins við frændur okkar á
hinum Norðurlöndunum.
Er þó augljóst, að með
sama hætti og við höfum
gert kröfur til þess að þeir
veittu okkur stuðning í
landhelgisdeilunni við
Breta eiga þeir nokkra
heimtingu á því, að íslend-
ingar geri ekki einhliða
ráðstafanir í öryggismálum
sínum, sem geti kollvarpað
öllum áætlunum Norð-
manna og annarra Norður-
landaþjóða um öryggi
þeirra.
Þess vegna er nauðsyn-
legt, að áður en nokkrar
endanlegar ákvarðanir
verða teknar varðandí
endurskoðun varnar-
samningsins og hugsanlega
nýskipan varnarmálanna,
taki íslenzka ríkisstjórnin
upp viðræður við norsku
ríkisstjórnina sérstaklega,
en einnig fulltrúa ríkis-
stjórna annarra Norður-
landa um það, hvaða af-
leiðingar hugsanlegar
breytingar á skipan
varnarmálanna hér mundu
hafa fyrir þau. Viðverðum
að gera okkur grein fyrir
því, að öryggi Norður-
landaþjóðanna allra er
samtvinnað og að okkur
ber skylda til að sýna
frændum okkar fulla tillits-
semi í þessum efnum og
jafnvel taka á okkur
nokkrar byrðar þeirra
vegna eins og þeir hafa
tekið á sig nokkrar byrðar
okkar vegna, þegar syrt
hefur í álinn hjá Islending-
um.
AFSTAÐA
NORÐMANNA
Jóhann Petersen:
Lífeyrissjóðir —
Húsbankaþ j ónusta
UNDANFARNA mánuði hafa
húsnæðismál landsmanna verið
mjög á dagskrá. Er það ekki
óeðlilegt og i hæsta máta nauð-
synlegt, að slíkur málaflokkur
snertir í raun sjálfa undirstöðu
þjóðfélagsins, sé stöðugt
umhugsunar- og umræðuefni,
enda nauðsyn á endurmati
sffellt aðkallandi.
Ég hef áður hér í Morgun-
blaðinu rætt um ýmsar
breytingar, sem nauðsyn bæri
til, að gera á framkvæmd
húsnæðislánakerfisins.
Nokkrar þessara lagfæringa
haf a nú átt sér stað, aðrar ekki.
Húsnæðismálin og lausn
þeirra á hverjum tíma eru í eðli
sinu félagsleg úrlausnarefni. í
öllum slíkum úrlausnum má þó
aldrei gleyma hinu mannlega
og einstaklingsbundna. Ein-
staklingurinn má ekki verða
kaffærður í pappír og
embættismennsku undir yfir-
skyni félagslegra úrlausna.
Þess vegna ber að eínf-dda
alla framkvæmd og forsjá
þessara mála og því áleitiri
spurning, hvort ekki nætti að
skaðlausu fækka lagagreinum
og reglugerðarákvæðum.
í þessu sambandi er rétt að
vekja athygli á a.m.k. fimm
gildandi lagaákvæðum og eftir
því fjölda reglugerðargreina
um félagslega lausn húsnæðis-
vandans, sem allt miðar að
mestu að sama verkefninu. A
ég þar við kafla húsnæðislaga
um útrýmingu heilsuspillandi
húsnæðis, kaflann um leigu-
íbúðalán, kaflann um verka-
mannabústaðakerfið, lögin um
FB-áætlunina og svo síðast ný
ákvæði um byggingu leigu-
húsnæðis og þá einungis á veg-
um sveitarfélaga.
Ég held að skynsamlegt sé að
endurskoða ríkjandi hugmynd-
ir varðandi þennan afmarkaða
þátt húsnæðismálanna, og þá
væri sannarlega réttmætt, að
mið sé haft af framkvæmd lag-
anna um byggingu hinna svo-
kölluðu Breiðholtsíbúða.
Það samkomulag, sem gert
var á milli Viðreisnarstjónar-
innar, Reykjavíkurborgar og
verkalýðsfélaganna um
byggingu Breiðholtsíbúðanna
eða FB-íbúðanna, er tvímæla-
laust ein mikilvirkasta og
mikilsverðasta framkvæmd,
sem gerð hefur verið til lausnar
húsnæðisvandanum. FB-áætlun
in og dugnaður smærri fram-
kvæmdaaðila á byggingar-
markaðnum verðskuldar vissu-
lega alþjóðar athygli.
FB-áætlunin liggur áreiðan-
lega inni með mikla reynslu og
þekkingu, sem vert væri að
færa út um byggðir landsins, þó
engan veginn sé verið að gera
lítið úr þeim aðilum, er vinna
að byggingarframkvæmdum.
Nýting fjármagns, tækni og
vinnuafls er brýn nauðsyn.
Stjórnun þessa þarf að tengja
betur byggingarsvæðum í
landinu. Á þessu þarf að verða
skjót bót, frá þvi sem nú er, t.d.
með verkamannabústaðakerfið,
sem því miður einkennist af
fálmkenndri áætlunarferð og
skriffinnsku.
Nýja leiguíbúðakerfið og
bygging verkamannabústaða,
sem hvort tveggja er frá
lögggjafans hendi, fram-
kvæmdir á vegum sveitarfélag-
anna, þarf að tengja saman, og
er þá rétt að minnast þeirrar
reynslu og þess þekkingar-
forða, sem auðsjáanlega er í
fórum þeirra aðila, er stjórnað
hafa FB-áætluninni.
Fjármögnun þessara fram-
kvæmdra verður að koma frá
ríkissjóði að langmestu leyti og
telja vérður nær óhugsandi, að
bæjar- og sveitarfélögin standi
undir nema mjög takmörkuð-
um hluta þessara framkvæmda.
Vmsir hafa hugsað gott til
lífeyrissjóðanna varandi
fjármögnun verkamannabú
staðakerfisins. Hitt er þó við
að hið frjálsa lífeyrissjóðakerfi
verði ekki ginkeypt fyrir slfku.
öðru máli ætti að gegna um
hin almennu húsnæðislán; þar
ættu lífeyrissjóðir með einum
eða öðrum hætti að vera stærri
og stærri fjármögnuðaraðili,
uns stærð þeirra er orðin slík,
að þeir geti tekið að sér raun-
verulega húsbankaþjónustu.
Slíkt má þó engan veginn
gerast með valdboðinu sam-
an, eigi að verða varanlegt gagn
af slíkri ákvörðun.
Hér verður að koma til þróun
og skynsamleg f járfestingar-
pólitík, með þarfir hús-
byggjenda og hagsmuni eftir-
launafólks fytir augum.
Jóhann Petersen.
Llsl erlenflls.._____
Ljóðaþýðingar eftir
Pasternak fundnar
LJÓÐAÞÝÐINGAR eftir Boris
Pasternak, sem hafa verið
týndar í 32 ár, hafa nú verið
birtar í Moskvu í fyrsta skipti.
Ljóðin koma fyrir almennings-
sjónir í málgagni Rithöfunda-
sambands Sovétrikjanna Novy
Mir, og hafa vakið óhemju
mikla athygli.
Þessi ljóð eru flest þýðingar á
verkum eftir Juliusz Slowacki
(1809—1849), sem var pólskur,
byltingarsinnaður rithöfundur
og var rekinn í útlegð, eftir að
uppreisnartilraun Pólverja
gegn Rússum mistókst árið
1830.
Pasternak þýddi tólf ljóða
hans, um það bil 2000 ljóðlinur
að lengd, þegar hann dvaldi í
útlegð í Chistopol í Uralfjöll-
um, árin 1941—42. Árið 1942
sendi hann ljóðaþýðingar til
sovézka ríkisútgáfufyrirtækis-
ins Goslitizdat í Moskvu, en
þaðan hvarf handritið á
óskiljanlegan hátt.
Eftir að Pasternak lézt árið
1960, reyndu vinir hans að
grennslast fyrir um hvað orðið
hefði af Ijóðunum, en árangurs-
laust. Það var ekki fyrr en á
útmánuðum 1973, að það kom
upp úr kafinu, að handritið að
Ijóðaþýðingunum var 1 vörzlu
dr. A.D. Avdeyev, fyrrverandi
yfirlæknis við rfkissjúkra-
húsið f Christopol, en hann
varð góður vinur skáldsins
meðan hann bjó í borginni, og
er að nokkru talinn fyrirmynd
Pasternaks aðdr. Zhivago. Avd-
eyev hafði ekki hugmynd um,
að hann lægi inni með eina
eintakið.
Margt benir til þess, að fram-
faraöfl innan Rithöfundasam-
bandsins hafi beitt sér, og séð
til þess, að ljóðaþýðingamar
fengu að birtast. Þýðingamar
eru sagðar frjálslegar og ýmis
ljóðanna stytt. Sérfræðingum
ber saman um, að þetta séu
einhverjar beztu þýðingar á
ljóðum Slowacki, sem þeir hafi
séð.
Ljóð Slowackis einkenndust
af þjóðernissinnaðri dulspeki,
byltingarkenndri ákefð og lýð-
ræðislegri hugsjónastefnu.
Þessi afstaða hans gerir það
auðskilið, hvers vegna þýðingar
hans voru ekki gefnar út meðan
Stalín lifði.
Ljóðaþýðingar þessar taka
um 20 blaðsíður f tímaritinu
Novy Mir. Stuttan formála að
þeim ritar sonur Boris Paster-
naks, Evgeny. Ekki er tekið
fram, hvort ljóðin verði sfðar
gefin út f bókarformi.