Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1973 r Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri: Aætlanir um fram- tíðar byggðasvæði á lokastigi MJÖG miklar umræður urðu um skipulag borgarinnar á sfðasta fundi borgarstjórnar Reykjavfk- ur. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri greindi frá þvf, að þróunarstofnun Reykjavfkur væri nú að ljúka athugun á bygg- ingarsvæðum f landi borgarinnar að mörkum Mosfellshrepps. Þess- ar athuganir eru mjög viðamiklar og beinast að öllu þvf, sem máli skiptir fyrir íbúðarbyggð t.d. landslagi, hæð yfir sjó, skjóli að vetrar- og sumarlagi, úrkomu, birtu, útsýni, jarðvegsdýpt. Mörg kort er sýna alla þessa þætti og þar með hentugustu byggingar- svæðin lægju nú fyrir. FuIIyrð- ingar um, að borgin væri sofandi f skipulagsstarfi sfnu, væru því með öllu úr lausu lofti gripnar, sagði borgarstjóri. Guðmundur G. Þórarinsson (F); Reykvíkingar hugsa nú mikið um skipulag borgarinnar. öll bygg- ingarsvæði samkvæmt aðalskipu- laginu eru nú því sem næst upp- urin. En engar áætlanir eru til um ný byggingarsvæði. Við borg- arfulltrúar Framsóknarflokksins leggjum því til, að hafin verði gerð áætlunar til 10 ára um fram- tíðarbyggð. Reykjavík er þröngur stakkur skorinn bæði landfræði- lega og af mörkum nágranna- sveitarfélanna. Borgin getur því ekki vaxið nema f norður og norð- austur. Hins vegar gæti sá mögu- leiki einnig verið fyrir hendi að taka upp meira samstarf við nágrannasveitarfélögin og e.t.v. einhverja sameiginlega yfirstjórn f skipulagi alls svæðisins. En þetta þarf allt að gera sem fyrst, svo að borgin lendi ekki í því að hafa ekki tilbúin skipulögð bygg- ingarsvæði á hverjum tíma. Birgir Isleifur Gunnarsson borg- arstjóri: Þróunarstofnun Reykja- vfkur var á sínum tíma falið að endurskoða aðalskipulagið og eru tillögur um breytingar á því. Jafnframt því að gera tillögur að framtíðarskipulagi borgarinnar og þróun hennar. Stofnunin hef- ur sinnt þessum verkum mjögvel, og liggur nú fyrir nákvæm könn- um á óbyggðu landi í lögsagnar- umdæmi borgarinnar norður með ströndinni, á svonefndu Ulfars- fellssvæði. Mjög miklar náttúru- farsrannsóknir hafa farið fram á þessu svæði, en þær eru mjög nauðsynlegur undanfari skipu- lags. A þessu svæði hafa verið kann- aðir allir þættir náttúrufarsins, sem hafa áhrif á byggð og þeir kortlagðir eftir gæðaflokkum. A þessum kortum má sjá, hvaða svæði eru hentug fyrir byggð og hver ekki. Að vísu er miðað við mestu kröfur til gæða á byggða- svæðum, en slíkt er auðvitað háð mati. Þessi kort eru eins og ég sagði áðan nær fullbúin. Aður en skipu- lag verður gert af þessum svæð- um þarf hins vegar fleiri spár og athuganir og þá einkum varðandi fólksfjölda. Það er rétt, að nauðsynlegt er, að Reykjavik og nágrannasveitar- félögin hafi með sér samvinnu á sviði skipulagsmála, og er i,ú unnið að könnun þess, hvernig það má best verða, og er alls ekki óhugsandi, að nágrönnum Reykja- vfkur verði veitt aðild að Þróunarstofnuninni. Þegar ég kynnti mér tillögu Guðmundar G. Þórarinssonar um, að gera skyldi 10 ára áætlun um framtíðarbyggð, læddist óneitan- lega að mér sá grunur, að honum væri ekki kunnugt um og hann hefði ekki mikinn áhuga á starfi Þróunarstofnunannnar. Þennan grun fékk ég því miður staðfestan hjá stofnuninni, en þar var mér tjáð, að Guðmundur hefði ekki aflað sér neinna upplýsinga um það starf, sem ég lýsti hér að framan og verið hefur í vinnslu I langan tima. Tillaga Guðmundar er því aðeins yfirborðskennd málamyndatillaga og sennilega ekki samin í málefnalegu mark- miði. Þess háttar vinnubrögð eru gagnrýnisverð. En þrátt fyrir það get ég fallist á að vísa tillögunni til borgarráðs. Miklar umræður fóru nú fram um einstaka þætti skipulags í ýmsum hverfum borg- arinnar og til hvers bæri að taka tillit við skipulag framtíðarbyggð- ar. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri tók aftur til máls við lok umræðnanna og sagði m.a. : Umræður og gagnrýni í sambandi við skipulagsmál borgarinnar, sem fram fara á fundum borgar- stjórnar eru oftast um vinnu- brögð. En um sjálfar ákvarðanirn- ar er jafnan samstaæða. Þannig bera allir borgarfulltrúar ábyrgö á því sem miður fer við skipulag- ið. Fuiltrúar minnihlutans f borgarstjórn hafa hér gagnrýnt borgina fyrir sofandahátt í skipu- lagsmálum og borgin sé af þeim sökum að lokast inni. Þetta er alrangt; borgin er jafn innilokuð og hún hefur alltaf verið. Borgar- svæðið markast af sjónum og mörkum nágrannasveitarfélag- anna, Seltjarnamess, Kdpavogs, Hafnarfjarðar og Mosfellssveitar Allar hugmyndir manna um, að borgin geti með einhliða ákvörð- unum víkkað út borgarmörkin, eru þar af leiðandi út í hött. Slfkt verður ekki gert nema með sam- komulagi við nágrannana eða stórfelldum landakaupum. Tillögu framsóknarmanna var að lokum vísað til borgarráðs með 8 atkvæðum gegn 6. Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri og Jón Tómasson, skrifstofustjóri borgarstjóra, ræðast við á borgarstjórnarfundi f fyrrakvöld. Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri: Ríkið tálmar bygg- ingu dagheimila A FUNDI borgarstjórnar í fyrra- dag var samþykkt eftirfarandi til- Iaga frá Birgi Isleifi Gunnarssyni borgarstjóra: Borgarstjórn telur upphæð þá, sem ætluð er til byggingar dag- vistunarstofnana samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1974 allsendis ófullnægjandi og beinir þeim tilmælum til rfkis- stjórnar og Alþingis, að rfkis- framlög til stofnkostnaðar dag- vistunarstofnana verði hækkuð úr 10 miiljónum f a.m.k. 50 milljónir hvað snertir dagvist- unarstofnanir f Reykjavík. Borgarstjórn telur aukin rfkis- framlög til stofnkostnaðar dag- vistunarstofnana forsendur þess, að lögin þjóni tilgangi sfnum, en verði ekki dauður lagabókstafur eða til þess fallin að draga úr framkvæmdum á vegum sveitar- félaga og annarra aðila á þessu sviði. Jafnframt telur borgar- stjórn nauðsynlegt, að sett verði reglugerð við lög um hlutdeild rfkisins f byggingu og rekstri dag- vistunarstofnana og ráðinn starfs- maður við ráðuneytið skv. 16. gr. umræddra laga. Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri fylgdi tillögu þessari úr hlaði með fáeinum orðum og sagði m.a.: Reykjavík hefur nú þegar tví- vegis sótt um styrki til byggingar dagvistunarstofnana samkvæmt hinum nýju lögum, sem gera ráð fyrir stóraukinni hlutdeild ríkis- ins í stofnkostnaði þeirra. I annað skiptið vegna heimila, sem þegar eru í byggingu, og síðar vegna heimila, sem fyrir- huguð eru. Svör hafa hins vegar engin borist enn þá. Það veldur miklum vonbrigðum, ef þessi nýju lög, sem gera ráð fyrir, að ríkið greiði 50% af stofnkostnaði dagvistunarstofnana, og sem svo mikið var hælt, er þau voru sett, reynast nú dauður bókstafur. A þessu ári hefur borgin varið 60 milljónum kr. til þessara mála, og er ljóst, að það mun hækka á næsta ári. Greinilegt er því, að hlutur rikisins ætlar ekki að verða glæsilegur, þar sem í fjár- lagafrumvarpi ársins 1974 er að- eins gert ráð fyrir að verja 10 milljónum til dagvistunarstofn- ana. Kristján Benediktsson (F) sagðist taka undir tillögu borgar- stjóra, en kvaðst telja, að hin nýju lög væru þó alls góðs makleg. Tillaga borgarstjórans var síðan samþykkt samhljóða af öllum borgarfulltrúum. Nokkrir af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins: Ólafur B. Thors, Elfn Pálmadóttir, Albert Guð- mundsson, Baldvin Tryggvason, Sigurlaug Bjarnadóttir, Markús Öm Antonsson. Albert Guðmundsson borgarfulltrúi: Setjum upp suðræna aldingarða A fundi borgarstjórnar Reykja- vfkur á fimmtudaginn var sam- þykkt tillaga um að taka upp endurskoðun á gjaldskrá Hita- veitunnar, að þvf er varðar sölu á heitu vatni til gróðurhúsa f borg- inni. Albert Guðmundsson (S) flutti tillögu þessa. Og ræddi Albert m.a. um það, hversu mikil upplyfting það gæti verið fyrir borgarbúa að geta gengið um suð- ræna aldingarða innanhúss f norðangarranum á veturna. En til þess að slíkt væri unnt, yrði að iækka hitunarkostnað gróðurhús- anna. Albert Guðmundsson (S): Ég leyfi mér að kveðja mér hljóðs vegna 13. liðar dagskrár þessa fundar, varðandi erindi fyrir- tækisins Blómavals s.f., sem lagt var fyrir fund borgarráðs þriðju- daginn 14. ágúst s.l. og var þá vísað til umsagnar stjórnar Veitu- stofnananna. Borgarráð fékk um- sögn Veitustofnananna síðan til meðferðar, ásamt tillögu minni frá sama borgarráðsfundi, sem fylgt hafði erindi Blómavals s.f. til umsagnar stjórnar Veitustofn- ananna, svohljóðandi: „Albert Guðmundsson gerði það að tillögu sinni, að borgarráð samþykkti að verða við ósk Blómavals s.f. um verulega lækk- un á verði á heitu vatni til upphit- unar gróðurhúsa í Reykjavík, þar sem telja verður mikinn ávinning fyrir Reykjavíkurborg, að gróður- húsarekstur aukist í borginni, og felur Hitaveitu Reykjavíkur að Iækka verð sitt til gróðurhúsa á Reykjavíkursvæðinu til sam- ræmis við það, sem er í Hvera- gerði.“ Allt skeði þetta í sumarleyfum borgarstjórnarmanna, sem þó voru liðin, þegar umsögn stjórnar Veitustofnananna barst. TVívegis hefur afgreiðslu á erindi Blóma- vals s.f. ásamt tillögu verið frest- að hér f borgarstjórn, fyrst 25. sept. og aftur 4. okt., en kemur nú til endanlegrar afgreiðslu og vona ég að borgarfulltrúar hafi haft góðan tíma til athugunar á máli þessu. Með leyfi hr. forseta leyfi ég mér að leggja nú fram sömu til- lögu, að vfsu lítið eitt umorðaða og hljóðar hún nú sem hér segir: „Borgarstjórn samþykkir að rétt sé að lækka verulega verð á heitu vatni til upphitunar gróður- h,úsa í Reykjavík, sem notuð eru til ræktunar, enda verður að telja það ávinning fyrir Reykjavíkur- borg, að gróðurhúsaræktun aukist f borginnj. Borgarstjórin felur Hitaveitu Reykjavíkur að gera tillögu til borgarráðs um breytingu á gjaldskrá fyrirtækis- ins í samræmi við það, sem að framan greinir og verði við þá tillögugerð höfð hliðsjón af verði á heitu vatni til gróðurhúsa í Hveragerði." Ég held, að öll viljum við fegra og bæta umhverfi okkar, gera borgina okkar aðlaðandi og nota til þess alla þá möguleika, sem okkar harðbýla blessaða land hefur upp á að bjóða. Ungir og dugmiklir menn hafa reynt að stofna hér í borg til gróðurhúsa- ræktar og dreymt stóra drauma um alla þá möguleika, sem leynast í hagsýnni notkun þess varma, sem heita vatnið býður upp á, ef rétt er að staðið og þeim gert kleift að reka sín fyrirtæki og framkvæma sín fegrunaráform og auðga með því annars tilbreyt- ingarlftið borgarlff. Með tilkomu stórra gróðurhúsa á Reykjavíkursvæðinu mætti sýna, hvaða möguleikar eru á ræktun suðræns gróðurs, sem gæti orðið til yndisauka fyrir borgarbúa og aukið fjölbreytni fyrir ferðalanga, bæði innlenda og erlenda. í slíkum gróðurhúsum, sem ég vona að verði bæði stór og mörg, mætti hafa verzlanir og veitinga- stofur, í lfkingu við það, sem nú er starfrækt í Hveragerði, en þangað streymir fólk úr Reykja- vík um helgar sér til ánægju og Framhald á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.