Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1973
19
Þingfréttir í stuttu máli
EFRI DEILD
FUNDUR var haldinn í €fri deild
I gær og fór þar fram fyrsta um-
ræða um stjórnarfrumvarp til
hjúkrunarlaga. Magnús Kjartans-
son, heilbrigðisráðherra, mælti
fyrir frumvarpinu en auk hans
tók Oddur Ölafsson (S) til máls
við umræðuna. Frumvarpið var
afgreitt til 2. umræðu og heil-
brigðis- og tryggingarnefndar.
SAMEINAÐ ÞING
Að loknum deildafundum í gær
var haldinn fundur í sameinuðu
þingi. Voru þar tvær þings-
ályktunartillögur ræddar. Tíllaga
um stofnun sjóminjasafns, sem
Gils Guðmundsson (Ab) flytur og
tillaga um byggingu skips til Vest-
mannaeyjaferða, sem flutt er af
Guðlaugi Gíslasyni (S) ofl.
Frumvarp um
tannlæknmgar
Rfkisstjórnin hefur lagt fram á
Alþingi frumvarp til laga um
tannlækningar. Núgildandi lög
um tannlækningar eru að stofni
til frá 1929. t athugasemdum við
frumvarpið kemur fram, að heil-
brigðisráðherra hafi sumarið
1972 skipað nefnd til að endur-
skoða þessa löggjöf. Segir
að nefndin hafi fljótlega orðið
sammála um, að lögin
yrði að semja að nýju frá
grunni. Hafi m.a. verið höfð
hliðasjón af hliðstæðum norskum
og dönskum lögum, en f báðum
þessum löndum séu tiltölulega ný
ákvæði um þessi efni.
Meðal efnisákvæða í 1. og 2. gr.
frumvarpsins má nefna, að leyfi
heilbrigðisráðherra þarf til að
stunda tannlækningar. Slík leyfi
geta þeir fengið, sem lokið hafa
prófi trá tannlæknadeild Háskóla
tslands og uppfylla auk þess eftir-
talin skilyrði: a. eríslenzkurríkis-
borgari og b. hefur meðmæli
tannlæknadeildar Háskóla Is-
lands og landlæknis. Segir síðan i
3. gr., að ráðherra geti veitt ma-
nni, sem lokið hefur sambærilegu
prófi og um getur í 2. gr„ tann-
3. gr, að ráðherra geti veitt
manni, sem lokið hefur sambæri-
legu prófi og um getur í 2. gr.,
tannlækningaleyfi og þar með
rétt til að kalla sig tannlækni,
enda uppfylli hann önnur skil-
yrði.
Þá er einnig lagt til f frumvarp-
inu, að tannlæknum verði
óheimilar hvers hvers konar aug-
lýsingar um starfsemi sína. Við
opnun tannlæknastofu eða flutn-
ing megi þó auglýsa „með lát-
lausri auglýsingu í blöðum, sem
mest má birta þrisvarsinnum".
I nefndinni, sem undirbjó
frumvarpið, áttu sæti: Hörður
Sævaldsson tannlæknir, formað-
ur Tannlæknafélags ísiands,
Magnús R. Gíslason tannlæknir,
tilnefndir af T. í„ Öm Bjartmars
Pétursson deildarforseti tann-
læknadeildar H.I., tilnefndur af
deildinni og Jón Ingimarsson
skrifstofustjóri heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins, sem
jafnframt var formaður nefndar-
innar.
FISKILEIT FYRIR
AUSTF JÖRÐUM
Þingspjall
Fyrstu umræðu um fjárlaga-
frumvarpið lauk nú í vikunni.
Út af fyrir sig telst það ekki til
tíðinda, en hitt vakti mikla
furðu meðal þingmanna, að
Halldór E. Sigurðsson, fjár-
málaráðherra, skyldi ekki taka
til máls að loknum ræðum þing-
manna, svo sem ávallt hefur
verið áður. Tvær skýringar eru
á þessari framkomu ráðherr-
ans, og eiga þær sennilega
báðar við, hvor að sínu Ieyti.
I fyrsta lagi má skýra þetta
með algjöru virðingarleysi ráð-
herrans fyrir hinum þjóð-
kjörnu fulltrúum á Alþingi og
þeirri stofnun sem slfkri. Það
er öllum ljóst, sem eitthvað
fylgjast með þróun mála, að
völdin í þjóðfélaginu eru sífellt
að færast meira og meira úr
höndum hinna kjörnu fulltrúa
á Alþingi og yfir í hendur ríkis-
stjórnarinnar beint og embætt-
ismannakerfis hennar. Þess er
æ meir farið að gæta, að Al-
þingi sé einungis afgreiðslu-
stofnun fyrir ríkisstjórnina og
sé að verulegu marki hætt að
þjóna þeim tilgangi, sem það á
að þjóna, þ.e. að veita ríkis-
stjórn aðhald og geta stöðvað
mál hennar þegar svo bíður við
að horfa. Að vísu hefur Alþingi
sfna fastmótuðu stöðu í stjórn-
kerfinu, þar sem gert er ráð
fyrir þessu hlutverki. En í raun
er búið að draga frá þinginu
völdin f veigamiklum málum,
og hefur þetta aftur verkað
þannig að svipur og vegur Al-
þingis er orðinn allt annar en
hann var og til var ætlast í
upphafi.
Fjármálaráðherrann veit
fullvel, að fjárlög hans verða
samþykkt af Alþingi, hversu há
sem þau verða, og hversu
marga annmarka sem á þeim
má finna. Hann hefur vel tyft-
aðan meirihluta á þinginu til að
sjá um að svo verði. Hvers
vegna skyldi þa hinn mikli
maður vera að ómaka sig við að
svara einhverju þrasi, sem
engu máli skiptir um endanlega
afgreiðslu málsins? Að vísu er
einn þingmaður stjórnarinnar
eitthvað að reyna að gera sig
breiðan, en það er bara leikur í
pólitfsku spili hans, og við hann
er miklu betra að fást f lok-
uðum herbergjum með hrossa-
kaupum og fíbleríi.
Sú staða, sem Alþingi er í
sífellt meira mæli að fá og lýst-
hér að framan, endursp. vel íí
svo einföldum hlut og þeim, að
ráðherrann tók ekki til málsvið
lok fjárlagaumræðunnar enþar
kemur vafalaust einnig fleira
til. Ráðherrann hefði getað
notað þetta tækifæri til að tala
og fá uppslátt í Tfmanum með
breiðu letri, ef hann hefði haft
eitthvað að segja. En hann
hafði bara ekkert að segja.
Fimm þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, einn Alþýðuflokks-
þingmaður og Bjarni Guðnason
höfðu við þessa fyrstu umræðu
um fjárlögin flutt ítarlegar
ræður, þar sem fjárlagafrum-
varpið var harðlega gagnrýnt.
Auk þess sem heildarstefna
frumvarpsins var talin stór-
háskaleg fyrir þjóðarbúið, var
vikið að fjölmörgum einstökum
atriðum í því og krafist svara af
ráðherranum. Hann svaraði
engu. Hinar hörðu átölur stóðu
einar eftir. Ekki er annað sýni-
legt en að ráðherrann haf i gjör-
samlega verið yfirspilaður.
Hann átti engin svör. Ef svörin
hefðu verið fyrir hendi er ekki
að efa, að ráðherrann hefði
notað tækifærið og talað, þó
ekki hefði verið til annars en að
koma þeim á síður Tfmans. Það,
sem svo endanlega styður
ákvörðun hans um að reyna
ekki eitthvað að klóra i bakk-
ann er algjört virðingarleysi
ráðherrans fyrir Alþingi. Hann
veit að heildarstefna fjárlaga-
frumvarpsins og einstök atriði
þess munu verða samþykkt af
hinum múlbundna þingmeiri-
hluta.
Það er kominn tími til að
menn fari að hugleiða i alvöru,
hver staða Alþingis er raun-
verulega orðin i þjóðfélaginu.
Við höfum kosið þangað menn
til að fara með völdin í þjóð-
félaginu. Þau völd dragast i si-
fellt ríkari mæli úr höndum
þeirra og i hendur á embættis-
mönnum, sem í reynd þurfa
hvergi að svara fyrir, hvernig
þeir fara með þessi völd. Þegar
talað er um að dreifa beri þjóð-
félagsvaldinu, er ekki átt við að
það gerist með þessum hætti.
Samfara valddreifingunni
verður hin þjóðfélagslega
ábyrgð að verða skýrari.
J.S.G.
Fyrirspurn frá Sverri Her-
mannssyni (S) til sjávarútvegs-
ráðherra um, hvað líði fram-
kvæmd á þingsályktun um
fiskleit úti fyrir Austfjörðum,
sem Lúðvík Jósepsson hafi á
sínum tíma borið fram og sam-
þykkt haf i verið á Alþingi 5. marz
1971.
NÁMÍSJUKRA-
OG IÐJUÞJALFÚN
Fyrirspurn frá Oddi Ólafssyni
(S) til menntamálaráðherra um,
hvað liði undirbúningi að náms-
braut í sjúkra- og iðjuþjálfun við
Háskóla íslands.
LAXÁRVIRKJUN
Lagafrumvarp frá Braga Sigur-
jónssyni (A) um Laxárvirkjun.
Frumvarpið er endurflutt frá síð-
asta þingi.
HUSNÆÐISMÁLA-
STOFNUN
Frumvarp til laga um breytingu
á lögum um Húsnæðismálastofn-
un ríkisins, þar sem gert er ráð
fyrir, að íbúðir, sem byggðar séu i
því skyni að útrýma heilsuspill-
andi íbúðum, geti notið lána skv.
lögum um Stofnlánadeild land-
búnaðarins og 2. kafla laga um
Húsnæðismálastofnun. Flutnings-
menn eru Stefán Valgeirsson (F)
o.fl.
EIGNARRÁÐ A LANDI
Þingsályktunartillaga frá þing-
mönnum Alþýðuflokksins um
eignarráð á landi, gögnum þess og
gæðum. Tillaga þessi hefur verið
flutt þrjú undanfarin þing.
- Fyrirspurnartími
l'ramh. af bls. 14.
sem sækja vilja sérskóla á
höfuðborgarsvæðinu.
Magnús Torfi Ólafsson sagði,
að gerð hefði verið könnun á
fjölda nemenda utan af landi,
og hefði þar komið í ljós, að
þeir væru um 1500 samtals. Að-
staða þeirra væri afar misjöfn.
Sagði hann, að Hótel City væri
nú notað til að sjá nemendum
fyrir heimavistaraðstöðu. Þar
væri rúm fyrir 51 nemanda og
kostaði vistin þar kr. 6.000,00 á
mánuði fyrir hvern nemanda.
Þörfin hefði ekki reynst meiri
en svo, að 7 pláss væru ekki
fyllt.
Um mötuneytisaðstöðuna
sagði ráðherra, að tekin hefðu
verið nýlega í notkun mötu-
neyti i Stýrimannaskólanum,
Hótel City og f Hamrarhlíðar-
skólanum. Yrðu gerðar kannan-
ir á því í vetur, hvaða möguleik-
ar væru á frekari umbótum I
mötuneytismálunum. Sagði
hann, að ráðuneytið hefði fyrir
löngu farið þess á leit við
Reykjavfkurborg að Tónabær
yrði lagður undir þessa starf-
semi. Þessu hefði verið hafnað
af borgaryfirvöldum.
Lárus Jónsson sagði, að
nokkuð hefði verið gert, þótt
meira hefði mátt gera. Taka
mætti til athugunar t.d. hvort
ekki mætti tengja saman náms-
styrkjakerfið og húsnæðis-
vandamálin, þannig að hluti að
þvf fé, sem gengi til náms-
styrkjakerfisins gengi í staðinn
til þess að greiða niður hús-
næðiskostnað.
Jónas Amason taldi að menn
ættu að þakka ráðherra dugnað
hans f málinu. Þá sagði hann,
að skilningur Reykjavfkurborg-
ar á þessu vandamáli kæmi í
ljós í neitun borgarinnar á að
Tónabær yrði notaður sem
mötuneyti fyrir þessa nemend-
ur.
Geir Hallgrfmsson (S) sagð-
ist í tilefni af þessum síðustu
orðum vilja taka fram, að í
Tónabæ hefði farið fram starf-
semi fyrir aldraða í Reykjavík
svo og fyrir yngri kynslóð borg-
arinnar. Þessa starfsemi hefði
Reykjavíkurborg kostað algjör-
lega sjálf og hefðu framan-
greindir aðilar átt þar skjól,
sem ekki hefði verið talið hægt
að taka af þeim.
SJÓNVARPA
FISKIMIÐUM
Karvel Pálmason (SFV)
spurði menntamálaráðherra,
hvort farið hefði fram könnun
á móttökuskilyrðum sjónvarps-
sendinga á fiskimiðunum um-
hverfis landið, sbr. þingsálykt-
un Alþingis frá 14. apríl 1973.
Ef svo væri, hverjar væru þá
niðurstöður þeirrar könnunar,
og hvort gerð hefði verið áætl-
un um úrbætur og kostnað við
þær. Kom fram i framsöguræðu
þingmannsins, að í þingsálykt-
uninni gert ráð fyrir, að
umræddri könnun yrði lokið
fyrir þingsetningu i haust.
Magnús Torfi Ólafsson sagði,
að könnuninni væri ekki lokið
en færi nú fram hjá Landsím-
anum, sem hefði um málið sam-
ráð við fleiri aðila. Kvaðst hann
mundu gefa Alþingi skýrslu,
þegar könnunin lægi fyrir.
Karvel Pálmason lýsti sárum
vonbrigðum sínum yfir því, að
könnunninni skyldi ekki vera
lokið. Mæltist hann til þess, að
ráðherra ýtti á eftir málinu.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son (S) sagði, að snemma
á síðasta þingi hefði
Karvel gert fyrirspurn til ráð-
herra um þetta mál og við það
tækifæri lýst trausti sínu á því
að drifið yrði f framkvæmdum.
Undir lok þingsins i fyrra hefði
hann flutt þingsályktunartil-
lögu um málið og hefði þá kom-
ið í ljós, að traustið hefði verið
farið að minnka. Þá hefði nið-
urstaðan orðið sú, að tillögu
Karvels hefði verið breytt,
þannig að hin endaniega þings-
ályktun tók ekki bara til Vest-
fjarða heldur landsins alls. Nú
væri Karvel enn að hreyfa mál-
inu og ekkert hefði verið gert.
Sagði Þorvaldur, að um þetta
mál væri svipaða sögu að segja
eins og um annað varðandi
dreifingu sjónvarps, allt væri í
könnun, en ekki var hugað á
framkvæmdir.
Karvel Pálmason sagðist á
þinginu í fyrra hafa tekið undir
að kanna þyrfti þetta mál víðar
en bara á Vestfjörðum.