Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1973 31 1 (ÞRðmFRfniR MnRKIIKIRI Ansinis 1 Landsleikurinn við Frakka: Einn landsliðsmannanna, Björgvin Björgvinsson, kominn í skotfæri. Björgvin leikur nú með landsliðinu eftir nokkurt hlé vegna meiðsla og vonandi gefast honum oft slík færi í landsleiknum. 464 leikir. 891 mark ,JVIeð sam- vinnunni ætti það að hafast” ÞAÐ hefur eflaust komið mörgum á óvart, er landsliðið í handknattleik var tilkynnt í fyrradag, að hinn gamalreyndi markvörður Hjalti Einarsson var meðal leikmanna liðsins. Hjalti hefur að vísu verið okkar fremsti markvörður um árabil og alls leikið 68 lands- leiki. Hins vegar var hann ekki í landsliðshópi þeim, sem æfði í allt sumar. Hvað um það, Hjalti hefur æft með FH-ing- um í haust og væntanlega hefur hann ekki týnt neinu niður. Iþróttasiðan ræddi við Hjalta í gær og sagði hann m.a.: — Vissulega kom það mér á óvart að ég skyldi vera kallaður til þessa leiks, ég átti alls ekki von á því. Mér lfzt í rauninni ekkert sérlega vel á leikinn á sunnudaginn, það er mikið í húfi og við verðum að vinna. Ef allir vinna saman og berjast frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu þá hef ég trú á að við náum viðunandi árangri úr leiknum. — Það er liðinu tvímæla- laust mikill styrkur, að Geir Hallsteinsson skuli leika með því að nýju. Að mfnum dómi hefur vantað einhvern afger- andi mann í leik liðsins það sem af er þessu keppnistíma- bili. Þó er það of mikið á einn mann lagt, að ætlast til þess, að Geir vinni leikinn fyrir okkur, en með samvinnunni ætti það að hafast. Er mögu- leiki? Aður en Ieikur Islands og Frakklands fer fram, er staðan þessi f 2. riðli undankeppni Evrópuliða fyrir heims- meistarakeppnina 1974: Frakkland 2 2 0 0 41-18 4 Island 2 1 0 1 39-25 2 Italía 2 0 0 2 14-51 0 Verði tvö lið jöfn að stigum í riðlinum ræður marka- mismunur því, hvort liðanna kemst áfram í lokakeppnina. Það er þvf ekki nóg fyrir Is- land að sigra í leiknum á morg- un, heldur þarf að sigra með töluverðum mun. Islendingar hafa nú 14 mörk í plús, en Frakkar hafa 23 mörk í plús. Italía er með 37 mörk í mínus. Af þessum tölum má sjá, að staða Islendinga er næsta von- lítil. Ef gert væri ráð fyrir því, að bæði Frakkland og Island ynnu Italíu í seinni leikjum sfnum með sama markamun, þyrfti Island að vinna Frakk- land hér í leiknum á morgun með 5 marka mun. Ef leikur- inn færi t.d. 17—12 fyrir Is- land, yrði markatalan 56—37 hjá Islandi og 53—35 hjá Frakklandi. Island hefði þá 19 mörk í plús, en Frakkland 18. Þannig má auðvitað lengi reikna, en sennilega liggja úrlit í riðlinum ekki fyrir, fyrr en að loknum síðasta leik; Frakkland—Italía, þ.e.a.s., ef Island vinnur góðan sigur f leiknum á morgun. Islenzku landsliðsmennirnir, sem mæta Frökkum í Laugardals- höllinni á morgun, hafa samtals 464 landsleiki að baki. Leik- reyndastur f landsleikjum er Geir Hallsteinsson, sem hefur leikið 73 landsleiki, en næstir honum koma þeir, Hjalti Einarsson með 68 landsleiki og Ölafur H. Jónsson með 60 landsleiki. Sá, sem fæsta leiki hefur að baki, er Hörður Sigmarsson, sem leikið hefur 4 leiki. I þessum landsleikjum hafa leikmennirnir, sem leika gegn Frökkum, skorað samtals 891 mark. Geir Hallsteinsson er einn- ig efstur á blaði, en hann hefur skorað 366 mörk í landsleikjum — fleiri en nokkur annar Islend- ingur. Mörkin skiptast þannig Gffurlegur áhugi virðist vera á landsleik Islendinga og Frakka í handknattleik, sem fram fer i Laugardalshöllinni kl. 15.00 á morgun. Forsala aðgöngumiða hófst f gær, og var gert ráð fyrir, að hún héldi síðan áfram í dag. En til þess kemur ekki, þar sem allir miðar fyrir fullorðna seldust upp á rúmlega klukkustund f gær. Aðeins örfáir barnamiðar eru eftir, og verða þeir seldir kl. 13.00 i dag í Laugardalshöllinni. milli leikmannanna: Geir Hallsteinsson 366/73 — 5.013 mörk að meðaltali Ólafur H. Jónsson 134/60 — 2,233 mörk að meðaltali Einar Magnússon 84/33 — 2,545 mörk að meðaltali Viðar Símonarson 77/50 — 1,540 mörk aðmeðaltali Axel Axelsson 70/22 — 3,181 mörk að meðaltali Björgvin Björgvinsson 61/48 — 1,270 mörk að meðaltali Gunnsteinn Skúlason 48/40 — 1,200 mörk að meðaltali Auðunn Óskarsson 22/29 — 0,758 mörk að meðaltali Agúst ögmundsson 19/31 — 0,612 mörk að meðaltali Hörður Sigmarsson 10/4 — 2,500 mörk að meðaltali. — Eg hef aldrei orðið vitni að öðrum eins látum í miðasölunni hér, sagði Gunnar Guðmannsson framkvæmdastjóri Laugardals- hallarinnar, eftir að lætin voru afstaðin í gær. — Þeir, sem komu það seint, að þeir fengu ekki miða, báru, sumir hverjir, vamm- ir og skammir upp á afgreiðslu- fólkið og sögðu það hafa tekið frá aðgöngumiða. Allmargir komu langa leið að til þess að kaupa miða, en urðu slyppir frá að Htreikningur þessi er gerður meira til gamans en að nokkuð sé á honum byggjandi. Taka verður jafnan tillit til stöðu leikmann- anna í liðinu. Línumenn hafa t.d. miklu færri möguleika til þess að skora mörk en skytturnar, og sumir leikmannanna gegna lykil- stöðum í liðinu og geta verið beztu menn þess, án þess að skora mörg mörk. Eigi að síður verður það að teljast mjög glæsilegur árangur hjá Geir Hallsteinssyni að hafa skorað meira en 5 mörk að meðaltali f leik, ekki sízt með til- liti til þess, að hann hefur leikið flesta landsleikina, og gegn flest- um sterkustu liðunum, sem Is- lendingar hafa mætt í handknatt- leikskeppni. hverfa. Það er á valdi leigutaka hall- arinnar hverju sinni, hvernig að- göngumiðasölunni er háttað, og gat hver og einn fengið eins marga miða og hann vildi í gær, meðan þeir voru til. Hætt er því við, að einhverjir hyggi á svarta- markaðsbrask með miðana, eins og var t.d., er leikur Vals og Gummersbach í Evrópukeppninni fór fram, en þá gengu miðar á allt að 1000 kr. ásvörtum markaði. 116. lands leikurinn — og sá sjötti við Frakkland Handknattleikslandsleikur- inn, sem Islendingar leika við Frakka i Laugardalshöllinni á morgun er 116. iandsleikur Islands i handknattleik. Af þeim 115 leikjum, sem leiknir hafa verið, hafa 52 farið fram hérlendis, en 63 erlendis. Islendingar hafa unnið 41 leik, gert 13 jafntefli og tapað 61 leik. 1 leikjunum 115 hafa landslið okkar skorað samtals 2052 mörk, en fengið á sig 2005 mörk. Þetta verður sjötti leikur Islands við Frakklnad. Úrslit fyrri leikja milli landanna hafa orðið þessi: 9.3. 1961 Frakkland — ísland 13:20 16.2.1963 Frakkland — Island 24:14 14.4. 1966 Island — Frakkland 15:16 6.3. 1970 Frakkland — tsland 17:19 20.10.1973 Frakkland—Island 16:13. íslendingar hafa unnið tvo leiki, Frakkar þrjá og marka- ) talan er þeim hagstæð 86—81, eðaum 5 mörk. Oft þörf — nú nauðsyn Oft hafa íslenzkir íþrótta- menn þurft á stuðningi áhorf- enda að halda í keppnum sín- um við Utlendinga hér heima, og oft hefur verið kvartað yfir þvi að dauf stemmning sé hér á áhorfendapöllunum. Sem betur fer hafa íslenzkir hand- knattleiksáhorfendur þó oft verið líflegir, og er óhætt að fullyrða, að stuðningur þess við íslenzka landsliðið hefur oft hjálpað því yfir erfiða hjalla. Nú þarf íslenzka lands- liðið nauðsynlega á stuðningi áhorfenda að halda. Mönnum ber að hvetja það dyggilega i leiknum á morgun — hvetja það til sigurs. Vonandi endur- ómar Laugardalshöllin af ÁFRAM ISLAND, meðan á leiknum stendur. „4—5 marka ;sigur” — ÞAÐ er enginn vafi á því, að með komu Geirs Hallsteins- sonar í landsliðið fæst sterkari ógnun f sóknarleik þess, og það mun líka hafa mikið að segja, að nú leikur Björgvin Björg- vinsson með — í fullu fjöri. Þetta sagði landsliðsþjálfar- inn, Karl Benediktsson, á fundi með fréttamönnum í fyrradag, þar sem til umræðu var landsleikurinn við Frakk- land á sunnudaginn og valið á íslenzka landsliðinu. — Við eigum að vinna leikinn á sunnudaginn með nokkurra marka mun, ef allt gengur eðlilega, sagði Karl, — og höfum við heppnina með okkur, ætti sigurinn að geta orðið umtalsverður. Ég trúi því ekki, að annað eins og henti úti f Frakklandi geti komið fyrir aftur, — þar hrökk allt í baklás hjá okkur, en sér- staklega voru það skytturnar, sem brugðust. Uppselt á klukkustund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.