Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÖVEMBER 1973 BÍLALEIGA CAR RENTAL 'ZT 21190 21188 Itel. 14444 * 25555 mm/m iBlLALEIGA CAR RENTALl /pz bílaleigan <$S1EYSIR CAR RENTAL '»24460 í HVERJUM BÍL PIOMŒŒR ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI . BfLALEIGA JÓNASÁR & KÁRLS 1 Ármúla 28 — Simi 81315 CAK-mmTAL- 18 86060 SENDUM SKODA EYÐIR MINNA. Shodr IBGAN AUÐBREKKU 44-46. SIMI 42600. BÍLALEIGA Car rental M* 41660 - 42902 FERÐABÍLAR HF. Bílaleiga. - Simi 81260. Fimm maona Citroen G.S stat- ion. Fimm manna Citroen G.S 8—22 manna Mercedes Benz hópfttrðabílar (m bílstjórum) EMUP GAMALL TEVLP $ - • - • ••• STAKSTEINAR Hér fer á eftir forustugrein Tfmanss.l. miðvikudag. „Rógsbréf á ferli Samtök, sem kalla sig ..Möðruvallahreyfinguna", hafa að undanförnu dreift bréfi f þúsund eintaka um ailt land. Kjarni þess er soralegur rógur um forystumenn Fram- sóknarflokksins og framkvæmd þeirra á stefnu flokksins. Þarsegir m.a: „Þótt Framsóknarflokkurinn hafi um skeið veitt forystu vinstri stjórn. hefur fráhvarf frá kjarna stefnunnar hald- ið fram. A undanförnum árum hefur jafnt og þétt eflzt að völdum f flokknum fámennur hópur manna, sem skeytir lítt um grundvallarstefnu og sýnist f verki vera sumum þáttum hennar beiniinis andstæður. Þessir nýju herrar eru f dag hin raunverulega forysta f lokksins. Þeir eiga lykilmenn f æðstu stöðum og þeir ráða mál- gengi flokksins, húseignum hans og skrifstofuliði f Reykja- vfk ásamt ýmiss konar aðstöðu, sem reynist áhrifamikill við stjórnarstörf. Þessi hópur telur sig í reynd Iftt bundinn af kjarnaþáttum f stefnu flokksins. Hann telur einka- rekstur æðri samvinnustarfi. Hann lftur á byggðastefnu fyrst og fremst sem loforðaglamur, en ekki róttækt þjóðfélagslegt verkefni. Hann hlúir að vafa- samri gróðamyndum og fjár- málaspekúlasjónum á fjöl- mörgum sviðum. Hann skoðar Framsóknarflokkinn ekki sem félagshyggjuflokk, jafnaðar- og samvinnumanna, heldur sem miðflokk, sem velur sér samstarfsaðila f samræmi við valdahagsmuni á hverjum tfma. Hann vill sem lengst tengja tsland við erlent her- veldi, enda margvíslega að- stöðu að hafa upp úr slfkum tengslum. Að hópur af þessu tagi skulu jafnt og þétt ná sterkari ftölum á sama tfma og Framsóknarflokkurinn veitir vinstri stjórn formlega forystu er meðal sérkennilegra þver- stæðna i fslenzkri stjórnmála- sögu.'“ Með þessum orðum er for- maður flokksins og aðrir í æðstu stjórn hans og trúnaðar- stöðum, framkvæmdastjón, þingf lokkur og ráðherra, svo og ritstjórar Tfmans svívirtir í einni kippu. Framsóknarflokkurinn hefur oft orðið að sæta slfkum og þvf- Ifkum árásum frá andstæðing- um sfnum. Nú ber hins vegar svo við, að líkur benda tii, að höfunda og dreifingaaðila rógsins sé að finna innan félagsbanda Framsóknar- flokksins. Að vfsu er ávarp „Framkvæmdanefndar Möðru- vailarhreyfingarinnar“ ekki undirrituð neinu nafni. Af skiljanlegum ástæðum hefur Þjóðviljinn haft mikinn áhuga á vexti og viðgangi „Möðruvallahreyfingar," og hinn 17. okt. sl. skvrir hann frá þvf f forsfðufrétt aðhreyfingin hafi komið saman og samþykkt stefnuskrá. Hann skýrir þar frá, að eftirtaldir menn skipi framkvæmdanefnd „Möðru- vallahreyfingar," og skv. heimild Þjóðviljans eru það þessir menn: Amþór Karlsson, Elías Snæland Jónsson, Frið- geir Björnsson Hákon Hákonarson, Kristján Ingólfs- son, Magnús Gfslason og Ölafur Ragnar Grímsson. Allir þessir menn, sem fylgjast vel með blaðaskrifum, hafa iátið þvf ómótmælt, að þeir skipi fram- kvæmdanefnd, „Möðruvalla- hreyfingar" og beri þar með ábyrgð á þeim rógi um Fram- sóknarflokkinn og forystu- menn hans, scm nú er dreift um landið. Hollir flokksmenn þurfa að svara svona vinnu- brögðum með viðeigandi hætti. —TK“ Orð í eyra Sameiningar MIKIÐ er nú annars gaman að vera til á þessum haustdögum, þegar friðarviljinn og sáttfýsin og bróðurkærleikurinn eru svo gegndarlaus, að allir vilja sam- einast öllum. Þar er þá fyrst til að taka, að Hannibal vill sameinast einsog fyrridaginn. Nú er það sjálfur Alþýðuflokkurinn með Gylfa innanborðs, sem hann býður í náðarfaðm eindreginnar, enda ástæðulaust, að sannir jabbnað- armenn skipi ekki eina flat- sæng, hvað svo sem Bjarni Guðnason er að pípa. Hitt er náttúrlega bezt að láta glatkist- unni eftir og gleymskunni, að faðmur hannibaals vissi í aðrar áttir en til Gylfa hér fyrrmeir og svokallaður Alþýðuflokkur hélt títtnefndan hannibaal í bóli sínu fyrir margt laungu, þótt honum hugnaðist ekki vist- in allskostar. Nú og svo vilja rithöfundar ólmir í eina stríðandi fylkíngu bítandi í skjaldarrendur og hafa þó spikfjall eitt fyrir törgu, en vopnlausir, enda búið að koma í veg fyrir með ofbeldi, að þeir nái í vörzlur sannra lystamanna auronum gömlu konunnar á Króknum. Veláminnzt. Ekkert skilur mað- ur í þeirri vizku að láta lélega reyfarasmiði hafa morð fjár, þó að bækur þeirra seljist betur en Hott hott og svo víðara. Væri nær að skipta fénu í hlutfalli við gæði framleiðslunnar, og munum við þá seint afskiptir, sannir lystamenn og kunnáttu- samir menníngarvitar, þótt bækur vorar lystrænar rykfalli í hillum forlaga, meðan eldhús- reyfarar eru uppétnir útum borg og bý. En annars var Jakob að ræða sameinfgarmálin, og áfram með smjörið, einsog ráðherrannn sagði galvaskur: Þetta er sem- sagt blítt og indælt haust, hannibaai kominn á biðils- buxurnar úr klofnings- brókunum, menníngarfólkið, fór og Gréta og Ármann og Vildís eða hvað það nú heitir uppljómað f matlystugu bróður- ást einsog endurleystir dýrling- ar, — og gott ef Félag úngra framsóknarmanna er ekki til- með að sameinast Félagi úngra framsóknarmanna, aðminnsta- kosti áðuren Ólafuragnar kemst á þíng. Morgunfréttir Marc Bolan: T.REX f Japan og Astralfu. UTVARP Poppkorn, nú verða sagðar fréttir. Fréttirnar les Pétur Ævar Arason frá Múla. • MAN eru Allman Brothers Bretlands. Þessi um- mæli koma frá bandarískum að- ila og svo mikill áhugi hefur verið fyrir hljómsveitinni i Bandarikjunum, að nýjasta framlag hljómsveitarinnar, tvær stórar plötur undir nafn- inu „Back Into the Euture", hefur verið sent með tvöföldum hraða á markað þarlendis og stytt útgáfa af titillaginu hefur verið gefin út á lítilli plötu að ósk margra útvarpsstöðva. Mike Lipmann, bandarískur umboðsmaður fyrir David Bowie, Cat Stevens og War, brá sér til Bretlands á dögunum til að hlusta á hl jómsveitina og réð hana síðan tii langrar hljóm- leikaferðar í Bandaríkjunum f febrúar. Framtíðin virðist brosa við MAN, sem ættaðir eru frá Wales og hafa m.a. leikið á hljómleikum á Islandi við mjög góðar undirtektir. ^ Brezki trommuleikarinn Colin Allen hefur tekið sæti Pierre Van Der Linden í hol- lenzku hljómsveitinni Focus. • Paul McCartney hefur tekið að sér að semja tónlistina í 1‘A stundar langan sjónvarps- þátt, þar sem Tviggy verður aðalstjarnan. Þátturinn verður fyrst og fremst tónlistarþáttur og tónlistin á að vera í stíl við tónlist fjórða áratugarins. Paul hefur þegar samið titillagið, „Gotta Sing, Gotta Dance", og mun leggja fram nokkur lögtil viðbótar. Kvikmyndun þáttar- ins mun hefjast snemma í febr- úar og á að fara fram í Kaliforn- íu. Aætlað er að ljúka henni á sex vikum. Þátturinn verður seldur til sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum og Bretlandi. Handritið að þættinum er gert eftir sögu, sem umboðsmaður Twiggyar, fyrrverandi kærast- inn hennar, Justin de Villeneuve, samdi á sínum tíma. Mótleikari hennar verður sá sami og í söngvakvikmynd- inni Boy Friend, Tommy Tune, og mun hann einnig stjórna dansatriðum þáttarins. 0 Mick Taylor er nú að skipuleggja hljómleikahald án Rolling Stones. A dögunum kom hann fram á hljómleikum í London með Billy Preston, en Preston hafði kynnzt Rolling Stones mjög náið, er hann ferð- aðist með þeim um Evrópu og lék á hljómleikum þeirra. 0 Yfir 400 aðdáendur WHO eyddu heilli nótt á gangstétt- inni fyrir utan Lyceum danssal inn í London fyrir skömmu. Astæðan var sú, að um morgun- inn átti að hef jast sala á miðum á þrjá hljómleika WHO i Lyceum. Þegar miðasalan var opnuð kl. 10 var talið að um 1.000 manns hafi verið í röð- inni. Minnir hún á röðina, sem skapaðist, þegar seldir voru miðar á Led Zeppelin hljóm- leikana j Rvík foiðum daga. 0 The Shadows — nú skip- aðir Brian Bennett, Hank Marvin, Bruce Welch og John Farrar — hafa sent frá sér nýja litla plötu, „Turn Around and Touch Me“ og stór plata, „Rockin’ With Curly Leads“ er væntanleg í lok þessa mánaðar. 0 Nýjast litla platan frá T. Rex heitir „Truck On (Tyke)“ og kemur á markað eftir tvær vikur. Hljómsveitin hefur að undanförnu verið á hljómleikaferðalagi um Astral- fu og Japan. 0 Fyrsta stóra platan, sem Alvin Lee hefur gert upp á eig- in spýtur, án hljómsveitarinnar Ten Years After, er að koma á markað. Heitir hún „On The Road to Freedom” og eru á henna tíu lög eftir Alvin og Mylon Le Fevre, eitt eftir Roy Wood og eitt eftir George Harrison. Mylon þessi er orðinn náinn samstarfsmaður Alvins og eru þeir þessa dagana að vinna að upptöku á tónlist sinni fyrir bandaríska sjónvarpsstöð. A stóru plötunni leika m.a. George Harrison, Steve Win- wood, Jim Capaldi, Rebop (úr Traffic), Ron Wood úr Faces, og Mick Fleetwood. Lítil plata með lagi af stóru plötunni er einnig komin út. Lagið heitir „The World Is Changing (I’ve Got a Woman Back in Georg- ia)“. Fleira er ekki í fréttunum í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.