Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1973 3 Slegist um íbúð- ir á Sauðárkróki Afli togaranna hér frá Sauðár- króki hefur verið frekar góður i haust og yfirleitt koma þeir með um 100 lestir úr hverri veiðiferð. Héðan eru nú gerðir út þrír skut- togarar, Hegranes, Drangey og Skafti, sem er sameign aðila á Hofsósi og Sauðárkróki, sagði Guðjón Sigurðsson fréttaritari Morgunblaðsins á Sauðárkróki þegar við ræddum við hann í gær. Hann sagði, að nú væri unnið við gerð nýja flugvallarins við Hegranes. Það verk, sem nú væri unnið að, væri undirbygging vall- arins. Þá er byrjað á heimavistar- byggingu við gagnfræðaskólann, en ekki er vitað hve langt þær framkvæmdir komast í haust. Menn vona samt, að hægt verði að halda áfram með bygginguna í vetur. Miða menn þá við s.l. vetur, en þá var hægt að vinna við steypuvinnu allan veturinn ef nokkrir dagar f febrúar eru undanskildir. Mikið er byggt á Sauðárkróki á þessu ári, og vitað er að nokkur íbúafjölgun verður. Hins vegar stendur íbúðarskorturinn fólks f jölgun fyrir þrifum, og segja má að rifist sé um hverja íbúð, sem losnar. Guðjón sagði, að enn væri unnið við lagningu nýju vatnsveitunnar og er nú verið að leggja hana inn í bæinn. Aður var hún kominn að svo nefndri Eyri, en þar eru aðal- Kirkjukvöld í Laugarneskirkju KIRKJUKÓR Hvalsneskirkju og kirkjukór Asprestakalls efna til kirkjukvölds í Laugarneskirkju, sunnudaginn 4. nóv., kl. 20,30. Sr. Grímur Grimsson og sr. Guð- mundur Guðmundsson ávarpa kirkjugesti og flytja ritningarorð. Einar Sturluson syngur einsöng og báðir kirkjukórarnir syngja nokkur lög. Sjálboðaliðar SJÁLFBOÐALIÐA vantar við byggingu Sjálfstæðishússins f dag kl. 13—19. Sjálfstæðis- fólk! Leggið hönd á plóginn! Mætið f dag. matvælafyrirtæki staðarins eins og frystihúsið og sláturhúsið. Aður en hægt verður að taka nýju vatnsveituna á Sauðárkróki f notkun verður að endurnýja nokkurn hluta vatnsleiðslunnar um bæinn. ísfélagið 1 gang fyr- ir áramót GERT er ráð fyrir, að Isfélag Vestmannaeyja geti hafið starfsemi sfna f desember n.k. og að þá verði einnig farið að frysta fisk hjá fyrirtækinu. Þessa dag- ana er unnið að þvf, að koma upp borðum f pökkunarsal fyrirtækis- ins og vélum er verið að koma fyrir. Einar Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Isfélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þess misskilnings virtist hafa gætt, að Isfélagið hygðist aðeins leggja áherzlu á loðnufrystingu og söltun i vetur. Þetta væri alrangt og forráðamenn fyrir- tækisins vonuðust til, að hægt yrði að taka á móti þorskafla til frystingarfyrir áramót. Undanfarin ár hafa 16—18 bátar Iagt upp á jafnaði hjá ísfélaginu, og er búizt við, að sá fjöldi leggi upp hjá fyrirtækinu í vetur. Málverkasýn- ing Þórdísar MÁLVERKASÝNING Þórdfsar Tryggvadóttur í Bogasal Þjóð- minjasafnsins hefur staðið í tæpa viku. Henni lýkur á sunnudags- kvöld. Á sýningunni eru 39 verk alls, 17 teikningar, 14 málverk og 8 myndir út þjóðsögum. Allmargar myndir hafa þegar selzt. A ferð yfir Kaldadal frá Húsafelli til Þingvalla. Staldrað við hjá Meyjarskarði. Ar 1926 — 30. Sýning á vatnslitamynd- um opnuð í Asgrímssafni A MORGUN verður haustsýning Asgrfmssafns opnuð. Er hún 40. sýning safnsins síðan það var opnað almenningi áriSl960. Aðaluppistaða þessarar sýningar eru vatnslitamyndir, málaðar á hálfrar aldar tímabili. Nokkrar af vatnslitamyndunum eru nú sýndar í fyrsta sinn, meðal þeirra ein af síðustu myndum Asgríms, Hekia, séð frá Vatna- görðum, máluð í september 1957. El á Þingvöllum er máluð i október 1953. Einnig eru myndir úr Mývatnssveit og Borgarfirði á sýningunni. Eins og undanfarin ár kemur út á vegum Asgrímssafns nýtt jóla- kort. Er það prentað eftir vatns- litamyndinni Ur Skfðadal, sem Asgrimur Jónsson málaði í síð- ustu ferðsinni til Norðurlands, og er þetta kort fyrsta kynning kortaútgáfunnar frá þeim slóðum. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. „Stjómvöldin eiga næsta leik” — segja lækna- nemar eftir velheppnaðar aðgerðir „RAÐUNEYTIN eiga næsta leik. Boltinn er núna hjá ráð- herrunum og við viljum lfta svo á, aðgangi þeir ekki að þessari meginkröfu okkar séu þeir f raun fylgjandi fjöldatakmörk- un að háskóladeildunum.“ Þannig fórust forsvarsmönnum læknanema orð f samtali við Morgunblaðið, að loknum vel- heppnuðum aðgerðum, sem þeir efndu til f gær til að leggja áherzlu á verkfall sitt og mót- mæli varðandi fyrirhugaða f jöldatakmörkun að lækna- deild. Læknanemar hrósa óneitanlega sigri eftir fyrstu lotu. Þeir fengu jákvæðar undirtektir ráðherra við kröf- um sfnum, og stuðningsyfirlýs- ingu frá háskólaráði. Aðgerðir læknanema voru f því fólgnar, að þeir söfnuðust saman um kl. eitt í gær á Land- spítalalóðinni, en fóru síðan fjöldagöngu niður á Arnarhól. Alls tóku um 200-250 stúdentar þátt i göngunni. Þegar á Arnar- hól kom, fóru fulltrúar á fund heilbrigðisráðherra og mennta- málaráðherra og afhentu þeim greinargerð sína ásamt sam- þykkt háskólaráðs frá því á fimmtudag. Á fundi með full- trúum stúdenta lýsti heil- brigðisráðherra yfir eindregn- um vilja sínum til að leysa þetta mál og lýsti jafnframt yf- ir andstöðu sinni gegn fjölda- takmörkunum að læknadeild. Svör menntamálaráðherra voru einnig mjög á sama veg, að sögn talsmanna læknanema. Að þessu loknu gengu lækna- nemar fylktu liði upp í Háskóla Islands, og þar var haldinn eins konar lokafundur í anddyri skólans. Lýstu stúdentar þar yfir þeim vilja sinum að hætta ekki aðgerðum fyrr en þeim hefði tekizt að fá takmörkunar- ákvæðið „út úr heiminum". Verkfall stúdenta hófst sem kunnugt er í gær og mun standa áfram í dag. Á mánudag verður þetta mál reifað á Alþingi, og gera læknanemar ráð fyrir að fjölmenna á þing- palla til að fylgja málinu þar eftir. Hafa læknanemar tekið saman greinargerð, er afhent verður ráðherrum og alþingis- mönnum. Læknan. lýsa þar yfir eindreginni andstöðu sinni við fyrirhugaða takmörkun í læknadeild. I greinargerðinni segir, að stjórn læknadeildar rökstyðji þessa ákvörðun sína með öngþveiti I húsnæðismál- um, sem stafi fyrst og fremst af framkvæmdaleysi stjórnvalda. Skora læknanemar á alþingis- menn að beita sér fyrir þremur tilteknum atriðum til úrbóta — í fyrsta lagi að sjá til þess, að fjöldátakmörkun í læknadeild komi aldrei til framkvæmda, að hafizt verði þegar handa um framkvæmd byggingaráætlun- ar læknadeildar á Landspítala- lóðinni, og í þriðja lagi, að læknadeild verði séð fyrir fjár- magni til öflunar bráðabirgða- húsnæðis og kennslukrafta. I viðtali Mbl. við forsvars- menn læknanema kom fram að vænta má frekari aðgerða af þeirri hálfu í þessu máli. „Við munum bíða átekta einhvern tima, en taka málið upp að nýju, þegar fyrir liggur, hver viðbrögð stjórnvalda munu verða og þá haga aðgerðum okkar í samræmi við það,“ segja þeir. Morgunblaðið sneri sér til Ölafs Björnssonar háskóla- rektors og spurði hann um af- stöðu háskólayfirvalda til þessa máls. Kvað Ölafur háskólayfir- völd hafa fullan skilning á kröf- um læknanema og benti á, að háskólaráð hefði raunar lýst yf- ir stuðningi sínum við lækna- nema með samþykkt, er gerð var á fundi ráðsins strax á fimmtudag. (Þessi samþykkt var afhent ráðherrum í gær, eins og kemur fram hér á und- an). I samþykktinni segir, að fundur í háskólaráði beini þeim tilmælum til menntamálaráðu- neytisins og læknadeildar, að kannaðar verði til hlítar hugsanlegar leiðir til þess að komast hjá að beita heimild um takmörkun á tölu stúdenta, sem halda áfram námi f læknadeild, að afloknu prófi fyrsta árs 1974. Segir ennfremur, að há- skólaráði sé ljóst, að til að kom- ast hjá takmörkunum sé brýn nauðsyn á ráðstöfunum, sem ráðið tiltekur í sex liðum. Þar er m.a. lagt til. að hinn bráði húsnæðisskortur pre- og parakliniskra greina verði leystur með verksmiðjufram- leiddum einingahúsum, sem notuð verði sem rannsóknar- stofur og kennsluhúsnæði fyrir þessar greinar. Að nauðsynlegt sé, að kliniskri kennslu á Borgarspítala og St. Jósefsspít- ala verði komið á fastan grund- völl og í þvi sambandi gerð grein fyrir nauðsyn á fjölgun kennslukrafta. I þriðja lagi, að nú þegar verði gengið frá bygg- ingaáætlun og endanlegu skipulagi á sameiginlegri lóð Landspítala og læknadeildar. Að gerð verði framkvæmda- og fjármögnunaráætlun fyrir næstu 5—10 ár. Að allar fram- kvæmdir verði undir einni yfir- stjórn mannvirkjagerðar á sam- eiginlegri lóð Landspítala og Háskóla, og í síðasta lagi, að ráðnir verði arkitektar á frjáls- um markaði og skipaðar nú þegar hönnunarnefndir fyrir byggingar A og C, en undirbún- ingi öllum að byggingum þess- um verði flýtt, svo að unnt verði að hefja framkvæmdir í lok næsta árs eða byrjun ársins 1975. Háskólaráð hefur heitið læknadeild fullum stuðningi við framkvæmd þessara atriða. Læknanemar ásamt deildar- forseta sfnum, dr. Jóhanni Axels- syni, áður en þeir ganga á fund menntamálaráðherra. A efri myndinni sést ganga læknanema á Arnarhóli, en þangað gengu þeir ofan frá Landspftalanum. (Ljósm.Mbl. Öl. K.M.j.k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.