Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1973 Tregt hjá Bolung arvíkurbátunum — Aflabrögð Bolungarvíkur- báta eru frekar lítil um þessar mundir. Þeir róa allir með línu og hafa mest fengið sex lestir í róðri sem er mun minni afli en þeir fengu oft á línuna í fyrra- haust. Sjómenn hér í Bolungar- vík telja, að togararnir þurrausi miðin þannig, að linufiskurinn nái ekki að ganga upp að land- inu, sagði Hallur Sigurbjörns- son fréttaritari Mbl. í viðtali við blaðið í gær. Geysimikið er nú byggt á Bolungarvfk, og þessa dagana er verið að koma sundlauginni undir þak. Upphaflega átti að taka sundlaugina I notkun á þessu ári, en af þvi verður ekki, og verður víst ekki fyrr en á næsta ári. Sunndlaugin verður 12x24 metrar að stærð. Sagði Hallur, að fólk vantaði nú til flestra starfa á Bolungar- vík. 23 þús. fjár slátrað á Kirkjubæjarklaustri Slátrun er nú að ljúka hér á Kirkjubæjarklaustri, en alls verður slátrað 23 þúsund fjár að þessu sinni, en það er 2 þúsund fjár fleira en í fyrra, sagði Siggeir Björnsson bóndi í Holti, er við ræddum við hann i gær. Hann sagði, að slátrun lyki á þriðjudag og dilkar væru mun vænni en í fyrra. Um 50 manns vinna að staðaldri i sláturhús- inu. Ljómandi tíð hefur verið á Kirkubæjarklaustri í haust og miklir flutningarverið um stað- inn, aðallega vegna fram- kvæmdanna á Skeiðarársandi. Einmunatíð á Kópaskeri SLATRUN hjá Kaupfélagi Norður-Þingeyinga á Kópaskeri lauk 16. október s.l., og var alls slátrað 27 þúsund fjár. Eru þetta nokkru fleiri dilkar en í fyrra, en meðalþungi þeirra var nú aðeins minni. Þess má geta, að dilkar hafa aldrei verið jafn þungir og f fyrra. Ragnar Helgason fréttaritari Mbl. á Köpaskeri sagði i gær, að einmuna tíð væri búin að vera á Kópaskeri f haust. Ekkert áhlaup hefði komið og fólk hefði svona rétt séð litinn á snjónum. Nokkrir smábátar voru gerðir út frá Kópaskeri f sumar, en afli var saratregur. Fiskur inn var allur saltaður og nú nýlega var honum skipað út. Atvinna á Kópaskeri er nú næg, og talsvert er um það, að húsmæður vinni úti, einkum við sláturgerð, sem er að hefj- ast og við verzlunarstörf. Vígsluafmæli Brimils- vallakirkju sl. sunnudag Stykkishólmi, 29, október — SlÐASTLIÐINN sunnudag var haldið upp á 50 ára vígsluaf- mæli Brimilsvallakirkju á Snæfeilsnesi, en kirkjan var vígð fyrir nákvæmlega 50 árum á fyrsta vetrardag, 28. október af séra Ama Þórarinssyni prófasti. Við víxluathöfnina fyrir 50 árum predikaði þá ný- vígður sóknarprestur, séra Magnús Guðmundsson. Athöfnin síðastliðii n sunnu- dag hófst klukkan 2 og voru um 70 manns samankomnir í kirkj- unni. Einsdæmi er, að aftur við athöfnina nú að 50 árum liðn- um predikaði séra Magnús Guðmundsson. Sóknarprestur- inn í Ólafsvík þjónaði fyrir alt- ari. Biskupinn, herra Sigur- björn Einarsson og séra Jón Isfeld fluttu ávörp. Kirkjunni bárust margar gjafir á afmælinu, svo sem ný altarisklæði, svo og rafmagns- ofnar, en upphitun hefur ekki áður verið með rafmagni. Kirkjan var byggð 1923 og var yfirsmiður Alexander Valen- tínusson, Ólafsvík, Bjarni Sigurðsson, bóndi á Brimils- völlum,gaf land undir kirkjuna og kirkjugarð auk annarra gjafa. Kirkja Fróðárhrepps, sú er var, áður en þessi var byggð, var á Fróðá, en var flutt til Ólafsvíkur 1892. Var söfnuður- inn þá 156 manns. Var mikill kurr í söfnuðinum við þetta, svo að margir lögðu niður kirkjusókn, sumir fluttu úr hreppnum, en aðrir gengust fyrir stofnun fríkirkju. Úr þessu urðu svo samtök um kirkjubyggingu með þeim árangri, að kirkja reis í sókn- inni 1923. Nú eru í sókninni 28 manns. — Fréttaritari. 12,20 kr. fyrir hörpudiskinn HELGI Þórðarson, Alfaskeiði 49, Hafnarfirði, verður áttræður f dag, laugardaginn 3. nóvember. t tilefni afmælis sfns tekur Helgi á móti gestum á heimili sínu. VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins ákvað lágmarksverð á skelfiski á fundi sínum í gær. Þetta nýja lágmarksverð á að gilda frá 1. nóvember til 31. desember n.k. Verð á hörpudiski verður, sem hér segir: Hörpudiskur í vinnslu- hæfu ástandi, 7 sm á hæð og þar yfir, hvert kíló kr. 12.20. Verðið miðast við, að seljandi skili hörpudiski á flutningstæki við hlið veiðiskips, og skal hörpu- diskurinn veginn á bilvog af lög- giltum vigtarmanni á vinnslustað og þess gætt, að sjór fylgi ekki með. Verðið miðast við gæða- og stærðarmat Fiskmats rfkisins og fari gæða- og stærðarflokkun fram á vinnustað. Þetta nýja verð er það sama og verið hefur á þessu ári, og eftir þeim upplýsingum, sem Morgun- blaðið hefur aflað sér, þá eru sjó- menn og útgerðarmenn á skelfisk- bátum við Breiðafjörð ákaflega reiðir, þar sem allur annar fiskur hefur hækkað á þessu ári og allur tilkostnaður við útgerð hefur hækkað mikið á þessu ári. Halda sjómenn því fram, að Verð- jöfnunarsjóður hefði átt að grfpa hér inn í og greiða einhverjar uppbætur á verðið. Umræður um verðlags- mál nauðsynlegar ÞRIÐJA ráðstefna Félags ís- að hér ríkti algerlega úrelt fyrir- lenskra stórkaupmanna var sett á Hótel Loftleiðum á föstudag. Um 80 fulltrúar taka þátt f henni, en félagsmenn um land allt eru alls um 200. A fundi með frétta- mönnum kynnti Ami Gestsson, formaður F.I.S., Adolf Sonne, for- stjóra „Monopolitilsynet" f Dan- mörku, en það er stofnun, sem sér um einokunar- og verðlagseftirlit. Sonne flytur í dag, (laugardag), erindi um einokunar- og verðlags- eftirlitsstefnu sem lið I stjórn efnahagsmála. Hann hefur áður komið hingað til lands, var hér f sex vikur árið 1967 sem tækni- legur ráðunautur, þegar verið var að semja „frumvarp til laga um eftirlit með einokun, hringa- my nd un og verðlagi." Ámi Gestsson rakti stuttlega dagskrá ráðstefnunnar og mirintist sérstaklega á erindi, sem Jón Sigurðsson hagrannsókna- stjóri flutti um athuganir á af- komu heildverslunar 1971 og 1972 og einnig á erindi um gagnasöfn- un og upplýsingaöflun innan heildverslunar, sem Júlíus S. Ólafsson og Jónas Þór Steinars- son höfðu samið. Ámi sagði, að fyrirhugað væri áframhaldandi og meira rann- sóknastarf á þessum sviðum og væri verið að reyna að koma af stað heildarumræðum um efna- hags- og verðlagsmál. Hann sagði, komulag þessum málum. Kerfi svipað og okkar hefði verið notað á hinum Norðurlöndunum og víðar í stríðinu og fyrst á eftir, en 1955 hefði í stað þess verið sett á fót stofnun, sem hefði eftirlit með hringamyndun ogverðlagi. Hann kvaðst persónulega þora að fullyrða, að verðlagskerfi okkar, frá 1939 eða þar um bil, hefði ekki áhrif til lækkunar heldur þvert á móti. Kvað hann þröngsýni að vilja ekki kynna sér aðrar leiðir. NOTA EKKI HAMARKSALAGN- INGU I PRÓSENTUTÖLUM Adolf Sonne sagði, að eftir stríðið hefðu orðið miklar breyt- ingar á viðskiptaháttum i flestum ríkjum. Verðlagsákvarðanir hefðu að mestu verið lagðar niður, en tekið upp eftirlit með hringamyndunum og stórfyrir- tækjum og frjáls samkeppni látin ráða verðlaginu. Hitt kerfið hefði t.d. verið notað i Danmörku á stríðsárunum, þegar landið var nánast lokað og sveiflur því litlar i efnahagslífinu. Nú væri t.d. haft eftirlit með samningum um verð og skiptingu á mörkuðum. Verö- bólgan undanfarin ár hefði gert sérstakar ráðstafanir nauðsyn- legar og þá hefði verið tekin upp sveigjanleg verðlagsstjórn. Hins vegar væri ekki beitt hámarks Hafmengunar- ráðstefna London 30. okt. AP. ALÞJÓÐLEG ráðstefna um mengun sjávar, sem haldin er í London, hvatti f dag ríkisstjórnir, hvar sem er í heiminum, til að banna oliuaffermingu á fimm hafsvæðum; Miðjarðarhafi, Svartahafi, Rauðahafi, Persaflóa og Eystrasalti. Ráðstefnan, sem er haldin á vegum Sameinuðu þjóðanna, hófst þann 8. október s.l. og hefur fjallað um mörg mikilvæg atriði, sem beinast að því að koma í veg fyrir mengun sjávar. M.a. er hvatt til mun strangari reglugerða um umbúnað á eiturefnum og öðrum úrgangsefnum, meðan á flutningi þeirra stendur, svo og að útbúnir verði sérstakir geymslutankar fyrir varhugaverð efni. Adolf Sonne álagningarprósentu, þar sem slíkt ylli verðhækkunum, heldur væri miðað við krónur og aura. Ferming Prestur séra Bragi Friðriksson Hrafnhildur Sigurðardóttir, Hagaflöt 4 Hrefna Sigurðardóttir, Efstalundi 1 Linda Björk Hlynsdöttir, Breiðási 2 Sigríður Bjarney Karlsdóttir, Aratúni 14 Valgerður Karlsdóttir, Aratúni 14 Guðmundur Sigurðsson, Hörgslundi 4 Hans Agúst Einarsson, Hvannalundi 6 Marteinn Ölafsson, Laufási 4 Ómar Hlynsson, Breiðási 2. Steingrímur Páll Björnsson, Hdlabraut 11, Hafnarf. — Nixon Framhald af bls. 1 leit að samtölunum tveimur, en ekki tekizt að finna þau. Hvíta húsið tilkynnti John Siriea, dómara, fyrr í vikunni, að þvi hefði ekki með vissu verið kunnugt um, að hljóðritanirnar tvær væru ekki til fyrr en á mið- vikudagsmorgun. Fyrr í dag hafði einn af sak- sóknurunum í Watergatemálinu, Richard Ben Veniste, sagt, að enn væri mörgum spurningum ósvarað af hálfu Hvíta hússins í máli þessu og hann hefði í hyggju að kveða a.m.k. átta af núverandi og fyrrverandi embættismönnum Nixons til yfirheyrslu vegna þess- ara hljóðritana, sem ekki eru sagðar til. Meðal þeirra yrðu H.R. Haldeman fyrrum skrifstofustjóri i Hvita húsinu og Henry Peterson aðstoðardómsmálaráðherra. Sagði Ben Veniste, að alltof margar mótsagnir væru enn óútskýrðar. Það vakti mikla athygli,' hversu fyrirvaralaus ferð Nixons til Key Biseayne var. Venjan er, að nokkrir blaðamenn farí með for- setanum i slíkar ferðir, en nú gafst þeim ekkert ráðrúm til þess. Er þetta einstakt í stjórnartíð Ni xons. — Golda Meir Framhald af bls. 1 berlega lýst yfir því, að hann muni aldrei semja beint við ísra- ela. Talið er líklegt, að hann muni samt endurskoða þá afstöðu sína. I kvöld ætlaði Kissinger utan- ríkisráðherra að ræða á ný við Goldu Meir, auk þess sem hann ætlaði að hitta að málí Ismail, utanríkisráðherra Sýrlands, og verða það fyrstu meiriháttar við- ræður valdamanna þessara tveggja landa síðan Sýrland sleit stjórnmálasambandi við Banda- ríkin árið 1967. — Minning Framhald af bls. 22. an bilbug á sér finna. Hún sinnti þeim verkum, sem hún mátti, með sömu snyrtimennsku og glæsi- brag og áður og snerist við erfið- leikunum af því tápi, sem ótítt er. Jafnt i erfiðleikunum og þegar betur blés, fannst mér ég fara auðugri af fundi hennar en þegar ég kom. Síðustu árin þurfti hún að fara fjórum sinnum árlega til Reykja- vikur til athugunar og meðferðar. Var það jafnan móðir hennar, sem fór með henni þær ferðir, hvernig sem viðraði og á stóð. Er dugnaður þeirra mæðgna á þess- um timum aðdáunarverður. Og ég veit, að Stellu írænku minni var efst í huga þakklæti til þeirra, sem lögðu henni lið i baráttu hennar. Á það ekki sízt við um eiginmann hennar, fyrir staka umhyggju hans, foreldra hennar, sem allt vildu fyrir hana gera, lækna og hjúkrunarlið, sem hún minntist oftsinnis með þökk og hlýju, og æskuvinkonu hennar, Jónu Björnsdóttur, en heimili hennar og manns hennar, Gylfa Einarssonar, stóð henni jafnan opið. Að leiðarlokum er mér efst i huga þakklæti, virðing og aðdáun, og minningin um Stellu mun ylja mér, meðan ég lifi. Ég bið fjöl- skyldu hennar allrar blessunarog sendi henni einlægar kveðjur minar og minna, en heilir hugir allra þeirra, sem kynntust henni, fylgja henni með blessunaróskum á þeirri vegferð, sem nú er hafin. Lóa. — Hulduríki Framhald af bls. 1 *II sigur fyrir hina þjóðernissinn- uðu skæruliða, sem f september lýstu þennan hluta portúgölsku Guineu f Afrfku sjálfstætt rfki, en þarna býr um hálf milljón manna. Samþykkt allsherjarþingsins var mjög harðorð, en henni greiddu 93 riki atkvæði sitt, 7 voru á móti og 30 sátu hjá. Sam- þykktin fordæmir Portúgal harð- lega fyrir „ofbeldisverk“ gegn íbúum þessa svæðis og krefst þess, að her verði þegar í stað kvaddur burt þaðan. Fulltrúi Portúgals vísaði þessu hins vegar á bug og kallaði Guinea Bissau „hulduriki, sem aðeins er til á pappirnum“. Gegn samþykktinni greiddu at- kvæði Bandaríkin, Bretland, POrtúgal, Spánn, Grikkland, Suð- ur-Afrika og Brasilfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.