Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 30
Albert eftirlits- maður á leik Hibernian og Leeds FORMAÐUR Knattspyrnusam- bandsins, Albert Guðmundsson, hefur verið tilhefndur af Knatt- spyrnusambandi Evrópu til að vera sérstakur eftirlitsmaður á leik Hibernian og Leeds í UEFA- keppninni í knattspyrnu. Leikur- inn fer fram á -velli Hibernian í Edinborg á miðvikudaginn í næstu viku. Eins og kunnugt er lék Hib’s við Keflvíkinga í 1.,um- ferð keppninnar, leikjum liðanna lauk með naumum sigri Skot- anna. Fyrri leik Leeds og Hiberni- an lauk með jafntefli, Hvorugu liðinu tókst að skora mark. Verð- ur þvf slagurinn eflaust harður á velli Skotanna í næstu viku. Reynir í badmin- tonlansliðið NU hefur verið ákveðið að Reynir Þorsteinsson í KR taki sæti Sigurðar Haraldssonar f badmintonlandsliðinu, sem leika á við Finna og f Norðurlandamót- inu 17—20. þessa mánaðar. Sig- urður Haraldsson, sem verið hef- ur okkar annar sterkasti badmint- onspilari undanfarin ár, ákvað um sfðustu helgi að hætta frekari þátttöku í badminton, en þá hafði hann verið valinn i landsliðið. Reynir mun leika með Garðari Alfonssyni TBR í tvfliðaleiknum bæði f landskeppninni og á Norð- urlandamótinu, en óvfst er hvort Reynir fái að leika f einliðaleik f NM, vegna þess að þegar hefur verið ákveðið hverjir leika eigi saman. (Jtlit er þvf fyrir að Reyn- ir leiki aðeins f einliðaleik á NM. Enoksen til Akureyrar? Islandsmót í körfu- knattleik hefst í dag tSLANDSMÓTIÐ f körfuknatt- leik hefst í dag, og fara þá fram tveir leikir í 1. deild, og einn í II. deild. Á morgun verður keppni haldið áfram, og þá leiknir tveir leikir f 1. deild einn leikur f II. deild og einn leikur f III. deild. öll liðin f 1. deild verða f bar- áttunni um helgina nema KR- ingar, sem nú taka þátt f keppni á Irlandi. Fyrsti leikur mótsins verður milli Vals og HSK í 1. deild, og hefst á Seltjamamesi kl. 16 í dag. Sennilegt má teljast að Valur sé með betra lið, ekki hvað síst vegna þess að frétt um að Anton Bjamason myndi leika með HSK i vetur, reyndist ekki rétt. Að þessum leik loknum leika svo ÍS og nýliðamir í 1. deild UMFS. Opinn leikur, en þó virðast mögu- leikar ÍS til sigurs meiri. — Kl. 17 í dag fer fram á Akureyri einn leikur í II. deild, I.M.A. leikur gegn Breiðablik. Á morgun verða leiknir tveir leikir í 1. deild, og fara þeir fram í hinu nýja íþróttahúsi í Njarð- vík. Kl. 14 leika UMFS (UMFS leikur sína heimaleiki f Njarðvík í vetur samkvæmt boði frá UMFN) og ÍR, og kl. 15.30 leika svo heimamenn við Ármann. Gera verður ráð fyrir sigri ÍR gegn UMFS, þótt liðið sé ekki upp á það besta þessa dagana, en leikur UMFN og Ármanns getur orðið mjög jafn og spennandi. Viðtað er, að þótt UMFN leiki nú án David Devany, sem var einn besti maður liðsins í fyrra, mun liðið sennilega verða enn sterkara í vetur en þá. Margir af hinum yngri leikmönnum liðsins eru í mikilli framför. Ármann með Jón Sig. í broddi fylkingar verður þvf að sýna sínar bestu hliðar ef þeir eiga að sigra í dag. I annarri deild verður Ieikið á Akureyri á morgun, EINS og fram hefur komið I fréttum hætti Jóhannes Átlason þjálfarastörfum sfnum hjá IBA á sfðastliðnu hausti og réðst til sfns gamla félags, Fram. Akureyring- ar hafa þvf sfðustu vikur leitað að arftaka Jóhannesar f þjálfara- störfunum og hafa margir verið nefndir sem líklegir eftirmenn Jóhannesar næsta sumar. Akur- eyringar hafa meðal annars skrif- að Henning Enoksen og farið þess á leit við hann, að hann taki að sér þjálfarastörf á Akureyri næsta sumar. Ekki hefur Enok- sen enn svarað málaleitan Akur- eyringa, en heyrzt hefur að fleiri félög en IBA hafi hug á að ráða Enoksen. Sá hængur yrði líklega á ráðn- ingu Enoksens, að hann kemst ekki hingað til starfa fyrr en f maímánuði. Enoksen er mennta- skólakennari í Tönder og kæmist því ekki hingað fyrr en keppnis- tímabilið væri í þann veg að hefj- ast. Hér má geta þess að Enoksen var í haust kallaður til að leika með meistaraflokksliði Tönder, en liðið var þá illa á vegi statt. Ekki er að orðlengja það, að síðan að Enoksen kom til liðsins, hefur liðinu gengið mjög vel. Júgóslavar til Armanns I lok nóvember koma hingað til lands til Ármanns júgóslavneskir handknattleiksmenn frá féiaginu Dinamo Paneevo. Lið þetta er mjög sterkt og var t.d. f úrslitum sfðustu bikarkeppni handknatt- leiksmanna f Júgóslavfu. Meðal leikmanna félagsins eru 7 lands- liðsmenn og er meðfylgjandi mynd af þeim. Leikmaður númer 8 er þeirra frægastur hann heitir Pokrajac og hefur leikið 117 landsleiki og skorað í þeim 313 mörk, var m.a. í landsliði Júgóslavfu á sfðustu Ölympfu- leikum. Reykjanes- og Reykja- víkurmót ATHYGLI flestra handknatt- leiksáhugamanna beinist án efa um þessa helgi að landsleik Is- lands og Frakklands. Það er þó engan veginn það eina, sem verður á döfinni hjá handknatt- leiksfólki um helgina. I Reykja- nesmótinu fara fram þrír leikir á morgun, FH og HK leika í 2. flokki og síðan IBK-Stjaman og Grótta-Víðir i meistaraflokki. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 19.30 i Iþróttahúsinu í Hafnar- firði. 1 T'eykjavíkurmótinu fara í <1 % fram fjölmargir leikir f yngri flokkunum og 1. flokki. Á morgun verður leikjum yngri flokkanna fram haldið og auk þess fer þá fram einn leikur I meistaraflokki kvenna, Valur leikur við Víking og hefst sá leikur um klukkan 20.30. Metjöfnun og innanfélagsmót A INNANFÉLAGSMOTI Ar- manns, sem fram fór síðastlið- inn miðvikudag i Baldurshaga jöfnuðu þær Erna Guðmunds- dóttir og Lára Sveinsdóttir Islandsmetið í 50 metra hlaupi, hlupu á 6.7 sekúndum. Þriðja í hlaupinu varð Sigrún Sveins- dóttir á 6.9 og 4. Asa Halldórs- dóttir á 7.1 sek. I langstökki sigraði Lára Sveinsdóttir, stökk 5.08 m, Sig- rún systir hennar fylgdi fast á eftir með 5.07 m og Asa Hall- dórsdóttir stökk 4.85 m. I 50 m hlaupi karla náði Sig- urður Sigurðsson ágætum tíma, 6.1 sekúndu, sömuleiðis varð árangur hans í langstökki góður, 6.21 m. Armenningar gangast fyrir öðru innanfélagsmóti í Laugar- dalshöllinni í dag klukkan 13.20 og verður þá keppt í há- stökki karla og kvenna. Blakað í Firðinum HRAÐMÖT Víkings í blaki hefst í íþróttahúsinu í Hafnar- firði klukkan 19 i kvöld og taka tíu lið þátt í mótinu. Á morgun klukkan 16 lýkur mótinu. Forseti sam- einaðs þings í trimmkeppninni SENN líður að því að Trimm- lagasamkeppni ISI og FlHljúki og f skemmtuninni á morgun verður Eysteinn Jónsson sér- stakur gestur keppninnar. Eysteinn hefur verið áhuga- samur trimmari í mörg ár og þurfti ekki neina trimmherferð til að gera forseta sameinaðs alþingis Ijóst, hve nauðsynlegt það er að trimma. Stjarnan AÐALFUNDUR knattspyrnu- deildar Stjörnunnar í Garða- hreppi verður haldinn í Gagn- fræðaskóla Garðahrepps á morgun og hefst klukkan 14. Fundarefni: venjuleg aðal- fundarstörf. Belgar unnu Noreg Belgía og Noregur léku í vik- unni seinni landsleik sinn í undankeppni HM i knattspyrnu og lauk leiknum með 2:0 sigri Belga. Bæði mörkin voru skor- uð úr vítaspyrnum. Nú er að- eins einum leik ólokið í riðlin- um, leik Hollands og Belgíu og fer hann fram í Hollandi 21. nóvember. Hollendingar eru mun sigurstranglegri í riðlinum og markatala þeirra er snöggt- um skárri en Belganna, sem einir geta veitt þeim keppni. Staðan í riðlinum er nú þessi: Holland 5 4 1 0 24:2 9 Belgia 5 4 10 12:0 9 Noregur 6 2 0 4 9:17 4 Island 2 0 0 6 2:23 0 Enski deildabikarinn NOKKRIR leikir f 3. umferð ensku deildarkeppninnar f knattspyrnu fóru fram f fyrra- kvöld, auk þess sem Derby og Sunderland léku þriðja leik sinn úr annarri umferð, en tveim hinum fyrri lyktaði með jafntefli. Urslitin í fyrrakvöld urðu þessi: Sunderland — Derby 3:0 Millwall — Bolton 1:1 Orient — York 1:1 Stoke—Middelsbrou 1:1 Tranmere — Wolves 1:1 W.B.A. — Exeter 1:3 Luton — Bury 0:0 Fulham — Ipswich 2:2 Hull — Leicester 3:2 Southampton — Chesterfield 3:0 Manchester City — Wallsall 4:0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.