Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÖVEMBER 1973
15
Hollendingar vilja skömmt-
un á olíu í aMdarlöndum EBE
Haag, 2. nóvember.
AP. — NTB.
HOLLAND mun fara fram á við
önnur aðildarlönd Efnahags-
bandalags Evrópu á fundi ráð-
herranefndar bandalagsins f
næstu viku, að samræmdar verði
takmarkanir á olíu og olfuaf-
urðum, samkvæmt áreiðanlegum
heimildum f Haag' í dag. Vestur-
Þjóðverjar verða einkum beðnir
að hefja takmarkanir á olfu-
neyzlu.
I Bonn kvaðst vestur-þýzka
stjórnin fús til þess að styðja sam-
eiginlegar aðgerðir Evrópurikja
vegna olíubanns Arabaríkja á
EBE-fundinum í næstu viku, þótt
talið sé, að Líbýumenn hafi hótað
að taka fyrir olfuflutninga til
Vestur-Þjóðverja ef þeir hjálpa
Hollendingum. Vestur-Þjóðverjar
fá 25% þeirrar olíu, sem þeir
nota, frá Líbýu.
Hollendingar munu leggja til,
að haldið verði áfram stefnu EBE
um frjáls skipti aðildarlandanna
á olíu og olíuafurðum, en biðja
um ráðstafanir til að tryggja rétt-
láta skiptingu á fyrirliggjandi
olíubirgðum. Þeir vilja, að ráð-
herranefndinni verði falið að
gera áætlun um skiptingu og
innflutning á olfu.
Hollendingar fá nú 45% þeirrar
orku, sem þeir þurfa, frá eigin
jarðgassvæðum, og það hlutfall
getur aukizt i 50% á kostnað út-
flutnings, en aðeins 10% orkunn-
ar er olía frá Venezúela og
Nígeríu svo að óvist er, hvernig
Hollendingar geta útvegað þau
40% orkuþarfarinnar, sem þeir
hafa fengið frá Aröbum. Að sögn
vikublaðsins Onderneming, binda
Hollendingar vonir sínar við
EBE, en ströng skömmtun er
óumflýjanleg.
I Haag telja þó ýmsir, að olfu-
bannið verði ekki algert og að
Arabar reyni fyrst og fremst að
knýja fram verðhækkanir með
hótununum. Olíuflutningarnir
hafa enn ekki stöðvazt þótt ströng
viðurlög hafi þegar verið sett við
brotum á banni við skemmti-
akstri, allt að sex ára f angelsi.
Heimshöfin hreinsuð
mengun bönnuð
NIXON
SVARAR
BRANDT
Bonn, 2. nóvember. AP.
VESTUR-ÞVZKA stjórnin er
ánægð með svar, sem hefur borizt
frá Nixon forseta við bréfi Willy
Brandts kanzlara um misklfð
Bandaríkjanna og Vestur-Þýzka-
lands vegna styrjaldar Araba og
Israelsmanna.
Talsmaður Bonn-stjórnarinnar
sagði í dag, að bréfið hefði verið
vinsamlegt. Það var afhent
Brandt á Riveraströnd Frakk-
lands þarsem hann dvelst nú.
Vestur-Þjóðverjar eru gramir
vegna þess, að þeir voru ekki
hafðir með í ráðum, þegar Banda-
ríkjamenn fyrirskipuðu viðbúnað
herliðs sfns f Vestur-Þýzkalandi
vegna ágreiningsins við Rússa og
sendu hergögn þaðan til Israels.
London, 2. nóv. (AP)
ALÞJÓÐLEG ráðstefna um
mengun á hafinu samþykkti f dag
eftir rúmlega þriggja vikna um-
ræður reglur um hreinsun heims-
hafanna fyrir lok áratugarins.
Ströng viðurlög verða sett við
brotum á samningnum.
Samningur, sem ráðstefnan
Skammar-
legur
skólastjóri
Monróvíu, Líberíu
2. nóvember — AP
SKÓLASTJÓRI gagnfræðaskóla
eins í Monróvfu hefur verið hand-
tekinn og ákærður fyrir að selja
prófverkefni sfðasta árs til nem-
endanna undir þvf yfirskyni, að
um spurningar prófsins í ár væri
að ræða.
Menntamálaráðuneytið segir,
að séra Brown Kinneo, skólastjór-
inn, hafi viðurkennt, að hafa selt
prófverkefnin, og hefur hann
verið „leystur frá störfum næstu
fimm árin“. Segir ráðuneytið, að
þessar aðgerðir hafi verið nauð-
synlegar vegna þess, að glæpur
Kinneo sé „vitsmunalega og fé-
lagslega glæpsamlegur, siðferði-
lega úrkynjaður og andlega
skammarlegur, — sérstaklega
fyrir sendiherra guðs“.
Hvort skyldi nú vera þyngra á
metunum, að hafa selt nemendum
prófverkefni á fölskum forsend-
um, eða að hafa selt þau yfirhöf-
uð?
samþykkti og kallast Alþjóða-
samningur til þess að koma f veg
fyrir mengun úr skipum, nær til
allra skipa, þegar hann tekur
gildi, allt frá milljón lesta olfu-
f lutningaskipum til smábáta, sem
beratíu menn eðafleiri.
Samkvæmt samningnum er
bannað að losa eiturefni, olíu og
úrgang úr skipum, og ef hann
kemur til framkvæmda, verður til
dæmis komið í veg fyrir olíu-
mengun í fjörum, notkun plast-
neta og að fleygt sé plastbollum
og bjórflöskum úr fiskibátum.
Ný ráðgefandi nefnd ríkis-
stjórna um siglingar, IMCO, sem
Sameinuðu þjóðirnar standa að,
stóð að tillögunni, sem gerir ráð
fyrir mjög ströngum viðurlögum.
Samningurinn á að ná til skipa
frá ríkjum, sem gerast ekki aðilj-
ar að samningnum, ef þau sigla í
lögsögu ríkja, sem eru aðiljar.
68 ríki greiddu atkvæði með
samningnum, ekkert á móti, en
þrjú sátu hjá. Nöfn ríkjanna, sem
sátu hjá, eru ekki Iátin uppi.
Danir reisa kjarn-
orkuver á Jótlandi
Kaupmannahöfn, 2. nóv.
(NTB)
AKVÖRÐUN verður tekin fljót-
lega um fyrsta kjarnorkuver
Dana — sennilega f næstu viku —
að sögn blaðsins Aktuelt.
Kjarnorkuverið verður á Mið-
Jótlandi og mun kosta um níu
milljarða danskra króna. Það
verður réist með lánum frá Bret-
landi. Alvarlegar horfur í olíu-
málum heimsins hafa flýtt fyrir
ákvörðunum um verið.
Bogota 2. nóvember -AP.
Að minnsta kosti sjö farþegar
biðu bana og fimmtán slösuðust
alvarlega, er flugvél brotnaði í
spón við nauðlendingu á flugvell-
inum í Villavidencia í Austur-
Kolombíu í dag.
Umhverfisráðuneytið verður að
veita samþykki til þess að kjarn-
orkuverið verði reist. Hingað til
hafa menn ekki viljað taka
ákvörðun um kjarnorkuverið fyrr
en úr því fengist skorizt hvort
kjarnorka gæti talízt samkeppnis-
hæf á við venjulegt eldsneyti.
£
Nixon reynir að sýnast glað-
legur á blaðamannafundinum
fræga fyrir helgi.
26% vilja víkja
Nixon úr embætti
Anderson — nýr utan-
ríkisráðherra Svíþjóðar
SC ákvörðun Olofs Palme, for-
sætisráðherra Svfþjóðar, að
skipa Sven Anderson, utan-
ríkisráðherra f stað Katers
Wickmans, hefur komið á
óvart, ef marka má sænsk blöð.
Að vfsu hafði verið vitað, að
Wickman ætlaði að segja af
sér, en veðjað hafði verið á Olof
Feldt eða Carl Lindblom sem
utanrfkisráðherraefni. Þósegja
sænsk blöð, að skipan Ander-
sons sé að mörgu leyti vfturleg
og „sanngjarnt að Anderson
Ijúki giftudrjúgum stjórnmála-
ferli með þvf að fá að vera
utanrfkisráðherra f nokkur ár“.
Enda þótt ekki hafifariðmik-
ið fyrir Sven Anderson sem
varnarmálaráðherra, þykir
hann dugandi stjórnmálamaður
Sven Anderson utanrfkisráð-
herra.
og hafa margir trú á, að hann
reynist vel hæfur í nýja em-
bættinu. Ekki þykir líklegt, að
hann reyni að móta nýja utan-
ríkisstefnu, heldur þræði hann
f rekar troðnar slóðir.
Til marks um að Anderson er
alláhrifamikill, benda sænsk
blöð á, að Olof Palme hafi ráð-
fært sig talsvert við hann, þeg-
ar hann var að endurskipu-
leggja sænsku stjórnina. á dög-
unura og virðist Palme hafa
lagt eyrun við því, sem Ander-
son hafði til málanna að leggja.
Sven Anderson er fæddur í
Gautaborg árið 1910 og er því
rúmlega sextugur að aldri.
Hann hóf ungur að starfaí sam-
tökum jafnaðarmanna þar f
borg og þrítugur að aldri var
hann kjörinn á þing í fyrsta
skipti. Hann varlengi aðalritari
flokksdeildar jafnaðarmanna í
Gautaborg og aðstoðarráðherra
varð hann 1948. Arið 1951
gegndi hann starfi samgöngu-
ráðherra og árið 1957 varð
hann vamarmálaráðherra.
Washington, 2. nóv. AP.
26% Bandaríkjamanna vilja, að
Nixon forseta verði vikið úr emb-
ætti samkvæmt síðustu skoðana-
könnun Gallups.
Skoðanakönnunin var tekin eft-
ir helgina, þegar Nixon hafði
samþykkt að afhenda hljóðrit-
anirnar úr Hvíta húsinu og gert
grein fyrir máli sínu að blaða-
mannafundi.
55% þeirra, sem voru spurðir,
voru andvígir því að Nixon yrði
vikið frá, en 17% voru óákveðnir.
Fjölgun þeirra, sem vildu vfkja
Nixon, var lftil, eða 3%. Fjölgun
þeirra, sem voru óákveðnir, var
mikil, eða 10%.
Atvinnulausum
fækkar í USA
Washington, 2. nóv. AP.
ATVINNULAUSUM í Bandaríkj-
unum fækkaði óvænt í október f
4.5%, og þeir hafa aldrei verið
jafnfáir sfðan f marz 1970.
Stjórn Nixona hafði spáð því
fyrr á þessu ári, að atvinnu-
lausum mundi fækka í 4.5% fyrir
árslok. Nú hefur atvinnulausum
fjölgað tvo mánuði í röð, en frá
því i júní voru þeir 4.8%.
Tölur verkamálaráðuneytisins
gefa til kynna, að efnahagslífið í
Bandaríkjunum sé ef til vill
traustara en hagfræðingar stjórn-
arinnar hafa gefið til kynna.
Dregið hefur úr miklum vexti,
sem var á fyrra árshelmingi og
hagfræðingar hafa spáð auknu at-
vinnuleysi á næstu mánuðum.
I október 1972 voru atvinnu-
lausir 5.5% og i marz 1970 4.4%.
Talað er um fulla atvinnu, þegar
4% vinnufærra eru atvinnulaus-
ir. Stjórn Nixons efast um, að
raunhæft sé að stefna að fullri
atvinnu vegna hættu á óðaverð-
bólgu.
Tala þeirra, sem hafa atvinnu,
hefur aukizt um 3.2 milljónir sið-
an í október 1972 og það er
óvenjulega mikil aukning á tólf
mánaða timabili að sögn verka-
málaráðuneytisins.