Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÖVEMBER 1973 17 Umhverfi Reykjavíkur Allt skolp sameinað og leitt langt norður í hafstrauma hreint fOOOm 0 t 2km Gennemsmt//ge E col/ koncentrot/oner ( he/e dret, ðr 2000) QGroffo p Signoturer AA c > 1000 £ co/i/tOOmf b tvirtxa tooc -1oo — 100- io — 1 <10 — 3 C X) K) 9- Þannig verður mengunin f sjónum kringum Feykjavík árið 2000, ef ekkert verður að gert. Dekksti liturinn sýnir meira en 1000 coligerla f 100 ml vatns, sem er talið geta verið hættulegt heilsu manna. Næsti litur er 100—1000 coligerlar og yzt er minna en 100, sem er talin hreint baðvatn. Aðgengilegasti kosturinn til að tryggja hreinan sjó. Allar skolpleiðslur eru sameinaðar og útrásir lagðar á þremur stöðum f hreinsandi straum, þ.e. við Gróttu, Laugarnes og í Geldinganesi. Aðrir valkostir eru aðeins ein leiðsla við Gróttu eða tvær leiðslur við Gróttu og Geldinganes. STÓRATAK er framundan í holræsamálum Reykjavíkur, til að tryggja hreinan sjó f kring- um borgarlandið, svo sem skýrt var frá f frétt af blaðamanna- fundi borgarstjóra. Undanfarin ár hefur verið unnið mikið rannsókna- og undirbúnings- starf og nú komið að ákvarð- anatöku um umfangsmiklar framkvæmdir, sem áætlað er að muni kosta 900—1100 milljónir króna. En þær miða að þvf að leiða allt skolp frá borginni f einni til þremur leiðslum á haf út, þar sem straumar ná að þynna nægilega ört og eyða efn- um og bakterfum. Líklegasta lausnin er talin sú að slfkar leiðslur liggi út frá Gróttu, Laugarnesi og Geldinganesi. Ingi Ú. Magnússon gatna- málastjóri og starfsfólk hans hefur unnið mikla greinargerð, þar sem veitt er yfirlit yfir þær athuganir, sem gerðar hafa ver- ið í holræsamálum Reykja- víkurborgar og þá sérstaklega það, sem nauðsynlegt er að gera til að koma í veg fyrir óhreink- un sjávarins kringum borgar- landið vegna skolps. Hefur borgarstjóri þegar lagt þessa skýrslu fram í borgarráði. Er það síðan á valdi borgarstjórn- ar Reykjavíkur i samvinnu við sveitarstjórn Seltjarnarnes- hrepps og bæjarstjórn Kópa- vogs, að ákveða hvað gera skuli og hve miklu fé skuli verja til þessara mála. Það kom m.a. fram á blaðamannafundi borg- arstjóra, að siðan hætt var við flugvöll á Alftanesi má telja eðlilegt að gera útrás fyrir Garðahrepp, Hafnarfjörð og Bessastaðahrepp yzt á Alftanes- inu. Frá því byrjað var að leggja holræsi f Reykjavík var fyrst og fremst hugsað um að koma skolpinu til sjávar og hagnýttur sá kostur að hafa sjóinn allt í kring um borgina með því að leiða skolpið frá hinum ýmsu hverfum stytztu leið til sjávar. Urðu útrásirnar margar allt umhverfis Seltjarnamesið. Nú munu utrásir frá Reykjavík vera um 30 talsins og verður þeim væntanlega fækkað í eina til þrjár, sem allar verða þá norðan megin á nesinu. Fyrsta götuholræsi var lagt í Ægisgötu 1902 vegna Landakotsspítala. Hreinlætiskröfur í borginni fóru smám saman vaxandi og 1956—1957 voru fengnir finnskir sér fræðingar um hol- ræsamál, sem gerðu tillögur um sameiningu útrása, byggingu hreinsi- og dælustöðva og lang- ar útrásir í sjó fram. A þeim árum va" byrjað að gera ráð fyrir tvöföldu holræsakerfi, þ.e. sérstakri leiðslu fyrir skolp og annarri fyrir regnvatn. Og frá 1963 má segja, að svo til eingöngu hafi verið lagt tvöfalt kerfi í ný hverfi. Á árinu 1967 voru gerðar um- fangsmiklar straumamælingar í Fossvogi og Skerjafirði. I framhaldi af því var ákveðið að láta fara fram rannsóknir með þeirri nýjustu tækni, sem vitað var um, þ.e.a.s. með því að nota geislavirk efni og láta rannsaka allt svæðið frá Bessastaðanes; í Geldinganesi. Og árið 1970 var samið við Isotopcentralen í Kaupmannahöfn um samstarf um rannsóknir á mengun sjávarins af völdum skolps kringum borgarlandið, til þess að geta tekið ákvarðanir um framtíðarlegu á holræsaútrás- um frá Reykjavíkurborg og ná- grannasveitarfélögum. Gerðu þeir umfangsmiklarrannsóknir og skiluðu skýrslu um niður- stöður i ágúst 1971. í þessari skýrslu kemur m.a. fram, að á árinu 1970 var meðalóhreinkun á ströndinni norðan við borgina og á bletti í Skerjafirði þegar orðin þannig að við landið var að meðaltali yfir árið belti sem taldi 1000 Coligerla í 100 ml vatns, sem er talið að geti verið hættulegt heilsu manna, en fljótlega utan við það var Coligerla fjöldi 100—1000 pr. ml sem er talinn hæfur sjór en athugaverður, og þar utan við var gerlafjöldinn minni en 100, sem er talinn hæfur sjór til baða. Og það er markmikið, sem miðað er við, þegar talað er um baðvatn allt í kring um borgina. Sagði borg- arstjóri á blaðamannafundin- um, að menn yrðu að gera upp við sig hve miklar kröfur ætti að gera, en að hans dómi mundu fbúar Reykjavíkur i framtiðinni gera kröfur til okk- ar um hreinasta sjó. Þá gerðu dönsku sérfræðingamir spá um ástandið árið 2000 og gerðu kort, sem sýndi að ástandið hefði þá mikið versnað, ef ekkertyrði að gert. Til að tryggja hreinan sjó kringum borgina gerðu Danirn- ir 6 tillögur um staðsetningu útrása og voru þær tillögur teknar til frekari úrvinnslu og 3 leiðir útilokaðar, þar sem fljótlega var ákveðið af heil- brigðisástæðum að útrásir í Skerjafirði og örfirisey væru ekki æskilegar vegna sjóbað- staðar i Nauthólsvík og útivist- arsvæðis umhverfis fjörðinn og vegna fiskvinnslustöðva í Örfirisey. Þá voru þrjár lausnir eftir. Fyrir Reykjavíkursvæðið sést, miðað við strauma, að ein útrás við Gróttu gefur full- komnustu lausnina til að koma f veg fyrir óhreinkun sjávar. Aðrar hugsanlegar lausnir eru að fara lfka með útlögn út í gegnum Geldinganes og í þriðja lagi að bæta við þessar tvær útlagnir útlögn frá Laugarnes- tanga. Hafa þessar lausnir verið vandlega athugaðar og bornar saman og er niðurstaðan sú, að þriðja lausnin, þ.e. út- lagnir frá Gróttv. 900 m út, og frá Laugamesi og Geldinganesi 300 m út séu þægilegastar og ódýrastar í vinnslu. í öllum tillögunum er gert ráð fyrir einfaldri hreinsun og dreifistútum á útrásunum til uppblöndunar. En slík hreins- un tekur þá allt drasl og annað sem flýtur og annars væri hætta á að kynni að reka inn aftur á fjörur. En mekanisk bíólogist hreinsun sem er ákaf- lega dýr, á að vera óþörf, en mætti þó bæta henni á ein- hvern tíma í framtiðinni, ef æskilegt þætti. Og rétt er að geta þess, að miðað er við að Grótta verði áfram friðuð, eins og nú er, en hreinsistöð verði hins vegar staðsett á landinu austan við Gróttu t.d. á fyll- ingu, til að fá nægilega fjar- lægð frá íbúðarhverfum og út- rásin yrði síðan lögð norðaust- an við Gróttu. Tillagan um eina útrás frá Gróttu er dýrust, áætluð yfir 1100 millj. kr. og myndi auk þess þýða að leggja þyrfti strax mjög víðar pípur allt út að Gróttu, sem síðan ekki nýttust að fullu fyrr en austurhluti borgarlandsins yrði fullbyggð- ur. Þar sem skipulag austur- hluta borgarlandsins liggur ekki fyrir, hefur reynzt erfitt að áætla leiðsluna út frá geld- inganesi. Er þar gert ráð fyrir að skipting vatnasvæða miili Gróttu og Geldinganess sé sunnan við Klepp, og þyrfti því fljótlega að leggja útleiðsluna frá Geldinganesi. Að hafa að- eins tvær útrásir hefur þann kost, að engin útrás verður við væntanlegt hafnarsvæði í Við- eyjarsundi, en hins vegar þarf þá að leggja nýja safnleiðslu gegnum miðbæinn við hafnar- svæðið, sem verður erfitt verk. Sé Laugamesútrás felld inn í, þarf hinsvegar ekki að leggja nýja leiðslu gegnum miðbæinn og hægt að byrja að fleiri stöð- um. Er það því ódýrasta lausn- in, kostar 890 millj., og hag- kvæmust um leið. Og húnþykir fullnægjandi. Þar sem hér er um að ræða mikinn kostnað, koma fram- kvæmdir til með að standa yfir í nokkur ár, ekki talið óeðlilegt að áætla 10—15 ár. Hins vegar verður að taka ákvörðun um valkosti strax þar sem það hef- ur áhrif á holræsalagnir i borg- inni nú. Ýmsir valkostir eru til fjármögnunar þessara fram- kvæmda. Til greina kæmi, að borgar- stjórn ákvæði að hluti af fjár- veitingu til gatna og holræsa- gerðar færi í þessar fram- kvæmdir. En með óbreyttri fjárveitingu myndi það þýða minna fé til annarra hluta á næstu árum, svo sem nýrra byggingarhverfa, umferðar- mannvirkja, ræktunar i borg- inni og ýmiss konar frágangs. Þykir þvi einsýnt að til þess að ljúka þessum framkvæmdum á 10—15 árum þarf aukna fjár- veitingu, segir i greinargerð gatnamálastjóra. Erlendis er mjög algengt, að lagt sé sérstakt gjald á notend- ur þegar reisa þarf hreinsi- stöðvar og önnur mannvirki og notaðar mismunandi aðferðir, m.a. ekki ósvipaðar og notaðar eru við vatnsskatt hjá okkur. A þessu ári er gert ráð fyrir að vatnsskattur og aukavatns- skattur verði 90 millj. kr. og mætti t.d. hugsa sér að tvöfalda hann og nota það fjármagn til umræddra framkvæmda. En er- lendis er ekki óalgengt að skatt- lagning vegna slíkra aðgerða sé 50% hærri en vatnsskatturinn. Þá er f vatnalögum frá 1923 minnst á holræsagjald og stend- ur þar: „Bæjarstjórn er rétt að leggja gjald á hús og lóðir í kaupstaðnum, til þess að standa straum af holræsakostnaði. Holræsagjald skal ákveða í reglugerð.“ Virðist því heimild vera fyrir hendi fyrir slíku gjaldi. Má nefna að ætti t.d. að framkvæma tillöguna um út- lagnir frá Gróttu, Laugarnesi og Geldinganesi á 10 árum, myndi það þýða um 1000 kr. gjald á ibúa á ári. En ljóst er, að kröfur um um- hverfisvernd fara vaxandi og því nauðsynlegt að hefjast handa um að koma í veg fyrir óhreinkun strandanna og í sjónum kringum borgina. Og nú kemur til kasta fbúa Reykja- víku að ákveða hvað gera skal og hve mikið menn vilja leggja í að hafa hreinan sjó kringum borgina í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.