Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÖVEMBER 1973
25
HteÍlhof(|unk<iffínu
— Þetta? Þetta er bara það, sem ég hef safnað sam-
an til hausthreingerningarinnar.
^Ljö^nu^PÁ
Jeane Dixon
Spáin er fyrir daginn í dag
■ Hrúturinn 21. marz—19. apríl Þrátt fyrir virðingarverða viðleitni þína til að koma skriði á málin, | er hætt við, að meirihluti dags fari til spillis, vegna truflandi , smámuna. Þetta verður þó bærilegra vegna ánægjulegra samskipta 1 við gagnstæða kynið, og aukinna tilfinningatengsla.
SS Nautið 20. aprfl — 20. maí Ilaltu áfram ætlunarverki þínu og láttu ekkismámuni angra þig. Þú átt vinsældum að fagna hjá samstarfsfólki og f vinahópí og nýtur þess I mörga Láttu ekki h já llða að taka eftir einhverju, sem skiptir miklu máli f sambandi við eitthvað, sem hefur vafizt fyrir þór.
II Tvfburarnir 21. maf — 20. júnf 1 Öraunhæfir dagdraumar, sem eru afleiðingar leiðinda, geta verið afar skaðlegir og haft óheillavænleg áhrif á eðlilegan gang mála. Nauðsynlegt er, að þú gangir að verki þínu með eljusemi.
Krabbinn 21. júní — 22. júlf ^BViLSJ Síundum leiíar þú langl yfir skammt. Unga fólkið getur orSið of JívSíJ kostnaSarsamt í rekstri, og yfirleitt ættir þú a3 hafa nánar gætur á ^ ra' f jármálum þinum uin þessar rnundir. GefSu þér tfma til a3 grafast fyrirum orsakir erfiSleikanna á3ur en þú snýrSþéraS lausn þeirra.
m Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Taktu það rólega í dag og hugsaðu um eigin hag. Lfklegt er, að þór verði mest ágengt f þvf.sem snertir sjálfa(n) þig, og er r.auðsvnlegt, að þú takir sjálfstæða ákvörðun f mikiivægu máli.
rMærin 22. ágúst — 22. september Láttu ekki fmyndunaraflið hlaupa með þig f gönur. Athugaðu alla möguleika vel áður en þú tekur ákvörðun, sem orðið getur afdrifa- rfk. Vertu viðbúin(n) því að þurfa að verja sjónarmið þín, og láttu ekkideigan sfga, ef þú telur þig hafa komizt að niðurstöðu.
W/ilT4 Vogin 23. september — 22. október Þu þarft að taka gnindvallarat riði afstöðu þinnar f mikilvægu máli til gagngerrar endurskoðunar, og það sem meira er, — þú þarft að taka ákvörðun samkvæmt niðurstöðunni. Fa?st mál leysast sjálf- krafa, og er því ekki ráðlegt að humma hlutina fram af sér þar til allt er komið í defni.
m Drekinn 23. október — 21. nóvember Þú liefur lagt of mikla áherzlu á smáatriði, og það veldur þvf, að einhver tekur þig alvarlegar en efni standa til. Nú er rétti tfminn til að taka til meðferðar göniul mál sem ekki hefur verið hægt að leiða til lykta fyrr. Vertu ekki að skipta þðr af einkamálum annarra.
Bogmaðurinn 22. nóvember—21. desember Það, sem þér virðist nú liggja beinast við, reynLst vera óraunhæít. Þú ættir ekki að eyða tímanum í smá-snatt heldur reyna að gera eítthvað róttækt f málunum. Gerðu þór far um að hugsa áður en þú talar, —þákæmi þéreflaust betursaman viðþá, sem þú umgengst.
M Steingeitin 22. desember — 19. janúar Þú þarft að Ifta á þau verkefni, sem hafa nlaðizt upp, án þess að þú hafir lokið við þau. Dagurinn er heppilegur til að krefjast þess, sem þú átt hjá öðrum, hvort sem um er að ræða beinharða peninga eða greiða. Láttu ekki á þig fá, þótt einhver hafi horn f sfðu þinni, en haltu þínu striki.
P Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Gefðu smáatriöum sérstakan gaum í dag. Lestu nákvæmlega yflr það, sem þú þarft að skrifa undir. Þér miðar vel með það, sem þú ert að gera, og a*ttir ekki að breyta um stefnu í neinu grundvallarat riði fyrst um sinn. Þú þarft að hafahetra næði til yfirvegunar.
H Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Þfnum nánustu finnst þú vera annars hugar, en þú skalt ekki hlusta á neinar aðfinnslur f þvf efni. Það er ekki von, að allir skilji, að stundum er nauðsynlegt að yfirvega hlutina, f stað þess að ana áfrani hugsunarlaust. Eina ráðið er að reyna að umbera þetta fólk.
Ottó Þorvaldsson frá
Svalvogum — 70 ára
SÍÐASTLIÐINN mánudag, 29.
október, varð Ottó Þorvaldsson
frá Svalvogum í Dýrafirði sjötug-
ur.
Ottó er fæddur í Miðhvammi i
Þingeyrarhreppi 29. október
1903, sonur hjónanna Sólborgar
Matthfasdóttur og Þorvalds
Kristjánsshnar.
Foreldrar Ottós fluttust að Sval-
vogum 1905, ólst Ottó þar upp og
var foreldrum sínum mikil stoð i
harðri lífsbaráttu. Hann byrjaði
sjóróðra 9 ára gamall og stundaði
síðan sjóinn jöfnum höndum
haust og vor. Ottó fór að búa á
Svalvogum hálfum 1930, en tók
við jörðinni allri nokkru síðar.
Arið 1931 gekk hann að eiga
Magneu Sfmonardóttur frá
Kirkjubóli i Mosdal f Arnarfirði
og bjuggu þau í Svalvogum til
ársins 1955, en fluttust þá til Flat-
eyjar og svo suður til Reykjavík-
ur.
Jafnframt búskapnum i Sval-
vogum var Ottó þar vitaþjónn frá
þvi 1920, að vitinn var byggður,
en hann varð vitavörður árið
1942, þegar faðir hans fluttist frá
Svalvogum. Nátengt vitavarðar-
starfinu var svo slysavarna-
starfið, en Ottó vann mikið að
þeim málum. Hann stofnaði slysa-
varnadeildina Vinabandið í Arn-
ar- og Dýrafirði 1949, og endur-
reisti slysavarnadeildina Sæ-
björgu á Flateyri, þegar hann
kom þangað. Ottó er félagslyndur
og tók jafnan þátt í félagsmála-
störfum sveitar sinnar. Á aldar-
afmæli föður síns, 29. janúar s.l.
vetur gekkst hann fyrir því að
stofna nuðjasamband ættarinnar
og urðu stofnendur um 180. Mark-
mið niðjasambandsins er fyrst og
fremst að styrkja heimabyggðina
i líknarstarfssemi og með því
markmiði gaf það stóra fjárhæð
tii radíóvita í Svalvogum á af-
mælisdegi Þorvalds.
Ottó naut þeirrar gæfu að
eignast ungur yndislega konu.
Þau hjón voru samhennt og var
hjónaband þeirra og búskapur til
fyrirmyndar. Þau eignuðust og
ólu upp 11 börn, en fóstursonur
var sá 12. Gestrisni, velvilja og
goðmennsku þeirra hjóna var við
brugðið, enda vinsæl meðal
nágranna og sveitunga.
Ottó Þorvaldsson er kominn af
þróttmiklum vestfirzkum ættum.
Hann er mikill á velli og vörpu-
legur, með höfðingjalegt yfir-
bragð. Léttur í lund og glaðsinna
og hrókur alls fagnaðar á góðum
stundum. Við óskum honum allra
heilla með sjötiu ára áfangann.
Lifi hann heill um langa f ramtíð.
Ottó tekur á móti gestum í mat-
sal ísbjamarins h.f. á laugardag-
inn 3. nóvember kl. 20.00.
Jón I. Bjarnason.
Fundur NATO-þingmanna
1 skugga styrjaldarinnar
AÐALFUNDUR ÞINGMANNA-
SAMBANDS Atlantshaf sbanda-
lagsins var aðþessu sinni haldinn
í Ankara, höfuðborg Týrklands, i
s.l. viku. Þangað fóru 3 alþingis-
menn frá Islandi: Bjarni Guð-
björnsson, sem var formaður
nefndarinnar, Friðjón Þórðarson
og Stefán Gunnlaugsson.
Fundir hófust sunnudaginn 21.
f.m. Kom þá saman fastanefndin.
Hún er skipuð 1 þingmanni frá
hverju þátttökuríkjanna. Þar á
Bjami Guðbjörnsson sæti af
hálfu Islands.
Aðalnefndir þingsins, auk
fastanefndar, eru stjórnmála-
nefnd, hernaðarnefnd og fjár-
hagsnefnd. Störfuðu þær framan
af og fjölluðu um ýmis mál.
A miðvikudag var öllum þing-
fulltrúum boðið í langa ökuferð
til Göreme-dalsins i Cappadorin,
um 330 km hvora leið frá Ankara.
Þar er margt merkilegt að sjá frá
löngu liðnum öldum.
A fimmtudagsmorgun hófust
svo sameiginlegir fundir. Þar
voru fyrst flutt ávörp af forseta
Tyrklands og forsætisráðherra,
Luns, framkvæmdastjóra NATO,
og forseta þingmannasambands-
ins, Sir John Pell frá Bretlandi.
Sfðan urðu umræður um hin
ýmsu nefndarálit og ályktanir.
Segja má, að þessi aðalfundur
hafi verið nokkuð sérstæður að
tvennu leyti. I fyrsta lagi var illa
mætt af hálfu bandarískra þing-
manna. Þeir höfðu nóg að gera
heima fyrir og urðu að vera við-
búnir á eigin þingi vegna atburða
þeirra, sem verið hafa aðgerast á
vettvangi bandarískra stjórn-
mála.
I öðru lagi má segja, að fundur
þessi hafi verið haldinn í skugga
hinna miklu styrjaldarátaka, sem
geisuðu í Austurlöndum nær
þessa daga. Tyrkland og Sýrland
eiga sameiginleg landamæri á
stóru svæði. Það verður þvf ekki
annað sagt en þarna hafi mikil og
alvarleg aðvörun verið gefin
þeim, sem stundum telja, að allt
sé I friðvænlegu horfi og engin
ástæða til að vera á varðbergi.
Margvísleg mál voru rædd á
þessum fundi, svo sem jafnan
áður, eins og nöfn hinna ýmsu
nefnda benda til. Barátta gegn
eitur- og fíkniefnum, mengun
sjávar, bætt umhverfi, svo nokk-
uð sé nefnt. Málefni Islands, svo
sem landhelgismálið, voru ekki
rædd sérstaklega, en bárust þó í
tal, t.d. út af tillögu þingmanna
frá Kanada um víðtækt eftirlit
með fiskveiðum — m.a. með að-
stoð gervitungla — friðun og bar-
áttu gegn mengun sjávar á
Norður-Atlantshafi. Sama dag og
þessi mál bar á góma, kom sendi-
nefnd frá Vestur-Þýzkalandi til
Reykjavíkur til viðræðna um
lausn fiskveiðideilunnar. Þá
höfðu þeir forsætisráðherrarnir,
Heath og Ölafur Jóhannesson, ný-
lega rætt saman og farið allvel á
með þeim, svo að menn voru
venju fremur bjartsýnir um, að
þessi mál væru að leysast.
Móttökur allar af hálfu Tyrkja
voru mjög góðar og vinsamlegar.
Þeir höfðu að vísu í mörgu að
snúast. Þingkosningar voru ný-
lega afstaðnar, þar sem stjörnin
féll, en framundan voru hátíða-
höld f tilefni af 50 ára afmæli hins
tyrkneska lýðveldis. Einn liður i
þeim hátíðahöldum átti að vera
vígsla mikillar brúar yfir Bospor-
us, sem tengir saman Evrópu og
Asíu og jafnframt hina miklu og
sögufrægu borg, Istanbul, sem
breiðir úr sér báðum megin við
sundið.
Það kemur í hlut Dana að skipa
forsæti I Þingmannasambandi
NATO-rfkjanna næsta starfsár.
Samkvæmt því var kjörinn forseti
Knud Damgaard frá Danmörku.
Dr. Guðmundur
Pálmason
verðlaunaður
ÁRIÐ 1954 stofnaði frú Svanhild-
ur Ölafsdóttir, stjórnarráðsfull-
trúi, „Verðlaunasjóð dr. phil.
Ólafs Daníelssonar og Sigurðar
Guðmundssonar, arkitekts".
Tilgangur sjóðsins cr m.a. að
verðlauna íslenzkan stærð-
fræðing, stjörnufræðing eða
eðlisfræðing og skal verðlaunun-
um úthlutað án umsókna. Verð-
launin heita „Verðlaun Ólafs
Danfelssonar“ og námu þau 20
þúsund krónum, sem hafa nú ver-
ið hækkuð vegna Verðbreytinga f
100 þús. kr.
Stjórn sjóðsins hefur að þessu
sinni veitt dr. Guðmundi Pálma-
syni forstöðumanni jarðhitadeild-
ar Orkustofnunarinnar verðlaun-
in fyrir brautryðjandastarf í heil-
steyptri jarðeðlisfræðilegri könn-
un ájarðskorpu íslands.
Aður hafa hlotið verðlaun úr
sjóðnum dr. Leifur Ásgeirsson
prófessor, samkvæmt ákvörðun
sjóðstofnanda, dr. Trausti
Einarsson prófessor, og Þorbjörn
Sigurgeirsson prófessor.
Stálu 20 þúsund
kr. í verzlun
NOKKRIR unglingar komu inn i
verzlun í miðborginni á miðviku-
dag og þegar afgreiðslufólkið sá
ekki til, kræktu þeir sér i peninga
úr peningaskúffu verzlunarinnar,
um 20 þús. kr. Málið er í rann-
sókn.
Ekið á kyrr-
stæðan bíl
A miðvikudagskvöldið, um kl.
20, var ekið á ljósbláa Citroénbif
reið með hvítum toppi, R-30399,
á stæði austan Nóatúns, neðan
Brautarholts, og framhurð dæld-
uð mjög mikið. Þeir, sem gætu
gefið upplýsingar um ákeyrsluna,
eru beðnir að láta lögregluna vita.