Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÖVEMBER 1973 ______Framkvæmdastofnimin mun aiwnci kosta 65-70 millj. á næsta ári I iu'3ri deild Alþingis vars.l. mið- vikudag til fyrstu umræðu frum- varp ríkisstjórnarinnar um að hagrannsóknadeild verði felld undan Framkvæmdastofnun rfkisins og í staðinu sett á fót ný stofnun. Hagrannsóknastofnun, um starfsemi deildarinnar. I ra-ðum Lárusar Jónssonar og Ingólfs Jónssonar kom fram, að við þessa breytingu yrðu svo mikilsverð verkefni tekin undan I'ramkvæmdastofnuninni, að eðlilegt framhald á þessari skipu- lagshre.vtingu væri að leggja Framkvæmdastofnunina niður, enda yrði ærinn kostnaður við þá stofnun miðað við verkefni hennar. Kom fram hjá Ingólfi Jónssyni, að sá kostnaður yrði lík- lega H5-70 milljónir króna á næsta ári Olafur Jóhannesson forsætis- ráðherra mælti fyrir frumvarpinu og sagði, að reynslan, sem fengist hefði á starfsemi hagrannsókna- deildar hefði staðfest nauðsynina á sjálfstæðri stöðu deildarinnar. Gylfi Þ. Gíslason (A) sagði, að þingflokkur Alþýðuflokksins væri málinu fylgjandi, enda væri það í samræmi við þær hug- myndir, sem fram hefður komið hjá flokknum við umræðurnar 1971 um Framkvæmdastofnun ríkisins. Lárus Jónsson (S) sagði frum- varpið góðra gjalda vert. Sú stofn- un, sem færi með hagrannsóknir ætti ekki að lúta stjórn hinna þriggja pólitísku kommissara, sem settir hefðu verið yfir Fram- kvæmdastofnunina. Þetta væri í samræmi við þær skoðanir, sem sjálfstæðismenn hefðu sett fram, þegar frumvarpið um Fram- kvæmdastofnun var til umræðu 1971. A þingi þá hefði verið hægt að ná fram breytingu á áformum ríkisstjórnarinnar, svo að hag- rannsóknadeild hefði verið látin heyra beint undir ríkisstjórnina. Nú væri skrefið stigið alveg út með því að stofna sjálfstæða stofnun með svipaða stöðu og verkefni og Efnahagsstofnunin hefði haft áður. Þetta væri sjálf- sagt. En þingmaðurinn kvaðst þá vilja spyrja að þvf, hvað eftir væri af Framkvæmdastofnuninni. Við fjárlagaumræðurnar hefði komið fram, að búið væri að taka af henni gerð framkvæmda- og fjár- öflunaráætlana ríkissjöðs og færi sú áætlanagerð fram í fjárlaga- og hagsýslustofnun. Einnig hefði komíð fram í hjá starfsmönnum Framkvæmdastofnunar að ýmsir ráðherrar sniðgengju hana við áætlanagerð sína, svo sem m.a. hefði komið fram í áætluninni, sem var gerð um togarakaup landsmanna. Þá kvartaði stofn- unin einnig yfir því, að ýmsir aðrir stjórnsýsluaðilar vildu ekki hafa samráð við hana um áætlana- gerð. Væri því fróðlegt að fá að vita, hvað eftir væri af stofnun- inni. Það eina, sem virtist vera eftir, væru þrír kommissarar á aðstoðarráðherralaunum. Ingólfur Jónsson (S) sagði, að eðlilegast væri nú þegar við af- greiðslu þessa frumvarps að stíga skrefið alveg út og leggja Fram- kvæmdastofnunina alveg niður í núverandi mynd. Sagði hann, að reynslan af stofnuninni væri allt annað en góð. Þar fengju hinir góðu starfskraftar, sem þar væru saman komnir, alls ekki notið sín. Þá vék hann að því hvað Fram- kvæmdastofnunin kostaði þjdð- ina, og bar það saman við kostnað- inn af Efnahagsstofnuninni, At- vinnujöfnunarsjóði og Fram- kvæmdarsjóði ríkisins, en þessar stofnanir voru lagðar niður með Framkvæmdastofnuninni. I engu væri betur sinnt hlutverki þess- ara stofnana nú en áður. Arið 1971 kvað þingmaðurinn hinar þrjár stofnanir Viðreisnarstjórn- arinnar hafa kostað samtals 20,9 milljónir króna. Arið 1972 hefði Framkvæmdastofnunin kostað í allt 39,8 milljónir, þó að hún hefði ekki starfað nema 8—9 mánuði ársins. Aætlaður kostnaður fyrir 1973 hefði skv. upphaflegri áætlun verið 43 milljónir, en nú væri búið að endurskoða þá áætlun og hljóðaði hún nú á 49,8 milljónir. Sú áætlun, sem nú lægi fyrir um kostnaðinn 1974 væri 55 milljónir, svo búast mætti við, að sú áætlun yrði komin í 65—70 milljónir, þegar hún hefði verið endurskoðuð. Væri hér reiknað með, að búið yrði að taka hag- rannsóknadeildina burtu. Ef hún væri reiknuð með, yrði áætluð tala fyrir árið 1974 sjálfsagt allt að 80 milljónir króna. Benedikt Gröndal (A) taldi það vera íhaldsrugl, sem sjálfstæðis- mennirnir hefðu sagt. Þeir tveir sjálfstæðisþingmenn, sem ættu sæti í hinni þingskipuðu stjórn Framkvæmdastofnunar pössuðu sig á að vera ekki i salnum við umræðuna. (Magnús Jónsson, sem nú er staddur á ailsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna og Matthías Bjarnason, sem talaði litlu á eftir Benedikt, innsk. blm.). Þingmaðurinn taldi fávíslegt að spyrja, hvaða verkefni væru eftir hjá Framkvæmdastofnuninni. Byggðasjóður væri einn nægileg réttlæting fyrir áframhaldandi starfsemi hennar. Varðandi kostnaðinn sagði hann, að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem sæti ættu I stjörninni, hefðu ekki gert þar tillögur um sparnað í rekstri stofnunarinnar. Að end- ingu sagði Benedikt, að sjálfsagt hefði rikisbáknið ekki í annan tíma blómgast meira en þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórn. Lárus Jónsson sagðist ekki hafa átt við það, að sú sundurlausa starfsemi, sem fram færi hjá Framkvæmdastofnuninni í byggðamálum yrði lögð niður, heldur yrði þeirri starfsemi sjálf- sagt betur komið hjá öðrum að- ilum og ætti þvi að leggja stofnun- ina niður, en ekki þá litlu, e.t.v. nauðsynlegu starfsemi, sem þar færi fram. Matthfas Bjarnason (S) kvaðst mótmæla orðum Benedikts í sinn garð og Magnúsar Jónssonar. Þeir hefðu báðir verið á þeirri skoðun á sinum tíma, að hagkvæmara hefði verið að láta meðferð þeirra mála, sem nú væru hjá Fram- kvæmdastofnuninni vera á þeim stöðum, sem hún var fyrir. Hins vegar eltu þeir ekki ólar við að vera að gera sffelldan ágreining i stjórninni út af orðnum hlut. Þetta mætti engan veginn skilja svo, að þeir væru ánægðir með skipan mála nú. Ölafur Jóhannesson þakkaði undirtektirnar við frumvarpið, þvi að svo virtist sem allir ræðumenn væru því sammála. Sagði hann að lánadeild og áætl- anadeild Framkvæmdastofnunar- innar myndu starfa áfram. Ingólfur Jónsson sagði, að svo virtist sem Benedikt ætlaði að koma í stað Bjarna Guðnasonar í stjórnarliðinu, svo mikið hefði honum verið niðri fyrir. Itrekaði Ingólfur það álit sitt, að það sem eftir yrði af Fram- kvæmdastofnuninni væri allt of dýrt fyrir þjóðina. Viðreisnar- stjórnin hefði haft það á stefnu- skrá sinni að fá fjármuni fyrir það. sem eytt væri úr ríkissjóði. Greinilega væri annar hugsunar- háttur ríkjandi nú. Benedikt Gröndal sagði, að sér hefði þótt nauðsynlegt, að ein- hver stæði upp og bæri blak af Framkvæmdastofnuninni, þegar svo hart var að henni vegið. Að Iokinni þessari umræðu var frumvarpinu vísað til 2. umræðu og f járhags- og viðskiptanefndar. Fyrirspumartími EFTIRLITSSTÖRF I IIEIMAVISTAR- SKÓLUM Jónas Amason (Ab) spurði menntamálaráðherra, hverjir hefðu fjallað um það samkomu- lag, sem í bréfi menntamála- ráðuneytisins til skólastjóra, dags. 8. marz 1973, segir, að orðið hafi „um að láta reglur skólaársins 1971 / 1972 fyrir umsjönar- og eftirlitstörf í heimavistarskólum á skyldu- námsstigi gilda einnig skólaárið 1972 / 1973“. I fyrirspurn þess- ari mun átt við samninga um laun fyrir þessi störf. Magnús Torfi Ölafsson menntamálaráðherra sagði, að hér væri um að ræða samninga milli fjármálaráðuneytisins og samtaka kennara. Haft hefði verið samráð við Samband ís- lenskra barnakennara og Landssamband framhalds- kennara og auk þess menntamálaráðuneytið og Sam- band íslenskra sveitarfélaga. Ekki hefði v»rið um fullt sam- komulag aö ræða og væri nú samstarfsnefnd þessar; aðila að vinna að samkomulagi sem ætti að gilda á þvi skólaári, sem nú er nýlega hafið. Jónas Amason taldi að hér hefði ver- íð um mjög óvenjuleg vinnu- brögð að ræða, þar sem í raun hefði ekki verið um neina þátt- töku kennaranna að ræða, þeg- ar ákveðið var hvaða reglur skyldu gilda. Þá hefði þeim ekki verið tilkynnt um ákvörð- un ráðuneytisins fyrr en undir vor, þegar þeir hefðu verið bún- ir að vinna allan veturinn. Óverjandi væri að ákveða kjör- in þannig eftirá. Halldór Blöndal (S) sagði, að hér kæmi í ljós framkoma ríkis- stjórnarinnar til starfsmanna sinna. Hér væri um að ræða einn flokk opinberra starfs- manna og væru kjör þeirra ákveðin án formlegrar þátttöku þeirra sjálfra og þar að auki eftirá. Varpaði hann fram þeirri fyrirspurn til fjármála- ráðherra hvort það væri rétt, að ríkið réði til sín menn og léti þá vinna eftir kjarasamningum Verslunarmannafélags Reykja- víkur vegna þess að þannig slyppi ríkið betur en ef starfs- mennirnir ynnu eftir samning- um opinberra starfsmanna. SJÁLFVIRK VIÐVÖR- UNARKERFI Öddur Ölafsson (S) spurði samgönguráðherra, hvað liði framkvæmd þingsályktunar frá 6. apríl s.l. um ítarlega könnun á notagildi sjálfvirkra hálku- viðvörunarkerfa á hraðbrautir. Björn Jónsson samgönguráð- herra sagði, að Vegagerð ríkis- ins hefði þessa könnun með höndum og hefði kalllað fyrir- tækið Raf lagnatæki til að vinna að könnuninni. Sagði ráðherra, að stefnt væri að því, að skýrsla gæti legið fyrir 1. des. n.k. og þá yrði athugað hvaða kerfi mundi henta best. Síðan mundi Vega- gerðin skila lokaskýrslu í mál- inu. DREIFING SJÓNVARPS Jónas Jónsson (F) spurði menntamálaráðherra eftir talinna spurninga: 1. Hvað hef- ur miðað með dreifingu sjón- varps á yfirstandandi ári? 2. Hver hafa orðið aðflutnings- gjöld af innflutningi sjónvarps- tækja síðustu 5 ár, og hvað er áætlað, að þau verði á yfir- standandi ári og því næsta? 3. Eru áform uppi um aðrartekju- öflunarleiðir, til þess að unnt verði að ljúka dreifingu sjón- varpsins til allra landsmanna innan eðlilega langs tíma? Magnús Torfi Ölafsson, menntamálaráðherra, sagði, að framkvæmdir f ár hefðu verið við það bundnar að ljúka við áður ákveðin verkefni. 2. t.l. svaraði hann á eftirfarandi hátt: 1968: 56,7 milljónir, 1969: 51,4 m„ 1970: 35,8 m., 1971: 24,0 m„ 1972: 24,7 m„ 1973 væru áætiuð aðflutningsgjöld 20 milljónir og 24 milljónir árið 1974. 3. t.l. svaraði hann þann- ig, að ekki væru uppi áform af hálfu stjórnvalda um aðrar tekjuöflunarleiðir. Jónas Jónsson sagðist vona að tekjulindir fyndust til að ljúka því átaki, sem dreifing sjón- varpsins væri. Benedikt Gröndal (A) beindi því til ráðherra, að aðkallandi væri að finna nýja tekjustofna til að standa undir dreifingu sjónvarpsin^ svo og til að standa undir viðhaldskostnaði á gömlum endurvarpsstoðvum. FRAMHALDSNÁM HJtJKRUNARKVENNA Þórarinn Þórarinsson (F) spurði menntamálaráðherra, hvaða ráðstafanir hefðu verið fyrirhugaðar til að tryggja hjúkrunarkonum framhalds- nám við Háskóla Islands. Magnús Torfi Ölafsson sagði það vera vilja ráðuneytisins, að hjúkrunarkonur ættu kost á framhaldsnámi við Háskóla Islands. I haust hefði byrjað námsbraut í hjúkrun við skól- ann en þar væri stúdentspróf inntökuskilyrði. Nefnd ynni nú að þvf að reglum yrði breytt svo að hjúkrunarkonur ættu einnig kost á að stunda framhaldsnám við skólann. Breyta þyrfti Há- skólalögum til þess. Þórarinn Þörarinsson lagði til að reynt yrði að hraða nauð- synlegum lagabreytingum á þingi. Ef tafir yrðu af hendi ráðherra gætu aðrir þingmenn lagt fram slfkar tillögur. Kvaðst hann ekki trúa öðru en Al- þingismenn styddu hjúkrunar- konurnar. Halldór Blöndal tók undir síðustu orð Þórarins. Spurði hann síðan ráðherra, hvort ein- hverjar ráðagerðir væru uppi um að koma á fót hjúkrunar- kennslu á Akureyri. Magnús Torfi Ölafsson svaraði því til, að hann hefði ekki fengið í hendur neinar til- lögur eða ráðagerðir þar að lút- andi. Kvaðst hann hafa orðið var við áhuga fyrir því, að hjúkrunarkennslu yrði komið á fót á Akureyri. AÐSTAÐA SKÓLANEMENDA UTAN AFLANDI Lárus Jónsson (S) spurði menntamálaráðherra, hvað liði framkvæmd þingsályktunar frá 3. apríl s.l. um bætta aðstöðu nemenda landsbyggðarinnar, Framhald á bls. 1 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.