Morgunblaðið - 20.11.1973, Síða 1

Morgunblaðið - 20.11.1973, Síða 1
40 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 262. tbl. 60. árg. ÞRIÐJUDAGUR 20. nóvember 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins Aþena: Fjölda hand- tökur Aþenu, 19. nóvember, AP. GRÍSK stjórnvöld gripu í dag til róttækra aðgerða gegn andróðurs- öfluðum f landinu í kjöifar blóð- ugra óeirða si. laugardag. sem kostuðu 9 manns iífið og særðu 148, er tii átaka kom miiii lög- reglu og herliðs og stúdenta. I dag handtóku grfskir lögreglu- menn og hermenn fjölda vinstra sinnaðra stúdenta, stjórnmála- menn og prófessora, þar á meðal rektor tækniháskólans í Aþenu. Einnig voru margir ungir menn teknir til yfirheyrslu. Hinir hand- teknu voru fyrst fluttir til knatt- spyrnuvallar í Aþenu til yfir- heyrslu og þeim síðan sleppt eða stungið i fangelsi. Ekki er vitað, hversu margir hafa verið hand- teknir, en talið er, að þeir skipti hundruðum. V aranleg brúarger ð ísraela yfír Súezskurð? Kaíró og Tel-aviv, 19. nóvember, AP. FULLTRÚAR Egypta og ísraela hittust á fundi f dag í bækistöðv- unum við þjóðveginn milli Súez eftir kosningarnar í ísrael, sem fram eiga að fara 31. desember n.k. Benti talsmaðurinn á, að í vopnahlésályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna væri kveðið og Kaíró, til að ræða ýmis atriði á um, að friðarráðstefnu bæri að vopnahléssamningsins. Ekkert halda strax og yrði að fara eftir særðust í stríðinu, hefðu nú verið fluttir burt, en eftir væru um 1400 særðir hermenn, sem hrúgað væri saman í 300 rúma sjúkrahús. Er ástandinu þar lýst sem hreinu helvíti. Talsmaður israelsstjórnar skýrði frá þvf í dag, að ákveðið hefði verið að hefja rannsókn á ákærum um meint mistök her- stjórnar fsraela í upphafi strfðs- ins. Fer rannsóknin fram fyrir luktum dyrum. 5 verkamenn voru handteknir í Aþenu í dag fyrir brot á gildandi herlögum, sem banna að fleiri en 4 menn standi saman á götu. Voru fjórir verkamenn umsvifalaust dæmdir í 4 ára fangelsi, en hinum 5. sleppt úr haldi. Skriðdrekar og brynvarðar bif- reiðar stóðu víða á götuhornum í Aþenu í dag og hermenn gráir fyrir járnum voru á ferli. Canello- poulos fyrrum forsætisráðherra sagði i yfirlýsingu f dag, að það væri móðgun við þá, sem hefðu verið kúgaðir um árabil, að kalla þá lítinn hóp stjórnlevsingja. Hann hvatti til þess, að settyrði á Framhaid á bls. 31 var sagt, hvaða atriði hefðu verið rædd, en annar fundur hef- ur verið ákveðinn n.k. fimmtudag á sama stað. Yarif hershiifðingi sat fundinn fyrir Israela og Gamazy hershöfðingi var fulltrúi Egypta. T.alsmaður stjórnar Egypta- lands vísaði i dag á bug tillögu Israela um, að fyrirhugaðri frið- arráðstefnu ríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs yrði frestað þar til því, en ekki láta innanríkis- stjórnmál hafa þar áhrif á. Stjórn Egyptalands hefur skip- að sendinefnd sinni hjá S.Þ. að mótmæla formlega varanlegri brúargerð ísraela yfir Súezskurð. Skóra Egyptar á S.Þ., að talsmenn samtakanna semji við ísraela um leyfi fyrir erlenda fréttamenn til að koma til Súezborgar. ísraelar segja allt tal um brúargerð þvætt- ing. Talsmaður S.Þ. sagði, að um 1300 óbreyttir borgarar, sem EBE-löndin eru undanþegin frekari olíuskömmtun Meiri samdráttur hjá Japönum Vinarborg, 19. nóvember, AP. TALSMAÐUR eins stærsta olíu- framlciðandans meðal Araba- Harðar olíusparn- aðaraðgerðir Dana Kaupmannahöfn, Osló, 19. nóvember, AP—NTB. DANSKA ríkisst jórnin fyrir- skipaði f dag bann á akstri einka- bifreiða á sunnudögum, svo og að dregið yrði úr sölu á olíu til upp- hitunar um fjórðung, og rafmagn skammtað í svo miklum mæli, að fyrirsjáanleg eru dimmustu jól f landinu frá síðari heimsstyrjöld. Þessar akðgerðir til olíu- sparnaðar voru samþ.vkktar í sér- stakri þingnefnd með öllum at- kvæðum, og koma þær f kjölfar hraðatakmarkana í bifreiðaakstri á þjóðvegum og strætum borga og bæja, sem verið hafa i gildi undanfarna 10 daga. Þessar ströngu aðgerðir eru bein afleiðing öngþveittsins, sem útflutningsbann Arabalandanna á olíu hefur skapað í Evrópu. Erling Jensen viðskiptamálaráðherra sagði í dag, að þessar ráðstafanir væru nauðsynlegar þrátt fyrir lítils- háttar frestun olíubannsins, sem tilkynnt var af hálfu Araba í gær, en þeir þinga nú um olíumálin í Vinarborg. Þar vartilkynnt, aðöll Norðurlöndin, nema Danmörk, yrðu fyrir útflutningsbanni á olíu, sem nemur 5% f viðbót við núverandi takmarkanir. Kemur þetta til framkvæmda í desember, en enn hafa hin Norðurlöndin ekki tilkynnt um verulegar aðgerðir til sparnaðar. Vitað er þó, að t.d. Noregur er við öllu búinn. Um 90% af eldsneytisneyzlu Dana eru byggð á olíunni, en núverandi birgðir í landinu nægja aðeins til tveggja mánaða, miðað við eðlilega neyzlu. Aðgerðirnar nú fela m.a. í sér bann á allri útilýsingu, t.d. jóla- ljósaskreytingum. Mjög harðar refsingar eru fyrir brot á þessum nýju reglum, — háar fésektir og fangelsun við endurtekin brot. Nokkrar undantekningar eru þó veittar frá reglunum, þar sem brýnust þörf er á. ríkja sagði við fréttamenn f Vínarborg í dag, að hin litla til- slökun á olíusölubanni til ríkja EBE næði aðeins til 8 EBE-landa, en vildi ekki segja, hvaða lönd þetta væru. Gert er ráð fvrir. að Hollendingar séu þeir, sem útundan verða. Talsmaðurinn sagði einnig, að olíuframleiðendur myndu íhuga frekari tilslakanir, ef samkomu- lag næðist á friðarráðstefnunni í Genf i næsta mánuði um skjótan brottflutning ísraela frá her- teknu svæðunum frá því á sex dagastriðinu 1967. Fundur OPEC, samtaka olíu- framleiðslulanda, hófst í Vínar- borg í dag, og er hér um að ræða annan af tveimur árlegum fund- um, sem samtökin halda, til að ræða mál sín. Efst á baugi á þess- um fundi verða mál, er varða tak- mörkun á olíusölu og verð á olíu. Gert er ráð fyrir, að miklar umræður verði um þessi mál og erfitt verði að finna eina heildar- lausn á vandamálunum. Japanskir stjórnmálamenn létu í dag ljós mikla gremju yfir ákvörðun leiðtoga Arabarikja um að veita Japan ekki undanþágu frá 5% takmörkuninni á oliu- framleiðslu, sem koma á tíl fram- kvæmda í næsta mánuði. Gert hafði verið ráð fvrir, að tak- mörkunin kæmi jafnt niður á Japönum og EBE-löndum. en nú hafa þau verið undanþegin og allt útlit fyrir, að Japanir einir verði að taka á sig magntapið. Segja Japanir, að þessar ráðstafanir verði til þess, að iðnaðarfram- leiðsla þeirra minnki um 12—13%. Tilkynningin um þetta hefur vakið mikinn ótta meðal almennings, sem ruddist inn í búðir i dag til að hamstra, af ótta við, að olíuskorturinn verði til þess, að skortur verði . innan skamms á mörgum nauðsynjavör- um. Japanir, sem hafa haft 6 daga vinnuviku hafa nú stvtt hana niður í 5 daga. I Bandaríkjunum er nú unnið mvrkranna á milli að undir- búningi aðgerða til að bregðast við olíuskorti á komandi vetri. en sérfræðingar telja, að svo kunni að fara, að Bandaríkjamenn vanti 35% til þess að fullnægja eðli- legri olíuþörf. Þetta er mun hærri prósentutala en áður hafði verið nefnd.en hún varum23%.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.