Morgunblaðið - 20.11.1973, Side 7

Morgunblaðið - 20.11.1973, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 20. NOVEMBER 1973 7 forum worldfeatures EftirGrafme Allan. OFT er sagt að við höfum gleymt upphaflegum til- gangi júlahalds, að kaup- mennska og sjálfsdekur hafi varpað cugga á þá staðreynd, • okkur er ætlað að mmnast eins merkasta atburðar mannkynssögunnar — fæðingar Krists. Þetta er að sjálfsögðu ekki fjarri sanni. En annat- sannleikur, sem sjalö i ber á góma, er sú staðr. ynd, að skýring Biblíunnar á jólunum sjálfum byggist aðallega á goð- og helgisögnum. Goðsagnir jólanna Jesú Kristur VAR til. Jafnvel þeir vantrúuð- ustu geta ekki gert lítið úr þýðingu lífs hans og dauða. En sagnfræðingar og guðfræðingar hafa á liðnum árum sannað, að fæðing hans var ekki eins og Bihlían lýsir henni. Því má ekki gleyma, að það voru ekki sjónarvottar, sem skráðu guðspjöllin, heldur voru þau skráð heilli öld síðar af mönnum, sem söfnuðu arf- gengnum munnmælasögum. Kennimenn fyrr og nú, sem allt hafa gert til að bera sögur Bibl- íunnar saman við staðreyndir, hafa komizt að þeirri niður- stöðu, að ekki sé unnt að stað- hæfa hvaða ár Jesú fæddist, að fæðingardagurinn hafi alls ekki verið 25. desember, að hann gæti hafafæðzt í fjárhúsi, þótt ósannað sé, og að þar hafi verið um eðlilega mannlega fæðingu að ræða. Þeir, sem þekktu Jesú, vissu að hann átti fjóra yngri bræður og tvær systur. Ekki er minnzt einu orði á meyjarfæðingu í elzta hluta Nýja testamentis- ins — bréfum Páls, sem skráður var meðan enn voru á lífi menn, er höfðu þekkt Jesú persónulega. Sagan um meyjarfæðinguna kemur frá Mattheusi og Lúkasi, sem voru að koma á framfæri helgisögnum, er ekki komust á kreik fyrr en að Jesú látnum. Sagnfræðingar telja að Matt- heus hafi misskilið spádóm Isaiah, því upphafleg merking hebrezka orðins mey var ógift kona. Dýrkun Maríu hófst löngu seinna. A kirkjuþinginu árið 431 var hún útnefnd Guðs- móðir, og á kirkjuþinginu 649 ævarandi mey. Þá var því einnig lýst yfir, að bræður og systur Jesú hafi verið úr fyrra hjónabandi Jósefs og því upp- eldisbörn Maríu. Sérfræðingar í dag telja lík- legast, að Jesú hafi fæðzt annað hvort árið 4 eða 7 fyrir Krist. Mattheus segir, að það hafi verið á dögum Heródesar kon- ungs — og hann lézt árið 4 f.K. Lúkas getur þess, að hann hafi fæðzt á tímum manntalsins, þegar Cyrenius var landsstjóri f Sýrlandi, en það var á árunum 7 og 6 f.K. Lúkas segir einnig, að Jósef hafi þurft að fara frá Nazaret til Betlehem vegna manntals- ins, en það hefði þýtt 10 daga ferð á asna eða úlfalda á síð- ustu dögum meðgöngutíma Mariu. Samkvæmt helgisögnunum er skúti nokkur við Betlehem fæðingarstaðurinn, en prestur, sem lézt árið 420. sagði, að þar hafi áður verið altari Adonis. Er talið, að Kristnir menn hafi helgað sér það á fyrstu árum Kristninnar. I öðrum guðspjöllum er talað um Jesú „frá Nazaret", en Betlehem hvergi getið, svo sennilegt er, að hann sé fæddur f Nazaret. Hugsanlegt er, að Jesú hafi fæðzt í jötu, þvf á þeim tímum voru gististaðir aðeins afgirt svæði fyrir húsdýr með aðskild- um skýlum fyrir ferðamennina. Dagsetningin 25. desember var ákveðin í Róm fljótlega eftir árið 300, en fyrir þann tima töldu helgisagnir, að Jesú hefði fæðzt ýmist 28. marz, 19. apríl eða 29. maí. Sagnfræðing- ar benda á, að sennilegra sé, að það hafi verið að vori, því fjár- hirðar hafi verið úti á engjum, en skepnu1- h"r; jftast verið hýstar í desr’ ,oer. Stjarnfræðingar, sem hafa kannað frásögnina um stjörnuna miklu í austri, segja að sennilega sé átt við það fyrir- bæri, þegar reikistjörnurnar Júpíter og Saturnus bar saman frá jörðu að sjá unt nokkurt skeið frá febrúarmánuði árið 7 f.K. Af þessum og mörgum fleir < niðurstöðum vísindamanna virðist aðeins eitt vfst í sam- bandi við jólasöguna — það að Jesú var til. Og sú vissa er kristnum mönnum sannarlega næg. NAUTAKJÖT — SVÍNAKJÖT — FOLALDAKJÖT Látið ekki hnífinn standa í nautinu. ég útbeina eftir óskum ykkar Kem á staðinn Uppl. í síma 371 26 BROTAMÁLMAR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði Staðgreiðsla Nóatún 2 7, stmi 25891. HAFNARFJARÐARAPÓTEK Opið öll kvöld til kl 7. nema laugard. til kl. 2. Helgidaga frá kl. 2—4. MOSKVICH '72 til sölu í góðu standi. selst með 3ja ára skuldabréfi Upplýsingar i sima 31 09 og 31 97, Eyrabakka. KONA ÓSKAST á litið heimili Má hafa 1 —2 börn. Húsnæði og fæði Gæti verið sem aukavinna Hjón koma einnig til greina. Tilb sendist afgr Mbl fyrir mánaðamót merkt „5049" ÚRVALS SÚRMATUR Súrsaðir lundabaggar, hrútspung- ar, sviðasulta, svinasulta Úrvais- hákarl, sild og reyktur rauðmagi. Harðfiskur, bringukollar Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2, sími 35020 FIAT 128 til sölu Benz 220 árgerð 1970, Cortina árgerð 1970, Citroen D S special 1971, Toyota Crown 1971 Bíla og fasteignaþjónusta Suðurnesja, sími 92-1 535 heima 2341. KEFLAVÍK — SUÐURNES skemmtileg 5 herb 1 32 fm íbúð til sölu Einnig 2ja og 3ja herb íbúðir. Bíla og fasteignaþjónusta Suður- nesja, sími 92-1535 heima 2341. Hafnarflrðl - Til sdlu mjög góð 3ja herb. íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi við Álfaskeið. íbúðin er 96 fm. Afhending nú þegar. Gott verð og greiðsluskilmálar. Árni Grétar Finnsson, hrl., Strandgötu 25, Hafnarfirði, sími 51500, heimasími 50115. Ibúcf óskast Óskum eftir að taka á leigu litla íbúð, sem fyrst. Upplýsingar í síma 26866 milli kl. 9.00 og 1 7.00. Kúpllngs- diskar í flestar gerðir bifreiða fyrirliggjandi STORÐ H. f. Ármúla 24. Sími 81430. & DUNIsOP Lyflaradekk 23x5 650x10 25x6 750x10 27x6 825x10 18x7 27x10-12 29x7 700x12 500x8 600x15 21x8-9 700x1 5 600x9 750x1 5 700x9 825x15 flUSTURBflKKI fSÍMl: 38944

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.