Morgunblaðið - 20.11.1973, Side 19

Morgunblaðið - 20.11.1973, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 20. NOVEMBER 1973 19 nmálayfirlýsing fl s Sjálfstæðisflokksi Flokksráð Sjálfstæðisflokksins telur andlegt frelsi ein- staklingsins grundvallaratriði, og að einstaklingarnir og samtök þeirra verði að hafa aðstöðu til athafna, svo að framtak og þróttur þeirra fái sem bezt notið sín, til heilla fyrir þjóðfélagsheildina. Frjálst framtak, samkeppni og eignarréttur einstakl- inga eru sá hvati framfara sem bezt hæfir islenzku þjóðfélagi og er i samræmi við íslenzkt þjóðareðli. Stefna vinstri stjórnarinnar er andstæð þessum við- horfum. Gegndarlaus þensla í ríkisbúskapnum, hefir valdið óhóflegri skattabyrði og samþjöppun valdsins. Þannig hefur fjárræði og sjálfsákvörðunarréttur borgar- annan verið stórlega skertur. Sá jákvæði árangur, sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði grundvöll að með traustri stjórn efnahagsmála og frjáls- ræði í viðskiptum er nú í hættu vegna rangrar stefnu ríkisstjórnarinnar og þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur ríkisstjórnin orðið þess valdandi, að hér á landi geysar óðaverðbólga, sem ekki á sinn líka í Evrópu. Áfram varnir í landinu Það er brýnasta mál íslenzku þjóðarinnar að tryggja áfram öryggi landsins og sjálfstæði þjóðarinnar. Þar til samkomulag næst milli ríkja austurs og vesturs um afvopnun og viðunandi öryggi í Evrópu er það nauð- synlegt vegna öryggis íslands og hagsmuna bandalags- þjóða okkar, einkum Norðurlanda, að áfram verði um sinn varnir i landinu, þar sem ástand i alþjóðamálum er svo ótryggt sem raun ber vitni. Vegna hinna miklu og vaxandi umsvifa herskipaflota Sovétríkjanna á hafsvæðunum um- hverfis Island, er yfirvofandi hætta á, að ísland lenti innan sovézks áhrifasvæðis, ef Islendingar drægju sig út úr varnarkeðju vestrænna rfkja. Island hefur, vegna legu sinnar, svo mikla hernaðarþýðingu, að landið hlyti að verða í verulegri hættu ef spenna ykist i þessum heims- hluta og hér væru engar varnir. Því fullnægir það ekki hagsmunum Islendinga nú, að í landinu sé aðeins eftirlits- stöð án nokkurs varnarliðs. Varnarþörf landsins og til- högun varnanna verður að meta með hliðsjón af ástandi heimsmála á hverjum tíma. Kanna ber til hlítar, hvort hagkvæmt sé að auka þátttöku Islendinga í þeint störfum sem unnin eru hér á landi vegna öryggis Islands og annarra Atlantshafsbandalagsríkja. 200 mílur fyrir árslok 1974 Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt lagt megin áherzlu á yfirráð Islendinga yfir öllu landgrunninu, enda þegar í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar gerðar margvíslegar ráðstafanir til að vinna þeirri stefnu fylgi á alþjóðavettvangi, ma. með flutningi tillögu i hafsbotnsnefnd Sameinuðu þjóðanna, að landgrunnið yrði miðað við allt að 200 milur. I samræmi við þá stefnu, ályktun miðstjórnar og þing- flokks Sjálfstæðismanna 30. ágúst s.l. og þingsályktunar- tillögu Sjálfstæðismanna, leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherzlu á, að fiskveiðilandhelgin verði færð út í 200 milur fyrir árslok 1974, og væntir þess, að um það megi takast þjóðareining. Flokksráðið telur, að unnt hefði verið að ná fyrr betri samningum við Breta en raun ber vitni, ef skynsamlega hefði verið á málum haldið og annarleg sjónarmið ekki ráðið gerðum einstakra ráðherra. Flokksráðið telur ekki ástæðu til að semja við fleiri ríki um veiðar innan islenzkrar fiskveiðilögsögu en Vestur- Þýzkaland og ríki, sem samningum er lokið við, enda hafa ekki aðrar þjóðir umtalsverða hagsmuni af fiskveiðum á þvi hafsvæði. Þar sem samkomulag hefur nú tekizt i fiskveiðideilunni við Breta og samningaviðræður væntanlegar við Vestur- Þjóðverja, ber íslenzkum stjórnvöldum að leggja áherzlu á, að viðskiptasamningur Islands og Efnahagsbandalags Evrópu verði látinn koma til fullrar framkvæmdar án frekari dráttar. Neikvæð þróun efnahagsmála. Sjálfstæðisflokkurinn telur hina neikvæðu þróun efna- hagsmála frá stofnun vinstri ríkisstjórnar 1971 mjög alvarlega fyrir þjóðarbúskap Islendinga, en allan timann hefur rikt einstakt góðæri til lands og sjávar. Haldi svo áfram sem nú horfir, eru fyrirsjáanlegir miklir örðugleik- ar í atvinnu og efnahagslífi landsmanna. Þess vegna verður að eiga sér stað algjör stefnubreyting, svo að þjóðinni verði forðað frá áföllum. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins minnir á, að með til- komu vinstri ríkisstjórnar, er setið hefur að völdum s.l. 2 ár, var horfið frá stefnu viðreisnar, er byggðist á jafnvægi í efnahagsmálum og alhliða uppbyggingu atvinnu- veganna. Viðreisnin leysti úr læðingi orku frelsis og framtaks, er var forsenda mikils hagvaxtar og árvissrar aukningar þjóðarframleiðslu og þjóðartekna. í stað fastmótaðrar stefnu í efnahagsmálum og öruggrar hagstjórnar viðreisnaráranna, tók við reikul stefna vinstri ríkisstjórnar og aukið miðstjórnarvald. Afleiðingarnar eru nú að koma í ljós. Þrátt fyrir einstaklega hagstæða verðlagsþróun á helztu útflutningsvörum þjóðarinnar, er svo illa komið í efnahags- og atvinnumálum, að verðbólga ógnar bæði afkomu atvinnuveganna og fólksins í landinu. Forsenda almennrar velmegunar og framfara byggist á traustum atvinnuvegum, þar sem eðlilegt jafnvægi er á milli helztu atvinnugreina. Neikvæð stefna vinstri ríkis- stjórnar og afleiðingar hennar hafa raskað þessu jafnvægi og er framtíð sumra atvinnugreina stefnt í mikla hættu. Staða iðnaðar og verzlunar er í mikilli óvissu og krefst gagngerðs endurmats, ef forða á fjölda fyrirtækja frá hruni. Övíst er, hvort stór hluti fiskiskipaflotans verði gerður út á komandi vertið vegna stórfellds vinnuafls- skorts. Erfiðleikar eru i landbúnaði, bæði vegna fólkseklu og gífurlegra hækkana á rekstrarvörum landbúnaðarins. Vandamál húsbyggjenda eru gifurleg og hefur húsnæðis- kostnaðurinn aldrei hvilt þyngra á almenningi, enda þótt tryggja beri sem fyrr að sem flestir geti búið í eigin húsnæði. Þróun ferðamála er i mikilli hættu. Þjóðin býr við skattalög, sem striða á móti heilbrigðri skynsemi, draga úr athafnahvöt og leiða til samdráttar í verðmæta- sköpun. Skuggi óðaverðbólgu hvílir yfir atvinnulífinu og þús- undum heimila. Jákvæð lausn á verðbólguvandanum, kjaramálum og vandamálum fyrirtækja atvinnulifsins krefst skjótra aðgerða. Sérhver dráttur á lausn þessara vandamála mun auka á erfiðleika þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn bendir á, að við ríkjandi aðstæð- ur í efnahags- og atvinnumálum eru skattalækkanir á launafólki vænlegasta leiðin til jákvæðs árangurs í kjara- málum. Jafnframt verður að skera niður ríkisútgjöld. Algjör stefnubreyting er forsenda þess, að unnt geti reynst að sigrast á þessum örðugleikum. Slík stefnubreyt- ing getur ekki komið til framkvæmda, meðan vinstri stjórnin situr að völdum, bæði vegna skilningsskorts stjórnarflokkanna á eðli vandans og vegna djúpstæðs ágreinings á milli þessara flokka og innan þeirra. Þvi lengur sem stjórnin situr að völdum, því erfiðara mun reynast að koma að nýju á jafnvægi og festu i efnahags- og atvinnumálum, er tryggi þjóðinni góð lifskjör og örugga afkomu. Sjálfstæðisflokkurinn mun enn sem fyrr berjast fyrir því, að mótuð sé og framkvæmd ábyrg, samræmd og einörð stefna i efnahagsmálum. Á grundvelli slfkrar stefnu og þeim grundvelli einum, getur athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja blómgast og framleiðsla og velmegun tekið öruggum vexti. Flokkurinn telur, að brýnustu markmið slíkrar stefnu hljóti að vera: að óðaverðbólgan verði stöðvuð og komið á jafnvægi i atvinnu- og efnahagsmálum á nýjan leik. að atvinnuvegunum verði tryggður heilbrigður rekstrar- grundvöllur, m.a. með hóflegri og réttlátri álagningu skatta og viðunandi afskriftarreglum. að með þessu móti verði sköpuð skilyrði til jafnra og árvissra launa- og kjarabóta, sem fyrst og fremst miði að þvi að bæta kjör hinna lægst launuðu. að tekjuskattur verði afnuminn af almennum launa- tekjum og létt verði á heildarskattabyrðinni. að dregið verði úr ríkisrekstri. aukins sparnaðar og hag- sýni gætt í opinberum rekstri og opinberum fram- kvæmdum stillt í hóf eftir megni meðan þensluástand ríkir, í þvf skyni að vinnuafl beinist að framleiðslu- störfum. Verkefni í byggðamálum Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins telur, að gera þurfi sérstakt átak til að koma í veg fyrir misræmi í þróun byggðar í landinu og hvetur til framkvæmda tillagna Sjálfstæðismanna á Alþingi um þau efni. Auka þarf sjálfstæði sveitarfélaga og efla samtök þeirra. Færa verður sveitarfélögum í hendur aukin verk- efni frá rikinu, m.a. á sviði menntamála, og tryggja. að þau fái jafnframt til ráðstöfunar það fjármagn, sem til þessara verkefna á að fara. Gæta verður þess sérstaklega, að hlutur fámennra sveit- arfélaga og þeirra, sem við sérstakan vanda eiga að stríða. verði ekki fyrir borð borinn og þeim verði fengnar sér- stakar tekjur m.a. með breytingu á lögum um jöfnunar- sjóð sveitarfélaga. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins telur brýn verk efni í byggðamálum. að dreifing valds verði aukin, m.a. með vaxandi sjálfs stjórn byggða og sveitarfélaga og aukinni aðild starfs- manna fyrirtækja að eign þeirra og stjórnun, enda fylgi hliðstæð ábyrgð starfsmanna. að mótuð verði heildarstefna í byggðamálum i samráði við sveitarfélögin. að gerðar verði sérstakar félagslegar ráðstafanir í I. is næðis-, félags-, mennta- og umhverfismálum til að jafna aðstöðu í dreifbýli. að gætt verði þeirrar stefnu við staðarv.al ríkisstofnana og fyrirtækja að skapa grundvöll undir fjölbreyttara atvinnulíf í byggðum landsins. að haldið verði áfram því átaki i samgöngumálum. sem hófst í tið viðreisnarstjórnarinnar með gerð sant gönguáætlana og lagningu hringvegarins. að unnið verði að stofnun og eflingu lándshlutarafveitna með meiri hluta eignaraðild sveitarfélaga og horfið frá núverandi miðstjórnarvaldi ríkisins f orkumálum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.