Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1973 m ■ ■ i Ul I < ARÞROM Framhaldssagan i Þýóingu Bjöms Vignis 42 Já, sagði Teddy með höfuð- hneigingu. „Þá veiztu hvernig það er. Að vera ástfanginn. Einn mannanna hérna drap manninn, sem ég elskaði, Marica. Og nú ætla ég að drepa hann. Hefðir þú ekki gert hið sama?“ Teddy stóð hreyfingalaus. „Jú, þú mundir hafa gert það. Þú er mjög falleg, Marica. Einu sinni var ég líka svona falleg — þangað til þeir tóku manninn minn frá mér. Konan þarf á manni að halda. Llfið verður manni einskis virði án karlmanns. Og minn er dáinn. Og ég ætla að drepa manninn, sem sá til þes. Eg ætla að drepa mann, sem heitir Steve Carella, djöfulsins svinið hann Carella." Siðustu orð hennar skullu á Teddy eins og kúlnahrið. Hún kiknaði í hnjáliðunum og hún varð að bita tönnunum í vörina til að kæfa ópið. Virginia virti hana undrandi fyrir sér. „Fyrirgefðu, elskan, ég ætlaði ekki að blóta. En ég. . . þetta hef. . .“ Hún hristi höfuðið. Teddy stóð náföl og eins og negld við gólfið, beit fast í vörina og hafði ekki augun af byssunni í hendi konunnar við borðið. Henni datt fyrst í hug að fleygja sér á byssuna. Hún sneri aftur að Virginiu og gekk skrefi nær. „Ungfrú," sagði Byrnes." „I flöskunni á borðinu er nítró- glysserin.“ Hann þagnaði. „Eg á við, að minni háttar hnjask gæti valdið sprengingu. Og slasað fjölda fólks.“ Augu þeirra mættust. Teddy kinkaði kolli. Hún sneri frá Virginiu og Byrnes, settist á stól gegnt vængjahurðinni og óskaði þess í huganum, að varðstjórinn hefði ekki séð tárin í augum hennar. Sautjándi kafli Klukkan var 7.10 Ég verð að vara hann við, hugsaði Teddy. Klukkan taldi tímann án afláts. Þetta var gömul klukka, og allir voru orðnir vanir hljóðinu f gangverki-hennar nema Teddy — í eyrum hennar buldi virr, virr og klukkan tifaði og tifaði, visarnir tóku kipp með lágum hvelli í hvert sinn, sem mínúta leið. 7.11 7.12 Ég verð að vara hann við, hugsaði hún örvæntingarfull. Hún var hætt við að fleygja sér á Virginiu og hugsaði nú aðeins um það eitt hvernig hún gæti varað Steve við yfirvofandi hættu. Eg sé fram á ganginn héðan, hugsaði hún, sé efsta þrepið í stiganum, sem liggur niður. Ef ég gæti heyrt, myndi ég þekkja fótatak hans áð- ur en hann kæmi i ljós, því að ég veit hvernig hann gengur, hundrað sinnum hef ég reynt að imynda mér fötatak hans í hugan- um. Karlmannlegt fótatak, ég myndi greina það um leið og hann stigi inn um útidyrnar, bara ef ég gæti heyrt. En ég get ekki heyrt og ég get ekki talað. Ég get ekki einu sinni hrópað til hans, þegar hann birtist hér á ganginum. Hið eina, sem ég get gert, er að hlaupa til hans. Hún mun ekki sprengja nitróið, ekki ef hún veit af honum i byggingunni, þar sem hún getur skotið hann. Þess vegna hleyp ég til hans og skýli honum, hann má ekki deyja. Og barnið? Barnið hugsaði hún. Varla orðið barn einu sinni, ný- kviknað líf, en Steve má ekki deyja. Ég, já. Barnið, já. Ekki Steve. Um leið og ég sé hann, hleyp ég til hans og þá má hún skjóta. En ekki Steve. Hún hafði næstum þvf verið bú- in að missa hann einu sinni. Hún minntist þeirra jóla, eins og þau hefðu verið i gær, hvítt spítala- herbergið, þar sem maðurinn hennar barðist við að ná andan- um. Þá hafði hún hatað atvinnu hans, fyrirlitið lögreglustarfann og glæpamenn heimsins, miklað fyrjr sér aðstæðurnar, er leiddu til þess að maðurinn hennar varð fyrir skoti úr byssu eiturlyfja- neytanda. Síðan hafði hatrið hjaðnað, hún hafði beðið fyrir honum,en allan tímann verið viss um að hann myndi deyja og að þá fyrst myndi ríkja grafarþögn í hinum hljóða heimi hennar. Þvi að með Steve var engin þögn. Með honum iðaði heimurinn af öllum skarkala lífsins. En hér var hvorki stund né staður fyrir bænir. Allar bænir heimsins gætu ekki bjargað Steve núna. Þegar hann kemur, hugsaði hún, hleyp ég til hans-og tek á mig skotið. Þegar hann kemur. .. Klukkan var 13 múnútur yfir sjö. Þetta er ekki nítró-glysserin, hugsaði Hawes. Kannski er þetta það. Nei, þetta er ekki nitró- glysserín. Þaðgetur ekki verið. Hún hand- leikur þetta eins og það sé vatn, hún fer jafn glannalega með það og það væri vatn, hún væri ekki svona fjandi kærulaus ef þetta væri sprengiefni. Þetta er ekki nítró-glysserín. Hægan nú, sagði hann við sjálf- an sig, biddu nú aðeins við, það er óþarfi að láta löngunina hlaupa með sig í gönur. Ég þrái ekkert heitar en vökv- inn í flöskunni þarna sé venjulegt blávatn. Hvers vegna? Vegna þess, að f fyrsta sinn á ævinni er ég reiðubúinn aðberja kvenmann i klessu. Ég væri til með að ganga yfir salinn — fjandinn hirði byss- una — og lemja hraustlega á boss- ann á henni, berja hana og berja þar til hún veit hvorki í þennan heim né annan. Mig kitlar i lófana af eintómri löngun og fjandinn hafi alla riddaramennsku, þegar ég er I þessum ham. Ég veit, að það er ekki fallega gert að mis- þyrma konum, en Virginia Dodge er hætt að vera kona, hún er eitthvað ómennskt og ég get ekki sýnt henni meiri virðingu en ég myndi sýna símtólinu þarna eða skónum mfnum. Hún er Virginia Dodge. Og ég hata hana. Og ég skammast mín fyrir að hata svona heiftarlega. Ég hélt, að ég ætti ekki til svona djúpstætt hatur, en hún hefur vakið það upp í mér, hún hefur örvað migtil að hata af öllum minum ofsa og heift. Ég hata hana, og ég hata sjálfan mig fyrir að hata svona heiftarlega og það verður til þess, að hatur mitt verður enn djúp- stæðara. Virginia Dodge hefur breytt mér í dýr, blint dýr, sem ræðst gegn kvalara sinum. Og það skritna er, að það eru ekki mínar eigin kvalir.... Ö, kinnin, ég hef fengið verri skrámur en það, kinnin skiptir engu. En hvernig hún lék Miscolo, hvernig hún fór með puerto-rfcönsku stúlkuna og hvernig hún misþyrmdi Meyer, það get ég ekki fyrirgefið henni. Og þess vegna hata ég. Ég hata hana vegna virðingar- leysisins, sem hún hefur sýnt lifi mínu og lífi allra hér í salnum. Hún hefur svipt okkur öll sjálfs- virðingunni. Og, ég er hérna, Virginia Dodge. Cotton Hawes heiti ég, hrein- ræktaður Bandarikjamaður, alinn upp af guðhræddum foreldrum, sem kenndu mér muninn á réttu og röngu og sem kenndu mér, að það ætti að koma fram við konur af nærgætni og háttvisi — og þú hefur breytt mér í villidýr, sem er reiðubúið að drepa þig, f dýr, sem hatar þig fyrir misgerðir þinar og ætlar að drepa þig. Það er ekki nitró-glysserín í flöskunni þarna. Ég trúi þvf ekki, Virginia Dodge. Öllu heldur, ég er á góðri leið með að sannfæra sjálfan mig um þetta. Ég er ekki alveg búinn að því. En ég puða i því Virginia. Pæli djöflinum harðar i því. Ég þarf ekki að pæla í hatrinu. Það er fyrir hendi, það hefur dafnað og magnazt eftir því sem tíminn hefur liðið og guð hjálpi þér, Virginia Dodge, þegar ég hef sannfært sjálfan mig um, að flask- an með nftró-glysserininu sé tómt plat. Guð hjálpi þér, Virginia, vegna þess, að þádrep ég þig. Skyndilega fékk hann opinber- un, lausninni bókstaflega laust niður i huga hans. Stundum gerðist það þannig. Hann hafði kvatt Alan Scott í húsinu, gengið eftir hljóðum göngum þess fram í risastórt and- dyrið með skreyttum gluggunum og stóra speglinum. Hann hafði tekið hatt sinn af marmaraborð- inu undir speglinum, velt þvi fyr- irsér, hvers vegna hann væri með hatt — hann notaði sárasjaldan höfuðfat — og minntist þess ekki að hafa verið með hatt i gær. Svona gat kraftur auðsins komið fram í manni. Það er engin ástæða til um- burðarleysis og fordóma, hugsaði hann. Við megum ekki kenna hin- um auðugu um, þó að þeir þekki ekki örbirgð og fátækt. Hann glotti framan í sjálfan sig í speglinum, setti hattinn á höfuð- ið, en opnaði þessu næst volduga eikarhurðina og gekk út fyrir. Hann sá ljóstýru við enda gang- stfgsins. í loftinu var ilmur brennandi viðar. Hann gekk í hægðum sínum eft- VELVAKAMDI Vslvakandi svarar I stma 10- 100 kl. 10.30—11.30. fr< mánudagi til föatudags. # Er áfengisvanda- málið leystz Sigurjón Sigurbjörnsson, Lindarhvammi 7, Kópavogi, skrif- ar: „Mikill má vera fiignuður þess fölks, sem býr í nágrenni dans- og vínhúsanna, eftir að þjónaverk- fallið hófst. Þær fjölskyldur. sem eru svo öheppnar að eiga ibúðir nálægt, þar sent þessi öfögnuður hefir verið leyfður í ibúðarhverf um, hafa ekki haft svefnfrið frá föstudagskvöldi til mánudags- morguns um hverja helgi. Nú brá svo við strax fyrstu helg- ina, sem verkfallið stóð, að fanga- geymslur lögreglunnar stóðu að mestu tómar, og lögreglumenn töldu að i áratugi myndu þeir ekki jafn rólega og afbrotalitla helgi. Þessi algjöru straumhvörf í um- gengnismálum komu strax I ljös, þegar tekið var fyrir, að gestir í danshúsum gætu drukkið frá sér ráð og rænu eða æst sig upp til alls konar óhappaverka, innbrota, þjöfnaða, og meiðinga. svo að ekki séu nefndir bílastuldir og akstur ölóðra. En þetta allt má lögreglan berjast við nætur og daga. þegar skemmtanalifið er í fullum gangi. Sem sagt: Ef ríkisstjörnin breytti reglugerðum uni sölu og meðferð áfengis á þann hátt. að ekki væri selt áfengi á almennum dansleikjum eða opinberum sam- komum, myndi skemmtanalif í Reykjavík og nálægum kaup- stöðum fljötlega fá á sig menning- arlegri blæ'cn verið hefur. Hötel og greiðasölustaðir fvrir ferða- menn hefðu áfram leyfi til vin- sölu til gesta og einkasamkvæma. Það er einmitt á dansleikj- unum. sém unglingarnir byrja að neyta áfengis. — til að vera með — og eins og hinir — enda mikiö fjárfest, til þess að geta afgreitt. sem flesta og sem f.vrst. ef satt er. að í einu og-sama húsi séu 10 afgreiðslukrókar (barir) til sölu á áfengi. # Lærum af reynslunni Þau geigvænlegu straumhviirf til ófarnaðar, sem orðið hafa á s.I. 45 árum, eru umhugsunarverð-. 1928 var í gildi ströng reglugerð uhi sölu og meðferð áfengis. Sekt- um varðaði, ef menn voru ölvaðir á almannafæri eða opinberum samkomum. Þá voru við stjórn menn, sem tóku þcssi mál — og fleiri — föstum tökum. þeir Tryggvi Þórhallsson og Jónas Jönsson. Sem dæmi um árangurinn er þessi staðre.vnd: Sumarið 1928 var haldin fjölmenn útisamkoma á Suðurlandi. Við lok samkom- unnar, sem stóð i tvo sólarhringa. var einn maður kærður fyrir brot á reglugerðinni. Við rannsókn málsins feitgust ,þó ekki lögfullar sannanir fyrir sekt mannsins. svo að hann var sýknaður. Ef áfengisveitingar þær. sem ég hefi áður vikið að, væru látnar niður falla til frambúðar. væri það gildur þáttur í þvf að stemma á að ösi og hanila gegn áfengis- flóðinu og þeirri ömenningu, sem í kjölfarið fylgir. Vonandi sýnir reynslan næstu vikur. hvar rætur meinsins liggja. Sigurjón Sigurbjörnsson." # Morgunstundin enn Hér er eitt bréf af mörgum. sem biða birtingar. um sama efni: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að biðja þig um að koma á framfæri fyrir ritig sérstökum þö'kkum til Önnu Snorradóttur. fyrir flutning hennar á sögunni um hann Padda litla bangsa. sem hún l;is fyrir skömmu í „Morgunstund barn- anna“. Mér fannst Anna lesa þessa skemmtilegu sögu eins og bezt verður á kosið. og vonast ég til að fá að heyra i henni fljótt aftur á sama vettvangi. Eg á tvo drengi. sem báðir eru á „morgun- stundaraldrinum". og þoir hiifðu mjög gantan af að hlusta á lestur* inn, og var mér ánægja að þvf að geta setl útvarpstækið inn fyrir þröskuldinn hjá þeim á morgnana og vakið þá með þossari göðu sögu. En. og það er stört en: Adam var ekki lengi í paradis. þvi að allt hefur sinn ondi. Rann þá upp sú stund. sem ég hafði ekki átt von á. að upp rynni í útvarpinu.eftir það sem á undan er gengið. Stúlka nokkur. sem hafði ger/t sek um að misnota aðstöðu sína í barnatímum út- varpsins. og verið vikið úr starfi af þeim sökum. Var komin 'aftur með sögu, sem heitir „Börnin taka til sinna ráða '. en það. sem ég hef hcyrt af þessari siigu. er beint framhald al' prédikunar- starfsemi hértilaryfir börnunum í fyrra. Boðskapurinn er á þá leið. að börn oigi bara að gera upp- reisn gegn því. soirt þeim Ifkar ekki. Eg ætla ekki að l'ara að tíunda þennan boðskap frekar. en ég leyfi mér að átelja útvarpsráð harðlega fyrir það ráðslag. sem hér er haft. Mönnunum. sem þar sitja. hefur verið trúað fyrir þvi að velja handa okkur og börnum okkar útvarpsefni. Þeir hafa margsýnt það. að þeir eru þessa trausts ekki verðir. og það getur ekki verið ósanngjörn krafa. að menntamálaráöhorra taki þetta mál í sfnar hendur, því á á hon- um hvílir ábyrgðin fyrst og fremst. Ef hann hefði áhuga á að bjarga því, sem bjargað verður. væri honum i löfa lagið að stöðva lestur þessarar sögu þegar f stað. E. Magniisdóttir.** 29 Trevino sigurvegari BANDARl KJAMAÐURINN Lee Trevino sigraði í Chrysler Classic golfkeppninni. sem fram*fer árlega í Sidney iAstra- líu. Lék TVevino 72 holur á 277 höggum og hlaut í verðlaun upphæð, sem svarar 1,2 millj. isl. krónum. I öðru sæti varð Stewast Ginn frá Ástralíu með 281 högg og í þriðja sæti varð Graham Marsch frá Astralíu með 285 högg. Enn sigrar Merckx BELGISKU hjólreiðamennirn- ir Mercks og Sercu unnu hina árlegu sex daga hljólreiða- keppni i Grenoble, sem lauk 4. nóvember s.l. I öðru sæti urðu Frakkamir Alain Lacker og Jaques Mourioux og í þriðja sæti urðu Italarnir Felice Gim- ondi og Gerben Karstens. gilliljós Hugblær kyiróar og friöar fylgir kertaljósum í rökkrinu. Bavi kertin eru stílhrein4og falleg, hvai'vetnaMtil prýói. heildsölubirgðir STANDBERG HF ■ Hverfisgötu76 simi 16462 Ceta ódýrustu hjólbaröarnir veriö beztir? Spyrjiö þá sem- ekiö hafa á BARUM Sölustaðir: Hjólbarðave rkstæðið Nýbarði, Garðahreppi, sími 50606. Skodabúðirt Kópavogi, sími 42606. TEKKNESKA BIFREIOAUMBOÐIO Á ÍSLANDI H.F. AUOBREKKU 44-46 SIMI 42606 KÓPAVOGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.