Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1973 31 — Olíukynding Framhald af bls. 32. olíu enn vera til í landinu, en tók fram í því sambandi, að verðlag meðalbirgða olíufélaganna i dag væri 400 milljónum krónum hærra en í fyrra, svo að olíufélög- in yrðu með einhverjum hætti að brúa þetta bil. Hann sagði að for- ráðamenn olfufélaganna mundu nú innan skamms fara fram á fund með verðlagsyfirvöldum og viðskiptaráðuneyti, þar sem fjall- að yrði um þennan vanda. Hann gat þess, að danska einkasölu- eftirlitið hefði nýverið fallið frá þeirri reglu um verðákvörðun olíu þar í landi, að gamlar birgðir skyldu seldar á gömlu verði, svo sem tíðkast hefur hérlendis fram að þessu_____---------- — Deilur Framhald af bls. 2 venja er. Að sögn Jóns Hjaltason- ar veitingamanns var þetta sam- komulag gert til að létta aðeins andrúmsloftið fyrir seinni fund- inn, sem var mun mikilvægari, þar sem reyna átti að komast að bráðabirgðasamkomulagi, sem gilda myndi þartil verkfalli þjóna lyki. A þeim fundi settu eigendur Óðals fram kröfu um að verkfalls- vörzlunni yrði aflétt, en þjónar mættu eiga fulltrúa inni á staðn- um hverju sinni til að fullvissa sig um, að fólk innan ASÍ væri ekki I vinnu á staðnum og áfengis- löggjöf ekki brotin. Þjónar gerðu hins vegar kröfu um, að Óðali yrði lokað, þar til verkfallinu lyki. Eigendur Óðals höfðu á laugar- dag óskað eftir að fá sett lögbann á aðgerðir þjónanna, en borgarfó- getaembættið synjaði þeirri ósk. Þjónar hugðust einni láta setja lögbann á starfsemi veitingahúss- ins, en af hálfu borgarfógetaemb- ættisins var gefið skyn, að sú ósk yrði ekki tekin til greina og hættu þjónar þá við að fara þá leið. — Hugmyndir voru einnig uppi um að láta Félagsdóm taka fyrir þetta deilumál um rekstur Óðals, en Félagsdómur taldi málið ekki samningamál, heldur verkfalls- mál og heyrði það því ekki undir dóminn, heldu Sakadóm. í gærkvöldi voru þjónar enn með verkfallsvörzlu fyrir utan Óðal og veitingamenn voru enn að störfum við að bera fram mat fyrir gesti. Þjónar hafa kært þrjú veitinga- hús auk Öðals, fyrir verkfallsbrot, Tjarnarbúð, Skiphól og Glæsibæ, og fjallar-Sakadómur um kærurn- ar. — Yfirlýsing Framhald af bls. 24. nokkurra dag fyrirvara, ef það á að vgra^annað en nafnið tómt. Ef unnt er að tala um einhverja niðurstöðu á fundinum, var það sérstaklega tekið fram af hálfu aðila Fiskvinnsluskólans, að þeir skyldu gera tillögu um skipan þessara mála i framtíðinni. Fisk- mat ríkisins ætlaði að gera slíkt hið sama. Af hálfu ráðuneytis var því lýst yfir, að það mundi beita sér fyrir breytingu á reglugerðum varðandi starfsréttindi. Skal að síðustu vikið að þætti sjávarútvegsráðherfa i þessu máli: 1. Hann leyfði námskeiðshaldið og virti aðvaranir og óskir Fisk- vinnsluskólans að vettugi. 2. Hann fór með rangt mál í svari sínu á Alþingi þann 13. nóv. s.l., þegar hann sagði, að skóla- stjóri og formaður skólanefndar hefðu samþykkt, að námskeið þetta yrði haldið. Hið eina, sem fallist var á, var að gera tillögu um framtíðarskipan mála. 3. 1 frásögnum blaða 1. nóv. s.l. af fundi nemenda skólans og sjávarútvegsráðherra virðist gæta þess misskilnings, að mennta- málaráðherra beri að einhverju leyti ábyrgð á námskeiði Fisk- matsins. Títtnefnt námskeið er algerlega á ábyrgð sjávarútvegsráðherra og ákveðið í blóra við óskir skóla- stjóra og skólanefndar Fisk- vinnsluskólans. Virðingarfyllst, Sigurður B. Haraldsson Guðmundur Magnússon Guðlaugur Hannesson Hjalti Einarsson Ibúðarhús brann IBÚÐARHUS að Súluholti í Villingarholtshreppi skemm- dist mikið af eldi á sunnudagsmorgun. Húsið er ein hæð og ris og brann risið gjörsamlega og allt, sem þar var innanstokks. Talsverðar skemmdir urðu einnig á ínn- búi á neðri hæð af völdum vatns og reyks. Slökkvistarfi var lokið rúmum þrem tímum eftir að eldsins varð fyrst vart. Eldsupptök eru ekki kunn, en gætu hafa verið út frá raf- magni. — Aþena Framhald af bls. 1 stofn þjóðareiningarstjórn til að ryðja leiðina fyrir eðlilegu aftur- hvarfi til lýðræðis. Talsmaður grisku stjórnarinnar sagði í kvöld, að hér gætu menn séð, hvernig óábyrgirstjórnmálamenn töluðu. öllum háskólum í Aþenu hefur verið lokað um óákveðinn tima. — Allsherjar samtök Framhald af bls. 2 þess, að rfkisvaldið snúi sér að málum þess af einhug, og ekki verði látið sitja við orðin tóm i þeim efnum“. Síðan segir: „Orð eins og „jöfnun námsaðstöðu", „fleiri rikisstofnanir út á land“, eiga ekki bara að vera kosninga- loforð, heldur blákaldur veru- leiki. Að visu verður þessu ekki breytt nema með afnámi alræðis borgarastéttarinnar." 1 ályktun um þjóðkirkjuna og trúmálin segir m.a.: „Kirkjan er þannig stuðningsaðili borgara- stéttarinnar og byrjar hún að ala fólk upp í trúnni á kirkju og kerfi strax í barnæsku, með trúar- bragðakennslunni. Börnin eru svipt sjálfsákvörðunarréttinum þegar i reifum, þegar foreldrar ákveða, hvað barnið skuli trúa á. Skírnin: Að vísu verður barnið að staðfesta skírnina með fermingu, en þeim er mútað meðgjöfum og góðum veizlum. LÍM krefst þess, að þjóðkirkjan verði lögð niður." Þingið lýsir yfir fullum stuðn- ingi við baráttu nemenda í Fisk- vinnsluskólanum og krefst þess, að þegar verði bætt úr því öfremdarástandi, að þriggja vikna námskeið veiti sömu rétt- indi og þriggja ára strangt nám. Ennfremur er þess krafizt, að námslaunum verði komið á, þannig að grundvelli launamis- réttis verði kippt brott. Þingið sendi menntamálaráð- herra skeyti, sem hljóðaði svo: „Landsþing LlM skorar á Magnús Torfa Ölafsson menntamálaráð- herra að vakna upp áf tveggja ára dásvefni sinum og taka til við hraustlegar endurbætur á menntakerfinu." Ennfremur var samþykkt að senda skeyti á 1. des. samkomu stúdenta svohljóðandi: „Lýsum yfir stuðningi og ánægju með á- kvörðun stúdenta um að helga fullveldisdaginn 1. des. barátt- unni gegn heimsvaldastefnunni undir kjörorðunum: ísland úr NATO! Herinn burt! - Niður með heimsvaldastefnuna! Lifi alþjóða- hyggja öreiganna!". Þess má geta, að á þinginu kröfðust fulltrúar Menntaskólans f Reykjavík sérbókunar, sem er þessi: „Fulltrúar MR álíta, að þing LlM sé ekki vettvangur fyrir pólitíska starfsemi stjórnmála samtaka, og þar eð þeir geta ekki talið þingfulltrúa skoðanafulltrúa nemenda, sitja þeir hjá umræðum og atkvæðagreiðslu um ályktanir þjóðmáladeildar.“ Formaður Landssambands fslenzkra menntaskólanema er Guðbrandur Magnússon, nem- andi í Menntaskólanum við Ilamrahlíð. Sýningu Orlygs lýkur í kvöld SÝNINGU Örlygs Sigurðssonar listmálara, í Norræna húsinu, lýkur í kvöld og hefur verið ákveðið að hafa opið frá kl. 14 til kl. 24. Sýningin verður ekki fram- lengd. Örlygur sagði í viðtali við Mbl. í gær, að sýningin hefði gengið mjög vel og geysilega margt fólk skoðað hana og vissi hann ekki tölu á því. Myndina tók ljósmyndari Mbl., Br. H. í sýningarsalnum. Margar myndir hafa selzt. — Sjómenn Framhald af bls. 15. in sem Norðmenn gátu sótt óáreittir. En í haust hafa þeir heldur ekki fengið að veiða þar f friði og ætla má að stefna erlenda togaraflotans sé að hrekja sjó- mennina eeinnig af af þessum miðum. Þvf er eðlilegt, að sjó- menn í Norður-Noregi hafi áhyggjur af framvindu mála, þar sem löggæzla á miðunum hefur ekki fengið við neitt ráðið og í fjárlögum fyrir næsta ár er ekki 1 veitt aukið fé til gæzlu. Stordjupta liggur 15—30 sjó- mílur út af Senja, sem er næst stærsta eyja Noregs. Ibúar Senja eiga afkomu sina eingöngu undir_ fiskveiðum og segja þeir, að ef þeir verði hraktir af Stordjupta sé fóturium þar með kippt undan tilveru þeirra. Sjómannafélögin á staðnum og víða annars staðar í Norður-Noregi hafa haldið fjölda funda að undanförnu og rætt hið alvarlega ástand. Krefjast þeir, að gæzlan á miðunum verði aukin verulega og flotaeiningar sendar þangað og síðast en ekki sizt krefjast þeir að stjórnin færi út landhelgina sem fyrst. Láti stjórnin ekki til skarar skriða hóta sjómenn að taka málin í sín- ar hendur. Ilafa þeir lýst yfir í fjölmiðlum, að þeir ætli að taka skotvopn og togvíraklippur með á miðin og byrja eigið þorskastríð í anda Islendinga ef kröfur þeirra verða ekki virtar. Því ætti að verða fróðlegt að fylgjast með þvi, sem gerist á fundinum i Finsnes með sjávarút- vegsráðherranum og sjómönnum i' Norður-Noregi. — Skorið á landfestar Framhald af bls. 2 stöðina. Var strax farið á stað- inn, en þá var búið að losa eina landfestina. Þeir, sem að þessu stóðu, voru allir ölvaðir. Eins og fyrr segir, þá lá St. Leger utan á Lagarfossi og voru allir mennirnir reknir í land, en ákveðið var að hafa tvo lög- regluþjóna á verði um borð í Lagarfossi og varna óvið- komandi uppgöngu um borð i skipið. Var það gert í samráði við bæjarfógeta. Allt var svo með kyrrum kjör- um þangað til kl. 01, sagði Jó- hann, en þá komu fjórar bif- reiðar samtimis niður á hafnar- bakkann. Ut úr þeim komu menn, sem réðust til uppgöngu um borð í Lagarfoss, og réðust þeir á lögreglumennina með höggum og hótunum. Einnig gerðu þeir atlögu að landfest- um togarans og tókst að losa hann frá Lagarfossi. Allt lög- reglulið staðarins, en i því eru 5 menn, var kallað á staðinn og skipsmenn á Lagarfossi aðstoð- uðu lögreglumennina við að komaóeirðaseggjunum i land. Ekki hættu mennirnir látun- um eftir að búið var að koma þeim upp á bryggjuna, því þeim tókst að losa eina af landfestum Lagarfoss tvivegis. Eftir það voru 8 mannanna teknir og farið með þá i fangageymslu lögreglunnar, þar sem þeir voru yfirheyrðir í gær. Hafa þeir allir komið við sögu lög- reglunnar á Isafirði áður. HEFUR ENGIN ÁHRIF I GRIMSBY Þeir voru margir, sem töldu í gær að atburðurinn á ísafirði gæti spillt fyrir sölum islenzkra skipa í Grimsby og Hull, en sölurnar hefjast væntanlega i næstu viku. Mbl. hafði sam- band við Jón Olgeirsson ræðis- mann í Grimsby í gær og spurði hann, hvort hann teldi, að svo gæti farið. Hann sagði, að þessi atburður hefði ekki verið það alvarlegur, að hann myndi hafa áhrif á landanir islenzkra skipa í Bret- landi á næstunni. Menn þar teldu þennan atburð einhver „strákapör", en ekki almenn mótmæli. Verðá fiski hefur verið mjög gott síðustu daga, og í gær fengust 25 pund að meðaltali fyrir kitið af þorski (1 kit er 63.5 kíló), eða kr. 85 fyrir hvert kíló Ýsan seldist á um 27 pund og koli af Islandsmiðum fór á 30 pund kitið. Jón sagði, að hann byggist við, að fyrsti íslenzki báturinn kæmi til Grimsby í næstu viku. Það yrði gaman að sjá, hve hátt verð fengist fyrir fiskinn, því íslendingar kæmu oft með betri fisk á markaðinn en Bret- ar. Ekki er enn vitað, hvaða fslenzki bátur verður fyrstur til að selja f Grimsby. SIGLDI A ÞÓR Togarinn St. Leger H-178 kom oft við sögu í nýafstöðnu þorskastríði. 23. apríl sl. sigldi togarinn á varðskipið Þör og laskaði það. Sjálfur skemmdist togarinn nokkuð mikið við það. Þór skaut þá þremur kúlu- skotum yfir togarann og lagði hann þá á flótta á leiðis til Fær- eyja. Varðskip hafa tvisvar skorið á báða togvíra St. Legers. I fyrra skiptið 26. marz suður af Sutrsey ög í leið síðara 3, apríl, en þá var togarinn á veiðum á Selvogsbanka. Togarinn er 746 rúmlestir að stærð, byggður 1951. Mikill fjöldi brezkra togara er nú á veiðum út af Vestfjörð- um. Slæmt veður var á miðum togaranna í fyrrinótt og þá lágu á milli 40 til 50 brezkir togarar undir Grænuhlfð. Guðmundur Karlsson um- boðsmaður brezkra togara á ísafirði sagði i samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að viðgerð á St. Leger lyki að líkindum í dag, en togarinn kemst ekki til veiða fyrr en á miðvikudagskvöld eða fimmtudag, þvf hátt í tvo sólar- hringa tekur að hita ketil skipsins upp. Helmingur af áhöfn togarans býr nú á Hótel Mánakaffi, en hinn helmingur- inn býr um borð í togaranum. — Nútíminn Framhald af bls. 10 strika út úr henni margt hvert orðið. Til að mynda er bágborin íslenzka að tala um „að bíta þá f afturenda þeirra'1. Annars er Ömar varkár án þess að láta mikið á þvf bera, kafar hvergi djúpt, heldur varpar ljósi á yfirborðið, og verður svo hver að virða það, eins og það kemur fyrir sjónir. I stuttu máli sagt: ekkért stór- verk, siður en svo, en Iæsilegt, hressilegt á köflum, ekki laust við að vera ungæðislegt, en ferskt og hrokalaust. X — Varnir Islands Framhald af bls. 17 knúnir kafbátar búnir kjarnaeld- flaugum hljóðlaust á skotstöðvar sínar, sem nú eru taldar vera á Iinu, sent dregin er frá Grænlandi um ísland yfir Færeyjar til Skot- lands. Sunnan þessarar Ifnu eru kafbátar Bandarikjanna og norðan hennar þeir sovézku. Ofansjávar og neðan er siðan beitt fullkomnustu tækni. sem mannshugurinn hefur getað fundið upp til að staðsetja þessa kafbáta. I Genf sitja fulltrúar risaveldanna á nær stöðugum funduni og semja um leiðir til að draga úr gjöreyðingarmætti hvor annars (SALT-viðræðurnar). A þessuni fundum er m.a. fjallað um þessa banvænu kafbáta. sem nú eru með hættulegustu vígdrek- um samningsaðilanna. Raskist á einhvern hátt sú heildarmynd. sem gengið er út frá í viðræðun- um. en innan he'nnar er Island. kann það að breyta svo samnings- aðstöðu annars hvors aðilans. að hann telji sig nauðbeygðan til að breyta afstöðu sinni til við- ræðnanna i heild. I Vínarborg sitja nú fulltrúar 7 Varsjárbandalagslanda og 12 Atlantshafsbandalagsríkja og ræða samdrátt herafla í Mið- Evrópu. Þött tsland tilheyri ekki þeint hluta álfunnar. kentur staða landsins að sjálfsögðú til álita. þegar á heildina er litið. Ef þessar viðræður leiða til þess einhvern tíma f framtíðinni. að bandarisk- ur herafli verður fluttur frá stöðvum í Mið-Evrópu til Banda- ríkjanna. verður það gert-með þetm fyrirvara. að þessi herafli konú aftur til Evrópu. ef hættu- ástand skapast. Þess vegna verður þá enn ntikilvægara en áður. að samgönguleiðir yfir Atlantshaf séu öruggar og hættulausar. Konia þá orð Ake Sparring i hugann. „að ísland... í rússnesk- um hönduni, yrði. . . bænvæn hólun gegn öllu vestræna banda- laginu". Hér verður ekki frekar fjölyrt um, hvaða áhrif það gæti haft á næstu nágrannalönd íslands og þróun alþjóðamála almennt. ef islenzk stjórnvöld gripu til óvitur- legra ráðstafana i varnarmálum landsins. Engin pólitísk ákvörðun íslendinga gæti haft jafn örlaga- ríkar afleiðingar, og þeir. sem að henni stæðu, tækju vissulega á sig mikla ábyrgð bæði gagnvart þjöð sinni og næstu nágrönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.