Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1973 OJtCBÓK 1 dag er sunnudagurinn 25. nóvember, 329. dagur ársins 1973. 23. sunnudagur eflir trfnitatis, Katrfnarmessa. Eftir lifa 36 dagar. Árdegisháflæði er kl. 06.30, sfðdegisháflæði kl. 18.46. Ef þér trúiðeigi, þegar égsegi yður frá jarðneskum hlutum, hvernig munuð þér þá trúa ef ég segi yður frá himneskum? (Jóhannesar guðspj. 3.12.). ÁRIMAO HEli-LA Sextug verður á morgun, 26. nóvember, frú Sigurlaug Sigurðardóttir. Hún tekur á móti gestum að heimili sinu, Bröttu- götu 6, Reykjavík. 75 ára er í dag, 25. nóvember, Jón Friðriksson á Hömrum f Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu. Hann verður að heiman í dag. Þann 20. október voru gefin saman í hjónaband í Neskirkju af séra Frank M. Halldórssyni, Iljör- dfs Alexandersdóttir og Guðmundur Jón Jónsson. Ileimili þeirra verður að Holtagerði 62, Kópavogi. (Ljósm.st. Gunnars Ingimarssonar). Heimsóknartími sjúkrahúsa Barnaspítali Hringsins: kl. 15—16, virka daga, kl. 15—17 laugard. og kl. 10—11.30 sunnud. Borgarspftalinn: Mánud.—föstud. kl. 18.30—19.30. Laugard. og sunnud. kl. 13.30—14.30 og kl. 18.30—19. Elókadeiid Kleppsspítala: Daglega kl. 15.30—17. Fæðingardeildin: Daglega kl. 15—16 og kl. 19—19.30. Fæðingarheimili Reykjavfkur: Daglega kl. 15.30—16.30. Heilsuverndarstöðin: kl. 15—16 og kl. 19—19.30 daglega. Hvítabandið: kl. 19—19.30, mánud.—föstud. laugard. og sunnud. kl. 15—16 og 19—19.30. Kleppsspftalinn: Daglega kl. 15—16 og 18.30—19. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15—17 á helgidögum. Landakotsspítali: Mán- ud.—laugard. kl. 18.30—19.30. Sunnud. kl. 15—16. Heimsóknar- tfmi á barnadeild er kl. 15—16 daglega. Landspítalinn: Daglega kl. 15—16 og 19—19.30. Sólvangur, Hafnarfirði: Mán- ud.—laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30—20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15—16.30. Vífilsstaðir: Daglega kl. 15—16 og kl. 19.30—20. Kvöld-, nætur- og helgidagavarala apóteka í Reykjavík, vikuna, 23. til 29. nóvember verður i lngólfs Apóteki og Laugarnesapóteki. Næturþjónusta er í Ingólfs- apóteki. Læknastofur eru lokaðar á laugardögum og helgidögum, en læknir er til viðtals f göngudeild Landspítalans í sfma 21230. Almennar upplýsingar um lækna- og Iyfjabúðaþjónustu í Reykjavík eru gefnar f símsvara 18888. Mænusóttarbóiusetning fyrir fullorðna fer fram í Heilsu- verndarstöðinni á mánudögum kl. 17.00—18.00. Vaktmaður hjá Kópavogsbæ — ðllanasími 41575 (sfmsvari). Tannlæknavakt er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla laugardaga og sunnudaga kl. 17—18. Sími 22411. Ragnar Páll sýnir í Bogasalnum Bátar á Hellnum, ein myndanna á sýningunni. í gær var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins sýning á málverkum eftir Ragnar Pál Einarsson. Verður sýningin opin daglega kl. 14 — 22 til sunnudagsins 2. desember. Á sýningunni eru 25 oifumyndir og 8 vatnslitamyndir, og eru flestar þeirra til sölu. Myndirnar eru málaðar vfða um land á síðustu þremur árum, m.a. á Snæfellsnesi, í Landmannalaugum, á Þingvöllum og á Vestfjörðum. Þetta er fimmta einkasýning Ragnars, en einnig hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum. Þórsteinn sýnir á Mokka Þórsteinn Þórsteinsson opnar málverkasýningu í dag, sunnudag kl. 14, á Mokka við Skólavörðustíg. Þetta er þriðja sýning Þórsteins á Mokka á tæpu ári, og að þessu sinni sýnir hann 20 pastelmyndir, sem f lestar eru til sölu. Þórsteinn er fæddur í Reykjavík. Sótti nám í kvölddeildum Handfða- og myndlistarskólans. Hann hefur notið einkakennslu Jóns Engils- berts, stundaði nám í Osló, Hollandi, Italíu, Englandi, Spáni og Austurríki. Sagði Þórsteinn, að myndirnar á sýningunni, sem verður opin í þrjir vikur, væri svo til eingöngu fígúratívar myndir, — hálfgerðar fantasfur. Lárétt: 1. detta 5. óttast 7. þjálfast 9. forfaðir 10. armbindið 12. klukka 13. mælieining 14. á litinn 15. spilið. Lóðrétt: 1. á blómum 2. áfall 3. linsulaus 4. tímabil 8. skip 9. þjóti 11. vondi 14. athuga. Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1. salla 6. ala 7. kall 9. OT 10. stamara 12. tá 13. juku 14. rök 15. ranga Lóðrétt: 1. sala 2. allmjög 3 lá 4. aktaum 5. akstur 8. ata 9. örk 11. auka 14. RN. SÖFNIN Borgarbókasaf ni ð Aðalsafnið er opið mánud. — föstud. kl. 9-22, laugard. kl. 9—18, sunnud. kl. 14—18. Bústaðaútibú er opið mánud. — föstud.kl. 14—21. Hofsvallaútibú er opið mánud. — föstud.kl. 16. —19. Sólheimaútibú er opið mánud. — föstud. kl. 14 — 21. Laugard. kl. 14 — 17. Landsbókasafnið er opið kl. 9—19 alla virka daga. Bókasafnið f Norræna húsinu er opið kl. 14—19, mánud. — föstud., en kl. 14.00 — 17.00 laugard. og sunnud. Árbæjarsafn er opið alla daga nema mánudaga kl. 14—16. Einungis Árbær, kirkjan og skrúðhúsið eru til sýnis. (Leið 10 frá Hlemmi). Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnud., þriðjud og fimmtud. kl. 13.30 — 16.00. Islenzka dýrasafnið er opið kl. 13 —18 alla daga. Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum kl. 13.30 — 16. Opið á öðrum tfmum skólum og ferðafólki. Sími 16406. Listasafn Islands er opið kl. 13.30 — 16 sunnud., þriðjud.m fimmtud. og laugard. Náttúrugripasafnið, Hverfis- götu 115, er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30 —16 Sædýrasafnið er opið alla daga kl. 10 — 17. Þjóðminjasafnið er opið kl. 13.30 — 16 sunnud., þriðjud., fimmtud., laugard. Týndur hvolpur Sagt var frá þvf í fréttum á sínum tíma, að stolið var hvolpi á Kirkjubæjarklaustri þann 18. nóvember sl. Þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan og mikla leit hefur hvolpurinn ekki fundizt ennþá, og komu eigendur hans að máli við Mbl. nú nýlega. Forsaga málsins er sú, að f jórir menn komu að Kirkjubæjar- klaustri þennan umrædda dag og voru þeir staðnir að verki, þar sem þeir voru að rogast með tvo kjötskrokka út úr sláturhúsinu þar. Skrokkunum fleygðu þeirfrá sér í snarheitum, þegar þeim varð ljóst, að þeir kæmust ekki upp með að nærast á „gratís" kjöti að sinni. Þustu þeir síðan inn í bif- reið sína og óku á brott, en eftir stutta stund var farið að sakna hvolpsins. Lögreglan þar fyrir austan lét vita um ferðir þeirra annars staðar, og fór svo, að hafðist upp á mönnunum í Hafn- arfirði. Þar voru þeir yfirheyrðir, og játuðu þeir að hafa haft hvolpinn á brott með sér, en sögðust hafa misst hann út úr bílnum f Ilafnarfirði. Sfðar breyttu þeir þessum framburði og sögðust hafa séð hvolpinn síðast á Fífuhvammsvegi f Köpavogi. Ilvolpurinn er af blönduðu, skozku kyni, ljósbrúnn og hvit- flekkóttur, gegndi nafninu Tryggur, og er einstaklega skemmtileg og mannelsk skepna, að sögn eigenda hans. Viti einhver nánar um afdrif Tryggs er sá hinn sami vinsam- lega beðinn að hafa samband við Siggeir Lárusson á Kirkjubæjar- klaustri, eða hringja í sfma 83107 eða 81704. ást er . .. . . . að komast af án kvartana, þó tekjur hans minnki TM Req. U.S. Pot. OfF.—All rights reterved (C) 1973 by los Angeles Times I BRIDGE ~~1 Norska sveitin græddi 13 stig á eftirfarandi spili í leiknum gegn Frakklandi f Evrópumótinu 1973. Norður S. 9-8 H. Á-D-4 T. K-9-2 L. A-K-D-4-3 Vestur. S. G-5-3 H. K-7-5-3 T. G-10-6-5-4 L. 8 Austur. S. 10-7-4-2 H. 10-9-8 T. 3 L. 10-9-7-5-2 Suður. S. Á-K-D-6 H.G-6-2 T. Á-D-8-7 L.G-6 Norsku spilararnir sátu N—S og sögðu þannig: Suður — Norður I L 2 T 2 G 4 G 511 5 S 6 L 7 G Vestur lét út spaða, sagnhafi drap heima og tók kóng og ás í tígli og nú kom í ljós hvernig tíglarnir skiptust hjá andstæð- ingunum, en austur lét spaða. Næst lét sagnhafi út hjarta 2, svínaði drottningunni og tók síðan 2 slagi á lauf og þá kom í Ijós hve illa laufin lágu. Sagnhafi tók nú slag á tfgul, og austur lét spaða, siðan tók sagnhafi hjarta ás í von um að fella kónginn en það heppnaðist ekki. Næst tók hann spaðaslagina og þá kom í ljós, að spaðarnir féllu og þarmeð var spilið unnið. Sagnhafi gerði sér ekki grein fyrir því, að austur var þvingaður strax í þriðja slag, þvf hann varð að valda bæði spaða og lauf, en getur það ekki ef sagn- hafi tekur hjarta- og tígulslagina strax. — Við hitt borðið sögðu frönsku spilararnir hálfslemmu. Messur í dag Breiðholtsprestakall Guðsþjónusta i Breiðholtsskóla kl. 2 síðd. — sunnudagaskólinn kl. 10.30. Sr. Lárus Ilalldórsson. Hóla- og Fellasókn Guðsþjónusta í Fellaskóla klukkan 5 síðd. og sunnudaga- skóli þar klukkan 10. Sr. Lárus Ilalldórsson. [ SÁ INIÆSTBESTI 1 Mæðgurnar voru önnum kafnar við brúðkaupsundirbúninginn, þegar brúðguminn tilvonandi leit inn á heimili brúðarinnar rétt sem snöggvast. Enginn mátti vera að þvf að sinna honum, og sagðí brúðurinn tilvonandi við hann: — Þú mátt ekki trufla okkur, elskan. Það er svo mikið að gera, því að hvert smáatriði verður að vera í lagi, þegar dagurinn renn- ur upp. — Allt í lagi, Ijúfan. Ég skal ekki láta mig vanta, varsvarið. Viðeyjarfélagið heldur basar að Hallveigarstöðum sunnudaginn 2. des. n.k. Bræðrafélag Bústaðakirkju heldur fund i safnaðarheimili kirkjunnar mánudaginn 26. nóvember, kl. 8.30. síðdegis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.