Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25 NÖVEMBER 1973 t Faðir okkar ÁSGEIR GUÐNASON, fyrrverandi kaupmaður Frá Flateyri, andaðist á Landsspítalanum 22 nóvember. Hörður Ásgeirsson Gunnar Ásgeirsson Sigríður Ásgeirsdóttir Eiríkur Ásgeirsson Ebenezer Ásgeirsson Erla Ásgeirsdóttir Snæbjörn Ásgeirsson Faðir okkar t HANNES HELGASON frá ísafirði. sem andaðist 1 7. þ m inn 26. þ.m. kl. 10 30. verður jarðsettur frá Fossvogskirkju mánudag- Helgi Hannesson Sigurður Hannesson. t Eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir ANTON HÖGNASON verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. nóv. kl. 3. eh Þeim er vildu minnast hans er bent á liknarfélög. Fyrir hönd barna hans og systkina Edna Falkvard, Högni Högnason. — t Ástkaer faðir okkar og tengdafaðir, KRISTINN GÍSLASON Mávahlið 11. sem lézt 20 nóvember, verður jarðsunginn frá Frikirkjunni i Reykjavik þriðjudaginn 27. nóvember kl 10.30 Ólafur Kristinsson Ingibjörg Kristinsdóttir Magnus Oddsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR Bergþórugötu 1 7, verður jarðsungin frá Frikirkjunni i Reykjavik þann 26. nóv. kl 1 3.30. Friðgeir Grímsson Guðrún S. Gisladóttir Halldór Grimsson Jónína M. Pétursdóttir Ásgeir H. Grimsson Sigurður Guðmundsson og barnabörn. Eiginmaður minn, JÓN SIGUROSSON, fyrrv. skipstjóri, Skeggjagötu 2, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 27. nóvember kl 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á liknarstofnanir. Fyrir hönd barna og tengdabarna Dýrfinna Tómasdóttir. ■ t JÓNJÓNSSON frá Tjörnum í Eyjafirði verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. nóvember kl. 1 3.30. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Elliheimili Akureyrar. Guðbjörg Benediktsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, SIGURBJARGAR SIGURJÓNSDÓTTUR Egill Gíslason, Ásgeir Egilsson, Erna Egilsdóttir, Einar Guðbrandsson, Sigurdis Egilsdóttir, Sigurgeir Bjarnason Hannes Helgason —Minningarorð Fæddur 21. jan. 1881. Dáinn 17. nóv. 1973. Dagur er að kveldi. Ef tir langan og bjartan ævidag hefur húmað að og ævisól Hannesar Helgason- ar sjómanns hefur hnigið til við- ar. Það er mikil náð trúuðum manni að hljóta milt og hægt and- lát að loknum nær því níutíu og þremur æviárum, en þánnig bar andlát hans að i rökkurbyrjun, laugardaginn 17. nóvembers.l. Hannes var fæddur að Nesi í Grunnavík 21. jan. 1881. Foreldr- ar hans voru hjónin Kristín Tómasdóttir og Ilelgi Helgason. Ilann missti ungur foreldra sína. Var honum þá komið fyrir hjá vandalausum. Árin frá foreldra- missi að fermingu voru honum erfið ár. í minningum hans voru það ár klæðleysis, sultar og skorts á mannlegri hlýju. Fermingarárið fór Ilannes til sæmdarhjónanna Benedikts Benediktssonar og Rósu Elíasdóttur er þá bjuggu að Dynjanda í Leirufirði. Mikið dálæti hafði Ilannes á þeim hjón- um, enda undi hann þar svo hag sínum, að hann var þar til 25 ára aldurs. Leið Ilannesar lá þegar um fermingu út á sollinn sæ eins og flestra ungra manna þar um slóðir á þeim tíma. í rúm fimmtíu ár tókust þeir á Ægir konungur og Hannes. Oft var tæpt nvor hefði betur en að lokum kom fley það ávallt í höfn, er Iiannes var á, hvort sem hann sat undir árum eða stýri. Ilannes var síðustu sjó- mannsár sín á einum af „Rússun- um“, en svo voru bátar Samvinnu- félags Ísfirðinga oft nefndir manna á meðal. Valbjörn hét bát- urinn. Hin mesta happafleyta enda stjórnað af þeim afbragðs skipstjóra Jóni Kristjánssyni. Skömmu eftir aldamót kvongað- ist Ilannes Jakobínu Ragnheiði Guðmundsdóttur frá Ilnífsdal. Þau eignuðust fjögur börn, eina stúlku, er andaðist við fæðingu og þrjá syni. Einn þeirra Ólafur, lézt fyrir nokkrum árum, en hann var símritari í Reykjavík. Hinir tveir eru Helgi, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins, áður bæjarstjóri í Hafnarfirði og Sig- urður, bifreiðastjóri á ísafirði. Bæði tvö voru þau hjón miklar ágætis manneskjur, en mjög ólík um flest, og kom þar að eftir meir en þrjátíu ára sambúð, að þau ákváðu að slíta samvistum. Þótt þau slitu sambúuð, héldu þau ávallt vinsamlegu sambandi hvort við annað meðan Jakobína lifði, en hún andaðist í desember 1952. Arið 1958 fluttist Ilannes til Reykjavíkur og dvaldi um hrið hjá syni sínum en flutti svo sem vistmaður að Ilrafnistu og dvaldi þartil dauðadags. Það rúm þótti vel skipað þar sem Hannes var. Trúmennska og frábær snyrtimennska einkenndu hann ávallt. Ilann var ekki margmáll en orð- hittinn með afbrigðum þegar hann vildi það við hafa. Ilann hafði næmt auga fyrir þvf bros- lega og var næmur fyrir því, sem að honum sneri eins og flestir þeir, sem munaðarlausir hafa ver- ið. Þakklátur öllum sem reyndust honum vel. Fram undir síðustu stund las hann og fylgdist með fréttum í útvarpi. Veður og afli báta fór aldrei fram hjá honum. Honum varð oft að orði í haust, að þessi vetur yrði kaldur vetur. Má vera að hann hafi af næmleika sínum skynjað hvað nálgaðist. En það verður ekki brinlending þegar Hannes Ilelgason sjómaður siglir í náðarhöfn þess drottins guðs, n hann alla tíð trúði og treysti . o mjög á. Það verður hæg logn- alda sem gjálpar varargrjótið. Við, sem fengum að kynnast Ilannesi og fengum að vera sam- ferða honum um lengri eða skemmri tíma á hinni löngu ævi hans, geymum minningu um góð- an dreng, sem ólst upp í allsleysi en var svo ríkur af trúmennsku og snyrtimennsku. Eiginleikum, sem svo margir er í dag, sem alast upp i allsnægtum eru svo fátækir af. Ilvíldu í ró afi minn blessuð sé minning þín. Haukur. Sigurbjörg Jakobsdótt — Minningarorö ir t Móðir okkar, HALLDÓRA BERGSDÓTTIR frá Efri-Ey, Meðallandi, lézt í Elliheimilinu Grund 23. nóvember. Börnin. Fædd 24. des. 1900 Dáinn 17. nóv. 1973 Það var á fyrstu prestskaparár- um mfnum á Siglufirði, að fund- um okkar Sigurbjargar Jakobs- t Eiginkoma mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma VALGERÐUR JÓHANNSDÓTTIR Gnoðavog 30. sem andaðist 18. nóv verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudag- inn 27. nóv kl. 10 30. Gunnar H. Guðjónsson synir. tengdadætur og barnabörn. dóttur bar fyrst saman. Ég var þá óðum að kynnast hinu ágæta fólki, sem byggir þann bæ, og stöðugt bættust nýir einstakling- ar í vinahópinn. Mér fannst stundum eins og allir bæjarbúar væru ein stór fjölskylda, svo sam- taka voru þeir bæði í gleði og sorg. A þessum árum var bærinn einangraður frá umhverfi sinu meiri hluta ársins. Einangruninn hefur líka sína kosti, fólkið sem staðinn byggir, á ennþá meira sameiginlegt en ella, það tengist betur hvað öðru, og unir þá oft glatt við sitt. Mér fannst það þægileg tilfinning, að vita allan söfnuð minn á einum stað, nærri að segja að hægt væri að sjá yfir hann allan frá einum og sama hóli. Þegar ég kynntist Sigurbjörgu fann ég, að hún var um margt sérstæð kona. Ilún var fíngerð og tilfinninganæm, hafði næmt fegurðarskyn og bar með sér snyrtimennsku og fágun. — Hún var kona félagslynd og ræðin, hafði ánægju af því, að hitta þá, sem hún gat rætt við um hugðar- efni sín, og minnug var hún um margt liðið, svo af bar. Ef til vill urðu kynni mfn af henni meiri en margra annarra, vegna þess að hún fann góðan, andlegan félaga og síðan vinkonu, þar sem móðir mín var, þær áttu margt sameiginlegt og þótti gam- Framhald á bls. 39 Eiginmaður minn. t JÓHANNESKÁRASON Grettisgötu 28, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 27. nóv. kl. 1.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess Lilja Þorkelsdóttir. Konan min t GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Jaðarsbraut 31, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju, miðvikudaginn 28 nóvember kl 14, Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Sjúkrahús Akraness. Fyrir hönd barna, barnabarna og tengdasonar, Karl Auðunsson. t Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim hinum mörgu einstakl- ingum og félögum um allt land, sem styrkt hafa mig með fégjöf- um og öðru við fráfall eigin- manns mins og föður HAUKS BIRGIS HAUKSSONAR Guð blessi ykkur öll. Brynja Guðmundsdóttir og börn. SKILTI A GRAFREITI OG KROSSA Flosprent s.f. Nýlendugötu 14, sími 1 6480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.