Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÖVEMBER 1973 Fa JJ Hl I. t l.l. lf. i X ÍAFiit; 22*0-22- RAUDARÁRSTIG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 ITEL 14444 • 25555 mm/Ð/fí IBlLALEIGA CAfUjENTAlJ IPB BÍLALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL *24460 í HVERJUM BÍL PIONEER ÚTVARP OG STEREO Kasettutæki OAN.RINTAL- ^Hverfisgötu 18 SENDUM \f\ 86060 SAFNAST ÞEGAR . SAMAN § SAMVINNUBANKINN emur; G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON H.F. FYRIRLIGGJANDI OG TIL AFHENDINGAR STRAX EÐA BRÁÐLEGA ERU EFTIRFARANDI VÉLAR OG TÆKI: BANDSÖG FYRIR TRÉ 14” HJÓLSÖG FYRIR TRÉ 12" SAMBYGGÐ HJÓLSÖG 9” OG AFRÉTTARI4” RAFSUÐU-TRANSARAR 140 OG 225 AMP. FRÆSIVÉL FYRIR STÁL. STANSA-PRESSUR 15 OG 30 TONNA MASTER HITARAR. EISELE PRÓFÍLASAGIR MEÐ OG ÁN KÆLINGU BÍLALYFTA KANTLÍMINGAPRESSA G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON HJF. Ármúla 1. Slmi 8-55-33. Dugnaður, reglusemi, sparsemi NU á enn að hefja umræður um kaup og kjör. Og sannarlega skal þeim hjálpað, sem bágt eiga. Kröfur og kauphækkanir verða kjörorð í fjölmiðlum og á mannþingum mánuðina næstu, en þar skal hugsun og sann- girðni til. Þeir launalægstu eiga að fá hækkun. Réttlætið skal ríkja. Sannarlega er það vel. „bar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera,“ sagði vitur maður, eða var það kannski Guð fyrir þúsundum ára. Þetta er óhagganlegt sál- fræðilegt lögmál, sem lftt verð- ur um breytt. Heimskingi og heimspekingur þurfa að gæta þess báðir. Auðvitað er fjársjóður fleira en peningar. En í daglegri af- komu verður að taka tillit til þeirra. Einmitt þess vegna á að hefja umræður, samninga, deilur og verkföll um kaup og kjör. Auðvitað verður talið, að ves- æll prestur ætti að halda sig að sinni altarisbrík og ekki blanda sér I svo háleit hugarefni sem auramál fjöldans. En hér eru nokkrar fornar dyggðir ífjarska.sem hefur þótt betra að hafa í nánd hingað lii ef vel á að fara í þjóðaroúskap. Ileilbrigt og heiðarlegt fólk á líka sinn rétt. Og satt að segja hafa íslenzkir prestar verið að efla þær f fræðslu sinni um aldir sem hluta af þeim grunni, sem þjóðarheill byggist á. En hvernig hefur þeirra verið gætt í umræðum um kaup og kjör, i kröfum og kauphækk- unum undanfarin ár og ára- tugi? Allir hlutir hafa tvær hliðar eða fleiri og hægt að skoða þá á margan hátt. Ilvernig er farið meðdugnað- inn, duglega fólkið, i landi, þar sem fólk er beinlínis krafið um hverja krónu, sem það vinnur sér inn í tómstundum og af dugnaði, iðjusemi og elju? Duglega fólkið er hundelt, skattelt og skattpínt. i stað þess að sú króna, sem unnið er fyrir I yfirskyldustarfi samkvæmt lögmálinu um hjartað og fjár- sjóðinn, ætti að vera frjáls eign eigandan síns og fyrirvinnu, þá hefur sú króna verið tekin af hálfu eða meira, og mun meira tekið sem meiri dugnaður hafði komið í ljós. Bein afleiðing á venjulega mannsál er auðvitað: Ilvatning til iðjuleysis og dáðleysis annars vegar — skattsvik og óheiðarleiki hinsvegar. Reglusemi er kannski ekki eins illa leikin og iðjusemi og dugnaður. En samt er gert ráð fyrir, að reglusama fólkið, ekki sízt, ef það heitir nú foreldrar, eigi að stofna og starfrækja skóla, hæli og spítala handa þeim, sem gera kröfur til að lifa, láta og neyta í taumlausri kröfu og án allrarreglusemi. Hver borgar fyrir fólkið f dýru skólunum, þar sem sífellt er heimtað meira gólfpláss, Við gluggann eftb », Arelius Nielsswo stærri og fínni stofur, lærðari kennarar og fullkomnari kennslutæki? Hver borgar sjúkrahús, byggingu þeirra, starfrækslu og alla þeirra turna og konunglega óhóf og prjál? Hver borgar fyrir svo ótal marga, sem ættu að vinna, en hafa eytt starfskröftum sinum, áður en þeir vissu af, í veizlur og vinþamb? Er það ekki þetta fáa heil- brigða og heiðarlega fólk — reglusama fólkið í landinu? Ég segi fáa. Ef frá eru talin börn og gamal- menni, sjúklingar og aumingj- ar, skólafólk og iðjuleysingar, þá er það ekki margt reglusama fólkið, sem ber uppi alla bygginguna. Og launin, sem það fær, er last og meiri kröfur. Og þá er það sparsemin. í landi, þar sem allt virðist hafa verið gert árum saman til að gera krónu að aurum og aura að engu, virðist ekki vanþörf á að spara, ef unnt yrði að auka verðgildi fslenzks gjaldmiðils, gengi ísl. krónu, sem þrátt fyrir framleiðslu duglega fólksins á fiski, iðnvarningi og kjöti, er fyrirlitin á peningamarkaði heimsins. Fólk er að sjálfsögðu hvatt til að leggja aurana sína á banka. Og hvað væri jafnvel Seðla- bankinn með alla sina höll og andúð og rifrildi, ef enginn lagði krónu í hann? En eins og duglega fólkinu er refsað með sköttum og reglu- sama fólkinu er hengt með kröfum, þá er sparsama fólkið pínt með gengislækkunum og verðhækkunum. Hálfa milljón- 'in sem þú áttir i hitteðfyrra og hélzt þú værir að verða ríkur, af því að þá var hægt að fá fyrir hana hálfa þriggja herbergja íbúð — eða var það kannski fyrir þrem árum — hún er ekki einu sinni aumasta bílskúrs- virði núna. „Þao er þó munur, að nú eru vextirnir svo háir,“ segir ein- hver Jú, það er ljósblik f myrkri fyrir sparsama fólkið, en nær þó skammt til að vega á móti öllu flóðinu, sem kröfurn- ar um kaup og kjör gera í fjár- sjóðinn þinn, ásamt verðhækk- unum og gengislækkunum. Öskandi væri, að þeir vísu herrar og frúr, sem eiga að ráða næsta áfanga i kjaramálum, athugi, að enn eru dugnaður, reglusemi og sparsemi horn- steinar hárra sála. Og hvað verður um þá, sem aumir eru, þegar heilbrigt og heiðarlegt fólk hættir að vinna, fer að svalla og sparar ekki framar — eðaverður að flýjaland? Reykjanesmótið f bridge hófst sl. sunnudag. Formaður bridgefélags Reykjaness, Ágúst Helgason setti mótið og gat þess að í ár yrði keppnin tvíþætt, þ.e. forkeppni fyrir íslandsmót- ið og meistarakeppni Reykja- ness. Spilað verður annan hvern sunnudag og verður næst spilað sunnudaginn 2. nóv. nk. 16 sveitir mættu til keppni að þessu sinni, en aðeins var spil- uð ein umferða á sunnudaginn var. Urslit fyrstu umferðarinnar urðu þessi: Sveit: Sigurðar Emilssonarvann Boggu Steins. 20 — 2 Gunnars Sigurbjörnssonar vann Marons Björnssonar 16—4 Ágúst Helgasonar vann Bjarna Sveinssonar 20—0 Jónas Gislasonar vann Hauks Ilannessonar 11 — 9 Ilaralds Brynjólfssonar vann Kára Jónassonar 16 — 4 Ölafs Lárussonar vann Ulfars Eysteinssonar 20 — 5 Guðmundur Jakobsson vann Grétars Róiskranss. 14 — 6 Sigurhans Sigurhanssonarfékk vinning á móti sveit Vals Sfmonarsonar 20 mætti til leiks. Keppnisstjóri er Gíslason. xxxxx 5 sem ekki Tryggvi Reykjavíkurmeistaramótið í tvímenning, sem verður i baro- metersformi hefst 4. desember nk. Ráðgert er að spila í tveim- ur 28 para riðlum, meistara- og fyrsta flokki. Spilaðar verða 3 umferðir 4., 17. og 18. desember á Domus Medica. Þátttaka til- kynnist tíl bridgefélaganna í Reykjavik. X X X X X Frá Bridgefélagi Hafnarfjarð- ar. Urslit úr 3. og 4. umferðum sveitakeppninnar urðu þessi: 3. UMFERÐ: Sveit Halldórs vann sveit Þorgeirs 13 — 7 Sveit Ásgeirs vann sveitJóns 20 — 0 Sveit Sævars vann sveit Einars 20 — 0 Sveit Sigurðar S. vann sveit Ulfars 18 — 2 Sveit Kristjáns vann sveit Sigurðar E. 12 — 8 Sveit Óla Kr. vann sveit Þrastar 15 — 5 Hörður Jóhannesson 296 4. UMFERÐ: Borgarneshreppur Sveit Ásgeirs vann Guðjón Pálsson 295 sveit Sigurðar S. 14 — 6 Vatnsveita Borgarness Sveit Sævars vann Jón Kr. Guðmundss. 293 sveit Kristjáns 12 — 8 Prjónastofa Borgarness Sveit Sigurðai* E. vann Björn Hermannsson 283 sveit Óla Kr. 19 — 1 Samvinnutryggingar Sveit Halldórs vann Jón Einarsson 283 sveit Jóns 12 — 8 Trésm. Þorsteins Theó- Sveit Þorgeirsvann dórssonar sveit Ulfars 17 — 3 Guðjón Stefánsson 280 Sveit Einars vann Verslunin Stjarnan sveit Þrastar 20 — 0 Guðmundur Arason 279 Staða efstu sveita er nú þessi: Sævars Magnússonar 71 Sigurðar Emilssonar 60 Kristján Andréssonar 51 Ilalldórs Einarssonar 45 Ásgeir Gunnarssonar 45 Einars Guðjohnsen 43 xxxxx Nýlega er lokið einmennings- keppni Bridgefélags Borgar- ness, sem jafnframt var firma- keppni. Spilaðar voru 3 umferð- ir og varð röð efstu para og firma þessi: Rafveita Borgarness Unnsteinn Arason 325 Verslunin Brák Jenni R. Ólason 303 Brauðgerð K.B Anna Ingadóttir 301 B. T. B. Rögnvaldur Ingólfss. 297 Kjötbúð K.B Neshúsgögn Ilólmfríður Sigurðard. 279 Ilannyrðaversl. Jórunnar Bachmann Jórunn Bachmann 279 Mjólkursamlagið LeóJúlíusson 278 Nú stendur yfir 6 kvölda tví- menningskeppni. xxxxx Frá Bridgefélaginu Asarnir Kópavogi. Að loknum 4 umférðum í sveitakeppni félagsins er röð 3ja efstu sveita þessi: 1. Sveit Vilhjálms Þórssonar 69 stig 2. — 3. Sv. Jóns Andréssonar 63 stig 2- — 3. Sv. Þorsteins Jónssonar 63 stig Sveitir Vilhjálms Og Jóns spila saman í næstu umferð. A.G.R JJJJJJJJ 'JJJJoJlíiJ/J- JJJiJJJ TtU vinsælustu lögin á Islandi þessa dagana, samkvæmt útreikn- ingum þáttarins „Tfu á toppnum": 1 (1) Candygirl..............................Pal Brothers 2 (3) Daydreamer .......................... David Cassidy 3 (6) Sorrow..................................David Bowie 4 (4)1 shall sing............................Art Garfunkel 5 (2) My friend Stan ...............................Slade* 6 (—) Broken dowo angel ...........................Nazareth 7 (—) Are you lonesome tonight .............Oonnv Osmond 8 (8) Photograph .............................RingoStarr 9 (5) Whyme ............................Kris Kristofferson 10 (—) Drift away ..............................Dobie Gray Af listanum féllu fimm lög: Top of the world — Carpenters (7), Rock on — David Essex (9), We’ve got to do it now — New Seekers (10), Sail around the world — I)avid Gates (—) og All the way from Memphis — Mottthe Hoople (—). Nýju lögin fimm eru: 11 My music..............................Loggins & Messina 12 Mind games .................................John Lennon 13 Farewell Andromeda.........................John Denver 14 Igotáname ...................................Jim Croce 15 Mamyblue........................................Stories Candy girl fékk óvenju mikið atkvæðamagn af vinsælasta lagi að vera, eða 162 atkvæði. Var bréfabunkinn til þáttarins f stærra lagi þessa vikuna, sennilega vegna þess, hve góð lögin á listanum eru. — Merkið aftan við nafn Slade táknar það, að lagið er búið að vera sex _vikur á listanum og fær ekki að vera lengur, dettur út af listanum hér eftir, hvað sem það fær mörg atkvæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.