Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NOVEMBER 1973 7 Kvikmyndir Eftir Björn Vigtti Sígurpálsson Atriði úr sfðustu m.vnd Resnais — Je T'Aime, Je T'Aime, Þar var vísindaskáld- sagan á dagskrá, nú er það veruleikinn. Resnais og Stavisky-hneykslið Góðar fréttir frá Prakklandi: Alain Resnais er í óða önn að klippa nýjustu mynd sína í París þessa dagana, og ef að líkum lætur, er hennar beðið af sömu eftirvæntingu og gilt hef- ur um fyrri myndir hans. Resnais svíkur engan — að minnsta kosti má ganga út frá þvf sem vfsu, að áhugamenn um kvikmyndir fái eitthvað að tal um, þegar þessi nýjasta mynd Resnais verður tekin til sýninga. Þessi nýjasta Resnais-mynd hefur hlotið heitið „L‘Empire d'Alexandre" og hefur verið unnið að tökum hennar á undanförnum mánuðum i Birarritz, Barbizon, París og Chamonix. Á þessum stöðum gerðust sögulegir atburðir snemma á fjórða áratug þess- arar aldar, er Stavisky-málið svonefnda kom upp og olli sliku fjarðrafoki, að það hrikti f stoð- um franskra stjórnarkerfisins, á þeim byggir myndin. Resnaís hefur að vanda feng- ið góða menn til liðs við sig. .franski rithöfundurinn Jorge Semprun annast handritið, en þeir Resnais hafa áður unnið saman í ,,La Guerre Est Finie“ með ágætum árangri. Semprun þessi er einnig kunnur sem handritahöfundur fyrir Costa- Cavras. í aðalhlutverkinu, Alexandre Stavisky, er hins vegar Jean-Paul Belmondo, og ef ég man rétt, er þetta í fyrsta skipti, sem þeir Resnais vinna saman. Belmondo mun einnig hafa fjármagnað gerð þessarar myndar að verulegu leyti. Resnais hefur ekki verið ýkja afkastamikill kvikmyndagerð- armaður, en myndir hans hafa orðið þeim mun langlífari í hugum kvikmyndaunnenda. NU eru liðin fjögur ár frá því að siðasta mynd hans, „Je T'Amie, Je T'Amie'* sá dagsins ljós, og vakti — eins og vænta mátti — mikla og verðskuldaða athygli. Fáeinum mánuðum síðar var hún sýnd hér sem mánudags- mynd, og eins og menn munu vafalaust minnast .ék Resnais sér að því i þeirri mynd, að raska efnisþræðinum í tima og rumi, og varð myndin fyrir bragðið bæði dularfull og tor- melt i fyrstu viðkynningu. Þar var þar frábær tækni Resnais í klippingu, sem ferðinni réð, enda verður handbrag hans á þessu sviði að telja helzti aðall mynda hans. Þær eiga það flest- ar sammerkt að róta ærlega upp í skynfærum áhorfandans, rugla hann jafnvel i ríminu, og gefa gjarnan tilefni til enda- lausra rökræðna og vanga- veltna um tUlkun smæstu atriða myndanna. Og þarátt fyrir oft og tíðum áþekk vinnu- brögð verður maður aldrei var við endurtekningu i verkum Resnais. Þótt einatt sé erfitt fyrir áhorfandann að nálg«st myndir Resnais og honum sé ftorið á brýn að takast aðeins á við tor- ræð viðfangsefni, staðhæfir Resnais sjálfur, að slíkt sé alls ekki vísvitandi ásetningur við gerð myndanna. Þvert á móti bendir hann á, að hann hafi aðeins þrisvar eða fjórum sinn- um neitað handriti vegna þess, að honum féll ekki efniviður- inn. „Mér finnst jafnan, að ég þiggi allt það, sem á fjörur min- ar rekur,“ segir hann, „og að ég segi alltaf já, þegar handrit stendur mér til boða.“ Hitt er eins víst, að Resnais er ekki einstefnumaður hvað kvikmyndir áhrærir og eitt sinn lét hann þau orð falla, að hann væri aðeins reiðubUinn til að helga kvikmyndum 50% til- veru sinnar. „Það eru leikstjór- ar, sem ekki hugsa um annað en kvikmyndir, þær eru þeirra ær og kýr,“ segir hann. „Ifjá mér er þessu öðru vísi farið. Eg er kiofinn í herðar niður. Mér þykir til að mynda ákaflega gaman að lesa, fara i leikhUs, hjóla á reiðhjólinu minu og heimsækja vini mína. Ég hef alltaf átt í efiðleikum með að einbeota mér að einhverju einu.“ Hann ferðast einnig nokkuð, en ferðirnar, sem hann og kona hans, dóttir André Malraux, taka sér á hendur, eru síður en svo ævintýralegar. „Ítalia, TUnis, Skotland, þessir venjulegu staðir," segir hann. „Metnaði minum er mjög stillt í hóf.“ Kannski er það þess vegna, sem þessi hófsemdanna maður hefur látið heillast af persónu- leikanum Alexandre Stavisky. Stavisky þessi er algjör and- stæða Resnais. Hann var að- sópsmikill og næstum að- laðandi þorpari, sem komst til töluverðra metorða í Frakk- landi. En árið 1934 eða þar um kring var flett ofan af geysilegu f jármálahneyksli, þar sem hann reyndist höfuðpaurinn, og litlu síðar kom til dularfull- ur dauðdagi hans í Chamonix. Út af þessu var heilmikið uppi- stand í Frakklandi. Stjórnin varð að hrökklast frá völdum við lítinn orðstír og fasistar fengu byr undir báða vængi. Resnais segist þó ekki hafa í hyggju i þessari mynd að beina spjótum sinum sérstaklega gegn pólitískri og fjármálalegri spillingu samtímans, þó að hann segi öll hneyksli hvert öðru lík, heldur vaki fyrst og fremst fyrir honum að bregða upp mynd af þessum heillandi þrjóti. Satt að segja hefði maður átt von á pólitísku ívafi, þar sem Semprun á f hlut. „Þetta verð- ur ekki nein skýrsla um málið,“ segir hann þó. Hann hefur pælt í gegnum öll þau skjöl, sem birzt hafa á prenti um Stavisky- málið, meira að segja 7.000 bls. greinargerð stjórnvalda um málið, og byggt handritið á þessum lestri. „Myndin verður eins konar UtUrdúr um mann- inn og tímana, sem hann lifði. Þetta voru erfiðir timar, nasis- minn f fæðingu, fjármálaöng- þveitið i algleymi, svo að tónn myndarinnar verður meira í ætt við Lubitsch en Losey,“ seg- ir Semprun. Semprun segir einnig, að Resnais sé kröfuharður hús- bóndi, og að ekki sé óalgengt, að hann þurfti að hrista fram úr ermi 1000 blaðsíður til að Ur verði 130 sfðan handrit, sem Resnais getur fellt sig við. Resnais segir hins vegar, að það sé mest þreytandi þáttur kvik- myndagerðarinnar að fylgjast með því þegar handritið er að verða til. Resnais er nU fimmtugur og ári betur. Hann fæddist f Vannes í Brittany, og þar sá hann fyrstu þrjár kvikmyndir lífs síns — visindaskáldsögu- mynd, mynd með Harold Lloyd og heimildarmynd um ræktun bauna, og þessar myndir hafa haft mest áhrif á hann sem kvikmyndagerðarmenn, að hans eigin sögn. Einnig segist hann eiga teiknimyndasögum dagblaðanna mikið upp að unna, og raunar stóð til, að næsta mynd hans yrði sótt í eina slfka teiknimyndasögu — eftir Bandaríkjamanninn Stan Lee. Af því gat þó ekki orðið vegna þess hve myndin hefði orðið dýr. Fyrsta verkefni Resnais inn- an kvikmyndanna var aðstoðar- klipparastarf hjá Nicole Vedrés í „París 1900“, þeirri sögu- frægu heimildamynd frá árinu 1945. Ilann fór síðan sjálfur að fást við gerð heimildamynda, og merkust þeirra er talin „Nuit et Brouillard“, hrikaleg lýsing á fangabUðum nasista. Resnais telur sjálfur, að heimildamyndirnar hafi orðið honum góður skóli og undir- búningur fyrir sagnamyndirn- ar siðar. Frumvarp hans á því sviði var annars „Hirosima Mon Am- our“. Um hana sagði Godard á , sínum tima, aö hun væri þess háttar mynd, sem ómögulegt hefði verið að sjá fyrir á grund- velli fyrri vitneskju um kvik- myndir. „Hirosima" var svo endursýnd í Paris í fyrra og fékk þá engu lakari móttökur en þegar hún var fyrst frum- sýnd. „Ég var steinhissa á því, að hún skyldi enn höfða til fólks,“ sagði Resnais. „L'Année Derniére á Marien- bad" fylgdi í kjölfarið tveimur árum siðar — í senn fallegasta og einnkennilegasta mynd Resnais. Þar setur Resnais fram eina af grundvallar- kenningum sínum um kvik- myndir — þ.e., að í þeim eigi imyndurafl aáhorfandans að fá jafn lausan tauminn og iesand- inn hefur við lestur skáldsög- unnar. Enda for svo, að frelsi fmyndurnaraflsins í Marienbad leiddi til endalausra rökræðna, vangaveltna og jafnvel deilna um skilning á myndinni, og hafa þær staðið allt fram á þennan dag. NU er aðeins að sjá hvort Resnais verði þessari kenningu trUr í „L'Empire d‘Alexandre“ og raunar bendir ýmislegt til þess. Alltént finnst manni hvað mestur skyldleiki með Marienbad og síðustu mynd Resnais „Je T'Aime en sU staðreynd, að hann vinnur nU aftur með Jorge Semprun og gæti að vísu einnig gefið til kynna, að hefðbundnari leiðir verið farnar, likt og átti sér stað í „La Guerre Est Finie“. EIGNIZT VINI UM ALLAN HEIM Gangið í stærsta pennavinaklúbb í Evrópu. Sendum ókeypis bæklmg. HERMES, Berlin 11,. Box 1 7, Germany KLÆÐNINGAR — BÓLSTRUN sími 12331. Klæði og geri við bólstruð húsgögn Áklæðissýnis- horn Bólstrunin Blönduhlið 8 sími 1 2331 LEIKJATEPPIN með bilabrautum, sem fengust i Litlaskógi, fást nú á Nökkvavogi 54. Opið frá kl. 13—20 simi 34391 Sendum gegn póstkröfu JARÐYTA TIL LEIGU 22 tonna ýta með Ripper tii leigu i stærri og smærri verk. Upplýs- ingar i sima 51 857. JARÐYTA Vil kaupa jarðýtu 2Ó-—2 7 tonna, Caterpillar Tilboð ásamt upplýs- ingum sendist í pósthólf 1381, Reykjavík, sem fyrst. KEFLAVÍK Einhleypan mann vantar 1—2 herbergi með sérinngangi, Upplýsingar í sima 1081 á vinnu- tima BRONCO TIL SÖLU árg '66 I góðu ástandi Uppl i sima 92- 8264 ÍBÚÐIR TIL LEIGU Hefi 2 íbúðir til leigu i Keflavik Uppl aðeins á skrifstofunni Garðar Garðarsson hdl , Tjarnar- götu 3, Keflavík. NOTUÐ SKURÐGRAFA ÓSKAST Sími 15773. TILSÖLU SAAB 96 árg 1970 Uppl. í sima 23895. RAMBLER AMERICAN 1966 til sölu Samkomulag með greiðslu 2ja — 3ja ára skuldabréf kemur til greina Simi 1 6289 TILSÖLU ER MERZEDES BENS 1518 með framdrifi Burðarmagn á palli 8 700 kg. Upplýsingar i síma 31217 ÚRVALS SÚRMATUR Súrsaðir lundabaggar, hrútspung- ar, sviðasulta, svinasulta. Úrvals- hákarl, sild og reyktur rauðmagi. Harðfiskur, bringukollar. Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2, s’mi 35020 HEIÐRUÐU LESENDUR Tökum að okkur úrbeinmgu á öllu kjöti og göngum frá þvi i neyt- endapakningar bæði fyrir heimili og verzlanir Sækjum og sendum. Uppl. i simum 32496 — 72475. HESTAMENN! Bás i hesthúsi til leigu Leigan greiðist með gegningu á móti öðrum Uppl i sima 23725 og 85755 MINKAPELS TIL SÖLU Nýr cape, Ijós brúnn ..Natural pastel mink '. Simi 16452. mánudagskvöld TILSÖLU Dodge sendibíll, lengri gerð árg '6 7 Upplýsingar i sima 7 1143 eftir kl. 5. KEFLAVÍK Vantar mann vanan bílaviðgerðum strax Bílasprautun, Suðurnesja, simi 1081. TILSOLU Mustang '71 með V—8 vél 302 cc, dökkgrænn, sjálfskiptur með powerstýri og bremsum Upplýsingar i sima 37203. HORNET ’71 Til sölu fallegur Hornet '71 með vökvastýri, útvarpi og nýjum snjó- dekkjum. Mjög góður bíll. Skipti koma til greina Uppl i sima 38819 Eldhúsborð til sölu á sama stað ÍBÚÐ TILLEIGU 5 herbergja hæð til leigu i 5 — 6 mánuði. Tilboð, er tilgreini fjöl- skyldustærð. sendist afgreiðslu blaðsins fyrir hádegi á miðviku- dag, merkt: „Vesturbær '. 3276 CITROEN DS 19 1965 til sýnis og sölu. Samkomulag með greiðslu. Simi 16289 LJÓSMYNDAVÉL 35 MM Til sölu ný Minolta SRT 101 F: 1.4 = 58 mm Telelinsa F: 3,5 = 200 mm "9 þrifótur Uppl i sima 18242. STÓR 2JA HERB. ÍBÚO i Sundunum til leigu i 6 _ 9 mán., með eða án húsgagna. Reglusemi skilyrði Tilboð sendist Mbl fyrir 30 növ merkt: „807". KVENFÉLAG ÓHÁÐA SAFNAÐARINS Basar félagsins verður laugardag 1 des. kl. 2 i Kirkjubæ. & Ekki er ráð nema i tíma sé tekið, ef þér ætlið að senda vinum erlendis matarpakka fyrir jólin. Höfum eins og undanfarið ár okkar vinsæla „Gift parcel from lceland". staðlaðan pakka, sem inniheldur íslenzkan mat, svo sem: Hangikjöt — harðfisk — svið — reyktan lax — reykta síld — kavíar — kæfu — lifrakæfu — smjörsíld og rækjur. Þess utan getur hver og einn valið eftir eigin smekk. Verið velkomin úrvalið er meira en yður grunar. SS-búÓirnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.