Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 35
.....■ ■ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÖVEMBER 1973 35 GRUNURINN Framhaldssagan eftlr: FRIEDRICH DURRENMATT i þýðingu Jóhönnu Kristjónsdóttur__ — í Chile, í Chile, sagði Barlach. — Og hvenær kom hann svo aftur, þessi vinur þinn, sem getur alls ekki verið Nehel? — Árið 1945. — í Chile, í Chile, endurtók Barlach. — Og þú vilt ekki segja mér, á hvern hann minnir þig þessi læknir á myndinni? Hungertobel hikaði við að svara. Ilonum fannst spurningin í meira lagi óþægileg. — Ef ég segi þér nafnið, Ilans sagði hann að endingu. — Þá ferðu að tortryggja manninn. — Ég er þegar farinn að tor- tryggja hann, svaraði lögreglufor- inginn Ilungertobel andvarpaði. — Þarna sérðu, Hans, sagði hann. — Ég var einmitt hræddur um það. Og ég vil ekki að þú gerir það. Ég ér gamall læknir, og ég vil ekki gera neinum mein. Grunsemdir þinar eru hreinasta firra. Með einni mynd er ekkert hægt að sanna, sérstaklega ekki, þegar myndin sýnir ekki nema hluta af andlitinu. Og auk þess má ekki gleyma, að hann var í Chile. — Ilvað var hann að gera þar? skaut lögregluforinginn inn í. — Hann var yfirlæknir á sjúkrahúsi i Santiago, sagði Ilungertobel. — í Chile, í Chile, sönglaði lög- regluforininn í tvíræðum tón, sem erfitt var að ráða i. Samúel hafði alveg á réttu að standa tortryggni hans var við- bjóðsleg og frá hinum vonda kom- in. — Ekkert gerir manninn jafn ógeðslegan og frunsemdin, hélt hann áfram. — Það veit ég full- vel, og ég hef margsinnis bölvað starfi mínu. Aldrei skyldi maður láta undan tortryggninni. En nú sitjum við uppi með hana og það varst þú, sem vaktir hana. Ég vildi fúslega losna við hana, en þá verður þú líka að eyða þínum grun. Ilungertobel settist við rúmið. Hann leit ráðleysislega á lög- regluforingann. Ljós glampaði í gegnum gluggatjöldin. Uti var fagurt veður, eins og hafði verið lungann úr vetrinum. — Ég get ekki . . . sagði lækn- irinn og rauf að lokum kyrðina í herberginu. — Eg get ekki . . . Nei, ég get ekki eytt þessum grun. Ég þykist þekkja hann of vel til þess. Við lærðum saman og hann gegndi tvisvar fyrir mig i forföllum. Það er hann þarna á myndinni. Og örið við gagnaugup. Ég þekki það. Því að ég hef sjálfur skorið Emmenberg- er upp á þessum stað. Iíungertobel tók af sér gleraug- un og strauk svitann af enninu. — Emmenberger? spurði lög- regluforinginn rólega. — Hét hann það? — Nú er ég búinn að segja þér það, svaraði Hungertobel hljóm- lausri röddu. — Éritz Emmen- berger. — Læknir?' — Já hann er læknir. — Er hann búsettur hér i Sviss? — Hann rekur einkasjúkrahús, sem heitir Sonnenstein uppi á Zurichfjalli, svaraði læknirinn. — Árið 1932 fluttist hann til Þýzka- lands og síðar til Chile. Árið 1945 kom hann aftur og hóf rekstur sjúkrahússins sem er meðal þeirra dýrustu í Sviss, bætti hann við lágmæltur. — Aðeins fyrir efnafólk? — Aðeins fyrir mjög efnað fólk. Er hann snjall vísindamaður, Samúel? spurði lögregluforing- inn. Hungertobel hikaði. Það er erfitt að svara þessari spurningu, sagði hann. — Einu sinni endur fyrir löngu var Emmenberger mjög duglegur vísindamaður. Það veit bara enginn, hvort hann er það enn. Ilann notar aðferðir, sem okkur finnst harla vafasam- ar. Við vitum svo lítið um þessa hormónameðferð, sem hann hef- ur sérhæft sig 1, og við vitum ekki til fullnustu, hversu langt má ganga í þvf frekar en ýmsu öðru innan læknisfræðinnar. Vísinda- menn og skottulæknar, þeir búa Valvakandi avarar I sfma 10- 100 kl. 10.30—11.30. tri minudagi til (öatudaga. 0 Tinna-bækurnar 1 Velvakanda 17. nóv. sl. birtist samtal við Bjarnheiði Ingólfsdótt- ur, Móabarði 22, Hafnarfirði, þar sem hún veitist að hinum vinsælu barna- og unglingabókum Ævintýrum Tinna, og heldur því fram, að þær séu ekki við hæfi barna. Þetta kemur okkur útgefendum Tinna-bókanna k.vnduglega fyrir sjónir, þar sem þær eru viður- kenndar víða um lönd, einmitt sem mjög holl og góð Iesning fyrir börn. Erlendis hafa birzt ritdómar um Tinna-bækurnar í öllum helztu blöðum og bókmenntarit- um, og er hvarvetna viðurkennt í þeim, að þær séu fyrsta flokks barna- og unglingabækur. En líka er vitað, að fullorðnir sækjast mjög eftir að hnýsast í þær. Með yðar leyfi viljum við birta hér smákafla úr gagnrýni i hinu fræga enska bókmenntablaði „The Times Literary Supplement", sem hafði svo mikið við, eftir að fyrstu Tinna- bækurnar komu út á ensku, að Ieggja alla forsiðuna undir grein um þær. „Almennt talað er allur sögu- blærinn geðþekkur og lærdómur sá, sem barnið dregur af þessum bókum, verður að teljast góður. Tinni er. . . hin „jákvæða hetja". Hann er hugrakkur, úrræða- góður, drenglyndur, skynsamur og undantekningarlaust kurteis Styrkur Tinna liggur ekki aðeins í því, að hann er fulltrúi skynsamlegra siðalögmála, heldur líka í þvi, hve bækurnar eru ákaf- lega vandaðar og fallegar. Þær eru samdar af mikilli sköpunar- gleði, fullar af hugviti og fjöri. Eins og mörg mikil listaverk eru þær örlátar og bregða upp óteljandi hugmyndatengslum, skrítlum og smáatriðum, sem eru að vísu ekki nauðsynleg fyrir söguþráðinn, en gefa þó ein- földustu atvikum dýpt og fyllingu, svo lesandinn getur verið lengi að velta þeim fyrir sér.“ 0 íslendinga- sögurnar Hægt væri að koma með margar tilvitnanir i erlend rit, þar sem uppeldisgildi Tinna-bókanna er viðurkennt. I Evrópu hefur Tinni verið dáður í áratugi. Þar þekkja allir hann og hann nálgast að vera talin klassisk persóna í líkingú við Mikka mús. Hann sækir nú lika óðfluga inn í Ameríku og mætti koma með tilvitnanir úr kunnustu tfmaritum Banda- rikjanna, svo sem Newsweek og Time, sem sýna, að hann er líka talinn hafa gildi þar. Hér á landi er enginn raunveru- leg gagnrýni barnabóka til, og því hafa Tinna-bækurnar orðið fyrir barðinu á þvi áhugaleysi og vanrækslu, svo ekki er hægt að vitna í íslenzka gagnrýni. Tilvitnanir frú Bjarnheiðar um bang, bang o.s.frv. eru út í hött. Hún ætti að taka eftir því, að í þeirri viðureign er ekki skert hár á höfði nokkurs manns. Er það meira en hægt er að segja um sumar af þeim reyfarabókum, sem hér eru bornar á borð fyrir börn. Viðbrögð frú Bjarnheiðar minna á lesendabréf, sem birtist fyrir mörgum árum í Sydsvenska Dagbladet, þegar Islendingasögur höfðu nýlega verið gefnar út á sænsku og sérvitur bréfritari varaði við „ómenningaráhrifum" af þeim!! Öllum þeim, er sýndu mér hlýhug með heimsóknum, gjöfum og kveðjum á 80 ára afmseli mínu, sendi ég hjartanlegustu kveðjurog þakkir. Guðný Guðmundsdóttir frá Hreggstöðum, Sólvallagötu 54. ISLANDSMOTIÐ í HANDKNATTLEIK í kvöld kl. 7.00 leika: 2. deild karla Fylkir — Í.B.K. I. deild karla Í.R — Víkingur Fram — Ármann H.S.Í. H.K.R.R. Barn, sem les Tinna-bækurnar, tekur sér til fyrirmyndar heiðar- leik, hreinskiptni og drengskap aðalsöguhetjunnar, Tinna, en finnur ekki til samkenndar með hinum afkáralega fullorðna manni, Kolbeini kafteini, og fær andúð á óreglu hans, seni stund- um hefur nærri leitt alla í glötun. Þetta er kjarni málsins, sem full- orðinn lesandi e.t.v. ekki skilur. Virðingarfyllst, f.h. Fjölvaútgáfunnar Sturla Eiríksson" % Athugasemd Þar sem fyrir liggur mikill fjöldi bréfa, þar sem fjallað er um „Morgunstund barnanna", vill Velvakandi vekja athygli bréf- ritara á þvi, að fleiri bréf um þetta efni verða ekki birt nema undir standi fullt nafn og heimilisfang bréfritara, eins og hefur raunar verið um flest þau bréf, sem birzt hafa um þetta mál. í framhaldi af þessu er yert að gera nokkrar athugasemdir um birtingu nafnlausra bréfa eða bréfa undir dulnefni. Heita má, að Velvakandi standi í stöðugum rökræðum við bréfrit ara og þá, sem samband hafa Við hann með öðrum hætti, um það, hvort birt skuli nafn og heimilis- fang með þvi, sem viðkomandi vill koma áleiðis til lesenda. Þar að auki berst jafnan talsvert af nafnlausum bréfum, en slík bréf fá að sjálfsögðu hraðferð i bréfa- körfuna. Nauðsynlegt er, að fyrir liggi fullt nafn og heimilisfang þeirra, sem óska eftir að koma skoðunum sínum á framfæri í Morgun- blaðinu, enda þótt þær ástæður kunni að vera fyrir hendi, að birting þessara upplýsinga sé ómöguleg, eða beinlínis óæskileg, eðli málsins samkvæmt. Nægir þar að benda á ýmis mál, persönu- legs eðlis, sem þó eiga erindi til almennings. Enda þólt Morgun- blaðið sé ekki sammála þvi, sem það er beðið um að birta nafn- laust, getur því þótt ástæða til að koma þvi á framfæri og er slikt þá metið hverju sinni. Annars virðist feimni við að koma skoðunum sinum á fram- færi og standa fyrir máli sínu vera lenzka hér, enda sumpart skiljanlegt i svo litlu þjóðfélagi, sem við búum í. íslendingar eru allra manna fróðastir um hagi og ætterni náungans. Þetta kemur oft fram í viðræðum manna, en þá er oft, að viðstaddir þekkja þann, sem um er rætt eða a.m.k. deili á honum. Ef ekki, þá er undan- tekningalitið spurt, hverra manna hann sé, og fæst þá venjulega niðurstaða á stundinni. Þetta þekkja allir, og raunar er þetta eitt skemmtilegasta sér- kenni þeirrar smáskrýtnu mann- tegundar, sem lifir hér i andlegu þröngbýli. % Leið til að létta megi af kirkju- garðsgjaldinu Hákon Aðalsteinsson á Egils- stöðum hringdi, og vildi koma að þeirri tillögu, að ritlaun fyrir bókina um Ragnheiði Brynjólfs- dótt yrðu látin renna i kirkju- garðssjóð, þannig að létta mætti þeim álögum af landsmönnum. í framhaldi af þessu mælir Hákon með því, að leitað verði að fólki með miðilshæfileika um alll land, og þvi siðan fengið það verkefni að leita að sálum til að skrifa bækur eftir. Þetta gæti orðið drjúg tekjulind, þannig að ekki væri einungis unnt að létta kirkjugarðsgjaldinu með öllu af landsins börnum, heldur yrði sjálfsagt afgangur, sent þá mætti jafnvel verja til kirkjubygginga. Til jólagjafa: Púðar í 10 glæsilegum litum úr mynstruSu nælonflauel. Bella Laugaveg 99, sími 26015. DART-NOVA Til sölu: 2ja dyra CHEVY NOVA árg. 1 969. 4ra dyra CHEVY NOVA árg. 1 969. 4ra dyra DODGE DART árg. 1 970. Til sýnis og sölu að Ármúla 36. Uppl. í síma 84366 og á kvöldin i 85106. ikiMlálkur ogue Nýtt í Vogue á Skólavörðustíg 12. Vogue sokkabuxur nýjar birgðir, margir litir, Mini Vogue og Mamma Mini sokkabuxur Vogue hnésokkar grófir, ný gerð 5 rtir kr 276/- parið Vogue blússubolir, ný sending, marg- ar nýjar gerðir þar á meðal Vogue módelið sem er hnýtt í hálsinn. Stíllmn er einkennandi fyrir vinsælustu dömu- ízku vetrarins Einnig eru til V háls- mál, skyrtukragar, flegin hálsmál og rúllukragar Vogue nærföt, mýkstu brjóstahaldarar sem um getur, svartir, kampavinslitir, ogarauðir og Costa Brava kr 449/- stk Buxur I sömu litum kr 93/- stk Hnésokkar og sokkabuxur í sömu itum. I þessari viku vill Vogue sérstaklega vekja athygli á samkvæmiskjólaefnum og þeim fjölmörgu gerðum jerseyefna sem eru til á Skólavörðustíg 12 Bómullarjersey, terylene jersey, acryl jersey, crimpelene jersey, jersey velour, sem er nýtt tízkuefni hlýtt og mjúkt i vetrarkjólana o.m.fl. Jersey með lurex þræði í samkvæmiskjóla og opna lausa jakka við einlit samkvæmis- pils og jersey í jólaföt barnanna. Gull og silfurmynstruð samkvæmis- kjólaefni eru vinsæl í vetur, einnig í peysufatapils og slifsi og alla vega silkikennd mynstruð efni í síða létta kjóla. Finnið litina ykkar og uppáhalds- efnin ykkar í Vogue Skólavörðustíg 1 2. Snið og allt tillegg, tölur, fóður, tvinni og lásar eru nú ásamt fatnaðarefnum á neðri hæðinni MuniðVogue gjafakort- in, sem koma sér vel við hve'rt tækifæri og hafa reynst vinsæl jólagjöf tlrval af vinglösum frá a Orrcfors SVÍÞJÓÐ Kastrup Holmegaard DANMÖRK RoyalLeerdam HOLLAND U.G.Tableware ENGLAND Libbey Glassware u s. tef BIERINE LAUGAVEGI 6 SÍM114550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.